Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Rilstjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstraeii 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. AFSTAÐA SJÓMANNA OG ÚTGERÐARMANNA T rúma tvo áratugi hafa Is- lendingar háð markvissa baráttu fyrir yfirráðum yfir landgrunninu öllu og haf- svæðinu þar yfir. Þannig hef- ur útfærsla fiskveiðilögsög- unnar jafnan verið eitt af brýnustu hagsmunamálum þjóðarinnar og á liðnum vetri kómst þetta málefni enn á nýtt stig. Illu heilli hafa stj ómarandstöðuflokkamir þó reynt að blása upp ágrein- ing vegna alþingiskosning- anna, sem nú fara í hönd. En augljóst er, að þeim verður ekki kápan úr því klæðinu. Það má glöggt merkja á sam- stöðu þeirra aðila, sem gerst þekkja til á þessu sviði, út- gerðarmanna og sjómanna. Þannig samþykkti stjórn Landssambands íslenzkra út- vegsmanna svofellda ályktun í apríl sl.: „Stjóm LÍÚ telur að leita eigi eftir samkomu- lagi við aðrar þjóðir um út- færslu fiskveiðilögsögunnar og bíða beri með einhliða að- gerðir þar til séð verður, hvort samkomulag tekst eða ekki á fyrirhugaðri hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um hver réttur þjóða skuli vera til víðáttu fisk- veiðilögsögu. Þegar að út- færslu fiskveiðilögsögunnar kemur má hún ekki ná skem- ur að áliti LÍÚ en að 400 metra dýptarlínu, sem mun í framkvæmd leiða til 60—70 mílna fiskveiðilögsögu við Vesturland og um 50 mílna annars staðar. Jafnframt hvetur stjóm LÍÚ til þess, að svo fljótt sem hægt er, verði gerðar nauðsynlegar ráðstaf- anir til verndar ungfiski fyr- ir öllum veiðum á land- grunnssvæðinu, þar sem við- urkennt er, að helztu uppeld- isstöðvar ungfisks séu.“ Sams konar afstaða kemur fram í ályktun aðalfundar Sjómannafélags Reykjavíkur, en þar segir m.a.: „Fundurinn fagnar ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um sérstaka haf- réttarráðstefnu, sem fjalli um hver réttur þjóða skuli vera til víðáttu fiskveiðilög- sögu sinnar, um nýtingu hafs- botnsins, mengun sjávar o.fl. Telur fundurinn, að fyrir forgöngu og baráttu íslend- inga fyrir hafréttarráðstefn- unni og mjög jákvæðrar þró- unar þessara mála á alþjóða vettvangi, beri að bíða með einhliða aðgerðir, þar til séð verður, hvort samkomulag tekst eða ekki, nema að um svo aukna ásókn erlendra fiskiskipa verði að ræða á landgrunnsmiðin, að í út- færslu fiskveiðilögsögunnar verði þegar að fara á þessu eða næsta ári. Það er álit fundarins, að þegar að út- færsluni komi megi hún ekki ná skemmra en að 400 metra dýptarlínunni. í framkvæmd muni þessi regla leiða til 60—70 mílna fiskveiðilögsögu við Vesturland og um 50 mílna annars staðar og verði það lágmarksfj arlægð fisk- veiðilögsögumarkanna frá grunnlínunni og loki þannig af firði og ála, sem meira dýpi hafa enn sú dýptarlína, sem kynni að verða miðað við. Jafnframt hvetur aðal- fundurinn til þess, að svo fljótt sem hægt sé, verði gerðar nauðsynlegar ráðstaf- anir til vemdar ungfiski fyrir öllum veiðum á landgrunns- svæðinu, þar sem viðurkennt er, að helztu uppeldisstöðvar ungfisks séu.