Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIB, SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 Nýtf frá Hudson sokkabuxur fyrir táninga í stutt- buxum. Engin FIT. XJtgáfa blaða og sala bóka Nauðungaruppboö sem auglýst var ! 8., 9. og 12. tbl. Lögbirtingablaðs 1971 á hluta í Skeifunni 8, talinni eign Steinars Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Axels Einarssonar hrl., Otvegsbanka Islands og Loga Guðbrandssonar hdl., á eigninni sjálfri, fimmtudag 27. maí 1971, klukkan 13 30. ______________ Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Fjöldi útg-efinna tímarita minnk aði á árunum 1966, 1967 og 1968 úr 217 fyrsta árið í 161 hið síð- astnefnda. Langflest timarit á íslandi koma út óreglulega og þau sem koma út vikulega eða hálfsmánaðarlega eru frá 3 og upp í 8. Blöð almenns efnis, sem út komu á sama árabili voru 1966 65, 7« 1967 og 54 1968. Morgunblöðum fækkaði um eitt á timabilinu en síðdegisblöðum fjölgaði um eitt — þ.e. Alþýðu- blaðið gerðist siðdegisblað. Þessar upplýsingar er að finna í aprílhefti Hagtiðinda, sem Hagstofan hefur nýlega sent frá sér. Þar er tölu tíma- ritstitla einnig skipt niður eftir efni og kemur þá í ljós að tíma- rit um almennt efni voru á þess- um þremur árum 1966, ’67 og ’68 — 41, 37 og 34. Er það lang fjölmennasti flokkurinn, en heild artaia tímaritstitla er árin þrjú 179, 162 og 161. Þá segir í yfirlitinu i Hag- tíðindum að rétt sé að geta í þessu sambandi, að verðmæti innflutta erlendra bólka, tíma- rita og blaða á árunum 1966 til ’68 hafi verið að cif-verðmæti og samkvæmt gengi dollars hverju sinni sem hér segir: 1966 1967 1968 Bækur 53.5 41.5 18.0 Timarit og blöð 14.8 15.2 18.8 Ofangreindar tölur eru allar i milljónum króna. Ástæðan fyr- ir samdrætti í verðmæti inn- Foreldrar Foreldrar Náttúruskoðun, náttúruvernd, veiðimennska, íþróttir, tjald- búðastörf, útilegumatreiðsla og frumbyggjastörf fyrir drengi á aldrinum 11-15 ára Sumarbúðir fyrir drengi verða starfrœkfar að Úlfljófs- vatni í sumar á vegum Bandalags íslenzkra skáta Dvalartímar verða sem hér segir: 1. 14. júní til 24. júní 2. 28. júní — 8. júlí 3. 12. júlí — 22. júlí 4. 2. ágúst — 12. ágúst 5. 16. ágúst — 26. ágúst fyrir drengi 11 — 15 ára Ekkert pláss laust. Tryggmgargjald 500 kr. greiðist við innritun. Tekið verður á móti pöntunum á skrifstofu Bandalags íslenzkra skáta, Tómasarhaga 31 (gengið inn frá Dunhaga) milli kl. 2—5 e. h. mánudaginn 24. maí. Upplýsingar veittar í síma 23190. Bandalag íslenzkra skáta. fluttra bóka er m.a. að frá 1966 hefur dregizt nijög saman sala erlendra alfræðiorðabóka. — Skákþáttur Framhald af bls. 12 Spassky, vorið 1969, sem áður getur. 1966 hafði Petrosjan stað- izt fyrri atlögu Spasskys að titl- inum, og í heimsmeistaraeinvig- um þessum (tveimur) saman- lögðum, var munurinn mjög lít- ill á þessum tveimur skákmönn- um. Fæddur er Petrosjan 1929, og er armenskur að uppruna. Um Petrosjan hefur Botvinnik sagt, að hann hafi frumlegastan stíl allra skákmanna, og vtet er um það, að hann verður ekki skilgreindur að gagni í stuttu máli. — í bili má láta nægja að segja, að hann er ekki mikill sóknarskákmaður, en lætur manna bezt að hrinda sókn og nýta sér til sigurs of djarfar til- raunir andstæðingsins. Korshnoj (fæddur 1931) er meiri sóknarskákmaður, en tefl- ir vamartafl oft einnig ágæta vel. Hann er í senn „taktiskur" og glöggskyggn á „strategiska" mótun stöðunnar. Nokkuð teflir Korshnoj misjafnlega vel, eins og rejmdar allir skákmenn, and- inn er þeim misgjöfull. En þeg- ar honum tekst bezt upp, vinnur hann hvaða skákmann sem er. Taimanoff (f. 1926) er öllum íslenzkum skákunnendum vel kunnur, þar sem hann hefur teflt tvisvar á mótum hér á landi, 