Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLA.ÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 1971 W estminster-stef frá Hallgrímskirkju Klukknaspilið vígt á laugardaginn KLUKKNASPIL Hallffrims- kirkju verður formlega tekið í notkun á laugardag og mim bisk upinn yfir Isiandi herra Sigurbjörn Einarsson þá vígja það og blessa. Hefst athöfnin klukkan hálfsex og stendur yfir í um það bil 55 minútur. Fyrstur mun Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld leika á klukknaspilið tónverk, er hann bcfur sérstaklega samið fyrir þetta tækifaeri. Er biskup hefur vígt klukkna- spilið hefst samhringing og hringja klukkurnar þá fyrsta sinni til tíSa, en aftansöngur verður í kirkjuskipinu undirber um himni leyfi veður. Annars 750 tunnur af síld HAFRÚN frá Bolungarvík og Örfirisey RE fengu rösklega 50 lesrtir af síld, sem landað var í Grindavík tii vinnsúu í Norður- atjörnunni i Hafnarfirði. Eininig fékk Höfrungur III frá Akra- nesi um 25 lestir af síld, sem landað var á Akranesi hjá Har- aádi Böðvarssryni & Co. Fór sú síld í frystingu, en hana á að nota til beitu. SWd þesaa fengu skipin þrjú á vlkunum survnan Reykjanessins. Þetta var sæmi- Leg síld, en bátamir hafa und- anþágu frá veiðibanni, sem nú er í gildi. Tónleikar 1 Laugarneskirkju ANNAÐ kvöld, miðvikudaginn 26. maí, verða tónleikaT í Laug- ameskirkju og hefjast þeir kl. 20,30. Á efnisskránmi verða m. a. verk eftir Bach, Buxtehude og Reger. Flytjendur verða einsöngv- ararnir Guðfinna B. Ólafsdóttir, Sólveig M. Björling og Haildór Vilhelmason, ásamt nokkrum hljóðfaeraleikurum og kor kirkj- urvnar undir stjóm Gústafs Jó- hannessonar. Sem fyrr segir hefjast tón- Ieikarnir kl. 20,30 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. verður aftansöngurinn i kapell- unni og prédikar séra Jakob Jónsson og séra Ragnar Fjal- ar þjónar fyrir altari. Síðast mun dr. Róbert A. Ottósson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar leika ýmis sáknalög, sem heyr- ast munu frá klukknaspilinu í framtíðinni, m.a. aðallag kirkj- unnar „VLst ertu Jesús kóngur klár“. Klukkurnar í turni Hallgríms- kirkju munu leika á heilum tima áður en þær slá klukku- stundina svokallað Westminst- er-stef, eins og Big Ben og ráð- hússkiukkan i Kaupmannahöfn. Fimmtán mínútur yfir hvem heilan tima leikur klukknaspil- ið fjórðung þess stefs, á háilfum tíma helming þess, á 45 mínút- um % hluta þess og þannig kolí af kolli. Á virkum dögum kl. 12 á hádegi og kl. 18 leikur klukknaspilið „Víst ertu Jesús kóngur klár“, en helga daga verða breytileg sálmalög eftir því hvenær kirkjuársins leikið er. Hefur dr. Robert A. Ottósson valið sáknana og utsett þá. Frá undirskrift samninganna. Nöfn sín rita: Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsráðherra, Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, og Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar hf. Fyrir aftan standa fulltrúar stjórnar tJ.A. og Slippstöðvarinnar hf. (Ljósm. Mbl. Sv. P.) Tveir skuttogarar á 315 milljónir — Samningar undirritaðir við Slippstöðina hf. Akureyri, 23. maí. SAMNINGAR mllll rlklsstjórn- arinnar og Sllppstöðvarinnar hf. iim smfði tveggja 1000 lesta skut- togara voru undirritaðir kl. 4 siðdegis í dag í Sjálfstœðishús- inu á Akureyri. Ráðherrarnir Eggert G. Þorsteinsson og Magnús Jónsson undirrituðu samningana fyrir hönd ríkis- Verðfall á lýsi ROSKLEGA 30% verðfali hefur orðið á iýsi til herziu frá því í nóvembermánuði í fyrra — að því er segir í fréttatilkynningu frá Félagi ísienzkra fiskmjöls- framleiðenda og er talið að ástæðan sé sú að verðið hafi ver- ið of hátt miðað við verðlag á þeim jurtaolíum, sem lýsið kepp ir einkum við. Framleiðsla hér á iandi nemur nú áriega 7 þúsund smálestum og að auki 4 til 5 þús- u