Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐED, SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR Leikfélag Akureyrar; Túskildings- óperan - eftir Bert Brecht og Kurt Weill Þýðing: Sigurður A. Magnússon o.fl. Tónlistarstjórn: Jón Hlöðver Ás- kelsson Leikmynd: Magnús Pálsson Leikstjóri: Magnús Jónsson Leikfélagi Akureyrar bœttust fyrir um það bil tveimur árum nýir liðsmenn, sem aflað höfðu sér leikmenntunar og að minnsta kosti annar þeirra getið sér þó nokkurt orð sem leikari við leik- húsin í Reykjavik. Leikfélag Akureyrar hefur einnig brotizt úr þeim ramma, sem flest áhugafélögin úti á landi sitja í, hvað viðkemur verk- efnavali. Þessar aðstæður og staðreynd- ir gefa þessu leikfélagi sérstöðu og það má tala um það sem efnilegt leikfélag, sem stefnir í þá átt, að verða nánast atvinnu- leikhús með liðtækan leikenda- hóp, fyrirtæki, sem getur rekið sjálfstæða póUtík í verkefnavali og listrænum efnum. Það væri ekki ónýtt ef þessi tilraun tækist og landsbyggðin Signiundur ö. Arngrimsson (Peachum), Þórhildur Þorleifsdóttir (Pollý) og l>órhalla Þorsteins- dóttir (Celía). Pollý að taka við stjórn glæpaflokks manns sins. eignaðist leikhús með sérstæðan svip, sem sækti ekki alla vizku sina suður til Reykjavíkur. Mér finnst ekki nema sjálfsagt að óska þess af heilum hug. Það sem þegar hefur áunnizt er ekki svo lítið og að svo komnu máli ekki hægt að ætlast til mikils meira, en eitthvað virðist framþróunin í hina réttu átt vera of stórstíg fyrir Akureyrar- bæ og íbúa hans. En það á nú kannski eftir að breytast. Það er I mikið ráðizt að taka Túskildingsóperuna til sýningar. Það krefst ekki eingöngu góðra leikara heldur einnig fólks, sem er hæft til hinnar sérstæðu teg- undar söngs, sem hér skal að fólki haldið. Og slíkt fólk er ekki á hverju strái. En án þess að lækka mælikvarðann mjög, verður það að segjast að þessi sviðssetning hefur tekizt prýði- lega. Hún hefur skýran heildar- svip, stil, sem helzt út alla sýn- inguna. Efniviðinn, sem leikstjór inn hefur fengið í hendurnar, nýtir hann mjög vel. Það er ekki við því að búast að slíkt leik- félag sem þetta geti skipað óað- finnanlega í hvert hlutverk. Það væri til of mikils ætlazt. En það, sem gert er, er gert af vand- virkni og sköpunarvilja. Það er ekki ætlun mín að tilgreina hér hvern leikara, en á nokkra má minnast. Arnar Jónsson er ungur mað- ur, sem hefur lítið til að bera af þeim einkennum, sem helzt hafa festst við Mackie hnif, þann lost- ans þræl og kaldrif jaða drullu- sokk. í túlkun sinni fer Arnar þá leið, sem honum er fær, og heldur henni til streitu. Mackie verður í túlkun hans að ungu glæsimenni, sem einhverra hluta vegna hefur Ieiðzt út á glæpa- brautina. Náin fortíð hans sem foringja í brezka hernum á Ind- landi verður mjög trúleg við þetta og þá ekki síður vinátta hans við Tígris-Brown fógeta I Lundúnum. Arnar skapar per- Framhald á bls. 21. Sýning Sigríðar Björnsdóttur Óður til ferhyrningsins nefnist málverkasýning, sem Sigríður Björnsdóttir opnaði í Bogasamum sl. laugardag og lykur um þessa helgi. Þetta er þriðja einkasýning frúarinnar hér í borg, en auk þess hefur hún tekið þátt í saansýningum hér heima og erlendis. Nafngift sýninigarínnar er algjört rétt nefni, þvi að uppistaðan í nær öllum myindunum eru fer hyrningar bútaðir niður i mis stórar einingar og unnar úr þeim alls konar myndheildir eftir því, sem andinn innblæs listaJkonunni hverju sinni. Ég hefi séð alar sýningar lista- konunnar, auk verka hennar á hérlendum samsýningum, svo að ég held að mér sé óhætt að álíta mig vel kunn- an þroskaferli hennar auk þess sem ég skrifaði um sýningu hennar í Casa Nova í júlí 1968. 