Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. MAT 1971 21 í KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★ Frábær, ★★★ góð, ★ ★ aóð, ★ sæmileg, T&jr: léleg. Sig. Sverrir Pálsson Erlendur Sveinsson Sæbjörn V aldimarsson Nýja bíó Árás gegn of- beldismönnum Myndin segir frá viðskiptum Parísarlögreglunnar og byssu- glaðra bankaræningja. Tilraun lög reglunnar til að hindra rán banka bíls misheppnast, en lögreglufor- inginn hefur Sartet nokkurn grun aðan og lætur handtaka hann. Tengdasonur S. og félagar hans komast yfir bankaféð, eftir að S umkringdur blaðaljósmyndurum, hafði tekizt að hvísla að dóttur sinni hvar það væri að finna — Strákarnir gera tilraun til að bjarga S. fyrst með árás á lög- reglustöðina, síðan með því að ræna bróður lögregiustjórans og krefjast S. í skiptum ..... Aukamyndin verðskuldar fyllstu athygli og á lof skilið, ítölsk teiknimynd um einstaklinginn 1 samfélaginu. Tæknilega ófullkomin, leik- stjórn flatneskjuleg, sviðsetn ingar klaufalegar og leikur flestra, (þ.á.m. Hosseins) stirður og ósannfærandi. — Pierre Clementi og hans pilt ar skárstir. Humyndafátækt sviðsetn ingarinnar er einstök (reyk- inga- og „vestratal'* Sartet) og klippingin áhrifalaus, þeg ar spennunni er ætlað að hvíla á henni (upphafsatriðið, eltingaleikir). En strákarnir eru sannir og skemmtilegir (atriðin með þeim og fótbolta hetjunni) því þeir taka tæpa ■ ast atburðarásina alvarlega. Að gefa þessari mynd Jiaus kúpu, er hreinasta oflof. Gamla bíó Fótspor fiskimannsins Einum æðsta manni rússnesku kirkjunnar er skyndilega veitt frelsi, eftir tuttugu ára hegningar vinnu norður í Síberíu, Forsætis- ráðherra Ráðstjórnarríkjanna til- kynnir honum að ástæðan fyrir frelsisgjöfinni sé sú að bæta álit þeirra út á við, en blikur eru í lofti í samskiptum þeirra við Kin verja. Heldur síðan þessi hrjáði guðsmaður tií Rómar á fund páfa sem er aldraður og fellur fljót- lega frá, en hinn rússneski er val inn eftirmaður hans. Stuttu eftir að hann hefur tekið völd í páfa garði er hann beðinn af forsætis ráðherra Rússa, að koma á 'sætt um milli þeirra og Kínverja sem hóta kjarnorkustríði vegna hung ursneyðar ef ekkert verði að gert. Aðalhlutverk Antony Quinn, Sir Laurence Oliver, Oscar Wern er. Leikstj. Michael Anderson. ★ ★ Mjög löng og mjög vönduð nútíma-bibliumynd. Þó að ytri búnaður hennar sé kannski ekki sem heil- steyptastur, þá ætti hún að geta vakið fólk til umhugsun ar um vandamál, sem þegar eru í sjónmáli. Tónabíó Einn var góður .... Á meðan borgarstyrjöldin geys ar í Bandaríkjunum, komast þrír ævintýramenn á snoðir um stol- inn fjársjóð, 200.000 dollara virði Þessir náungar eru Joe (Clint East wood), Tuco (Eli Wallach) og Sentenza (Lee Van Cleef). Eru þeir allir lítt vandir að virðingu sinni. Þeir Joe og Tuco lifa á því að framselja þann síðarnefnda, sem er allstaðar eftirlýstur fyrir hvers kyns glæpamennsku. Hirðir Joe verðlaunin. en bjargar síðan Tuco úr snörunni. Þeir leika þetta nokkrum sinnum, en fljót lega slettist upp á vinskapinn, og er Tuco rétt búinn að ganga frá Joe dauðuim, er þeir komast af tilviljun á snoðir um fjársjóð- inn En á meðan þetta skeður, er Sentenza kominn á slóðina líka. ★ ★ Er „spaghetti" vestri Sergio Leone að nokkru frá- arugðinn bandarískum fyrir- myndum sínum? Hvað um kímnina, (pyntingarnar) eða kirkjugarðsatriðið? Sígild at- riði vestrans eru fyrir hendi, en sé þar með allt upp talið, vaknar sú spurning, hvort það sé siðferðilega rétt af höfundi að leika sér svona með snilld sína. ★ ★ Löng, blóðidrifin og full af ofbeldi, eins og fyrri myndir Leones. Mjög góð skemmtun fyrir þá, sem un- un hafa af barsmíð, pynting- um og skepnuskap, og allgóð fyrir aðra, þar sem myndin er vel gerð, músík góð og Eli Wallach stórkostlegur. Háskólabíó Makalaus sambúð Felix Unger, (Jack Lemmon), fyllist svo miklum lífsleiða eftir skilnað við konu sína, að hann hyggst fyrirfara sér Honum snýst þó hugur er á hólminn er komið og leitar á náðir