Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.1971, Blaðsíða 28
nucLVsmcnR @^-«22480 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAl 1971 Barenboim, du Pré og Zuker íslands man í tónleikaför til in komu heim til íslands í gærmorgun. leika. Létu þau þá í ljós ósk um að koma aftur til íslands og haida tónleika. Vladimir Ashkenazy verður þá hér í jólaieyfi. — Ashkenazy-hjón- í RÁÐI er að hjónin Jacquel- lne du Pré, selloleikari og Daniel Barenboim, píanóieik- ari komi til Islands í desem- berlok og haldi hér tónleika. Áætlað er að með þeim komi einnig ungnr fiðluleikari, Pinchas Zukerman, sem er frá ísrael eins og hjónin du Pré og Barenboim. — Tónleik- arnir verða tvennir, aðrir með du Pré og hinir með Zuker- man, en Barenboim leikur undir á báðum. Ekki er enn að fullu frá- gengið hvort Zukerman kemst til Isiands — að því er Þórunn Ashkenazy tjáði Mbi. í gær er verið að gera tilraun til þess að breyta tima á tón- leikum Zukermans í New York. Ef af verður, verða tón ieikarnir hér 29. og 30. des- ember, en efnisskrá er enn ekid ákveðin. Jacqueline de Pré og Bar- enboim komu hingað í fyrra á Listahátíð og héldu tón- .Jacqueline du Pré Daniel Barenboim Borgarfulltrúi slas- ast í bilveltu EMFERÐARSLYS varð á Holta- vörðuheiði, skammt norðan sæluhússins á fimmtudag í síð- ostu viku, Fór Cortinu-bifreið bar tvær veltur og kom niður A hjólin. Hjón voru í bílnum og slasaðist konan, Steinunn Finn- bogadóttir, borgarfulltrúi, en hún hafði lagt sig í aftursætinu og var á leið til Blönduóss, þar sem hún ætlaði að halda fyrir- lestur um orlof íslenzkra hús- mæðra á fundi hjá Kvenfélaga- sambandi austurhúnvetnskra kvenna. Carmen í Þjóðleik- húsinu ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er að búa sig undir að sýna óperuna Carmen eftir Bizet og hefur þegar fengið þýðanda, Þor- stein Valdimarason. Sam- kvæmt upplýsingum Guð- laugs Rósinkranz mun stefint að því að leikhúsið sýni óper- una, en ekiki mun af því verða íyr.r en eftir hálft annað ár. Kvað Guðlaugur mikið undir- búningsstarf fyritr höndum, því að hér væri um mikla og vandasama uppfærslu að ræða — með kór og ballett. Oku austur Laugaveg UM HELGINA varð lögregla á umferðarvakt þess vör að bíl var ekið austur Laugaveg og varð hans fyrst var við Klapp- arstig og náðisit loks á Hlemm- torgi. Reyndust mennirnir i bíln um tveir ölvaðir Þjóðverjar af skipinu Nordstern, sem hér lá. Biinum höfðu þeir stolið við GamJa garð, en hvernig ferð þeirra var háttað gátu þeir enga grein fyrir gert. Frú Steinunn slasaðist það al- varlega að flytja varð hana í sjúkrabíl frá Stað í Hrútafirði að Hvammstanga, en að Stað komst hún með aðstoð vöru- flutningabíls frá Akureyri. Sam- dægurs var hún síðan flutt með flugvél til Reykjavíkur og lögð í Landakotsspítala, þar sem hún liggur nú. Samkvæmt upplýsingum, er Mbl. aflaði sér er líðan Stein- unnar eftir vonum, en óttazt er að hálsliðir hafi brákazt. í gær- kvöldi var Steinunn heldur hressari, en leið samt illa. Keflavikurflugvöllur: Frakkar gera umferðarspá Farþegaaukning fyrstu 3 mánuöi ársins 1971 yfir 40% FRANSKT sérfræðingafyrirtæki hefur verið ráðið til þess að gera umferðarspá og vinna allt nauð- synlegt undirbúningsstarf í sam- bandi við byggingu flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Fyrsti áfanginn er umferðarspá fyrir völlinn fram til ársins 1980 og ársins 1990, en síðan verður mót- að heildarskipulag svæðisins um- hverfis flugstöðvarbygginguna, þ.e.a.s. hvaða byggingar þar þurfa að vera — flugskýli, fjar- skiptastöðvar, o.s.frv. I þriðja lagi verður síðan á grundvelli þessara tveggja athugana að ákveða stærð flugstöðvarinnar