Morgunblaðið - 23.05.1971, Page 15

Morgunblaðið - 23.05.1971, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1971 15 Gunnar Bjarnason, Hvanneyri: Landbúnaðarstefnan, bóndinn og þjóðfélagið VARLA er hægt að segja, að einhver sérstök „landbúnaðar- stefna“ sé til á íslandi, orðuð og skilgreind af stjórnmálaflokkum. Flokkarnir birta að jafnaði fyr- ir kosningar misjafnlega loðnar yfirlýsingar um landbúnaðarmál. Eitt hefur verið sameiginlegt í öllum yfirlýsingum síðustu 5 ára tugi: aukin ræktun. Stjórnmálaflokkarnir eiga þó afsökun í þessu efni. Innan land búnaðarins eru margar stofnan- ir, sem hver mótar ‘eins konar steínu í sínum málaflokkum. Sumar þessara stofnana eru al- opinberar, en sumar eru hálf- opinberar. Félagskerfi bænda fléttast víða inn í þessar stofn- anir, og stundum einnig áhuga- mannahópar í þéttbýli, s.s. í skógræktarfélögum, garðyrkjufé laginu og ýmsum búfjárræktar- félögum. Búnaðarþing er ekki lengur hin algilda miðstjórn landbúnaðarins, og síðan Stéttar- samband bænda kom til sögunn ar, hafa málefnamörkin milli Bfl. ísl. og Stéttarsambandsins æ orðið ógl'eggri. Ríkjandi stefna í landbúnaðar málum er því eins konar summa af margvíslegum sjónarmiðum og markmiðum margra og sund urleitra stofnana, þar sem hver otar sínum tota og svo koma árlegar lagagerðir frá Alþingi, sem ýta við þessari stefnu í eina átt, eða aðra, án þess að um nokkra markandi heildarsttefnu sé að ræða, hvorki um byggða- þróun, framleiðslugreinar, bú- vöruverzlun né annað. Ég vil í eftirfarandi greinar- gerð skilgreina ýmsa þætti hinn ar ríkjandi landbúnaðarstefnu og t'ek 7 atriði til meðferðar, en þau eru: 1. ræktunarstefnan, 2. framleiðslustefnan, 3. verðlagningarstefnan, 4. styrkja- og niðurgreiðslustefn- an. 5. kjarnfóðurstefnan, 6. byggðaþróunarstefnan, 7. stjórríun landbúnaðarina. 1, RÆKTUNARSTEFNAN Jarðræktarlögin frá 1923 voru hin merkasta löggjöf. Þá var tekin upp skipulögð styrkveit- ihgastefna til bænda fyrir rækt- un og miðað við unnin dagsverk. Landbúnaðurinn gegndi þá hlut- fallslega miklu meira og stærra hlutverki í landinu en hann ger ir í dag, bæði framfleytti hann fleira fólki, veitti hlutfalLslega fleiri mönnum atvinnu og var veigamikil útflutningsatvinnu- grein, sérstaklega á tímabilinu frá 1860 til 1940. Engjah'eyskap- ur, viða á bágbornum mýrar- siægjum, var fram yfir 1930 veigameiri í fóðurbúskapnum en töðufengurinn. Þótt styrkveit ingin sjálf, sem kom i kjölfar jarðræktarlaganna, hafi verið mikilvæg, má þó ætla, að eld- móðurinn og ræktunarhugsjónin, sem knúði þessa löggjöf fram, hafi engu minna gildi haft. Það er réttmætt í þessu sambandi að nefna nöfn manna eins og Sigurðar búnaðarmálastjóra, Ein ars á Hæli, Valtýs Stefánssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Fleiri komu seiwna fil sögunn- ar, sem unnu góð dagsverk, en þessir menn voru frumkvöðlar jarðræktarlaganna. Sem afl'eiðing jarðræktarlag- anna frá 1923 kom svo nýbýla- löggjöfin. Rikisstyrkir komu bændum víða til hjálpar, ekki aðeins til túnræktunar og þúfna siéttunar, heidur einnig til véla- kaupa, til bygginga á nýjum fénaðarhúsum og íveruhúsum, til girðinga, framræslu mýrlendis, uppgræðslu sanda, til kynbóta á búfé og m. fl. Það var gert mikið átak, bændaþjóð, sem oft svalt og hýrðist í torfhýsum, var að brjót ast um og koma sér í bjargálnir. Hins vegar var lítið sem ekkert um það hirt á þessum árum að skipuleggja byggðaþróun eða verja fjármagni hins opinbera