1 listdómi mínum þá gagnrýndi ég mjög hina miklu mergð mynda, sem sam an komnar Voru á einn stað og ósamstæðar að auki, en Einar Hákonarson fékk gullmedalíu í Buenos Aires. kvað svo að orði í niðurlagl greinarinnar, „að trulega yrði sú sýning til að losa um nýja krafta hjá listakonunni og aifima ýmsa vankanta." — Spádómar í myndlist eru afar varasamir, enda hef ur mörgum orðið hált á þeim, en það er skemtmst frá að segja að þessi sýning er, að miínum dómi, langBiterkasta og heil- legasta framlag Sigríðar Björnsdóttur íram til þessa, og upphenging sýningarinn- ar virðist mér hnökralaus. Það er komin meiri dýpt í litaheildina og sterkara form spil í myndheildirnar, — myndirnar eru betur unnar og af meiri þrautseigju en fyrr, en oft hætti henni til áður að senda frá sér laus- unnin verk og ekki tilþrifa- mikil. Á þessari sýningu ber töluvert á spraututækni, en þó ekki eins mikið og ég hefi séð í ýmsum verka hennar áð ur. Spraututæknin er hættu- legt fyrirtæki vegna auðveldr ar leiðar til snoturs árang- urs, og hefur því óspart ver- ið notuð til að bæta upp tak markaða getu. Enginn Islend ingur hefur, að mlnum dómi, meðhöndlað þessa tækni tii ótvíræðs og varanlegs árang urs, þótt ýmsum hafi tekizt að koma að óvæntum, marg- slungnum, tæknilegum brögð- um, áhrifin hajfa verið þurr- ausin á sikömmum tíma, ein- ungis fáeinum erlendum myndlistarmönnum hefur tek legum og yndislegum tilbrigð- fyrir vikið. Það er sem sagt jaifn eirfitt að ná frábærum árangri með þessari tækni og það er auðvelt að ná þekki- legum og yndislegum tlibrigð um. Sigrfði Björnsdóttur tekst ekki heldur að sann- færa mig um erindi sitt í þessa tækni, þó að á þess- ari sýningu séu nokkur verk, sem eru með þvS bezta, sem hér hefur sést í þeirri tækni fram að þessu. En það kemur fljótlega í Ijós á þessari sýn ingu, að listakonan þarf ein- faldlega ekki á þeirri tækni að halda, nema þá sem hjálp- armeðali, því að þeim mun meir sem hún kemur að pensl inum og hendinni í myndirn- ar, þ.e. organískum vinnu- brögðum, þeim mun meiri ár- angri nær hún, og bendi ég máli mínu til stuðnings á myndir Mkt og nr. 4, 10, 12, 30 og fleiri I þeim dúr. Þá eru grátónaferningarnir (32) mjög vel byggðir upp, og mynd nr. 3 er mjög malerisk og lifandi þótt hún sé ein- göngu í hvítu og svörtu. Síð- asttöldu myndimar eru lær- dómsrikar andstæður, sem rétt er að tekið sé eftir. Sýn ingin er ekki átakamikU en þó er ég næsta viss um að fyrir um 10 árum hefði hún slegið í gegn með miklum bravúr. En það er Ijóst, að með þessari sýningu hefur Sigríður Björnsdóttir sannað stöðu sína sem eftirtektar- verð listakona, og það verður mjög fróðlegt að fylgj ast með vinnubrögðum henn- ar í framtíðinni — hún má ekki slaka á, því að nú verða enn meiri kröfur gerðar tU hennar, sem, eins og fyrr var konu. Að lokum óska ég listakon Sigríðnr Björnsdóttir á sýningu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.