Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1971 17 Þróttmikið athafnalíf Einhvern tíma hefði það þótt nokkrum tíðindum sæta, að á u.þ.b. vikutíma eignuðust fs- lendingar þrjú ný flutningaskip og nýtízku farþegaþotu. Þetta hefur einmitt gerzt nú siðustu dagana, er Mánafoss, hið nýja flutningaskip Eimskipafélags ís- lands kom til landsins, Esja, hið nýja strandferðaskip Skipaút- gerðar ríkisins var afhent í Slippstöðinni á Akureyri, Litla- fell, olíuflutningaskip SÍS og Olíufélagsins sigldi í höfn og Sól faxi, önnur farþegaþota Flugfé- lags íslands lenti á Reykjavíkur flugvelli. Þessi skipa- og flugvélakaup, sem nema mörg hundruð millj- ónum króna, eru til marks um þann þrótt, sem um skeið hefur einkennt atvinnulíf okkar. — Mánafoss er hið síðasta þriggja flutningaskipa, sem Eimskipafé- lag íslands samdi um smíði á í Danmörku á árinu 1968. Sú mikla fjárfesting, sem Eimskipa félagið réðst í á þeim tíma var ein af fáum ljósglætum í at- vinnulífinu, sem þá var að sjá, er atvinnufyrirtækin áttu í mikl um erfiðleikum vegna áfallanna í sjávarútveginum. Nú er koma Mánafoss tákn um nýja og betri tíma. Þegar ákveðið var að flutningaskip Skipaútgerðar rík isins yrðu smiðuð á Islandi byggðist sú ákvörðun á hvoru tveggja í senn, að tryggja aukna atvinnu í skipasmíðaiðnaðinum á erfiðum tímum og gefa ís- lenzkri skipasmíðastöð tækifæri til þess að fást við ný og stærri viðfangsefmi. Það er samdóma álit þeirra, sem bezt til þekkja, að með smíði strandferðaskip- anna tveggja hafi íslenzkur skipasmíðaiðnaður og Slippstöð in á Akureyri sýnt ótvírætt, að þessir aðilar hafa yfir að ráða tæknilegri þekkingu til þess að takast á hendur enn stærri við fangsefni. Væntanlega verður bygging tveggja skuttogara næsta verkefni Slippstöðvarinn- ar á Akureyri. Smíði þeirra mun enn auka á tæknilega og verklega þekkingu íslenzkra skipasmiða. Það er líka sérstök ánægja að fagna komu hinnar nýju þotu Flugfélags íslands. Þegar Flug- félagið keypti fyrstu þotu sína var í mikið ráðizt og gengis- breytingar o'g erfiðar aðstæður í efnahagslífinu ollu Flugfélaginu miklum erfiðleikum. Þeir eru nú að baki og Flugfélagið hefur styrkzt svo fjárhagslega, að það hefur keypt hina nýju þotu án ríkisábyrgðar. Olíuflutningaskip- ið, sem skipadeild SÍS og Olíu- félagið hafa nýlega fengið er einnig til marks um að fyrirtæki samvinnumanna eru ekki á fall anda fæti og blaðafréttir sýna þann mikla vöxt, sem orðið hef ur í fyrirtækjum Sanmbandsins og einstakra kaupfélaga á sl. ári. Árferði hefur verið gott und anfarin misseri en það þarf meira til að koma en gott ár- ferði til þess að hagur atvinnu- veganna standi jafn traustum fót um og ofangieind dæmi eru til vitnis um. Það þarf styrkar hendur um stjórnvölinn til þeas að gott árferði nýtiist þjóð inni sem bezt. Hinn mikli þrótt ur, sem einkennir atvinnulíf okk ar um þessar mundir er árang- ur af þeirri stefnu, sem ríkis- stjórnin hefur fylgt fram. Nýja þota Flugfélagsins lendir á Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurbréf Laugardagur 22. maí Hvers vegna landhelgismálið? Stjórnarandstæðingar hafa lagt á það áherzlu, að landhelg ismálið yrði eitt helzta mál þeirr ar kosningabaráttu, sem nú stendur yfir og út af fyrir sig er allt gott um það að segja, að þetta lífshagsmunamál þjóðar- innar verði tekið til rækilegrar umræðu fyrir þessar kosningar. Málstaður ríkisstjórnarinnar og þá ekki sízt Sjálfstæðisflokksins í landhelgismálinu er svo sterk- ur, að þessir aðilar þurfa ekki að óttast slíkar umræður. En hvers vegna leggja stjórnarand stæðingar áherzlu á að draga landhelgismálið inn í kosninga- baráttuna? Ætla mætti eftir 12 ára stjórn arferil núverandi ríkisstjórnar, að stjórnarandstæðingar teldu, að af nógu væri að taka til þess að skamma stjórnina fyrir a.m.k. ef marka má málflutning þeirra á undanförnum árum. En sú staðreynd, að stjórnarandstæð- ingar leggja slíka höfuðáherzlu á landhelgismálið sýnir, að þeir telja sig þurfa á öðrum málum að halda í kosningabaráttunni en ávirðingum ríkisstjórnarinn- ar. Það hefur bersýnilega orðið niðurstaða