fremur í búsældarhéruð en í af- skekkt harðindahéruð eða velja fremur jarðir með ræktanlegu landflæmi fram yfir urðarkot. Hin s.k. „bonitering“ lands hef- ur ekki vérð framkvæmd hér að nokkru ráði ,en slík „boniter- ing“ er erlendis látin ráða skatt- Fyrri hluti mati jarða og lánum til fjárfast ingar. Þar er bæði tekið tillit til landkosta, fegu til martkaða og annars þess, sem ræður um hag- kvæmni búrekstrar á viðkom- andi jörðum. Hér fékk hins veg- ar hver sá mest, sem duglegast- ur var að rækta og fl'eetum dags verkum afkastaði án nokkurs til lits til landkosta markaðsað stöðu eða búskaparaðstöðu. Eftirfarandi yfirlit sýnir ár- angur jarðræktarlaganna frá með skipulagi og ítölu. 2. Jarðyrkjustefnan þarf í fram- tíðinni að miðast við fyrir- fram mótaða framleiðslu- stefnu. Það á að rækta til framleiðslu á gagnlegum og seljanlegum landbúnaðaraf- urðum til innanlandsnotkimar og hagkvæms útflutnings, en það á ekki að framleiða ein- hv:rjar lítt seljanlegar afurð- ir eingöngu til áð koma í lóg töðu, sem fæst af því landi, sem bændur rækta og heyja, knúðir af anda jarðræktar- Iaga frá 1923 og hvattir og styrktir af Búnaðarfélagi ís- lands, sem er opinber stofn- un. 3. Það þarf að draga stórlega úr innflutningi á erlendu kjarn- fóðri en hefja framleiðslu á innlendum fóðurbæti úr gras- mjöli, fiskimjöli og feiti (tólg og fiskiolíum). 2. FRAMLEIÐSLUSTEFNAN Eins og hér að framan h'efur verið bent á hefur framleiðslu- stefna okkar fslendinga í land- búnaði mótazt af ræktunar- stefnunni. Vígorðið hefur verið: Framleiða eins miklar afurðir af sauðfé og nautgripum og frekast er unnt. Þessi stefna ter eðlileg afleiðing af verðtrygg- ingunni. Ef bændur bæru sjálfir 3 til 1970: hallann af útflutningsverzlun- Túnstærð Töðufengur: Útheysöflun: 1923 23,000 ha 650,000 hkg. 1040,000 hkg. 1930 27,000 ha 1 millj. hkg. 1 millj. hkg. 1940 30,000 ha 1,2 millj. hkg. 1,1 millj. hkg. 1950 40,000 ha 1,7 millj. hkg. 600,000 hkg. 1960 75,000 ha 3,4 millj. hkg. 250,000 hkg. 1970 120,000 ha ca. 3,5 millj. hkg. 200,000 hkg. Þessi túnræktun hefur staðið undir framleiðslu búsafurða þ.e. mjólkurvörum og kjöti af sauð- fé og nautgripum, í nægilegu magni til néyzlu í þæjum og þorpum, og auk þess hefur ver- ið flutt út frá því um 1960 tals-' vert magn af þessum vörum, eða um 10% af h'eildarframleiðsl- unni. Framleiðslustefnan, sem hér á eftir verður rædd, er afleiðing af ræktunarstefnunni. Síaukin ræktun ásamt vaxandi innflutn- ingi á kjarnfóðri hlýtur að skapa framleiðsluaukningu á sauðfjár- og nautgripaafurðum. Stefnan verður því framleiðslu- aukningarstefna. Sú stefna leið- ir óhjákvæmilcga til útflutnings. Séð frá sjónarmiði bóndans, þá er þetta hagkvæmt svo lengi sem þjóðfélagið veitir honum verðtryggingu, því að stækkun búanna er bændum til hagsbóta. Séð frá sjónarmiði annarra stétta, þá er þetta óhagkvæmt, þar sem verðlag á þessum vör- um á heimsmarkaði er mjög óhagstætt. Óætlaður útflutnings uppbætur á árinu 1970 eru eitt- hvað þriðjungur af öllum tekju- skatti til ríkisins, sem lagður er á einstaklinga og félög. Landið sjálft er þriðji aðili í þessu máli. Aukin töðufengur knýr fyrst og fremst á um fjölg un sauðfjár, því að það er ekki eins óhagkvæmt að selja úr landi afurðir þess sem mjólkur- afurðir. Vísindalega er sannað, að á verul'egum hluta afréttar- landa fer fram háskaleg gróður- eyðing og uppbláLSrtiur. Sauðlfjár- beitin veldur miklu um, kannski mestu. Af þessu má ljóst vera, að