Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 23. MAl 1971 Á Súðavík hefur atviTmu líf verið fjorugt I vetur og vor og raunar meira en það; þar hefur verið unnið myrkr anna á milli við móttöku á fiski. Tveir bátar hafa verið gerðir þaðan út, annar þeirra Kofri var með aflahæstu bát um á vertiðinni. Kristján Sveinbjörnsson, vélstjóri i Frystihúsinu í Súðavik sagði blaðamanni Mbl. að um fimmtíu manns hefðu unnið að staðaldri 1 frystihúsinu. f>að er gamalt hús, sem er í endurbyggingu og hefur kjailarinn verið tek inn i notkun og er þar aðal- Frá vinnu i frystihúsinu (Ljésm. Mbl. h.k.) Súðavík á framtíð- ina fyrir sér — Stutt rabb við Kristján Sveinbjörnsson vinnsiusalurinn. Þegar þessi endurbygging komst í notkun var vélakostur frystihússins endurnýjaður og tókst við það að auka stórlega afköst- in. Á næstu hæð er fyrirhug- að að verði skrifstofuhús- næði, mötuneyti starfsfólks og geymslur. Vonir standa til að unnt verði að halda áfram með frystihússbygginguna í sumar. — Því er heldur ekki að leyna að við höfum velt fyrir okkur möguleikum á að auka skipaJkost, okkar, sagði Kristján. — Á því hefur þó aðeins farið írarn lausleg athugun og ekkert er afráðið. En ef út i slíkt yrði farið, bygg ég að helzt kæmi tií álita skuttogari, um 300 tonn að stærð. Ibúar í Súðavik eru rétt innan við tvö hundruð og langflestir þeirra hafa at- vinnu af sjónum og vinnslu sjávarafurða. Annað atvinnu- fyrirtæki er á Langeyri, skammt fyrir innan Súðavlk; þar hefur verið unnin rækja og þar er einnig mjög full- komin aðstaða til niðursuðu og vinna þar 15-18 manns, þegar rækjuveiðar standa sem hæst. Aðspurður um fyrirhugað ar framkvæmdir i Súðavik sagði Kristján: — Mesta hags munamál okkar eru hafnar- framkvæmdir á staðnum. Við erum ákaflega illa sett- ir með viðlegupláss fyrir bát- ana og í vondum veðr- um þurfa þeir oft og einatt að leita til ísafjarðar af þeim sökum. Fyrir f jórum ár- um var gerður hér grjótgarður og ætlunin er að vinna í honum í sumar fyrir 12-14 milljónir. Þegar þvi er lokið fæst þar gott við legupláss. Af öðrum þeim málum, sem Súðvíkingum sem fleirum hér um slóðir er mest i mun að komist áleiðis er vegur kringum Djúpið. En í sambandi við aðrar fram- kvæmdir er hugsanlegt áframhald við frystihúsið og vinnuna við hafnargarðinn og sömuleiðis verður unnið nokkuð að holræsagerð hér I surnar. Aftur á móti hefur ekki mikið verið byggt hér á undanfömum árum og íbúa- talan nokkuð staðið í stað. Um félagsiíf á staðn- um sagði Kristján, að erfitt væri um vik, bæði vegna íá rnennis og eins hins að svo mikil vinna og samfelid hefði verið að skemmtanalif hefði orðið að sitja á hakan- um. Þó eru kvikmynda- sýningar og dansleikir öðru hverju, og ekki má gleyma blómlegri starfsemi kvenfé- lagsins, sem hefur komið upp barnaleikvelli i plássinu, ágætlega búnum leiktækjum. Þegar mikill atfli berst á land leggja menn nótt við dag í Súðavik til að taka á móti aflanum. Á sumrin þegar um hægist snúa ýmsir sér að búskapnum; þarna hafa ýms- ir kindur. Fyrir innan þorp- ið eru nokkrar ágætar jarð- ir. Um skeið byggðu bænd- ur á mjólkursölu, en hafa nú fært sig yfir í sauðtfjárbú- skap að nýju. — Ég tel ek’ki ofmælt, að afkoma manna hafi verið góð hér sagði Kristján — og vlð þurfum svo sannarlega ekki að kvarta. Þó svo að atvinnu lífið sé einhliða og vafasamt, hvort gerandi er að auka á fjölbreytni þess, nema að vissu marki þegar ekki er til staðar fleira fólk, erum við sannfærð um það hér, að Súðavík á framtdð fyrir sér og við lítum björtum augum fram á veginn, Frá Súðavík — Ný hótel Framhald af bls. -19 lög um Sovétríkin hafa enn ekki náð neinum vinsældum, enda eru þar aðeins 130 þúsund kílómetr- ar af vegum með varanlegu slit- lagi og 150 verkstæði, að þekn átta mneðtöldum, sem eru í Moskvu. Ástandið er mun betra í öðru kommúnistaríki, Rúmeníu. Rúm- enar hafa uninið mjög að ferða- mannaheimsóknum með smíði hótela, mótela, sumarhúsa og einkahúsa um allt land, sérstak- lega við strönd Svartahafsin's. Deilumar í Mið-Austurlöndum, jarðskjálftar, stjórnmálaólga og hætta á kólerufaraldri hafa ekki hjálpað upp á ferðamamnastraum inn til Tyrklands. Tyrkir bjugg- ust við 737 þúsund ferðamönnum á árinu 1969, en þangað komu aðeins 434 þúsund. Ekki hefur útlitið batnað, en yfirvöldin eegja að umnt verði að hýsa 20 þúsund gestum fleira á dag á árinu 1973, en í dag. Enginm ákortur er á