Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJIJDAGUR 25. MAl 1971 c oooooo ooooo o c 17 o c oooooo ooooo o læti. En hún kunni ekki við það. það. Lloyd Llewellyn kom út úr skrifstofunni sinni á útleið. Hann sá vandræðasvipinn á henni. — Er nokkuð að? — Þetta. Hún rétti fram seðl- ana. Hann tók þá og taldi — þetta er alveg rétt, það er nákvæm- lega sama sem við greiddum henni Elaine. Það er fast einka- ritarakaup hérna. Ég vona, að þér séuð ánægð með það. — Já, en það er meira en ég bjóst við. Mér datt í hug. . . . ég var hrædd um, að . . . —Vitanlega ekki. Ef þér verð ið hérna í eitt eða tvö ár, fáið þér miklu meira. Verið þér ekki svona hæversk. Hefði ég viljað verðlauna yður, þá hefði ég bara ekki vitað, hvernig ég ætti að gera það. Þér hefðuð getað látið lífið og ég hefði orðið að hafa það á samvizkunni tilla ævi — en ég hef annars nóg fyrir. Hann þagnaði, rétt eins og hann þættist hafa verið lausmáll um of. —Þér eruð miklu betri einka ritari en Elaine, og það var ekki um aðra en un-gfrú Thomas að ræða. Og hún er farin. Vissuð þér það ekki? —Jú. Ég býst við, að hún vilji heldur fara í einhverja hjálparstarfsemi. — Já, þar á hún heima. Ekki svo að skilja, að ég hefði nokk- urn tima tekið hana til frambúð ar. En þetta hefur allf farið vel. Frank Dillon segir mér, að Dirk McCarthy hafi verið send ur í geðveikrahæli, svo að við ættum að verða í friði fyrir hon- um. En nú ættuð þér bara að fara varlega. .. — Fara varlega. .. ? Hann var kominn að ytri dyr unum og stóð með höndina á hurðinni, horfði á hana bros- andL — Ég á við ást og hjónaband. Ég veit, að það kemur fyrr eða i P A L M E R BUXURNAR NÝKOMNAR. NÝ PEYSUSENDING. STÓR SENDING AF BOLUM. KUVERZLUN VESTURVERI SÍMí 17575 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Fyrirkomulag, sem þú hafðir ekkert við að athuga getur breytzt. Nautið, 20. april — 20. maí. Hvað sem skapferli þínu líður, verðurðu að taka lífinu létt. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Pú verður fyrir ýmsum töfum. en þér tekst að ljúka verkinu samt. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Reyndu að koma til móts við náungann og hliðra til ef þörf krefur. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Þú hugsar þig tvisvar um í dag, og bíður eftir betri upplýs- ingum, Meyjar, 23. ágúst — 22. september. Atburðarásin byggist að nokkru leyti á athyglisgáfu þinni. Vogin, 23. september — 22. október. Þú skalt treysta á góðar fréttir og bættar upplýsingar í ná- inni framtíð. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Þú færð tækifærin fleiri en þú gerðir þér vonir um. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Hrifsaðu það til þin í dag, sem þú sérð þér færi á. Þú hef- ur barizt fyrir því að ná i ýmsa hluti um langt skeið og núna er tækifærið. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Þú græðir á því að gera gott úr deilum milli manna. Reyndu allt, sem þú getur til að koma fólki á rétt spor. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú ættir að hugsa þig um tvisvar áður en þú hefur verk þitt. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Þú hefur gott fólk í kringum þig og það styður þig meira en þú hafðir börað að vona. seinna, en ef þér bara getið toll að hér i eitt eða tvö ár. . . Ég er dálkið vanafastur. Ef mér hefði ekki verið svona illa við allar breytingar, hefði ég losað mig við Elaine fyrir löngu — með krullum og spékoppum og öllu saman. Dyrnar lokuðust og Nancy sat eftir i einhvers konar sæludái og hugsaði um, hve fegin móðir hennar mundi verða, þegar hún segði henni frá þessu rosakaupi sinu. Hún óskaði þess, að hún hefði haft hugsun á að segja Llewellyn, að hún hefði ekki hugsað neitt til hjónabands næstu árin. Hún stóðst ekki freístinguna að opna veskið sitt og telja seðlana. Hún ásetti sér að verða bezti einkaritari i heimi, nákvæm með viðtöl og skýrslur, með hárnákvæmt minni og fullkomna háttvísi. Hún byrjaði meira að segja strax að athuga að gengið væri frá öllu á borðinu hennar og hver hlutur á sínum stað. Og hún athugaði skrána yfir við- tölin til þess að fullvissa sig um, að engin þeirra rækjust á. Hún fór úr skrifstofunni og það var eins og hún svifi á vængjum. Það var mjög heitt, en hún gat ekki hugsað sér að fara í strætisvagn. Hún var kom in framhjá horninu þar sem hann stanzaði, þeggar Kate Bowen, ein úr vélritunarsalnum gekk fram á hana. — Ég ætla líka að ganga, sagði hún. ■— Ég var rétt að að gæta, hvort þú færir í strætis vagninn, en ég vil ekki ganga alein. En Nancy kunni einmitt vel við að ganga ein. Samt brosti hún vingjarnlega til Kate, sem var einu eða tveimur árum eldri en hún og hafði verið vingjarn- leg og hjálpleg, þegar hún byrj aði að vinna þarna. — Hvað ætlarðu að gera þann fjórða? spurði Kate. — Líklega ekkert sérstakt. Hann er i miðri viku og ég veit ekki einu sinni, hvort mamma á frí. Spítalarnir eru eins og blöð in með það, að það verður að fóðra bæði almenning og sjúkl- inga, bæði sýknt og heDagt. En Kate hafði engan áhuga á þessu. Hún vildi bara tala um gönguferðir og útilegur, sem hún og nokkrar hinar stúlkurn- ar höfðu ákveðið. — Við erum ekki alveg vissar. Tvær okkar vilja fara gangandi og tvær vilja fara á hjóli, en með þvi að fara með vagninum út að Norðurá. . . Þannig hélt hún áfram þangað til hún kom að hominu þar sem leiðir skildu. — Hvernig líkar þér nýja starfið? Elaine segir, að hann sé alveg ágætur að vinna hjá. — Það er hann reyndar, sam- þykkti Nancy. —• Mér þykir vænt um, að þú skyldir fá það, og það þykir okkur öllum. Það er það minnsta, sem hann gat gert, þeg- ar þú varst búin að bjarga lífi hans. Svo virtist sem þær héldu all- ar, að hún hefði ekki fengið starfið vegna greindar eða dugn- aðar, heldur vegna hins, að hún væri talin einhver hetja. Nancy var að hugsa sig um, hvort það værí ómaksins vert að fara að útskýra málið, þegar lítill sendi bíll, gulur með rauðum röndum, kom að þeim og hægði á sér hættulega nærri stéttarbrún- inni. Við stýrið var ungur mað- ur, sem hefði verið furðu lagleg ur, hefði hárið á honum ekki verið gljáandi og svipurinn svo illkvittnislegur. Hann var með hægri höndina á stýrinu. 1 þeirri vinstri hélt hann á ein- hverju, sem gljáði eins og málm- ur. Hann kom svo nærri, að Nancy gat séð, að þetta var eitt hvað úr verkfærakassanum, lík- lega skrúflykill. Hann benti á þær og sagði „Bang, Bang“, eins og smástrákur í ræningjaleik. Svo biés hann ákaft í flautuna og þaut áfram og skildi Nancy eftir glápandi og án þess að vita hvort hún ætti að reiðast eða hlæja að þessum fíflalátum. — Andy McCarthy. Ég vildi, að einhver vildi taka honum tak. Kate var ekki i neinum vafa um sínar tilfinningar — Hún var móðguð og reið. — Nú? Var þetta Andy Mc Carthy? — Vissirðu það ekki. Þeir hefðu betur sett hann í Stein- inn, þar sem hann á heima, en þessir Llewellynar eru svo eig- ingjarnir. Þessi fiflalæti voru mér ætluð. Hann ætlaði einu sinni að fá mig á stefnumót. Hann er svo