Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 14
r____ 14 • MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAl 1971 Dæmdur í fangelsi fyrir njósnir dóttur sinnar? • Komin er út í París bók sem vakið hefur mikla at hygrli, eftir lögfræðingfinn, blaðamanninn og rithöfund- inn Giles Perrault. Er þar fjallað um mál cins starfs- manns frönsku leyniþjónust- unnar, sem í apríl 1970 var dæmdur fyrir að hafa stund að njósnir fyrir Júgóslavíu. • f bókinni, sem nefnist L'Erreur (Mistökin), staðhæf ir Perrault, að maðurinn hafi verið dæmdur sakiaus, það hafl verið dóttir hans ung, sem njósnaði fyrir Júgö- slavíu. Líkir höfundur þessu máli við Dreyfusmálið fræga frá síðustu öld, er franskur ofursti af Gyðingaættum var dæmdur saklaus fyrir að hafa seit Þjóðverjum frönsk hernaðarleyndarmál. Rithöf- undurinn Emil Zola tók málið upp og barðist fyrir þvi, að sannleikurinn kæml fram ! dagsljósið — með þeim ár- angri, að Dreyfus fékk upp- reisn æru. Samkvæmt bók Perraults eru aðalatriði þessa nýja Dreyfusmáls eftirfarandi: Franskur starfsmaður leyni þjónustunnar, Eugene Rouss eau, 63 ára að aldri, var í april 1970 dæmdur í fímmtán ára fangelsi fyrir njósnir i þágu Júgóslavíu, þar sem hann starfaði fyrir land sitt. Rousseau þessi var trésmiður að atvinnu fyrir heimsstyrj- öldina, en varð þá virkur starfsmaður frönsku neðan- jarðarhreyfingarinnar og hóf störf fyrir leyniþjónustu Frakklands 1944, þegar land ið hafði verið losað úr greip- um Þjóðverja. Árið 1956 sett ist hann að í J úgóslavíu ásamt dóttur sinni, Monique, og var það hlutverk hans að afla upplýsinga um landvarn ir Júgóslaviu. Dóttirin, sem þá var 16 ára, fékk starf sem ritari hjá her- málafulltrúa franska sendi- ráSsins í Belgrad. Hún kynnt ist nokkru seinna ungum glæsilegum Júgóslava, sem kvaðst vera söngvari og leið ekki á löngu áður en hún varð barnshafandi eftir hann. Pilturinn sveik hana með það sama og stúlkan, dauðhrædd við föður sinn, er var strang ur og dálítið gamaidags í hugsunarhætti, einkum varð- andi siðferðileg efni, varð auðveld bráð júgóslavnesku leyniþjónustunnL Varð nú ljóst að „söngvarinn" hafði fengið það starf að fleka stúlkuna í þessu skyni — gegn loforði um fóstureyð- ingu lét hún undan kröfu Afríkumenn óttast ágang erlendra fiskiskipa NORSKA blaðið Aftenposten segir frá þvi á dögunum, að ýmsar afríkanskar þjóðir fylgiist með þvi af vaxandi óróa, hversu mjög hafi fjölg- að erlendum fiskiskipum á miðunum úti fyrir vestur- strönd Afríku. Á allra síðustu árum hafa stórir flotar fiskiskipa komið alla leið frá Sovétríkjunum, Japan og fleiri stöðum á miðin þama og eru flest þessara skipa stór og nýtízkuleg sikip, sem geta verið á miðunum í atlt að sex mánuði samifleytt. Aðalsvæð- ið er frá ströndinni undan Marokko og í suðurátt til óaa Kongófljóts. Samkvæmt opinberum töí- um hefur afli á þessum slóð- um aukizt úr 1,6 milljónum árið 1967 og upp í 2 miiljónir tonna árið 1969. Er það ná- lægt því að vera hetmingi Júgóslava um að njósna fyr- ir þáu 2. júlí 1969 var Rousseau kaliaður fyrir yfirmann sinn, sem sakaði hann um að starfa fyrir júgóslavnesku leyni- þjónustuna. Eftir tveggja sól arhringa 3. gráðu yfir- heyrslu játaði hann en dró játningu sína til baka jafn- skjótt og