kunningja síns Oscar Madison (Walther Matthau) sem er nýskilinn. Hefst þá hin ,,makalausa sambúð“. Felix er kattþrifinn og heima- kær, en Oscar lætur vaða á súð- um. Fara , þeir því fljótlega í taugarnar hvor á öðrum Fyrst sýður þó upp úr er Oskar hefur boðið heim tveimur systrum og byggst deila nærveru þeirra með sambýlismanni sínum. En þær eru ekki fyrr búnar að koma sér fyrir en Felix fer að rekja fyrir þeim raunir sínar. Endar gleðskap urinn með gráti og kveinstöfum. Leikstjóri Gene Saks. ★ ★ ★ Makalaus sambúð: Samtölin í handriti Neil Sim ons eru snilldarvel gerð og hver setning fær aukinn styrk í meðförum Lemmons og Matthaus. Gerð upp úr leikriti og fremur ómerkileg sem kvikmynd (nema fyrir leikinn), en er jafnframt bráðfyndin afþreying. ★ ★ ★ Meinfyndið leikrit Simons um hjónabandserjur og sambýlisþjark, kemst mjög vel til skila. þökk sé stórkost legum samleik þeirra Lemm ons og Matthau og handriti höfundar. í einu orði ságt bráðskemmtileg. Stjornubíó Funny Girl „Funny Glrl“ fjallar um hluta ævi gamanleikkonunnar frægu, Fanny Brice. Allt frá því hún tróð í fyrsta sinn upp. í lítil- fjörlegu leikhúsi í fátækrahverf- inu, sem hún bjó í og þar til hún er orðin aðalstjarna Zieg- field dansflokksins, en lengra var tæpast hægt að ná á þeim ár- um. Inn í myndina fléttast svo misheppnað hjónaband hennar og fjárhættuspilarans Nick Arnstein. Ásamt Barbra Streisand leika þeir Omar Sharif og Walter Pide gon. Leikstjóri er William Wyler. ★ ★ Söngvamyndir falla iðulega á lævísu bragði, væmni. — Leikstjóranum. William Wyl er, tekst þó furðu vel að forð ast hana og Barbra Strei- sand hjálpar mikið til með skemmtiiegu látbragði og á- gætum leik. Mörg hópatrið- in á Jeiksviðinu eru frábær- lega sviðsett og kvikmynda- takan stundum tilþrifamikil. ★ ★ ★ Hér er á ferðinni dansa- og söngvamynd, eins og þær gerast beztar frá draumaverk smiðjunni Hollywood. Leik tjöld, og búningar eru meist aralega vel gerð og stúdíó upptaka frábær. Þá eru dana og söngvaatriðin skemmtilega útfærð. Kópavogsbíó: „Madigan“ Rannsóknarlögreglumennirnir Madigan og Rocco Bonaro ráðast inn í herbergi afbrotamanns til að handtaka hann Koma þeir að honum i rúminu. en þrátt fyrir erfiðar aðstæður tekst honum að leika á þá félaga og sleppur und an. Madigan og Rocco þykja hafa farið hina mestu hneisu- för, og hefja leit að afbrotamann inum til að endurheimta sjálfs- virðinguna. Myndin lýsir að öðru leyti lífi og starfi lögreglunnar — allt frá lögreglustjóra niður í lögguna í lægsta þrepi metorða- stigans. Aðalhlutverk: Richard Widmark og Henry Fonda. Hand- rit H. Simoun og A. Polonsky. Leikstjórn Don Siegel. ★ ★ Madigan markar aftur-, komu Abrahams Polonskys, handritahöfundarins, sem sett ur var á svarta listann í Mc- Carthy-hreinsunum. Handrit- ið er fullt af smáatriðum, sem lifga myndina til muna, en hvergi ber á þeirri snilli Siegels, sem Godard hefur viljað halda á loft. Þokka- leg afþreying. ★ Heldur slök tilraun til að gera raunsæja sakamála- mynd. Form myndarinnar ei af gamla skólanum, t.d. stcð ugur hljómsveitarleikur, sem magnast undir dramatiskum hápunktum. Hvergi örlar á frumleika eða nýjungum, kvikmyndunin óvönduð. Text inn hörmulega þýddur. ★ Harðskeytt og spennandi mynd á köflum. En er það ekki full langt gengið á þol- inmæði áhorfenda að pússa Henry gamla Fonda í hlut verk .kvennaflagara? En meðan myndavélin beinist að þeim félögunum Guardino og Widmark er Irún prýðileg skemmtun. íbúar í Laugarneshverfi BINGd-skemmtun í Veitingahúsinu að Lœkjar- teig 2 í kvöld [27. maí] Stórglœsilegir vinningar: Fnn af hinum vinsælu Mallorcaferðum með Sunnu kr. 20.000. — Kommóða — Standlampi — Raf- magnshitaplata — Ilárliðunartæki, — matvörur o. fl., o. fl. Stjórnandi verður Svavar Cests Húsið opnað kl. 20,30 en skemmtunin liefst kl. 21 stundvíslega. Dansað á eftir til kl. 2.00. ALLIR VELKOMNI R . Ilverfasamtök Sjálfstæðismanna Laugarneshverfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.