Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐDD, SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 21 — Myndlist Framhald af l>Is. 14. unni til hamingju með árang- urinn og hvet Reykvíkinga til að fjölimenna á sýningu hennar, sem eins og fyrr var saigt, lýkur nú um helgina. SÝNINGAR ERLENDIS Mi'kii gróska hefur undan- tfarið verið í sýningahaldi ís- lenzkra listamanna á erlendri grund og er rétt að Víkja nokkrum orðum að þeim. Far- andsýningin, „Fjórar kynslóð ir", er nú komin til Stokk- hólms, var opnuð sl. sunnu- dag í húsakynnum Thielska Galleríisins og mun dvelja þar til 6. júní. Sýningin hef- ur gengið allvel og þá bezt í Gautaborg, og verður fróð- legt að vita, hvernig Stokk- hólmsbúar taka sýningunni. Ég mun annars vikja nánar að Thieska Galleriinu í ann- arri grein alveg á næstunni. Þá mun SÚM-sýningunni í Amsterdam lokið, en engar fréttir hafa borizt af henni, hvað sem það merkir. Félag- ið „Islenzk grafík", sýndi á norrænni sýningu í Lundi fyrir nokkru og gekk bæri- lega. Einnig tók það þátt í grafík-sýningu í Buenos Aires í október sl. ár og hef- ur ekkert frétzt af þeirri sýningu fyrr en nú fyrir nokkrum dögum að fregn barst um, að Einar Hákonar- son hafi verið einn 10 lista- manna, sem heiðraðir voru xneð gullmedaliu fyrir fram- lag sitt. Hægfara frétta- mennska það (!), en allavega ánægjulegur heiður og hvatn ing fyrir hinn unga lista- mann, sem ástæða er til að óska honum til hamingju með. Er þetta í þriðja skipti sem Einar hlýtur viðurkenningu á alþjóðlegum sýningum. Þá er komið að hinni mjög umtöluðu Charlottenborgar- sýningu. Frá henni höfum við fengið greinangóðar fregnir, og þannig á það að vera með allar sýningar, á hvern veg sem dómar ganga, því að slæmir dómar geta haft miWa þýðingu, ekki síður en lof- samlegir. Þeim leiðu háttum íslenzkra listamanna að stinga harðri gagnrýni und- ir stól ber að segja stríð á hendur. Umrædd sýning fékk þá hörðustu dóma, sem ég hefi iesið um íslenzka sýn ingu erlendis og mjög sam- hljóða. Ljóst virðist, að sýn- ingin hafi ekki megnað að fylla upp hina stóru og þungu saJli Oharlottenborgar, enda enginn hægðarleik- ur, og ber þeim, sem hlut eiga að máli, að taka því með reisn. Að kenna heimflutn- ingi handritanna um orsðk þessara dóma er ofvaxið mínum skiiningi, og margt hafa þau rit orðið að þola um dagana, en þetta er of mikið á þau lagt, þvi að hér er skot ið framhjá marki. Ég minnist þess að við gagnrýnendur höfum orðið fyrir hörðum skeyttum fyrir gagnrýni okk- ar á verkum sumra þeirra, sem nú urðu harðast úti á Charlottenborg, og höfum jafnvel hlotið broslegan, póli tískan stimpil fyrir. En list- pólitík og landsmálapólitik eru i kjarna sinum ólík hug- tök, þótt öll mikil list taki afstöðu til einhverra vanda- mála síns tima, fagurfræði- legra, andifagurfræðitegra eða þjöðfélagslegra, og geti þannig vitanlega á margan hátt skoðazt sögulega póli- tísk, en hreppapólitík á hér ekki að koma nærri, þótt margir sætti sig ekki við það, hvorki vinstri menn né hægri. Það kom ekki á óvart, að list dómar dönsku blaðanna teldu sýninguna litt frambæri lega, þvd að svo vel þekktu þeir til íslenzkrar listar, að þeim voru gloppurnar aug- ljósar. Skylt og Ijúft er að geta þess, að nokkrir ein staklingar hlutu mjög svo þokkalega dóma, en það voru einmitt þeir listamenn, sem naumast áttu heima á þessari sýningu, og efa ég, að verk þeirra hafi notið sin til fulls. Fávísleg er deilan um fyrirsögn Morgunblaðsins ,um listdóma dönsku blað- anna, því að ef þar hefði ver ið vottur af „illkvittni" á bakvið, var úr nógu sterkara