Morgunblaðið - 23.05.1971, Side 11

Morgunblaðið - 23.05.1971, Side 11
MORGUNBLAÐHD, SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 11 „Flóttafólk? — Hvað varðar okkur um það?“ ÞANNIG spurðu bömin i bekknum hennar Brittu, og þannig spyrja ótrúlega marg ir bæði hátt og í hljóði á þessu ári 1971, sem Samein- uðu þjóðimar hafa helgað alveg sérstaklega enn einu sinni þessu mikla vandamáii mannkyns, flóttafóikimi. Og ennþá bætast hundruð þúsunda, já, milljónir flótta- fólks við á hverjum mánuði, þegar hörmungarnar í Aust- ur-Pakistan ná sifellt sterkari tökum. En Britta, sem er dönsk kennslukona, lét sér ekki nægja orðin tóm til að svara börnunum, sem hún átti að kenna landafræði. Hún óf svarið, sem henni fannst harla mikilsvert fyrir allan þroska og lífsskilning barn- anna í námsefni kennslustund anna og starf barnanna um langan tima. Það gætu liklega margir, bæði kennarar og börn og raunar fleira fólk haft gott af að heyra og lesa um það, sem Britta gerði. VLðast hvar rikir alltof mikið skilnings- leysi, þekkingarleysi og £if- skiptaleysi gagnvart þessu mikla og vandasama viðfangs efni samtíðarinnar. En það eina, sem gæti komið i veg fyrir að flóttafólki fjölgaði og á hinn veginn einnig dregið úr böli þess og vandræðum er aukin þekking og skiln- ingur á kjörum og aðstöðu einstaklinga þjóða og kyn- þátta og sú samúð, sem kem- ur í veg fyrir styrjaldir og grimmdarverk, sem hrekja fólk á flótta frá heimilinu og ættjörð yfirkomið £uf skeif- ingu og áhyggjum. Skólarnir í Danmörku störfuðu að þessu markmiði í vor af framúrskarandi skipu lagi, dug og dáðum. Síðustu vikuna og vikurn- ar fyrir söfnunardaginn var unnið fimm kennslustundir daglega í sumum deildum ein göngu að þessu málefni í samtaii, fyrirlestrum, sýning- um bæði í leik og með film- um. Mikið myndrænt efni var sent til skólanna skipulega undirbúið af uppeldisfræðing um og „Dönsku Flóttamanna hjálpinni". Ennfremur skýrslur og upplýsingar um fyrri safn- anir og starfsemi á þessu sviði, bæði aðferðir og árang ur. En tvær slikar safnanir til flóttamannahjálpar hafa áður farið fram fyrst árið 1959—■ ’60 og svo 1966, og segja má, að sú aðstoð, sem þannig fékkst til hjálpar 17 miiljón- um flóttafólks hafi borið geysilega góðan árangur. Ef ekki bættust slfetlt fleiri og fleiri við, þá væru vandræði þessa fólks nær því úr sög- unni Þegar búið er með mörgu móti að fræða um þetta, heyr ast hvað eftir annað, jafn- vel hjá þeim, sem í fyrstu létu sér fátt um finnast, eða hæddust að þessu, athuga- semdir eins og þessí: ,JJú fer ég loksins að Skilja, hvað flóttafólk er.“ Það var samt hún Britta, sem hér er nefnd I upphafi þessara orðá, sem talið er að Poul Möller snýr lögfræði Óákveðið hvort hann hættir þingstörfum hafi unnið að þessu á snjall- astan hátt og notfært sér efn ið bezt, sem sent var til skól- anna til ihugunar. Og hún fer ekkert dult með það, að hún hafl verið knú- in til starfa i upphafi af and- úð nemenda sinna gagnvart málefninu og þessu síendur- tekna viðlagi: „Flóttafólk, hvað kemur okkur það við?“ Nokkuð af efni þvi, sem sent var til skólanna voru gömul dagblöð, þar sem grein ar um flóttafólk og myndir af þvi höfðu birzt. Þessar greinar las Britta með börn- unum og lét þau finna fleiri í gömlum blöðum heima. Þá lét hún þau safna myndum af flóttabömum, klippa þær út og líma þær upp á stórt spjald, sem siðan var hengt upp í skólastofunni, síðan áttu þau að slkrifa ritgerðir um það, sem þeim dytti i hug við að horfa á hópinn. Svo lét hún þau gefa hópmynd- inni nafin. Þau nefndu hana „Hungur". Ritgerðirnar, sem þau skrif uðu voru síðan lesnar uppog bornar saman og voru nöfn þeirra á ýmsa vegu, sem varpa ljósi yfir efnið: „Hvað er flóttamaður?" „Á flótta." .dHnginn skilur mál ið, sem ég tala.“ „Fyrir ut- an.“ „Atvinnulaus — al'ls- laus.“ „Framtíð flóttabarns." „Örlög flóttaf jölskyldu.