“ Af þessu má glöggt merkja, að bæði sjómenn og útgerðar- menn telja rétt að ákveða út- færslu landhelginnar eftir hafréttarráðstefnuna, nema að sókn erlendra veiðiskipa á íslandsmið aukizt til muna. Ekkert styrkir fremur rétt- mæti þeirrar- stefnu, er Al- þingi hefur nú markað, en stuðningur sjómanna og út- gerðarmanna. Eimskipafélag íslands T/fikill vöxtur er nú í starfi ■*■’■"■ Eimskipafélags íslands. Fyrir nokkrum dögum kom til landsins nýtt skip í eigu félagsins, en það þykir jafn- an nokkrum tíðindum sæta, þegar nýr farkostur bætist við skipastól landsmanna. Á aðalfundi félagsins, sem hald- inn var sl. föstudag, kom m.a. fram, að velta þess á sl. ári var um 1200 millj. kr. og rékstrarhagnaður varð tæp- lega 19,5 millj. kr. Á árinu 1970 voru 53 skip í förum á vegum Eimskipa- félagsins og fóru þau samtals 223 ferðir milli íslands og ann arra landa. Eigin skip félags- ins, sem voru 13 að tölu þá, fóru 146 ferðir milli landa eða 10 ferðum fleira en árið þar áður. Leiguskipin voru 40 talsins og fóru 77 ferðir og er það 19 ferðum fleira en áður var. Vöruflutningar með skipum félagsins jukust á árinu 1970 úr 383 þúsund tonnum í 433 þúsund tonn. Fjárfesting félagsins á árinu nam alls um 800 millj. kr., en verðmæti tveggja nýrra skipa nam um 610 millj. kr. Þetta sýnir mikinn vöxt og Það (nun, að dómi þeirra, sem um- ferðarmálum borgarinnar stjórna hafa verið knýjandi nauðsyn að ráðast á Stjórnarráðsblettinn, þessa vin í mal- biki Miðbæjarins, sem raun ber vitni, til þess að tryggja greiða umferð um Lækjartorg. Spurningin sem er ofarlega í huga fólks, varðandi þessar stórfram- kvæmdir, er þessi: Raskast. nú ekki öll hlutföl-1 Lækjartorgs? Hvernig^ verður umhorfs þar, þegar öllu þessu mikla umróti er lökið og búið er að flytja stytturnar af Kristjáni IX og Hannesi Hafstein svona miklu nær Stjórnarráð- inu en verið hefur? Já, hvernig verð- ur umhorfs á Lækjartorgi? Ég minnist þess ekki að hafa heyrt um eða séð út- Mtsteiknimgar af Lækjartorgi í hinum nýja búningi. Oft hefur þó vissulega af minna tilefni verið efnt til blaðamanna funda. ★ Spurning þessu viðkomandi, er svaraverð: Verður hin gamla Stjórnarráðsgirðing rifin og eyðilögð, eða er gert ráð fyrir að flytja hana, eins og Danir gerðu, við sendiráð sitt við Hverfisgötu, er sneið var tekin af lóð sendiráðsins ? Þá lét sendiherrann endurreisa gömlu jámrimlagdrðinguna eins og hún hafði áður verið. Nú getur vel verið að skipulagsmenn Reykjavíkur og borgaryfirvöld vilji alls ekki gera þetta, jafnvel þótt sanna megi, að girðingin sé altént söguleg. Því er nauðsynlegt að þeim sem stjórna framkvæmdunum við Stjórnarráðið verði gefin um það ákveðin fyrirmæli að þeir taki járngrindverkið niður án þess að það verði eyðilagt. Sá dagur kann að vera nær en marga grunar, að þeir sem hafa yfirumsjón með þessu öllu verði spurðir, ef girðingin verður eyðilögð: Var endilega nauðsynlegt að gera það þótt nauðsynlegt væri að flytja girðinguna? Hvað á þá að gera? Kemur kannski éinhver ljótur og leiðinlegur steinsteypuveggur um- hverfis Stjórnarráðsblettinn ? Eða verð- ur gerð falleg og smekkleg steinhleðsla, eitthvað i likingu við þá sem gerð var við lóð ökkar gamla Menntaskóla við Lækjargötu? Ég vil nota tækifærið og lýsa algerri vanþókn- un