laglegur, að hann heldur að allar stelpur séu vit- lausar í sér. Og svo þessi bjána legi sendibíll — geturðu hugsað þér að nokkur stelpa viiji aka i honum? Kannski Joybelle Thomas. Það er sagt, að hún sé farin að vera með honum. Get- urðu trúað öðru eins? Hún, sem er svo sniðug, að hún viil ekki einu sinni bölva — en svo er hann nú víst líka sá fyrsti, sem — Minning í»orgeir Framhald af bks. 18. undan, skyldi vera svo skyndilega burtu kallaður. En það er svo margt í sambandi við lifið og dauðann, sem við skiljum ekki. Sár söknuður fyllir huga foreldra hans, systk ina, Sigríðar á Kjörseyri og fjölda anharra aðstandenda, er svo mikið hafa misst. Ég finn sárt til með þeim öllum og votta þeim mína dýpstu samúð. Hjartans kveðjur eru Þorgeiri fluttar frá öllu fólkinu á Kjörs- eyri og ekki sízt frá litlu börn- unum, er hann umgekkst með ljúfmennsku og skilningi. Ungi vinur. Það var vor í lofti, þegar þú steigst þín fyrstu spor á Kjörseyri. Það er vor í lofti og jörðin er að klæð- ast grænum skrúða, er þú ert kallaður til starfa í öðrum heimi. Á strönd fyrirheitna landsins munt þú standa bjartur yfirlit- um og sviphreinn og fagna þeim, sem á eftir koma. Jón Kristjánsson. ÞAÐ er sagt að þeir sem guð- irnir elska, deyi ungir. Eflaust er mikið til í því. Þeir sem ungir hverfa héðan á brott, hafa oftast skarað framúr í flestu, það er eins og þeim sé gefið svo margt á svo skömmum tíma. Þannig fannst mér um frænda minn og vin, Þorgeir Má. Hann hefur boðið henni á stefnumót. Nancy minntist kvöldsins þeg ar þau Evans læknir voru að aka heim úr Sjöeikaklúbbnum. Hún hafði rétt séð bílinn, sem ætlaði að aka á þau, en hún mundi, að hann var röndóttur, þó að hún gæti ekki greint lit- inn í myrkrinu. Hún var fegin, að Kate hélt, að þessi rudda- skapur væri henni ætlaður, en sjálf var hún hér um bil viss um, að hún sjálf átti þennan dónaskap Andys. — Já, en . . þetta er áreiðan lega ekki. . . Það sagði mér ein- hver að hann æki bil fyrir kjör búðina. — Nei, vitanlega er þetta ekki kjörbúðarbíll. Hann á hann sjálfur. Hefur líklega hirt hann á einhverjum ruslahaug, málað hann sjálfur og sennilega stolið var óvenju þroskaður eftir aldri og oft var það, að ég gleymdi að ég var að tala við ungling en ekki jafnaldra, þegar við töl- uðum saman. Það var undravert og lærdómsríkt að sjá hvað þessi ungi vimur minn bar sinn þunga sjúkdóm af mikilli karlmennsku, því vafalaust hefur það ekki verið auðvelt. Því var það, er ég yfirgaf sjúkrabeð hans, að mér fannst haran ailtaf hafa gefið mér eitthvað, en ég svo lítið getað gefið honum. Margt er hægt að læra af ungu fólki. Þorgeir Már varð aðeins 15 ára — fæddur hinn 4. sept. 1955 og andaðist þanin 19. maí 1971, og íer útför hans fram í dag, írá Kópavogskirgju kl. 15. Eins og maður, sem fleygir ónýtum klæðum sínum og aflar sér nýrra, þannig mun íbúi líkamans fleygja ónýtum líkama og íklæðast öðrum nýjum og betri, því að öruggur er dauði hins fædda, og örugg fæðing hins látna, því skal eigi trega hið óumflýjanlega. Ég er viss um að nú er Þorgeir Már kom- inm í nýrri og betri föt en nokkru sinni áður og laus við allar líkamlegar þjáningar. Foreldrar hans eru Ingibjörg Sveinsdóttir og Ottó Níelsson og votta ég þeirn hjónum og yngri systkinum hans þrem, mína dýpstu samúð og samgieðst þeim einnig fyrir að eiga aðeins góðar og hlýjar minningar um sanman dreng sem hvarvetna koma sér vel. Hvíl í íriði kæri vinur. Auður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.