“ „Einu sinni undirsitrikaði éig vandræði tungumálanna, með þvi að tala mál, seraeng inn skildi eina kennslustund," segir Britta. „Mörg barnanna voru gráti nær. Stundum sendi óg nokk- ur barnanna eða eitt og eitt í annan skóla eða aðra deild, þar sem þau gátu ekki fylgzt með í námi og starfi, en urðu alveg utan gátta. Það varð þeim sár reynsla. Þau urðu ofurlítil fflóttabörn. Þegar bömin hugsuðu sér framtíð eða örl’ög flótta- mannafjölskyldu, kom í ljós, hve nútimabörn eru raunsæ, næstum hörð og grimm i hugsiun. Þau gerðu ráð fyrir að amma yrði eiturlyfjaneyt- andi, pabbi fremdi sjálfs- morð, mamma yrði vændis- kona, stóri bróðir dæi úr berklum og litlu systkinin yrðu hungurmorða." Öll urðu börnin eftirtekt- arsamari, lœrðu að lesa blöð og fýlgjast með í sjónvarpi og útvarpi segir kennslukon- an Þau urðu líka samúðar- ríkari, skilningsbetri og við sýnni — kristnari. Þau fundu svar við spurn- ingunni: „Á ég að gæta bróður mins?“ Þau skildu betur orðin fornu og fögru: „Hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta. Þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka. Nakinn var ég og þér klædduð mig. Gestur var ég og þér hýstuð mig. Sjúk- ur var ég og þér vitjuðuð mín. 1 fangelsi var ég og þér komuð tii min. Þvi allt, sem þér gjörið einum hinna minnstu, það gjörið þér mér.“ Af Brittu og bömum henn- ar má mikið læra. ÞAÐ vakti mikla athygli í Danmörku síðastliðinn snnnu- dag, að í Berlingske Tidende var augiýsing frá Poul nokkr- um Möller, lögfræðingi, þar sem auglýst var eftir félaga til starfa í lögfræðiskrifstofu. Það kom nefnilega í ljós að þessi Poul Möller var enginn annar en f.vrrverandi fjár- málaráðherra Danmerkur, og núverandi þingmaður. 1 viðtaii við fréttamann Berlimgske Tidende, saigði Poul Möller að hamn hefði ekld enn tekið ákvörðun um hvort hann hætti þingstörf- A-listinn sigraði í Frama STJÓRNARKJÖR fór fram í Bif reiðafélaginu Frama dagana 12. og 13. maí sJ. Tveir listar voru í kjöri, A-listinn, borinn fram af stjórn og t rúnaðarmannaráði fé- L lagsins og B-Iisti borinn frauu af Sæmundi Lárussyni o. fl. um, það færi eftir því hvað hainn hefði mikið að gera sem lögfræðinigur. Poul Möller sagði af sér embætti f j ármálaráðherra vegna alvarlegra veikinda, sem hann hetfur ekki náð sér eftir að ful'lu. Poul Möller hefur verið þingmaður síðan 1950. Hann varð fjármáflaráð- herra í febrúar 1968 þeigar borgaraflokkamir mynduðu stjóm. Hann veiktijst aivar- lega árið 1969 og fór í frí. Skömmu eftir að hann kom úr fríinu, veiktist hanin aftur, og ákvað þá að segja af sér Kosning fór þannig að A-list- inn sigraði, hlaut 238 atkvæði en B-listinn 194 atkvæði, 10 seðlar voru auðir. 1 stjórn voru kjörnir: Berg steinm Guðjónsson, íormaður Lárus Sigfússon, varaformaður Þorvaldur Þorvaldsson, ritari Jón Þorbj. Jóhannesson gjald keri, og Guðmumdur Ámunda son, meðstjórnandi. Varastjórn- endur voru kjömir þeir Andrés Sverrisson og Jóhann Óskarsson. Poul Möller embætti fjármáflaráðherra. Og nú hyggist hann sem sagt lifa rólegra Mfi en ráðherrar geta veitt sér, stumda lög- fræðistörf, og jafnvel þimig- mennsku ef hann fær ekki of mikið að gera í einka- reksitrinum. Bezta auglýsingablaöið íesid DRCLECR DRATTARVÉLA- TRYGGINGAR Slys af völdum dróttarvéla fara ört vaxandi, enda fjölgar þessum vélum stöðugt í landinu. Trygging dréttarvéla er því sjélfsögð öryggisróðstöfun. Óhöpp gera ekki boð ó undan sér, en öllum dróttarvélaeigendum sfanda til boða eftirfarandi tryggingar með mjög hagstæðum kjörum: 1« ÁBYRGÐARTRYGGINGAR, ER TRYGGJA GEGN CfLLU TJÓNI, ER DRÁTTAR- VÉLARNAR KUNNA AÐ VALDA ÖÐRUM. 2TRYGGING FYRIR BRUNATJÓNI A ■ DRÁTTARVÉLUM. 3oKASKO-TRYGGING FYRIR SKEMMDIR Á VÉLINNI SJÁLFRI.yfl ökúmannstrygging á stjórnanda vélar- INNAR, HVORT SEM ÞAÐ ER EIGANDi EÐA EINHVER ANNAR. GREIÐSLA TEKJUAFGANGS TRYGGIR IÐGJOLD FYRIR SANNVIRÐI. SAMMNNUTRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.