stjórnarandstæðinga, að þeir gætu ekki aflað sér auk ins fylgis í kosningunum með því að ráðast að stjórnarflokk unum fyrir meðferð þeirra á málefnum þjóðarinnar sl. 12 ár. Betri vitnisburð getur ríkis- stjórn tæpast fengið en þann, að stjórnarandstæðingar hafa í sjálfri kosningabaráttunni, að loknu samfelldu 12 ára stjórnar tímabili núverandi stjórnar- flokka ekki treyst sér til að heyja kosningabaráttuna á grundvelli starfa hennar þetta tímabil. Þeir hafa þvert á móti lagt á flótta og nú er það helzta haldreipi þeirra að grípa til landhelgismálsins. Tilbúinn ágreiningur f málflutningi sínum um land helgismálið hafa stjórnarand- stæðingar reynt að búa til á- greining, sem ekki er til staðar. Þeir hafa fyrst og fremst lagt áherzlu á þá kröfu sina, að nú á þessu stigi málsins verði á- kveðinn tiltekinn dagur eftir hálft annað ár, þegar útfærsla skuli koma til framkvæmda. — Ríkisstjórnin og stjórnarflokk- arnir telja það óviturlegt af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi getur fiskveiði- lögsagan víða orðið 60—70 sjó- mílur en ekki bundin við 50 sjó mílur eins og stjórnarandstæð- ingar hafa lagt til, ef við vilj- um nýta landgrunnið að 400 metra dýptarlínu. í öðru lagi er á það að líta að dagsetning sú, sem stjórnarandstaðan vill að verði ákveðin, byggist ekki á efnislegum rökum, heldur er hún niðurstaða í hrossakaupura milli stjórnarandstöðuflokkanna. Með samþykkt Alþingis frá því í maí 1959 var ríkisstjórn- inni falið að afla viðurkenning ar annarra þjóða á rétti íslands til landgrunnsins alls. Að því hefur verið unnið. Hafréttarráð- stefna Sameinuðu þjóðanna, sem haldin verður árið 1973 er m.a. árangur af því starfi og undir- búningsfundir að henni eru á- kjósanlegur vettvangur til þess að afla skilnings á okkar mál- stað. Þótt við íslendingar telj- um rétt okkar til landgrunns- ina ótvíræðan er hér engu að síður um að ræða mál, sem varð ar aðrar þjóðir og sumar þeirra draga rétt okkar í efa. Þegar svo stendur á er hyggilegt að af vopna þær þjóðir, sem slíka af stöðu hafa, með því að afla sam stöðu við aðrar þjóðir, sem svip aðra hagsmuna hafa að gæta og við. Það er eftirtektarvert, að við íslendingar færðum fiskveiði- lögsögu okkar út í 12 sjómílur ekki fyrr en að lokinni ráðstefn unni í Genf 1958, en sú ráð- istefna leiddi í ljós, að meiri- hluti þeirra þjóða, sem þar áttu fulltrúa var hlynntur 12 mílna lögsögunni. Á þessum tíma var vinstri stjórnin við völd hér á landi og hún treysti sér ekki til að færa fiskveiðitakmörkin út í 12 mílur fyrr en þess afstaða meirihluta þjóðanna á ráðstefn- unni í Genf lá fyrir. Á þeirri ráðstefnu var skapaður grund- yöllur fyrir útfærslu okkar 1958. Á sama hátt getur hafréttarráð stefnan eða undirbúningsfundir hennar nú lagt grundvöll að enn frekari útfærslu fiskveiðilög sögunnar. Vissulega getur farið svo, að við verðum að færa út fyrr, ef ásókn erlendra fiskiskipa eykst á miðin. En í því tilviki væri aukin ásókn einmitt til þess fall in að efla skilning og samúð annarra þjóða með okkar mál- stað. Samkomulagið við Breta Ein af helztu röksemdum stjórnarandstæðinga í landhelgis málinu er sú, að með orðsend- ingum þeim, sem utanríkisráð- herrar íslands og Brctlands skiptust á 1961, hafi athafna- frelsi okkar í landhelgismálinu verið skert. Ekki kemur það fram í þessari orðsendingu. — Þvert á móti áskildum við okk- ur rétt til einhliða útfærslu yfir landgrunninu öllu. Hið skerta athafnafrelsi, sem stjórnarandstæðingar hamra á, kemur ekki fram í þeim þætti nótuskiptanna, að við veittum Bretum tímabundið leyfi í þrjú ár til þess að fiska á svæðinu milli 6 og 12 sjómílna en það leyfi er sem kunnugt er fyrir löngu runnið út. Það kemur heldur ekki fram í þeim þætti samkomulagsins við Breta, að við færðum grunnlínur okkar út þannig að stækkunin frá 1958 jókst enn um 20% en þar var um svæði að ræða, sem vinstri stjórnin hafði vanrækt að hagnýta sér. Það kemur held ur ekki fram í því, að við mun um tilkynna Bretum með 6 mán aða fyrirvara þegar við færum fiskveiðitakmörkin út. Stjórnar'- andstæðingar hafa lagt til, að við boðum slíkar