hann hafði náð sér eftir yfirheyrslurnar. Perrault segir, að franska leyniþjónustan hafi haft upp- lýsingar sínar um að Ro- usseau væri gagnnjósnari frá júgóslavneskum leyniþjón- ustumanni, er flúði til Fakk lands snemma vors 1969. Og hafi hann verið dæmdur af ummælum þessa manns ein- göngu. Segir Perrauit vafa- laust, að enskir eða banda- riskir dómstólar hefðu sýkn- að manninn vegna skorts á sönnunum, enda hafi flótta- maðurinn aldrei vitnað gegn honum í réttarhöldum. Rousseau er nú hafður í haldi í miðaldakastala i Mel- un, þar sem hann hefur hvað eftir annað reynt að svipta sig lifi. Bók Perraults hefur vakið mikla athygli og er ekki talið óliklegt, að málið verði tekið upp að nýju vegna þess. sem þar kemur fram. meira en fiskafli í Indlamds- hafi. Frá skrifstofu FAO í Accsra i Glhana berast þær fregnir að nær ógerlegt sé að koma fram með nákvæmar tölur yf- ir hversu mörg fiskiiskip hafi verið 4 aifrikanska megin- landshryggnum við veiðar, en gizkað hefur verið á aillt frá 650 til 2000 skip. Ýmislegt bendir til að á þessum miðum séu ffliest frá Sovétríkjunum og Japain, en þama eru eiinnig skip frá Spáni, Kóreu, Suður-Afriku, Austur-Þýzíkalandi og Pói- landL Ýmsar Afrikuþjóðir hafa látið í ljós ótta vegma þessa ágangs og telja að fiskiimið þarna verði uþpurin á fáein- um árum, ef svo heldur f"»m sem hortfiir. Karlakórinn við hijóðritunlna. Karlakór Reykjavik- ur með Kaldalóns-lög á nýrri plötu HLJÓMPLÖTUFYRIRTÆKIÐ SG-hljómplötur er um þessar mundir að senda frá sér hæg- genga hljómplötu, sem sungin er af Karlakór Reykjavíkur. Er þetta fyrsta hljómplatan af sex, sem þessir aðilar hafa gert samning um að gefa út, þar sem eingöngu verða flutt lög eftir ís- lenzk tónskáld, og eru fjórtán lög eftir Sigvalda Kaldalóna á þessari fyrstu plötu. Eru þarna mörg kunnustu laga tónskáldsins svo og önnur, sem ekki hafa verið gefin út áður m.a. lagið, „Frændi, þegar fiðl- an þegir“, sem gert er við ljóð Halldórs Laxness. Þess má geta, að Sigvaldi Kaldalóns, hefði orðið 90 ára á þessu ári, en sonur hans, Snæ- björn Kaldalóns, átti stóran þátt í vali laga á framangreinda hljómplötu. Mikill hluti laganna er í nýrri útsetningu Páls P. Pálssonar, stjómanda kórsins og leikur hópur hljóðfæraleikara úr Sin- fóníuhljómsveit fslanda með í mörgum laganna ásamt Guðrúnui A. Kristinsdóttur, píanóleikara. Einsöngvarar með kómum eru þau Guðrún Á. Símonar, Sigurður Bjömsson, Jón Sigur- björnsson og Friðbjörn G. Jón»- son. Hljóðritun fór fram í Há- teigskirkju, en þar er hljómburð ur til hvers konar tónlistarflutn- ings með ágætum. Hljóðritun annaðist Pétur Steingrimsson. Þegar er hafinn undirbúning- ur að hljóðritun næstu plötu, sem koma á út í haust og verða þar lög eftir Árna Thorsteina- son. LESIÐ oncLEcn I I m .