Morgunblaðið - 23.05.1971, Síða 28

Morgunblaðið - 23.05.1971, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1971 0 oooooo ooooo o I 16 | o oooooo ooooo o tveim árum eftir að hann Gil dó, en hann gerði það bara af þvl að hann taldi það vera rétt. Ég á við, að hann vildi sjá fyr ir okkur báðum, en ekki að hann langaði neitt sérstaklega til að giftast. hann losaði mig við það. Leysti það upp eða eitthvað þess hátt ar. Að minnsta kosti finn ég ekk ert til þess. Hann hafði staðið upp þegar Nancy kom inn og ekki setzt aftur. Jæja, ég ætla þá að fara. Ég var bara að hafa af fyrir henni Mary þangað til þú kæmir heim. Nancy horfði á þegar móðir hennar fylgdi honum til dyra. Mary Ross var svo grðnn og veikluleg við hliðina á honum svona þreknum. Nancy hafði sjálf séð svarta hárið á honum verða stálgrátt. Þau voru öf- undsverð af þessari vináttu sinni. Einu sinni, þegar Nancy var þrettán ára og farin að heyra talað um kærustupör og trúlof- anir og giftingar, þá hafði henni dottið í hug, að Phil frændi væri ástfanginn af móð- ur hennar. — Hvers vegna giftið þið Phil ykkur ekki? hafði hún þá spurt. — Gifta okkur? Móðir henn- ar hafði horft á hana alveg steinhissa. — Nan mín góð, hann Phil Carmody var merkt- ur piparkall strax í vöggu. Hann giftist aldrei neinni. — Ég held hann sé skotinn í þér, hafði Nancy nauðað. Hún vildi ekki láta móður sína gift- ast neinum, en var nú samt að reyna að vera frjálslynd. — Hann bað min nú reyndar Mary Ross hafði aldrei farið undan í flæmingi við Nancy og heldur ekki nú. Hún útskýrði málið frekar. — Það er ekkert til í heim- inum dýrmætara eða sjaldgæf- ara en raunveruleg vinátta milli manns O'g konu. Ég er svo heppin að eiga slíkan vin og er of klók til að láta raunveru legan vin í skiptum fyrir óút- reifcnanlegan eiginmann. Þeg- ar ég útskýrði þetta fyrir Phil, var hann á sama máli. Hann getur alltaf komið til min og rætt það, sem hann hefur áhuga á eða áhyggjur af, en verður frjáls eftir sem áður og ég líka. Svo er það annað, að ég er eins manns kona. Við Gil elskuðum hvort annað og ég gæti aldrei elskað neinn annan mann. Hafðu þess vegna engar áhyggjur. Ég ætla ekki að fara að færa þér neinn stjúpa. — Ég er fegin, hafði Nancy, þrettán ára gömul, játað. — Mér datt bara í hug, að þú ert svo falleg — og ef þú færir á annað borð að gifta þig, þá vildi ég heldur, að það yrði Phil frændi en nokkur annar. Þær höfðu aldrei minnzt á þetta síðan og Phil Carmody hafði haldið áfram að líta inn, öðru hverju. Stundum kom hann þrisvar í sömu vikunni og stundum sást hann ekki í heil- an mánuð, en alltaf var hann jafn velkominn. Og hann hafði merkilegan hæfileika til að muna afmælisdaga og alla hugs anlega merkisdaga, rétt eins og hann þráði í huga sinum fjöl- skyldulíf, enda þótt hann vildi ekki hafa þau bönd of náin. — Við höfum verið að tala um að taka okkur fri, sagði Mary. Philip hefur verið að stinga upp á þvi, að ég og þú líka, ef þú getur komið því við, förum í Tjarnarhúsið. Það er nú að vísu ekki sérlega spennandi, en það sem ég þarfnast mest er að geta hvilt mig. Frú Risley er þarna og ég mundi ekki hafa annað að gera en éta, sofa og synda. Phil mundi sennilega geta komizt þangað í nokkra daga. Ég fæ fríið mitt í annarri viku september. Hvernig lízt þér á þetta ? — Já, hvers vegna ferðu ekki bara, mamma. Mér lízt ágætlega á þetta, en ég er ekki búin að vera hjá Llewellyn-verksmiðj unum nema nokkra mánuði, og held varla að ég fái neitt frí hjá þeim fyrr en ég er búin að vera heilt ár. En ég gæti kom- ið þangað þessa tvo laugardaga, hvað sem öðru líður. — Já, ég held ég verði að fara þangað. Við Gil vorum allt af að ráðgera ferðaiög, en ég hef engan áhuga á þeim lengur. Það sem ég þarfnast er ró og hvíld og einhvern til að hugsa um matinn. Þá get ég lesið bæk ur um Ítalíu og Frakkland og haft alla ánægjuna af ferða lögunum, án allrar fyrirhafnar. Nancy sagði móður sinni þá gleðifregn, að hún ætti að for- framast upp í einkaritarastöðu hjá Lloyd Llewellyn III. Móðir hennar gladdist af þessu og var dálitið hreykin, en um leið vissi hún, að þetta hafði í för með sér skemmtilegri vinnu og auk þess talsverða kaup- hækkun. Nancy langaði til að segja móður sinni aí því, sem kom fyr ir þau á leiðinni, og útskýringu Evans læknis á