1956 og 1968, og eignazt hér ýmsa kunningja. Hann er ágætur skákmaður, lætur betur að tefla sókn en vörn og teflir af sjálfstrausti og sigurvilja. Líklega er hann nú kominn yfir sitt bezta í skákinni. Taimanoff hefur aðeins teflt á einu Kandídatamóti áður (sama gildir um Korshnoj) þ.e. 1953, en þetta er aftur á móti fimmta Kandidatakeppnin, sem Petrosjan tekur þátt í. Má af því marka, hve Petrosjan hef ur verið miklu öruggari skák- maður en Taimanoff, gegnum árin. Geller (fæddur 1925) er ald- ursforseti kandídatanna nú, og er þetta sjötta kandídatakeppnin, sem hann tekur þátt í. Fyrir svona 18—20 árum, man ég, að margir spáðu því, að Geller ætti eftir að verða heimsmeistari. Stllinn var hvass, hann var einkar vel að sér í byrjunum og hugmyndaríkur. En það hefur ávallt eitthvað á skort að hann næði hiwu fyrirheitna marki. Ég held það hafi stundum gætt kæruleysis hjá honum, einkum i skákum gegn löndum hans og dirfska hans stundum reynzt helzt til mikill glannaskapur. — Ég hygg, að enginn spái þvi, að aldursforsetinn hreppi efsta sætið nú í þessari keppni, enda væri það fordæmalaust. HVER VINNUR SVO ÁSKOR- UNARRÉTTINN NtlNA? Þar verður auðvitað aðeins byggt á líkum, en þær hníga lika, virðist mér, flestar í þá átt að Robert Fischer sé sterkasti kandídatinn. Hann tapar nálega aldrei skák núorðið, en virðist hins vegar vinna öfluga stór- meistara ótrúlega létt. (Dæmi: 3:1 á móti Petrosjan í Heimskeppninni í fyrra, svo og Millisvæðamótið á Mallorca). Hins vegar er Fischer óvanur keppniskerfinu, og kann það eitt hvað að há honum. En hvað þá um Larsen? Því er nú þar til að svara, að hann er að sögn sterkasti skák- maður heims nú þegar, og þarf því kannski síður á heimsmeist- aratitlinum að halda. — En nái Fischer ekki áskorunarréttinum, þá er Larsen auðvitað manna líklegastur til að hreppa hann, ef hann eftirlætur þá ekki Korshnoj eða Petrosjan hann. Svo, ef ég ætti að stilla upp fjór um mönnum úr hópi kandídat- anna sem líklegustum sigurveg- urum, þá mundi ég gera það í þessari röð: 1. Fischer 2. Larsen 3. Korshnoj 4. Petrosjan Það er erfitt að gizka á, hver Þessara manna mundi helzt sigra Spassky í einvígi. En sam- kvæmt útreikningi vísinda- manna, ætti Fischer að hafa þar mesta möguleika. — Sá útreikn- ingur er byggður á sérstöku kerfi, sem Alþjóðaskáksamband- ið hefur nýlega tekið í notkun og ýmsir hafa mikla trú á. Samkvæmt þeim útreikn- ingi ætti Fischer meira að segja að vinna Spassky í einvígi um heimsmeistaratitilinn, og það með nokkrum yfirburðum. — Þetta má vel vera, því að hvað sem réttmæti kerfisins lið- ur, og þótt menn séu vantrúaðir á nákvæmt réttmæti þess, þá munu fáir uppi nú, sem ekki hafa tröllatrú á Fischer. — En einvígi milli hans og Spasskys, hygg ég að yrði fremur jöfn við- ureign og því sérlega spennandi. Ef af því verður, verður það teflt næsta vor (1972). Iðnaðorhúsnæði óskast Iðnaðarhúsnæði, 80—100 fermetra, óskast. Tilboð, merkt: „7666" óskast send afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 28. mai. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hagamel 10. þingl. eign Lárusar G. .Lúðvigssonar, fer fram á eigninni sjálfri, fimmtudag 27. maí 1971, klukkan 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23., 28. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967 á eigninni Vallargata 18 (lóð milli Vallargötu og Strand- götu), Sandgerði, þingl. eign Jóhannesar A. Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Vilhjálms Þórhailssonar, hrl., Stefáns Hirts, hdl., Jóns E. Jakobssonar, hdl., Tómasar Tómassonar, hdl., og Einars Viðar, hrl., á eign- inni sjálfri fimmtudaginn 27. 5. 1971 kl. 4.45 e. h. Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.