nd Iestum af þorskalýsi. Hér fer á eftir fréttatilkynningin: „Verð á lýsi til herzlu hetur fallið úr £108 tonirnð Cif í £74 til £76 síðam í nóvember á fyrra ári, eða um rösk 30%. Þeir, sem fróðaatir eru um þessi mál telja, að ástæðan sé sú, að verðið hafi verið orðið of hátt, miðað við verðlag á þeim jurtapiíum, sem lýsið keppir einikum við og á- standið hafi verið þarunig á öllu tímabilinu frá því í júní 1970 þar til í febrúar 1971. Af þessu leiddi minnkandi notkun, sem síðan knúði fram þær verðlæfckamir, sem niú eru kominar fram. Sveit Hjalta Elíassonar íslandsmeistari í bridge ISLANDSMÓTINU í bridge fyrir sveitir lauk s.l. surmudag og bar sveit Hjalta Elíassonar sigur úr býtum og varð íslandsmeistari 1971. Auk Hjalta eru í sveit- inmi: Ásmundur Pálsson, Einar Þorfinnsson, Jakob Ármannsson, Jón Ásbj örneson og Karl Sigur- hjartarson. Áður hefur verið skýrt frá úr- alitum í tveimur fyrstu umferð- um keppninnar en um helgina voru spilaðar 3 umferðir og urðu úrslit þessi: 3. UMFERÐ: Sveit Stefánis vanm sveit Guð- mundar 17—3. Sveit Jónis vanm sveit Skúla 20-3. Sveit Hjalta vanm sveit Þórarins 20-4. 4. UMFERÐ: Sveit Guðmundar vanm sveit Þórarins 20 — 3. Sveit Jóns vann sveit Stefáns 20-3. Sveit Hjalta jafnt gegn sveit Skúla 10—10. 5. UMFERB: Sveit Jóms vann sveit Guð- mundar 11—9. Sveit Hjalta vanm sveit Stefáns 20-*-3. Sveit Skúla vanm sveit Þórarins 17—3. Lokastaðan í úrslitakeppninni varð þessi: 1. Sveit Hjalta Elíaasonar, Reykjavík 77 stig. 2. Sveit Jóns Arasonar, Reykjavík 74 stig. 3. Sveit Stefáns J. Guðjohrasem, Reykjavík 48 stig. 4. Sveit Skúla Torarensen, Keflavík 47 stig. 5. Sveit Guðmundar Guðlaugs- sonar, Akureyri 47 stig. 6. Sveit Þórarins Hallgríms- sonar, Egilsstöðum ■+• 13 stig. Mótið fór fram í Reykjavík og var spilað í Domus Medica við Egilsgötu. Var nú í fyrsta sinn keppt eftir nýjum keppnisregl- um þannig að áður hafði farið fram undankeppni í ’iinum ýmsu héraðssamböndum, en fyxr- nefndar C sveitir komust í úr- slitakeppnina. Verðsveiflur á lýsi hafa á und ainförnum árum verið meiri en á flestum öðrum feitmetistegund um. Haustið 1957 fór verðið t. d. niður í £37 tonnið og var þá mánuðum saman langt undir satnmvirði miðað við anmað feit- meti. Skipulagsleysi á lýsissölumál- um framleiðslulandainna hefur oft verið kenmt um þetta ástand og það með nokkrum rétti. Til skairams tíma skiptu fyrirtækin tugum, sem seldu lýsisfram- leiðslu aðalframleiðslulamdanma, en kauperadumir eru hino vegar sárafáir eða jafnvel ekíki nema einn, UNILEVER, eins og þeir segja, sem dýpst taka í árirnmi. Seljendur buðu síðan lýsið ndð- ur hver á móti öðrum, þegar ein hver sölutregða gerði vart við sig, með ofangreindum afleiðing- um. Hættan á því, að lýsisverðið fari verulega niður fyrir sanm- virði, er mun mirani nú en áður hefur verið. Ástæðain er sú, að síðan í júní 1970 hefur verið einikasala á lýsi í Perú, en Perú- menm eru, ásamt Norðmönmim, mestu lýsisframleiðendur í heiimi. Áður em eimkasalan kom til skjalanna, voru lýsissölumál Perúmanma í höndum fjölmargra aðila, sem margir voru ábyrgðar- litlir. svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. Framleiðslan hér á landi nem- ur niú um 7 þús. tommum á ári af lýsd til herzlu og að auki 4—5 þús. tonmum af þorskalýsi. Fram leiðsla ársiras 1971 var að mestu seld fyrirfraim, meðan verðið var ennþá hátt. Verðfallið kemur þó niður á þeim hiuta framleiðslunm ar, sem var of súr til þesa að hann félli undir þessa samnimga. Félag ísl. fiskframleiðenda, Þórður Þorbjarnarson.“ stjórnarlnnar, en Gunnar Ragn- ars, forstjórl, fyrlr hönd Slipp- stöðvarlnnar hf. Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsráðherra, flutti stutt ávarp við þetta tækifæri og lýsti ánægju sinni yfir því, að samn- ingarnir hefðu tekizt. Einnig talaði Gunnar Ragnars og þakk- aði það traust, sem Slippstöðinni hf. hefði verið sýnt, þar sem hér væru um mjög stór verkefni að ræða, en minnti á, að SUppstöð- in hefði nýlega skilað af sér fyrsta stórverkefninu, tveimur strandferðaskipum. Viðstaddir undirritun samning anna voru, auk framangreindra manna, fulltrúar stjómar Slipp- stöðvarinnar, Otgerðarfélags Ak ureyringa hf., sem er væntan- legur kaupandi togaranna, og samninganefnd ríkisins um tog- arasmiðarnar. Vísitölur KAUPLAGSNEFND hefur reiikn að visitöliu framfærslukostnaðar í maibyrjun og reyndist hún vera 155 stig eða tveimur stig- um hærri en í febrúarbyrjun. Einnig hefur nefndin reiknað kaupgreiðsluvísitölu fyrir tíma- bilið 1. júní til 31. ágúst. Er hún 106.25 stig og þar frá dragast 2 stig, sem eigi komast til fram- kvæmda fyrr en 1. september 1971 og ætti þvi verðlagsuppbót að vera 4,25, en er lækkuð með ákvæði í lögum um ráðstafan- ir til stöðugs verðlags og at- vinrauöryggis í 4,21, en það þýð- ir að greiða skal sömu verðdags- uppbót og áður. Taugar Hubners brustu Gaf einvígið við Petrosjan áður en 8. skákin skyldi hefjast TIGRAN Petrosjan frá Sovét- rikjunum, er nú öruggur um að komast í undanúrslit einvígis- keppninnar um áskorunarréttinn á heimsmeistarann í skák. Fyrsti andstæðingur Petrosjans, Robert Húbner frá Vestur-Þýzkalandi, gaf einvígið við hann i dag og bar Húbner því við, að taugar sínar væru brostnar. Sex fyrstu skákunum í áform- uðu 10 skáka einvígi Petrosjans og Húbners lauk með jafntefli, en sjöunda skák þeirra, sem tefld var á sunnudag, lauk með sigri Petrosjans eftir 40 leiki. Þá var það þegar ljóst, að taug- ar Þjóðverjans voru að bresta og einni klukkustundu áður en áttunda skákin skyldi hefjast í dag, tilkynnti Húbner, að sér væri um megn að halda einvíg- inu áfram. Skákdómarinn, Golombek frá Bretlandi, bauð Húbner, að framhald einvígisins yrði frest- að i nokkra daga og þær skákir sem eftir væru, síðan tefldar fyr ir luktum dyrum. En Húbner afþakkaði og síðan var tilkynnt, að Petrosjon hefði unnið ein- vígið, sem fram fór í Sevilla á Spáni. Skákir þeirra Petrosjans og Húbneris voru tefldar í fyrir- leatrasal og komu um 200 áhorf- endur á dag til þess að fylgjast með einviginu. Bent Larsen vann Uhlmann í sjöttu skák einvígis þeirra, sem fór fram í Las Palmas á Kanarí- eyjum. Hefur Larsen nú 4 vinin- inga gegn 2 og þarf því aðeinis 1 y2 vinining til viðbótar til þess að verða viss um sigur gegn Uhl- maran. Næsta ákák þeirra verður tefld á morgun, þriðjudag Fjórðu skákirani í einvígi Fischers og Taimanovs, sem fram fer í Voncouver í Kanada, var frestað í gær sökum lasledka þess síðamefnda. Fischer hefur unnið þrjár fyrstu skákirnar og hefur því miklar líkur á að virania einvígið. Fimmtu skákinmi í einvígi þeirra Korchnoys og Gellers, sem háð er í Moskvu, lauk naeð sigri Korchnoys í 26 leiikjum. Var hún tefld á laugardag. Sjötta skákm var tefld í dag og lauk henni með jafntefli eftir 27 leiki. Korchraoy hefur þá 3Vi vinnimg en Geller 2Vz. Arðsamt fé Hólmavík, 24. maí. SAUÐBURÐUR stendur nú sem hæst hér í sýslu og hefur yfir- leitt gengið vel það sem af er. Veldur þar miklu um hversu vel vorar að þessu sinni. Miklu léttara er því yfir bændum nú en mörg undanfarin vor. Líta þeir björtum augum til sumarsins, ef svo heldur fram, sem nú horfir. Hjá smábændum í Hólmavík er sauðburði um það bil að ljúka. Hefur hann gengið vel. Einn fjáreigandinn, Guðlaugur Traustason starfsmaður hjá Kaupfélaginu, stundar smábú- skap í hjáverkum. Hann fékk 44 lömb undan 21 kind, sem hann á. Er það óvenjulega arð- samt fé. Tvær af kindum hans voru þrílembdar — hinar allar tvllembdar og lifir allt. — Andrés. >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.