ræktunarstefnan þarf að endur- skoðast og skoðast í ljósi stað- reynda og fræðimennsku. í stór- um dráttum mætti benda á þetta: 1. Stöðva þarf gróðureyðinguna og rækta upp eydd afréttar- lönd, sem síðar má taka í ræktun eða til beitar og þá inni, þá mundi framleiðslustefn- an breytast af sjálfu sér. Það er nú á allra síðustu ár- um, að farið er að tala um, að skynsamlegt væri að miða bú- vöruframleiðslu okkar við inn- lenda neyzlu. Hins vegar eru þetta enn aðeins orðin tóm, því að hvorki löggjöf eða fram- kvæmd landbúnaðarmála hefur tekið nokkurt sjónarmið af þessu. Menn virðast bíða eftir, að þetta leysist af sjálfu sér. Að vísu 'er bændastéttin orðin tals- vert gömul, og meðalaldur henn- ar hækkar sífellt, en varla má þessi bið teljast til „úrræða“ í atvinnumálum. Bæði núverandi landbúnaðar- ráðherrá og fyrrverandi forsæt- isráðherra hafa lýst því yfir nokkrum sinnum, ’ fyrst árið 1967, að stefnan í landbúnaðar- málum skyldi miðast við: að stækka búin innan þess fram- leiðsluramma, sem neyzla þjóðar innar sjálfrar skapar. Ennþá hef- ur þessi viturlega stefna ekki verið gerð að hinni opinberu og yfirlýstu stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Þessa stefnu má einn ig orða þannig: Bústofni skal fækkað, unz kemur að marjci eigin n'ayzlu þjóðarinnar og sið- an aukinn með skipulagsbundn- um hætti eftir þörfum lands- manna. Samtímis skuli sveita- þýlum fækkað, auðvitað eftir vel athugaðri og skynsamlegri áætl- un, sem gerð yrði í samráði við Stéttarsamband bænda. Það þarf mikið átak til að skýra gildi þessarar nýju stefnu fyrir bændum og ýmsum for- ystumönnum í stofnunum bænda, bæði óháðum og opin- berum. Það er mikill fjöldi af skapríkum bændum og persónu- sterkum mönnum, sam telja það sama og dauðadóm yfir ís- lenzkum landbúnaði, ef horfið er frá þeirri stefnu að fram- leiða kindakjöt og mjólkurafurð- ir fyrir „hinn sveltandi heim“, eins og það er oftlega orðað. Eins og um verður rætt í 6. kafla þessarar ritgerðar, kæmi það bæði bændum og þjóðfé- laginu miklu betur, að því fé, Gunnar Bjarnason sem varið er til útflutningsupp- bóta, væri fremur varið til end- urbóta og atvinnulegrar upp- byggingar í dreifbýli landsins í sambandi við nýja stefnu í byggðaþróuninni. 3. VERÐLAGNINGAR- STEFNAN Fram til ársins 1934 bjuggu bæði landbúnaðurinn og sjávar- útvegurinn við heimsmarkaðs- verð á framleiðslu sinni. Stjórn Framsóknarmanna og Jafnaðar- manna, sem þá hafði völdin, sleit á þessu ári landbúnaðinn úr t'sngslum við heimsmarkaðs- verðið með verðjöfnun milli inn lends vöruverðs og hins er-. lenda. Siðan hefur landbúríaður hér verið háður tilbúnu verð- lagi án viðmiðunar við erlent verðlag. Þetta fyrirkomulag hef ur oft hjálpað bændastéttinni í þrengingum og sérstakl'ega er minnisstætt árið 1943, er Ing- ólfur Jónsson, sem þá var odda- maður um verðlagningu á kinda kjöti, hækkaði verð til bænda verulega, enda voru þá tvenns konar afbrigðilegar aðstæður í landinu. Annars vegar áttu bændur í mikilli þrengingu ,vegna fjárpesta og lágs búvöru- verðs, sem v:rið hafði þá um Framhald á bls. 30. Æ <3 i buxur Vogue sokkabuxur fegra fótleggi yöar. í Vogue sokkabuxur myndast engin hné. Þær falla þétt að, en gefa þó vel eftir. Silkimjúk áferðin og aðlögunar- hæfnin stafar af því, að garnið í þeim er teygjanlegra, fíngerðara og þéttprjónaðra en almennt gerist. Heildsöiudreifing: JOHN LINDSAY. Sími 26400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.