sjálfrar, hve mikilli umferð hún eigi að anna, hvaða þjónustu hún eigi að veita og þegar þess- ari áætlanagerð er lokið, verður verldð fengið arkitektum. Þessar upplýsingar fékk Mbl. í gær hjá Páli Ásgeiri Tryggva- syni, deildarstjóra í utanrikis- ráðuneytinu. Páll sagði, að franska fyrirtækið hefði verið valið af Alþjóða flugmálastofn- uninni eftir að leitað hafði verið tilboða hjá fjölmörgum erlend- um sérfræðingafyrirtækjum á þessu sviði. Enn er ekki unnt að flug- gera sér grein fyrir stærðarhlut- föllum stöðvarinnar fyrr en um- ferðarspáin liggur fyrir, en nefnd hefur verið kostnaðartal- an 300 milljónir króna. Þá verða og teknir með í reikninginn stækkunarmöguleikar stöðvar- innar, sem valinn hefur verið staður á Miðnesheiðinni, skammt fyrir vestan Keflavík. Á sl. ári fóru um Keflavíkur- flugvöll 437 þúsund farþegar og Framhald á bls. 27. var daiitio ooruvist ao Iíta niður Skólavörðustíg í gærmorgun en áður. Komið var „nýtt“ hús fyrir enda götunnar. Þegar menn höfðu virt húsið augnablik fyrir sér gerðu þeir sér grein fyrir því að þetta var hús Málarans á horni Bankastrætis og Ing- ólfsstrætis. Bankastræti 14 var horfið. — Ljósm.: Sv. Þorm. Ritstjóraskipti RITSTJÓRASKIPTI hafa orðið við Lögberg-Heimskringlu og hefur Ingibjörg Jánsson sem starfað hefur við blaðið £rá 1938, látið af ritstjóm, en við tekið Caroline Gunnarsson, sem áður var ritstjóri kvenmadálka Free Presis Weekly. Frú Ingibjörg Jónasom er heiðursfélagi í Blaða- mannafélagi Islands. Iðinn þjófur SAUTJÁN ára piltur hefur ját- að að haia frá þvi á fimmtudag síðastliðinn brotizt inn á 16 stöðum. Á fimmtán staðanna hafði hann upp úr krafsinu á sjöunda þúsund króna, en á sið- asta staðnum um 15 þúsund krón ur. Lögreglan handtók piltinn um helgina og hafði hann aðal- lega brotizt inn í Súðavogi og nágrenni, í Hafnarfirði og eitt skipti i VörufDutningamjðstöð- ina. Alls staðar leitaði hann pen ingia. V.R. vaktar tvær verzlanir YFIRVINNUBANN Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur fór að mestu rólega fram í Reykjavik um helgina, en á tveimur stöð- um kom þó til þess að af- greiðslufólk sinnti ekld banninu, þrátt fyrir að fulltrúar félagsins kæmu á staðinn. Var lögreglan kvödd til á einum stað — en hún skipti sér ekki af. Hefur VR nú vörzlu við tvær verzlanir í borg- inni — við Breiðholtskjör og verzlunina Örnúlf. Mbl. ræddi í gær við kaup- manninn í Breiðholtskjöri, Jón Bjarna Þórðarson, sem sagði, að VR-menn hefðu komið að sölu- opinu hjá sér og vamað fólki þar að verzla um opið. Höfðu VR- mennirnir truflandi áhrif á söl- una að sögn Jóns Bjarna og þvi kvaddi hann til lögreglu. Stúlk- ur, sem voru við afgreiðslu, vildu ekki hætta afgreiðslu og kvað Jón Bjarni þær hafa beðið menn- ina að undirrita beiðni þess efn- is, að þær vikju úr verzluninni. Vildu þá fulltrúar VR ekki undir- rita slíka beiðni. Jón Bjarni Þórðarson lét þess getið, að stúlkurnar, sem seldu í gegnum söluopið, væru ein- göngu á vaktavinnutaxta, sem VR hefði gert við söluturnaeig- endu” og vinna þær á dag- og kvöldvakt. Eru það ekki sömu stúlkurnar að sögn Jóns Bjarna og vinna í verzluninni. Guðmundur H. Garðarsson, formaður VR, kvað félagsmenn hafa orðið að hafa afskipti af nokkrum verzlunum og t.d. í Breiðholtskjöri hafi 3 stúlkur neitað að hætta vinnu. Við sett- um því vakt við verzlunina og vöktum athygli fólks á því, að afgreiðsla færi fram í trássi við vilja félagsins. Annars eru það kaupmennirnir sjálfir og skyldu- lið þeirra, sem annast slíka af- greiðslu nú — allar stærstu verzl anirnar virða bannið — sagði Guðmundur H .Garðarsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.