Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 Björn Bergvinsson - Minningarorð Fæddur 11. nóv. 1933 Dáinn 8. marz 1971. Hinn 8. marz s.L andaðist á sjúkrahúsinu í Seattle Björn Bergvinsson skipstjóri á tog- bátnum Heklu. Björn var fædd- ur á Svalbaröseyri við Eyjafjörð, sem réttilega er talin ein fegursta og frjósamasta sveit á Islandi. Þar eyddi hann bernskuárumi sinum umvaf- inn töfrum íslenzkrar náttúru- fegurðar, sem hvergi í víðri ver- öld á sér sinn líka. Birni var í blóð borin ævin- týraþrá og löngun forfeðra vorra til að kanna nýjar leið- ir. Ég sé í anda vin minn Björn sem lítinn dreng leika sér í f jör- unni á Svalbarðseyri. Hann horfir hugfanginn út á spegil- sléttan Eyjafjörðinn og fylg- ist af áhuga miklum með bátum, sem eru að ýta úr vör snemma að morgni, þar til þeir hverfa úr augsýn við sjóndeild- arhringinn. Sjómannseðlað sagði snemma til sín í huga litla drengsins í fjörunni. Hann var aðeins 14 ára gamall, þegar hann kvaddi foreldra sína og systkini og hélt út í hinn stóra Elsku konan mín og hjartkær móðir okkar, Selma Gunnarsdóttir, sonur minn og bróðir okkar, létust fimmtudaginn 20. mai. Hallgrímur Pálsson, Gunnar Hallgxímsson, Aðalgeir Hallgrimsson. Útför Sigurðar Bjarnasonar frá ísafirði, verður gerð frá Háteigskirkju þriðjudaðinn 25. maí kl. 13.30. Aðalheiður Dýrf jörð og dætur. Sonur okkar, Þorgeir Már, verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 15. Ingibjörg Sveinsdóttir, Ottó Níelsson. Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, Þorgeir Þórðarson, Austurgötu 38, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði mánu- daginn 24. maí kl. 2 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð. Anna Magnúsdóttir, Bagnhildur Þorgeirsdóttir, Magnús Þorgreirsson, Ingibjörg Þorleifsdóttir, Sæmundur Helgason. heim fullur áhuga o'g bjartra vona. Hafið bláa heillaði litla drenginn og ólgaði i blóði hans. Honum héldu engin bönd og ekki leið á löngu þar til hann komst á bát og kynntist af eigin raun öllum þeim hrikaleik og töfrum, sem sjórinn á yfir að ráða. Björn stundaði sjómennsku meira og minna alla sína ævi, bæði við Islandsstrendur og eins eftir að hann fluttist hing- að vestur á Kyrrahafsströndina. Önnur störf vann hann þó í og með, ef nauðsyn krafði, en hann var ekki í essinu sínu nema þegar bárur bláar vögg- uðu skipi hans og hann kom heim að lokinni veiðiför færandi björg í bú. Vafalaust mun litla drenginn í fjörunni hafa dreymt marga drauma, en stærstur þeirra og sá, sem sifellt stóð honum fyrir hugskotssjónum var að eignast og vera skipstjóri á síniuim eigim báti. Með það fyr- ir augurn lauk hann ungur að árum minna skipstjóraprófi. Hinn 7. júli árið 1944 kvænt- ist Björn eftirlifandi konu sinni, frú Guðríði, dóttur sæmdarhjón anna Bjarna Nikulassonar og Þórunnar Pálsdóttur i Reykja- vik. Guðríður reyndist manni sínum frábær kona í einu og öllu, ól honum sex mann- vænleg börn — þrjá syni og þrjár dætur. Elzti sonur þeirra andaðist kornungur og var mik- 111 harmdauði foreldrum sínum. 1 marz árið 1957 brá Björn búi og fluttist alfarinn ásamt konu sinni og börnum til Van- couver, B.C., Kanada, Þar stundaði hann ýmsa atvinnu um fjögurra ára skeið, en þá brugðu þau hjónin búi enn á ný og fluttust til Seattle, Wash- Hjartans þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Kristínar Jóhönnu Jónasdóttur frá Hellissandi. Börn, tengdabörn, barnabörn og systir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útf ör Guðfinnu Vernharðsdóttur. Verna Jóhannsdóttir, HaJldór Auðunsson og f jölskylda. Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Jósef Finnbjarnarson, málarameistari, Stðragerði 34, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 24. þ.m. kl. 1.30. Sigríður Júlíusdóttir, Hulda Jósefsdóttir, Ragnhildur Jósef sdóttir, Páll Karlsson, Karen Jósefs Tómasdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Jósef Pálsson. ington. Björn reyndi að komast á sjóinn þau ár, sem hann var í Kanada, en þar kom hann að luktum dyrum, þvi lög British Columbia fylkis mæla svo fyrir, að innflytjendur megi ekki stunda sjómennsku fyrr en þeir hafi öðlazt kanadísk borgararétt- indi, en þau réttindi fást ekki fyrr en eftir fimm ára dvöl i landinu. Þessi óréttlátu lög voru Birni þyrnir í aug- um sem von var. Mun þetta öðru fremur hafa valdið þvi, að hann ákvað að flytjast hingað til Seattle, þar sem vanir sjómenn voru mjög eftirsáttir og skipti í þvi sambandi engu máli hvort þeir voru bandariskir þegnar eða ekki. Strax eftir hingað komuna var Björn ráðinn sem háseti á norskan fiskibát, ásamt tveim öðrum Islendingum, sem fluttust hingað frá Vancouver um sama leyti. Allir voru þeir þaul vanir sjómenn, enda kom það brátt á daginn, að þeir félagar létu hendur standa fram úr ermum. Þeir voru svo heppn- ir að Jienda á báti með einium bezta skipstjóra bátaflotans. Ár eftir ár reyndist bátur þeirra einn af aflahæstu bátum flot ans. Má vafalaust þakka það góðum skipstjóra og hörkudug- legri skipshöfn. Björn var á þessum sama báti þar til hann fyrir liðlega ári síðan réðst i það stórvirki að kaupa stóran fiskibát, ásamt Harold L. John- son slökkviliðsmanni. Skiptu þeir félagar með sér verkum þannig að Björn var skipstjóri, en Harold sá um bókhald og fleira í sambandi við útgerð bátsins. Eftir fimm ára dvöl í Seattle gerðist Björn bandarísk- ur ríkisborgari. Hann tók út þau réttindi með það fyrir aug- um að eignast sinn eiginn bát, því að það er eitt af þeim skil- yrðum, sem krafizt er i þvi sam bandi. Björn sótti sjóinn af mikl- um dugnaði og þrautseigju og lá ekki á Idði sínu fremur en endranær. Brátt kom í ljós að ýmislegt var í ólagi á bátnum sem lagfæringar þurfti við. Hafði það að sjálísögðu I för með sér mikinn aukakostnað og vinnutafir. Annað sem gerði Birni og reyndar öðrum sjó- mönnum erfitt fyrir var hið óvenju langvinna og storma sama tiðarfar, sem orsakaði landlegur svo dögum og jafnvel vikum skipti. Ekki lét Björn þetta á sig fá, svo séð yrði, heldur sótti sjóinn af enn meiri hörku og dugnaði hvenær sem veður leyfðL Skömmu fyrir jól- in varð ekki annað séð, en Björn væri kominn yfir örð- ugasta hjallann. Bátur og veið- arfæri í bezta lagi og framtíðin virtist brosa við hinum duglega skipstjóra. En einmitt þegar allt virtist leika í lyndi og allir örðugjeikar að baki, knúði dyra hjá Birni sá „gestur", sem Óttar Hlöðversson - Minningarorð Fæddur 14. marz 1950. Dáinn 17. apríl 1971. Hann Óttar er dainn. Þetta sagði ég við son minn, eftir að hafa séð ísfenzk blöð um borð í ffliuigvél á heimleið frá fjar- lægu landi. Þetta var staðreynd, sem ekki varð breytt. Sorglegar fréttir. Litla þorpið okkar heima á ís landi drúpti nú höfði í þögulli sorg; váleg tfíðindi höfðu gerzt. Átta sjómenn í blóma lífsíns höfðu látið lífið, er m.b. Sigur- fari S.F. 58 hafði farizt við Hornafjarðarós þann 17. apríl 1971. Drofctimn blessa þú minn- ingu hinna rnætu sjómanna og hugga þú ástvini þeirra, bæði nær og f jær. Óttar Hlððversson var elztur fjðgurra systkina. Hann var son ur Hlöðvers Sigurðssonar frá Krossalandi og Signýjar Guð- imundsdóttur frá Þorgeirsstðð- um. Bæði ættuð úr Lóni, en bú sett að Höfn í Hornafirði og búa að Höfðavegi 11. Heimili þeirra hefur ætið verið opið vinum og vandamönnum. Þar er