Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAl 1971 17 FYRIR 14 árum stofnuðu nokkrir smiðir á Blönduósi trésmiðjuna Fróða. Síðan hef ur hún vaxið og dafnað. Fyr- irtækið hefur tekið að sér margar stórbyggingar á staðnum, eins og Húnavalla- skóla, Kaupfélagshúsið, veiði- húsið í Miðfirði, viðbyggingu harna- og gagnfræðaskólans o. fl., komið sér upp þriggja hæða húsi, er að hyggja rað- hús til sölu, rekur verzlun og smíðaverkstæði og vélaleigu o.s.frv. Eigendur sjá ekki út úr verkefnunum, þó að þeir hafi nú í vinnu 12 smiði, 3 lærlinga, nokkra rafvirkja og 15—20 verkamenn á sumrin. Raðhúsin sex, sem Fróði er að byggja. Þrjú eru fokheld og grunnar komnir að hiniun. Ljósm. Bj'örn Bergmann. Smiðir tóku sig saman Nú reka þeir stórfyrirtæki 1 fyrstu voru þeir félagar að- éins þrír, Knútur Beratsen, Einar Evensen og Sigurður Kr. Jóns- son, en siðan gengu í félags- skap við þá ungir menn, sem höfðu verið lærlingar hj'á þeim, þeir Ævar RögnvaMsson og Hallbjöm Kristjánsson. Svo nú eru eigendur Fróða h.f. fimim. Einar hefur tekið að sér fram- kvæmdastjórn og Hallbjörn rek ur verzlunina og hefur fjánmál- in, en annars ganga þeir í verk- in á víxl. Fréttamaður Mbl. spjallaði við þá á Blönduósi um daginn og hafði Einar mest orð fyrir þeim, en hinir lögðu líka orð í belg. — Fyrirtækið var stofnað 1957. Árið eftir var ráðizt i þær framkvæmdir að byggja litið hús fyrir verkstæðið. Fyrirtæk- ið fór að færa út kvíarnar, og mikið var unnið — Fyrsta stórverkefnið var sláturhúsið, en þar var bæði um að ræða nýbyggingu og viðbygg 1 ingu við gamla húsið, sagði Ein ar, er við báðum hann um að segja okkur sögu Fróða. — Við komum inn í það verk. En síðar byggðum við viðbót við Mjólk- urstöðina og á milli var unnið í hóteiinu og í ýmsum íbúðarhús- um út um bæinn, Þá réðumst við i að taka kaupfélagshúsið upp á akkorð. Það var stórt átak hjá okkur að gera tilboð i svo stóra byggingu, 1200 ferm. hús, því við vorum ekki fjársterkir. Við félagarnir vorum þá orðnir fimm talsins. En þetta hafðist án mik- byggingu, 1200 ferm. hús, því að okkur veiðihúsið í Miðfirði. Annars höfum við alltaf verið með mörg verkefni í gangi í einu. — Er ekki Húnavallaskólinn með stærstu verkefnum ykk- ar? — Jú, það er gríðarstór skóla bygging, sú stærsta sem við höf um tekið að okkur, og var skól inn bygigður i þremur áföngum. Fyrsta verkstæðishúsið, scm Fróði h.f. byggði. Hið nýja hús Fróða sýnir vel vöxt fyrirtækisins. Langst vinstri sér á gamla húsið. — Hvernig er að fá mannskap í vinnu hér um slóðir? — Hér er alltaf skortur á mannskap, einkum á sumrin, Við höfum auglýst og einnig hringt á ýmsa staði, þar sem frétzt hef ur af atvinnuleysi. En oft höf- um við þá fengið það svar hjá mönnum, að meðan þeir væru á atvinnuleysisstyrk, þá borgaði sig ekki að vera að fara frá heimilum sinum. Annars erum við núna með í vinrau 12 lærða smiði, 3 lærlinga og rafvirkja- meistara, Sævar Snorrason, sem hefur með sér þrjá menn. Og á sumrin eru verkamenn 15—20 talsins. Núna er von á einhverju af skólafólki á vinnumarkaðinn, en annars er ekki hægt að fá nokkurn mann tii nokkurs hlut- ar. — Þið eruð að fá heldur bet- ur bætta aðstöðu fyrir verk stæði hérna? — Já, við höfum byggt hér við hliðina á gamla verkstæðinu þriggja hæða hús, 440 ferm að gólffleti á hverri hæð. Við höf- um lokið við neðstu hæðina, þar sem er vinniusalúr fyrir okSkur og einnig verzlun, sem við rek- um og hefur aðatlega á boð- stólu-m húsgögn, rafmagnstæki, gjafavörur, verkfæri o.fi. — Hvernig stóð á því að þið fóruð að verzla? — Við höfðum náð okikur í umboð fyrir rafmagnstæki. Þau höfðum við á verkstæðinu hjá okkur. En þar var þröngt og tækin rykféllu, svo að við fór- um út í það að koma okkur upp holu til að verzla í. Húsgögnin hugðumst við hafa, til að geta fyllt i eyðurnar á vetrum, þegar liitið væri að gera við smiiðar. En við höfum reyndar aldrei þurft á þvi að halda. Svo erum Við umboðsmenn fyrir Málningu h.f., Pöndx og fleira. Þannig er