að velja. — En nóg um það. Fyrir utan framantaldar sýningar vil ég geta þess að Valtýr Pétursson sýnir i Texas, og ný íslenzk samsýn- ing ytra er í samsetningu. Af þessari upptalningu, sem vafalítið væri hægt að bæta við, má sjá að landinn kem- ur víða við i myndlistinni um þessar mundir og ber það mikinri vott um ánægjuleg umsvif, sem ég er fullviss um, að ekki verður lát á í náinni framtíð. BfiiR'i Ásgreirsson. --------• • •-------- næst, þegar farið er að svipast um eftir frægumd?) erlendum leikstjóra. Leiktjöld Magnúsar Pálssonar voru einföld og hagleg nema hvað það var kannski eitthvað of mikið umstang að skipta um borðana. Grái grunnliturinn var eins og fenginn beint frá Schiff- bauerdamm. Það er mjög leitt að L.A. skuli ekki hafa haft efni á að láta nokkurra manna hljómsveit með ásláttarhljóðfærum o.fl. leika með. En við það sem var mátti una. Þessi þýðing ásamt öllu, sem henni viðkemur, mun vænlegt efni í doktorsritgerð og skulu því engin orð um hana höfð hér. Leikfélag Akureyrar er á réttri leið og það væri mjðg ánægjulegt ef það kæmist yfir næsta hjalla. Með beztu óskum. Þorvarður Helgason. — Óperan Framhald af bls. 14. sónu, sem stendur fyrir sínu þó að nýstárleg sé. Jónatan Peachum „vin betlar- ans" leikur Sigmundur Örn Arn- grímsson. Jónatan er eldri mað- ur, harður og kaldrif jaður, slung inn og hatursfullur. Sigmundur skilar mjög miklu af þessari per- sónu en ekki öllu, sem heldur er ekki við áð búast af svo ungum manni. Ef ég man allt rétt, þá kom þarna fram alger nýliði, ungling- ur í gagnfræðaskóla og lék Charles Filch með slíkum ágæt- um, að vér undruðumst. Hann heitir Viðar Eggertsson. Vonandi getur hann meira en leikið þessa einu manngerð. Leikstjórn Magnúsar Jónsson ar var mjög ánægjuleg, enginn klaufaskapur, engin stilbrot eða kjánaleg fiff, heiðarleg verkleg leikstjórn i góðum Brecht-anda. Ég sé ekki betur en að hann sé kominn með orðu á brjóstið, sem ekki er hægt að líta framhjá AKIÐ A UTSOLUSTAÐIR : í REYKJAVÍK: MÚLI við Suðurlandsbraut DEKK hf. við Borgartún í VESTMANNAEYJUM: H. SIGURMUNDSSON, heildverzlun Á AKUREYRI: HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN, Glerárgötu. wmmAmTL F Sími20 000 saltvík 71 HVAÐ? Hátíð fyrir ungt fólk, sem Æskulýðsráð og Trúbrot gangast fyrir. HVENÆR? Frá kl. 20.00, 28. maí til kl. 16.00 31. maí. HVAÐ? Hljómleikar, dansleikir, diskótek, þjóðlagahátíð, helgistund, varðeldar, leikir, íþróttir = 48 stunda dagskrá. HVERJIR SKEMMTA? Trúbrot, Náttúra, Ævintýri, Mánar, Þrjú á palli, Júbó, Ábót, Rooftops, Tilvera, Helgi og Kristín, Haukar, Ingi Steinn, Siggi Garðars, Árni Johnsen, Torrek, Dýpt, Einar Vilberg, Arkimedes, Tiktúra, Akrópólis, Jeremías, Trix, Plantan, Ríó tríó. — Sr. Bern- harður Guðmundsson sér um helgistund með aðstoð Trúbrots og fleiri. Freyr Þórarinsson er kynnir á hátlðinni. FERÐIR? Umferðarmiðstöðin, frá kl. 16.00 á föstudag. KOSTAR? Aðgöngumiði 350 kr. fyrir alla hátíðina, ferðir 60 kr. hvora leið. FORSALA? Við Útvegsbankann frá fimmtudagsmorgni 27. maí. HVAÐ ÞARF AD HAFA MEÐ? Tjald, viðleguútbúnað, hlý föt, regngalla, nesti og gott skap. VEITINGAR? Fjölbreyttar veitingar verða á boðstólum, svo sem pylsur, samlokur, öl, kaffi, súkkulaðikex og margt fleira. BlLASTÆÐI? Já, fyrir 2000 bila. SJÚKRAÞJÓNUSTA? Fullkomin sjúkraþjónusta Hjálparsveit skáta. ALOURSTAKMÖRK? Við miðum við 14 ára og eldri. NOKKUÐ FLEIRA? Já, „í Saltvík um hvítasunnuna skemmtum við okkur í friði, ást og eindrægni og við drekkum ekki!". hvítasunnuhelgin !*«£". .,:'' *i<rx**t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.