gestrisni mikil og hjálpsemi rikjandi og gott að koma. MUli okkar heiim- ila hefur verið náinn samgang- ur í mörg ár, og get ég því vel um það sagt. „Að heilsast og kveðjast það er Mfsins saga." Nú að leiðarlokum langar mig að kveðja þig með fáeinum, fá- tækflegum kveðjuorðum. Óttar frændi minn, þú varst hugþekkur piltur, sem gaman varð að kynnast. Þú áttir skemmtilega eðliskosti í fari þínu, sem gerði þér svo auðvelt að kynniast fólki og eignast marga vini. Þú áttir líka marga vini, sem nú standa hljóðir á ströndinni og horfa á eftir fölln um drengjum í djúpið mikla. Hið mikla fjölmenni við útför þína, sem gerð var frá Hafnar- kirkju, þann 26. april síðastlið- inn, sýnir gíöggt, hversu vinsæll þú varst. Þar sameinaðist samúð fóliksins á sorgar- og kveðju- stund. Já, hver skilur þessi miklu ör lög, sem nú hafa skeð? Og hver skilur lífið með sinn breytilega tilgang? Faðir minn, tengdafaðir og sonur, KARL STEFÁNSSON frá Neskaupstað, sem andaðist 16. þ. m., verður jarðsunginn frá Hallgrimskirkju miðvikudaginn 26. maí klukkan 1.30 eftir hádegi. Aðalsteinn Karlsson, Steinunn Margrét Tómasdóttir, Sesselja Jóhannesdóttir. Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA JÓNSDÓTTIR, Reynimel 22, lézt I Landakotsspítalanum miðvikudaginn 19. þessa mánaðar. Jarðarförin er ákveðin fimmtudaginn 27. maí kl. 13.30. Athöfnin fer fram frá Aðventkirkjunni. Fyrir hönd annarra ættingja, Karl Sæmundsson, Jón Karlsson, Edda Karlsdóttir, Anna Snorradóttir, öm Jónsson. Ég sit hljóð og beini hug mín um til hæða. Það er ofar mín- um skilningi. En lögimál Mfsins er eitt og verður alltaf það sama: Eitt sinn skal hver deyja. Og eng- inn efast um að þú átt góða heimkoiniu hjá guði. Þú, seim öll- um vildir gott gera, svo hjálp- samur og greiðvikinn við affla, sem þú sást, að þú gazt greiða gert. Ég minnist margra ánægju- legra samverustunda S návist þinni. Þú varst hrókur alls fagn aðar í vina hópi, vinsæll af þin um félögum og fljótur að leggja smyrsl á sárin, etf þú sást ein- hvers staðar auman blett. Þú varst ákveðinn og einbeittur. Það sýnir bezt hinn pirýðiiegi árangur þinn í Stýrimannaskól anum síðastliðinn vetur miðað við undirbúningsaðstæður. Já, svona er lifið hverfult. Hún var hressileg heimkoman þín, er þú komst heim úr skólan- um og þú sagðir svo vel og skemmtilega frá, er við spurð- um þig frétta af félögum þínum. En heimþráin; hún var alveg sérstaklega rik til að komast á sjóinn, strax að afloknu námi. Nú er sem ég sjái eftir á, að aM er fyrirfram ákveðið og enginn ræður sínum næturstað. En þótt þú sért farinn í þína hinztu för, ertu ennþá hjá okk- ur i hugþekkum minningum. Við sjáum ennþá í anda bros á þinni vör, er þú varst að gleðja ástvini þína með jólagjötf um úr fyrstu utanlanidsisig'liing- unni þinni og endranær. Þér var svo létt um að gefa og gera gott. Okkur finnst, að þú, glaði og góði dremgurinn, sért enn á með al vor. Við vitum, að þú vilt ekki a8 raddir vorsins Wjóðni við þenn an aðskilnað um stund. Því þú ert sjálfur, þar sem eilift vor rikir og þess vegna væri það ekki samkvæmt þínum vilja, að við værum hrygg þín vegna. Þvi lífið er stutt, en eilifðin löng, og fyrr eða seinna fá ástvinir þínir að hitta þig á ný. í leilifri von og trú, með hinztu kveðju frá mér og fjöl- skyfldu minni, þökkum við innl lega hugljúfa kynningu frá fyrstu tíð og æskuvinir þínlr munu ætið minnast þín sem gótís ævifélaga. Við biðjum algóðan guð að blessa þér heimkomuna á himn- um. Guð styrki foreldra þlna, systkini, aldraðan afa og aðra ættingja f jær og nær. Blessuð sé þín minning. Jðnina Brunnan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.