starfs- mönnum í Tyrklandi, og hugsan- legt er að samkvæmisklæddur móttökustjóri taki við pöntun gestsins, afhendi hana yfirþjóni i rauðum jakka, sem afhendi hana þjóni í grænum jakka, sem afhendi hana hvítklæddum und- irþjóni (með gullhnappa), sem afhendi hana hvítklæddum lærl- ingi, er ber rækjukokteilinn á borð. Hótelrými í Grikklandi Aust- urríki og Þýzkalandi hefur um það bil tvöfaldazt á undamíöm- um tíu árum, og- ný hótel eru í hönnun í öllum stærri borgum Þýzkalands. Nú er gistirými fyrir 10 þúsund gesti í Frank- furt, og er verið að auka það um sex þúsund. Þýzkir hóteleigend&r segjast ekki hafa neinar áhyggjur af aðgerðum erlendu hótelhring- anna í landinu, því að nóg sé að gera hjá öllum. Aðalvandamálið er starfsfólkið. í morgum betri hótelunum er rúmur helmingur starfsmanna útlendingar. Hugmyndin um aukasýningu á vaktaskiptum lífvarðanna við konungshöllinia í London hlaut ekki góðar móttökur. „Við erum hermenn, ekki leikarar," sagði talsmaður lífvarðanna önuglega. Borgarráðið í London lét gera áætlanir um fjölda ferðamanna og hótelrými í borginni, og benti siðan á að „ef nýjustu áætlan- ir standast má vera að í lok áratugarins komi dagar þegar ein milljón ferðamánna er í borginni. Það er rétt unnt að gera sér grein fyrir hver áhrif umtferðaraukningin hefur á göt- umar.“ Nú þegar er svo kom- ið að bílar og strætisvagnar á leið til Buckingham Palace með gesti til að horfa á sýndnguna mynda stórkostlegt umferðar- öngþveiti. Segir borgarráðið að sömu sögu sé að segja um fleiri ferðamannastaði i London. Bið- ur borgarráðið Lundúnabúa að gera sér í hugarlund hvernig umhorfs verði í borginni þeirra á júni- og júlidögum í framtíð- inni þegar 300 risaþotur koma daglega til Heathrow-flugvallar, og hver þeirra með um 400 far- þega. — Landbúnaður Framhald af bls. 15 tveggja ára skeið, en hins veg- ar hafði þjóðin mikil fjárráð og nóga atvinnu í stríðsástandinu. Vegna deilna, sem þá risu út af búvöruverðinu, var skipuð hin s.k. „sex-manna-nefnd" og skyldi hún finna grundvöll fyr- ir verðlagningu búsafurða. Var þá farið að miða við s.k. „með- albú‘‘ og teknar „viðmiðunar- stéttir" í bæjum. Skyldi með verðlaginu tryggja bændum sam bærileg kjör og þessar stéttir höfðu. ísland var eina landið, sem tók upp þessa stefnu þá, og er mér ekki kunnugt um, að hún sé framkvæmd í þessari mynd í nokkru öðru landi. Þessi verðlagningastefna gerir bændur að einskonar launþegum. Verð- tryggingin, fjárfestingarstefnan og verðlagsstefnan hefur skapað hér í landi sérstæða stétt, stétt meðalbúsbænda. Meðalbúsbónd- inn skal helzt hafa bæði kýr, kindur og kartöflurækt. Þeir eru dreifðir um allar landsins byggóir. Þess vegna þarf að hafa sláturhús og helzt líka mjólkur- bú til smjörframleiðslu í sem flestum byggðarlögum. Atf sum- um er þetta kallað að tryggja „jafnvægi í byggð landsins". Ef bóndi er orðinn svo stór smábóndi, að hann hefur full- ræktað 25 ha. túns, þá fær hann hvorki styrk eða lán úr opin- berum sjóðum til frekari fram- kvæmda. Hann verður áfram, ef hann unir því, að „ganga í sin- um kínverska skó“ en Búnaðar- félagið leitar að öðrum bænd- um, einhvers staðar á land- inu og hvetur þá til að ná sama marki. Hvort þessir bændur eru í urðarfjallshlíðum á annesjum eða í afdölum vestan lands og norðan eða á Gósenlandi sunn- lenzku sléttunnar, það skiptir ekki máli, og má ekki skipta máli samkvæmt eðli og anda stefnunnar. Það ©r örðugt að benda á leið- ir út úr því ástandi, sem þessi verðlagningar- og fjárfestingar- stefna hefur skapað. Hins vegar er ljóst, að aðild að EFTA, að ekki sé nú talað um Eínahags- bandalagið, knýr okkur til að endurskoða búvöru-verðlagningU hér, lána- og styrkjapólitíklna. Það mætti taka upp frjálsa verzlun m'eð allar landbúnaðar- afurðir í landinu og hafa mjög háa tollvernd í fyrstu og byrja þannig að kenna bændastéttinni að aðlagast samkeppni við inn- fluttar vörur. Aðstaða okkar mundi fljótt skýrast og við myndum læra, hvað gera þyrftl til að tryggja tilveru landbúnað- ar okkar á heilbrigðum sam- keppnisgrundvelli, en þá mætti ekki miða við heimsmaxkaðs- verð, h'eldur yrði að miða við framleiðslukostnaðarverð sam- keppnislanda, því að heimsmark aðsverð nú á matvörum er und- ir framleiðluverði, það er nauð- ungarverð á offramleiðslu. Marg ar þjóðir, svo sem Biretar og Svíar hagnýta sér þetta ástand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.