verzlunin til komin. — Hvað ætlið þið svo að gera með efri hæðirnar tvær í þes’su stóra húsi? — Næstu hæð leigjum við Búnaðarsambandinu. Og þar höf um við einnig húsnæði fyrir markað þ.e. til að selja hús-gögn o.fl, og þar höfum við líka við- bótarhúsnæði fyrir trésmíða- verkstæði, en v'ið erum með hurða- og þiljuframleiðslu. Við keyptum fullkomin spónlagning ingartæki 1968 og höfum selt hurðir og þiljur. En þessi bygg ing var ekki aðeins ætluð verk- stæðinu sjálfu, heldur vildum við stuðla að því að koma upp iðnaði á staðnum. Þess vegna bættuim við tveimur hæðum of- an á, 'þó að við þyrftum sjálfir ekki á þeim að halda. Og nú er verið að ganga frá efstu hæðinni, þar sem ný plastgerð, Ósplast, verður til húsa. — Eruð þið með í því fyrir- tæki? — Við erum hluthafar, eins og aðrir, en þetta er almennings- hlutafélag. —- Fleira eruð þið að byggja fyrir eigin reikning, er það ekki ? — Aðalverkefnið er að ganga frá barna- og gagnfræðaskóLa. byggingunni, sem við þurfum að skila af okkur næsta haust. Það er tveggja hæða byggirag með kjallara, 340 ferm á hvorri hæð. Svo erum við að vinna í efstu hæðinni fyrir Fróða h.f. og við erum með nokkra menn í slát'urhúsinu, sem nú er verið að endurbyggja og byggja við. Auk þess eru ýmis verk, sem eru misjafnlega lan.gt komin. Við vorum t.d. rétt að ljúka við sjónvarpsstöð á hnúkunum hér fyrir ofan og var endurvarpað frá henni í fyrsta sinn í gær- kvöldi. -— Eitthvað er nú víst ótalið af ykkar verkefnum. Eruð þið ekki með vélaleigu? — Jú, við höfum verið með dráttarvélar, gröfur og bifreið- ar og bæði leigt gröfur út um sveitir og tekið að ökkur verk- efni. Til dæmis tókum við að okkur að leggja fallpípu að orkuveri fyrir Rafmagnsveitur rikisins við Sauðanes og notuð- um þá eigin tæki. Og við höfum meira að se-gja verið með rútu- bifreið ti'l mannflutninga. — Þetta hefur vaxið hratt í höndunum á yk'kur. Er þá nægi legt svigrúm fyrir fyrirtseki ykk- ar hér heima, eftir að það er orðið svona stórt? — Já, veltan var ekki mikil á Eigendur Fróða h.f. Ævar Rögra valdsson, Einar Evensen, björn Kristjánsson og Knut íh-ntsen. Á myndina vantar urð Kr. Jónsson. — Jú, við erum með raðhús í byggingu og ætlum að selja þau fokheld. Þó er það ekki endan- lega ákveðið. Þetta eru 6 ibúð arhús. Þrjú eru fokheld og grunnar komnir undir hin þrjú. Á Blönduósi er húsnæðisskort- ur. Fyrir utan þessi raðhús okk ar, verða væntanlega byggð 10 hús í sumar , ef mannskapur feest. Skoitur á húsnæði hefur staðið í vegi fyrir því að fólk settist að á Blönduósi, sem ann ars hefði viljað flytjast hiragað. —• Ætlíð þið að halda áfram að byg-gja raðhús og selja? — Það er alveg óákveðið. Við þurfum nú fyrst að koma þess- um af okkur. Við vildum gjarn- an geta lokið þeim fljótt, en höfum ekki haft tírraa til þess að Ijúka okkar eigin verkefraum til þessa, því svo margt liggur fyr ir af öðru. Ef vel gengur með þessi raðhús og við höfuim tima tii, þá vildum við gjarnan halda áfram á þessari braut — Hvað liggur nú fyrir hjá ykkur? fyrstu árunum, en hún er orðin æði mikil núna, Og við höfum haft nóg að gera hér í kauptún- inu og höfum lítið farið út í sveitirnar. Vissulega höfum við nóg svigrúm hér. Þyrftum að vinna allan sólarhriraginn, ef við ættum að ljúka öllu sem þörf er á. Við höfum nær ekk- ert sumarfrí tekið í mörg ár, að eiras nokkra daga hver okkar. Sumarið er sá tiarad, sem þarf til að steypa og grafa, og þá er ekki til setunnar boðið. Og á vetrum hefur ekkert lát verið á heldur. — Segið þið mér að lokum. Þið eruð ekki enn farnir að kvarta yfir slæmri fyrirgreiðslu eða lánsf járskorti, eins og mað- ur er þó vanur að heyra fyrst. Hverju sætir það ? — Ja, við höfum fengið ákaf- lega góða fyringreiðslu hjá Búra- aðarbankanum á staðraum og það hefur bjargað okkur. Hann er eini bankinn, sem hefur úti- bú á Blönduósi og er okk- ar baraki. Og eins hefur At- vinnujöfnunarsjóður hjálpað. Um hitt skulum við ekki tala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.