Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 Smjör&Ostur Hreysti og glaSlyndi úr nestispakkanum. Ostur er alhliða fæðutegund. Úr honum fá börnin eggjahvítuefni (protein), vítamín og nauðsynleg steinefni, þ. á m. óvenju mikið af kalki. Kalkið er nauðsynlegt eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Smjörið veitir þeim A og D vítamín. A vítamín styrkir t. d. sjónina og D vítamín tennurnar. Sveinn Kristinsson: Skákþáttur HVER VERÐUR NÆSTI HEIMSMEIST ARI ? KANNSKI fæst ekki skorið úr þeirri spurningu, fyrr en eftir nokkur ár, því að hvergi naerri er víst, að heimsmeistaraiskiptin verði á næsta ári, en þá verður, sem kunnugt er, næst háð ein- vígi um titilinn. Boris Spassky (rússneskur), núverandi heims- meistari, er ekkert lamb að leika sér við, kannski sterkasti heimsmeistari, sem uppi hefur verið. Væru það raunar mikil tíðindi, ef honum yrði velt úr heimsmeistarasessinum, eftir að- eins þriggja ára setu þar, en, sem kunnugt er, vann Spassky titilinn af landa sínum Petrosjan, í júní 1969. Ef svo færi, eigi að síður, að Spassky yrði aðeins heimsmeist- ari í þrjú ár, hver er þá líkleg- asti arftaki hans? — Spurning- in er nærtæk, því að nú er ein- mitt nýlega hafin hin 3Vonefnda „Kandídatakeppni“, þar sem teflt er um réttinn til að skora á heimsmeistarann á næsta ári. Eru alls háð sjö útsláttarein- vígi, til að finna hinn útvalda áskoranda. Og fjögur þessara einvíga standa nú yfir, eins og glögglega hefur mátt merkja af fréttum undanfarið. Þau eru milli Fischers og Taimanoffs, Larsens og Uhlmanns, Petro- sjans og Hiibners og Korchnojs og Geilers. — Skulum við nú aðeins virða fyrir okkur þessa átta snillinga, víkja örfáum orð- um að hverjum og einum þeirra. Fischer er Bandaríkjamaður (af þýzkum ættum), fæddur snemrna árs 1943 og því 28 ára að aldri. Hann var aðeins 15 ára, er hann vann sér stórmeist- aranafnbót, og hefur enginn skákmaður, fyrr né síðar, orðið stórmeistari svo ungur. Hana hefur áður teflt í tveimur Kandidatakeppnum, árin 1959 og 1962. Þá var teflt um áskorunar réttinn á skákmótum, en ekki í útsláttareinvígum, eins og nú. Á hvorugu þessara móta stóð Fischer sig sérlega vel. 1959 var hann hins vegar ekki nema 16 ára að aldri, og fyrir æsku sakir greinilega ekki jafnoki hinna sterkustu stórmeistara úr hópi hinna eldri manna. 1962 sakaði hann sovézku þátttakendurna um samvinnu sín á milli, til að ýta honum frá efsta sætinu. Auðvitað var aldrei hægt að sanna né afsanna þá ásökun. Hins vegar var ljóst, að mögu- leikinn til að „svindla“ var fyr- ir hendi, og mun það hafa ver- ið af þessum sökum, að Al- þjóðaskáksambandið tók upp út- sláttareinvígakerfið, en þar verð ur engum slíkum bellibrögðum kömið við. Það er ánægjulegt, að Fischer Petrosjan skuli nú loks, eftir 9 ára hvíld frá keppni „kandídata", vera meðal þátttakenda á nýjan leik. Öllum er í fersku minni hinn mikli sigur hans á Milli- svæðamótinu á Mallorca i haust, þar sem hann var heilum þrem- ur og hálfum vinningi fyrir ofan næstu menn. — Verður varla hjá því komizt, að telja hann líklegastan til að vinna áskorun- arréttinn nú. Fischer hefur nú náð því öryggi í skák, að oft er engu líkara en að hann kunni varla að tapa. Er þetta öryggi þeim mun að- dáunarverðara sem Fischer tefl- ir hvassara, hann er frábær sóknarmaður og lætur fá tæki- færi ganga sér úr greipum. Rússinn Korchnoj hefur líkt Larsen Fischer við vél, sem sé stillt á vinning. Þetta er hreint ekki svo vitlaus samlíking, þar sem hún sameinar öryggi Fischers og sóknarhörku. — Um