minni á steinsteyptum vegg. Skerð- ingin sjálf á Stjórnarráðsblettinum er Vissulega nógu mikil fórn. Það er skýlda borgaryfirvaida að taka málið til endurskoðunar og nýrrar yfirveg- unar áður en ráðizt verður i það að gera einhverja girðingu eða garð i stað þeirr ar gomlu, sem enginn hefur neitt á móti. Láta þær hugsanlegu teikn- ingar sem jafnvei hafa legið árum sam an á teikiniborðum skipulagsins bíða. Þegar þessv* verki er lokið, — breikk- un götunnar og flutningi þeirra Hannesar og Kristjáns — og menn hafa verksummerki fyrir augunum, er þá ekki rétt að gripa tækifærið og hressa upp á sjálft Lækjartorg? Fegurðarsér- fræðingar kaila það andlitslyftingu á sínu máli, þegar þeir taka eldri konur og hressa upp á útlit þeirra. Þetta finnst mér tímabært varðandi Lækjar- torg og ég er viss um, að bezta og ár- angursríkasta aðferðin við þessa and- litslyftingu væri sú að borgaryfirvöld létu fara fram samkeppni meðal skipu- lagsfrömuða og arkitekta um það, hvern ig Lækjartorg framtiðarinnar skuli verða. Framtiðarskipulag Lækjartorgs og Stjórnarráðsblettsins er þannig stórmál, sem borgaryfirvöldin verða að ihuga rólega. Það væri sterk ur leikur af þeirra hálifu að segja eitt- hvað á þessa leið: Nú stokkum við upp ráðagerðir okkar og áætlanir og leitum samstarfs við alla þá skipulagisfrömuði og arkitekta sem vilja með okkur vinna við að leysa framtiðarskipulags'mál að- altorgs Reykjavikur. — Efnum til sam keppni milli þessara sérmenntuðu manna og stefnum að því að Lækjar- torg verði komið í sinn framtiðarbún- ing þjóðhátiðarsumarið 1974 með Stjórnarráðsblettinn sem órjúfan- legan hluta þeirrar heildar og þá á vel við hið fornkveðna: Að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja. Lækjartorg og Stjórnarráðsbletturinn, ^QHÍHÍHÍHÍHÍHÍHÍHtiÍHÍHÍHiHby milllllli árolti....’«► ....... '.MlHIIII* ... .. ... Forsætisráðherra fundur í júní FORSÆTISRÁÐHERRAR Norð- urlanda koma saman til fundar í Osió, hinn 8. júní næstkomandi, til að ræða þann góða árang.ir, sem náðst hefur í viðræðum grósku í ' tiglingum kaup- skipa, enda gegna þau vax- andi hlutverki í atvinnulífi landsmanna með síaukinni efnahagssamvinnu og við- skiptum við aðrar þjóðir. Bretlands við EBE um aðild að EBE. Það er Trygve Brattelie, forsætisráðherra Noregs, sem boðar til fundarins. Hilmar Baunsgaard, forsætis- ráðherra Dana, sagði við frétta- menn þegar hann fékk boðið, að nú þegar náðst hefði svona góð- ur árangur í viðræðum Bret- lands við EBE, væri sýnt að ei/nnig þyrfti að herða á samn- ingaviðræðum Danmerkur og Noregs við EBE til að þeim gæti iokið um leið og viðræðum Bret- lands við EBE. Danmörk og Noregur hefja aftur samminga- viðræðuir við EBE í júní og á ráðheirafundinum verður m.a. rætt um hvort breyta eigi áætl- unum fyrir fundinm, t. d. breikka viðræðugrundvöllinn. Jóharm Hafstei-n, forsætisráð- herra, sagði Mbl. að hamm hefði tjáð Bratteli að enginn íslenzkur ráðherra gæti komið til fundar- inis ef hanin yrði haldinin á ofan- greindum tíma. Hina vegar taldi forsætisráðherra að íslenzkir embættismenm yrðu sendir utan til að fylgjast með umræðum á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.