þvi, en hætti við það. Það mundi bara valda henni áhyggjum og svo kynni Evans líka að skjátlast um þetta og um það var hún hér um bil Notið INNOXA og njótið lífsins í Sérfræðingar hjá INNDXA eru sífellt að Ieita að nýjungum, sem gætu aukið sjálfstraust og vellíðan allra kvenna. Þetta hefur ávallt sett INNOXA vörur feti framar í gæðum. Ein þessara nýjunga er AMALENE. Amalene er jurtaefni, — sérstakt rakaefni fyrir húðina. Amalene er aðeins í INNOXA vörum. Það er ekki éinungis Amalene, sem gerir INNOXA snyrtivörur eftirsóknarverðar. INNOXA er gætt þeim eiginleikum, að konur sem nota INNOXA njóta lífsins. Betri meðmæli eru ekki til. t Clean Face: Krem í stað sápu. Tender touch: Græðandi næringarkrem. Tissue Cream: Kælandi krcm fyrir þurra húð. Skin Balm: Varnarkrem gegn veðri og vindum. One & All: Mýkjandi handáburður. Kynnist úrvalinu hjá INNOXA. INNOXA Eykur yndisþokkann. - iÉmm .. - . Í* Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Cmmæli geta stundum minnt mann á veöráttuna, a.m.k, livaS breytileika víðvíkur. Nautið, 20. aprii — 20. niaí. Staðfesta þín kemur t góðar þarfir þessa dagana. Reyndu að koma þér eins mikið áfram i starfi og hægt er. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Ekkert fer afvega þótt þú sért ekki alveg hæstánægður með eitthvert verk. Reyndu að halda skapsmununum i lagi. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Annað fólk vinnur betur eftir eigin höfði i dag. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þér veitist auðvelt að taka ákvarðanir i dag. Frágangur getur beðið betri tima. Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að selja þig ekki nema dýrt. Vogin, 23. september — 22. október. Þú hefur kannski ekki tækifæri til að fegra sjáifan þig í ann- arra augum i dag. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Reyndu að gera vel grein fyrir skoðunum þinum, ef þú vilt hafa gagn af deginum. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Ævintýramennska annarra flækir njál þín meira en þú kærir þig um að játa. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú getur bjargað þér út úr vanda í umræðum með því að vera mjög nákvæmur. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú gerir rangt í því að tefla á tæpasta vað í dag. Reyndu að gera þitt bezta til að festa þig í sessi. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Það eru margar skoðanir uppi um, hvernig þú getir bezt varið fé þínu og tíma. viss. Það var of furðulegt og dramatískt. Slíkt sem þetta kom ekki fyrir. Svona fólk var ekki til. fi. kafli Það var skemmtilegra að vinna í skrifstofunni hjá Lle- wellyn en í vélritunarsalnum, þar sem manni fannst maður verða að vél. Þama var miklu meiri tilbreytni, siífelldar síma- hringingar, fólk sem kom og ým ist átti að bjóða velkomið eða vísa á bug með kurteislegum undanbrögðum. Hún virtist læra þetta sjálfkrafa. Og Lloyd Lle- wellyn var viðkunnanlegur að vinna hjá, brosið á honum alltaf það sama og skapið i góðu jafn vægi, jafnvel þegar hún gerði einhverja vitleysuna, eins og henni hætti til fyrstu vikuna. En hún óskaði þess innilega, að hann væri ekki alltaf að gefa í skyin, að hann væri ekki ham- ingjusamur maður. Ekki svo að skilja, að hann virtist beinlínis óhamingjusamur. Kannski voru það bara leiðindi, eins og hjá leikara, sem er búinn að leika sama hlutverkið of oft, svo að það er orðið algjörlega vélrænt. Á föstudag þegar sendillinn kom með launaumslögin, var Nancy rétt búin að stinga pen- ingunum í veskið sitt, án þess að líta á þá en áttaði sig þá allt í einu og taldi seðlana. Fyrst trúði hún ekki sínum eig in augum. Þetta hlaut að vera emhver misskilningúr. En bóka haldararnir þarna gerðu bara engar vitleysur. Þá hlutu þetta að vera einhvers konar verð- laun, ti'l að votta henni þakk- 1 ZJj GÓÐAR FRETTIR íC FYRIR VIÐSKIPTAVINI SUNNU 0* NU ER SVARAÐ I 7 SÍMUM HJÁ SUNNU SÍMAlt: 16400 12070 25060 26555 & 7<S% FERflASKRIFSTOFAN SUNNA SlMAR 16400 12070 26555_ . —— TÚNGIRÐINGANET GADDAVÍR JÁRN- OG TRÉSTAURAR LÓÐANET PLASTHÚÐUD • ÚTVEGUM GIRÐINGAR OG JARNHLIÐ UM ATHAFIMASVÆÐI, Iþróttasvæði o. fl. fóður grasfnz girðingfirefni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Símar: 11125 11130 § ív i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.