Fischer mætti langhelzt segja, af öllum átta kandídötunum, að eng- inn vissi nú afl hans. Larsen þarf lítt að kynna. Hann er fæddur árið 1935, og er því hálffertugur að aldri. Byrjaði ungur að tefla, en sló fyrst verulega í gegn á Olympíu móti í Moskvu 1956, þar sem hann varð efstur á fyrsta borði. Hlaut stórmeistaratitil út á það. Siðan, og einkum þó frá og með 1964, hefur hann verið í hópi allra sterkustu skákmanna í heimi og unnið hvert stór- mótið á fætur öðru. — Einn frægasta sigur sinn vann hann á Millisvæðamótinu í Túnis 1967, en Fischer hætti í því móti Gefið þeim smjör og ost í nestið. Korschnoj miðju, vegna ágreinings um helgidaga. Larsen féll nokkuð í áliti í bili, er hann beið hrapallegan ósigur fyrir Spassky í útsláttar- einvígi 1968, en sjálfur kenndi hann þar að nokkru um ytri að- stæðum. — Síðan þá hefur hann rétt verulega við orðstír sinn og náði til dæmis, öðru til fjórða sæti á Millisvæðamótinu á Mall- orca á síðastliðnu hausti, að vísu þremur og hálfum vinn- ingi neðar en Fischer. En nú ku hann ætla að drepa Fischer í væntanlegu einvígi þeirra í milli í sumar. Líklega er Larsen frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður allra þeirra, sem leiða saman hesta sína á Kandídatamótinu. Og bjartsýni sinni leynir hann ekki. — Skákstíll hans er mjög fjölbreyttur, byrjanaval hans, til dæmis, mun fjölbreyttara en Fischers. Larsen er til alls vís, þótt fremur verði að telja ólíklegt, að hann sigri Fischer í einvígi. — Það stafar fremur af því, að Fischer kann vart að tapa skák, heldur en hinu, að Larsen sé lítill kunnáttumaður í að vinna skákir. Uhlmann (Austur-Þýzkalandi) mun vera um hálffertugur að aldri. Hann er vist eini stór- Fischer meistarinn, sem Austur-Þjóð- verjar hafa eignazt eftir heima- styrjöldina. — Hins vegar hefur hann lengi verið misjafn skák- maður, og erfitt að reikna út „norrnal" styrkleika hans. — Frá og með svæðamótinu í Aust urríki 1969 (þar sem Guðmund- ur Sigurjónsson stóð sig mjög vel) hefur Uhlmann þó teflt af meira öryggi en fyrr, enda vann hann fyrrgreint mót með miklum yfirburðum. Það var gaman, að Uhlmann skyldi loks komast í kandídata- keppni, því að oft hefur munað mjóu áður, að hann næði þeim árangri. — Uhlmann er harð- skeyttur sóknarskákmaður, og verður flest undan að láta, þeg- ar honum tekst bezt upp. — Hann var óheppinn að lenda á „ósigrandi“ manni í fyrsta út- sláttareinvíginu. Hiibner (Vestur-Þýzkalandi) er ekki nema rúmlega tvítugur að aldri. Hann er því yngsti kandídatinn og óþekktasti, en eigi að siður geysisterkur. Hann og Uhlmann eru þeir einu af áttmenningpnum, sem ekki hafa teflt í Kandídatakeppni fyrr. — Það vakti mikla athygli, að svo tiltölulega lítið þekktur skák- maður, sem Húbner, skyldi ná öðru sæti á Millisvæðamótinu á Mallorca, og var hann sá eini, sem skyggði jafnvel nokkuð a glæsilegan sigur Fischers á því móti, og getið var. Þótt Húbner hafi til skamms tíma ekki verið mikið þekktur, þá mun hanh þegar á barna- aldri hafa verið orðinn býsna glúrinn í skák. — Hann er þeg- ar allfjölhliðá skákmaður og hlýtur að eiga mikla framtíð fyr ir sér. Afgangur kandídatanna eru svo fjórir Sovétmenn, þ.e. Petro- sjan, fyrrverandi heimameistari, Korshnoj, Taimanoff og Geller. Af þeim er Petrosjan að sjálf- sögðu stærsta nafnið, en hann sigraði Botvinnik, landa sinn, í einvígi 1963, og vann þar með heimsmeistaratitilinn, en tapaði honum svo fyrir landa sírium, Framhald á bls. 20. Uhlmanp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.