«■». Armúla 3-Símar 38900 m ■ jfSufe 38904 38907 ■ I Wbílabuðih I I I Notaðir bilar til söiu: '70 Opel Rekord 365 þús. '70 Scout 800, 275 þús. '68 Opel Admiral 320 þús. '67 Chevrolet tmpala 295 þ. '67 Consul Cortina 165 þús. '66 Consul Cortina 115 þús. '66 Opel Kad. statlon 150 þ. '65 Chevrolet Nova 175 þús. '65 VauxhaN Victor 135 þús. '64 Buick 220 þús. '56 Buick 90 þús. '66 Moskvitch 65 þús. '63 Moskvitch 20 þús. '66 Rambler Classic 210 þús. '66 Dodge Dart 225 þús. „ . . . aðrir sjá hreint ekki neitt“ SVAR MITT p' ,J EFTIR BILLY GRAHAM Hólmavík, 24. maí. NÝLEGA var sett upp lítil end- urvarpsstöð sjónvarps á Skelja- vikurhálsi, rétt utan við Hólima- Ito ■jj ] VAUXHALL g* BPB 1 •©■ 11 Sonur okkar og bróðir, Sigurður Þór Pálsson, Skaftahlíð 15, verður jarðsunginn föstudag- inn 28. maí kl. 1.30 frá Há- teigskirkju. Bára Sigurðardóttir, Páll Gíslason og systkini. Hundolnor værðnrvoðir nýir litir. (SLENZKUR HEIMIUSIÐNAÐUR Laufásvegi 2 — Hafnarstræti 3. vík. Stöðinini er ætlað að þjóna Hólmavík og næsta nágrenni. — Menn gerðu sér góðar vonir um að sjónvarp sæist imrn betur í Hólmavík með tilkomu þesaarar nýju stöðvar. Því fer fjarri. Áður höfðu Hólmvikingar reynt að ná út- sendingu frá endurvarpsstöð í Stykkiisihólmi og gengið það fremur ilJa. Þó lanigt fram yfir það sem vænta mátti miðað við fjarlægð og aðstæður. Ekki var reyndar ráð fyrir því gert að sjónvarpsútsending sæiat þaðan i Strandasýsilu. Hin nýja endur- varpsstöð í Hólmavík hefur iítið bætt aðstöðuna þar, hvað sem því veldur. Myndin á sjónvarps- skerminum er óskýr, óstöðug og með titrimgi. Sumir telja sig sjá eitthvað betur en áður var frá StyfckiS- hólmi, en aðrir sjá hreint ekki neitt. Eitthvað er ekki með felldu með þessa nýju endur- varpsstöð. Það er kraía sjón- varpsnotenda í Hóimavík og ná- grenni, að úr þessu verði bætt hið bráðasta. Það getur ekki tal- izt eðlilegt, að ekki sjáiist sæmi- lega sjónvarp í 2ja tom fjarteagð og beinni sjónhending frá endur- varpsstöðinni. — Andrés. MAÐURINN minn er voniaus ofdrykkjumaður og hefur verið það i tuttugu ár. Vinir mínir hvetja mig til að fara frá honum og skilja við hann, þar sem börn okkar eru uppkomin. Ég hef Iagt þetta mál fram fyrir Guð í bæn og vil gera það sem er rétt. En ég þarfnast hjálpar. Getið þér gefið mér ráð? VIÐ getuim ekki alltaf gefið rétta svarið við slíkum vandamálum, því við þekkjum ekki aHa má'lavexti. Samt get ég svarað því til, að ég þekki mæður, sem eiga vangæf böm, lömuð böm og fávita og kemur þó aldrei í hug að láta þau frá sér fara. Þegar þér genguð að eiga mann yðar, hétuð þér honum trúnaði í blíðu og stríðu, þar til dauðinn skildi ykkur að. Margir lækn- ar telja ofdrykkju vera sjúkdóm. Hún er að minnsta kosti eins komar syndar-sjúkdómur og gerir fórnar- lambið ósjálfbjarga. Ég veit, að þetta er þungur kross, sem þér verðið að bera, en sarnt mundi ég aldrei ráð- leggja yður að skilja við mamnimn á þeim forsendum, sem þér mefnið að ofan. Væri maður yðar haldinn krabbameini eða öðrum slíkum sjúkdómi, myndi yður aldrei detta í hug að yfirgefa hann, því að fremur þarfnast fóik ástar og umhyggju í veikimdum en endra- nær. Ofdrykkjuvandamálin færast í aúkana með ári hverju. Mér berast hundruð bréfa, sem eru lík yðar bréfi. Ég veit um marga ofdrykkjumenn, sem hafa fundið hjálp, er þeir gáfu sig Guði á vald. Hafið þér lagt eitt- hvað á yður til að hjálpa eiginmanni yðar til að taka á móti Kristi? Þama ber að byrja. Takið þetta vanda- mál sem áskorun og gerið allt, sem í yðar valdi stend- ur til að hjálpa manmi yðar, svo að hann eignist per- sónuLegt samfélag við Guð. Hættið ekki, fyrr en þér hafið neytt allra krafta að þessu marki!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.