aðgerðir með 18 mánaða fyrirvara. Þá stendur aðeins eftir eitt atriði í orðsend ingunum, milli íslands og Bret lands en það er samkomulagið um að hlýta því að hugsanlegur ágreiningur verði lagður undir úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag. Ný skuldbinding? Astæða er til að varpa fram þeirri spurningu, hvort ákvæðið um Alþjóðadómstólinn frá 1961 sé ný skuldbinding af okkar hálfu í landhelgismálinu. — í byrjun landhelgismálsina, áður en við færðum. fiskveiðitakmörk in út í 4 sjómílur, biðum við úr skurðar Alþjóðadómstólsins í Haag í deilu Breta og Norð- manna og notuðum niðurstöðu dómsins sem grundvöll fyrir út færslu okkar 1952 í 4 sjómílur. Þegar Bretar settu á okkur lönd unarbann 1952 buðumst við til að leggja málið fyrir Alþjóða- dómstólinn. Þá átti Framsóknar flokkurinn aðild að ríkisstjórn. Þegar alþjóðaráðstefnurnar voru haldnar í Genf 1958 og 1960, var í bæði skiptin að tilhlutan þá- verandi ríkisstjórna, í fyrra skiptið vinstri stjórnarinnar og í síðara skiptið Viðreisnarstjórn arinnar, en með samþykki allra stjórnmálaflokka, lýst yfir þvi af okkar hálfu að við vildum ekki samþykkja 12 mílna tak- mörk, sem alþjóðalög, nema á- skilin væri réttSr strandríkia, sem byggði afkomu sína á fisk veiðum. í því falli að bornar væru brigður á slíkan rétt strandríkis var það boðið fram af okkar hálfu að slíkur ágrein. ingur yrði lagður undir gerðardóm. Það eru engin rök til fyrir því, að Alþjóðadóm stóllinn í Haag sé okkur hættu- legri en slíkur gerðar- dómur, sem allir stjórnmála- flokkar voru sammála um að bjóða fram 1958 og 1960 þ.á.m. Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalagið og helztu forystu- menn þeirra samtaka sem nú eru nefnd SVF. Af framansögðu má ljóst vera, að íslendingar hafa jafnan ým ist byggt aðgerðir sínar í land- helgismálinu á úrskurði Al- þjóða dómstóls, boðið fram að leggja deilumál undir úrskurð hans eða gerðardóms og að allir stjórnmálaflokkar og þ.á.m. nú- verandi leiðtogar þeirra, margir hverjir, hafa átt verulegan þátt í að marka þá stefnu. Loks er rétt að benda á, að þegar við fslendingar skrif- uðum undir stofnskrá Samein- uðu þjóðanna, tókum við á okk ur þá skuldbindingu að leggja deilumál undir Alþjóðadómstól- inn. í nótuskiptunum við Breta felst því ekki aukin skuldbind- ing af okkar hálfu. Að vísu má segja, að við getum borið það fyrir okkur, að landhelgismálið sé innanríkismál okkar og falli því ekki undir þá skuldbindingu, sem felst í undirritiw stofn- skrár Sameinuðu þjóðanna en um það sérstaka atriði yrðum við samt að hlýta úrskurði Al- þjóðadómstólsins, þ.e. hvort það sé innanlandsmál eða ekkl, sam kvæmt þeim skuldbindingum, sem við höfum tekið á okkur gagnvart Sameinuðu þjóðunum. Forysta Sjálf- stæðisflokksins Athyglisvert er að fylgjast með því forystuhlutverki, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft með höndum í landhelgismálinu. Þegar landgrunnslögin 1948 voru sett var það fyrir forystu Sjálf stæðisflokksins, eins og Lúðvík Jósefsson viðurkenndi í sjón- varpsþætti fyrir nokkru. Þegar fiskveiðitakmörkin voru færð út í 4 sjómílur 1952 var það undir forystu Sjálfstæðisflokksins. í eina skiptið, sem vinstri flokk- arnir ætluðu að taka sig til og færa út landhelgina klúðruðu þeir málinu. Það var þegar út- færslan var gerð 1958. ósagt skal látið, hvort þeir klúðruðu því af fyrirhyggjuleysi eða af ásettu ráði með það í huga að efna til ágreinings við nágranna ríki okkar. Hitt er víst, að út færslan 1958 kom ekki að gagni fyrr en Viðreisnarstjórnin undir forystu Sjálfstæðismanna hafði komið á friði á fiskimiðunum, fengið viðurkenningu Breta á 12 mílna fiskveiðilögsögunni og tryggt enn frekar stækkun henn ar. Saga landhelgismálsins og bar áttu íslenzku þjóðarinnar fyrir réttí hennar í því máli sýnir okk ur, að jafnan þegar Sjálfstæðis- menn hafa forystu í málinu hef- ur þjóðin náð mikilvægum áfanga, en í það eina skipti, sem vinstri flokkarnir ætluðu að taka frumkvæði forklúðruðu þeir því og það féll í hlut Sjálf stæðismanna að bæta þar úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.