Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.05.1971, Blaðsíða 30
Norðmenn sigruðu með 3:1 En 5:3 eða 4:2 hefðu gef ið réttari mynd Frá Steinari J. Lúðvikssyni, fréttamanni Morgnnblaðsins með iandsliðinn. NORÐMENN brngðu ekki út af vananum í landsleik sintim á Brann Stadion i grærkvöldi og sigruðu. Á þessum leikvangi hafa þeir leikið 12 landsleiki og aðeins tapað einum og var það árið 1933. Úrslitin í leiknum i gærkvöldi, 3:1, verða að teljast sanngjörn eftir atvikum, en aðrar markatölur, eins og t.d. 5:3 eða 4:2, hefðu gefið sannari mynd af gangi leiksins. Mikill munur var á því að horfa á leik isl. liðsins nú og á dögunum, er liðið lék við Frakka, Nú var greinilega leikið upp á það að skora mörk og sóknariotur isl. liðsins voru margar hverjar mjög skemmtilega útfærðar. Virtist þetta koma nokkuð niður á vöminni, en hún var ekki eins þétt og samstillt og áður. En með jafn góðum sóknarleik og örlítið betri varnarleik verður ísl. liðið ekkert lamb að leika við, er lengra liður á keppnistímabilið, en eins og kunnngt er var þetta þriðji leikur flestra leikmannanna á grasi á þessu keppnistímabUi. Það var einn nýliðanna í norska landsliðinu, Tom Lund, sean átti langstærsta þáttinn í sigri Norðimannanna í þessum 'Jeik. Tonn Lund leikur með 3. ðeiildarliði, en hefur vakið sér- staka athygli í vor og var greini ‘Jegt af biaðaskrifum og viðbrögð 'om áhorfenda á Brann Stadio- on, að búizt var við miklu aí honum. Tom Lund átti stærsta þáttinn í tveimur mörkum Norð mannanna, er hann lék aí mikl- um hraða upp vinstri kantinn og hreinsaði sig mjög skemmti- lega af varnarmönnum Isiands. Og hans þáttur er ekki eingöngu toumcBnn við mörkin. 1 öll skipt- in, sem mark Islendinganna komst í hættu átti hann ein- hvern hlut að máli. Islenzka liðið barðist mjög vel í þessum leik, og hafði yfirtökin fyrstu 15 mSn. og skoraði Hermann Gunnarsson ágætt mark á 6. minútu. Und ir lok fyrrl hálfleiks tók norska liðið svo verulega við sér og átti fleiri og hættu- legTi tækifæri, það sem eftir var hálfleiksins og fyrstu mln úturnar i sfðari hálfleik. En þá var sem ísl. liðið tæki f jör- kipp og tókst smám saman að ná tökum á leiknum, allt þar til á 34. mínútu að það varð fyrir þvi áfalli að fá á sig aukaspymu rétt utan víte- teigs. Upp úr henni var skor- að þriðja mark Norðmanna og þar mátti með sanni segja, að gert væri út um leikinn. BEZTU LIÐSMENN Þegar á heildina er litið verð- ur að segjast að isd. liðið lék Nýliðinn Tom Lund nmkringdur af Islendingum. mjög skynsamlega. Það eina sem segja má að haíi brugðizt, var að tenigiliðirnir væru nógu fljótir á sér aftur tál þess að aðstoða varnarleikmennina. Það gerðist þó ekki oft, en var mjög afdrifarikt. Áberandi bezti maður íslands í þessum leik var Haraldur Stur- laugsson og er þetta sennilega hans bezti ieikur. Hann var sí- vinnandi allan leikinn, fljótur og ákveöinn, og byggði upp flestar sóknarlotur íslendinga. Þegar á þurfti að halda var hann viöbragðsfljótur i vöraina Jan Fugls et sækir að marki. Fjær Martei nn og Guðni. og bar þá jafnan sigurorð af þeim Norðmönnum, sem hann keppti viö. Þröstur Stefánsson kom einn- ig mjög vel frá leiknum og hafði tfull tök á þeim sóknarleik- manni, sem hann átti að gæta. Var komið svo að Norðmenn- irnir virtust hættir að sækja upp hægri kantinm, þar sem Þröstur var til varnar. Þá áttu þeir Eyleifur Hafsteins son og Guðni Kjartansson báðir ágætan leik, þótt maður hafi reyndar séð þá báða betri en að þessu sinni. Þorbergur Atlason verður ekki sakaður um mörkin og hvað eftir annað varði hann aí stakri prýði í leiknum. FYRRI HÁLFLEIKUR Islendingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru yfirleitt íyrri á knöttinn en Norðmenn. Bar- áttan bar árangur strax á 5. mínútu. Upphlaupið, sem leiddi til marksins, hófst á vinstra markteigshorni Islendinga, en þar bar Þröstur hærri hlut í baráttu við norskan sóknarleik- mann og sendi til Haralds, sem átti síðan langa sendingu fram til Ásgeirs, en hann brunaði upp og gaf fyrir markið. Þar var Hermann fyrir og þrátt fyrir að hann væri með miðvörð Norð- manna, Frank Olafsen, á bakinu tókst honum að spyrna föstu skoti í markhornið, án þess að Ter Haftorsen, marikvörður Norðmanna, hefði nokkur tök á að verja. Matthías hafði einnig fylgt vel á eftir og hefði verið í skotfæri, ef knötturinn hefði farið fram hjá Hermanni. Norðmenn urðu að sigra til að bjarga andlitinu — sagði norski einvaldurinn, sem hrósaði íslenzka liðinu AÐ landsleiknum loknum í gærkvöldi ræddi fréttamaður Morgunblaösins i Bergen við Auvid Johannesen sem er ein- valdur um val norska lands- liðsins og þjálfari þess. Hann kvaðst eftir atvikum vera mjög ánægður með leik- inn, og kvað það hafa verið Norðmönnum nauðsynlegt að vinna leikinn, því Norðmenn teldu það yfirleitt skylduverk jieirra að vinna sigm yfir fs- lendingum. Sigur hefði verið enn nauðsyn'egri nú en áður vegna þess að Norðmenn töp- uðu fyrir ís.Iendingum i fyrra. — Ég tel íslenzka liðið ir.jög gott, ekki sízt miðað við hve stutt væii síðan keppnis- timabilið byriaði, sagði ein- valdurinn. — Frammistaða norska liðs- ins var góð, hélt hann áfrain, — og ég tel piltana hafa svar- að fyrir þá gagnrýni sem cg hlaut fyrir að veija þrjá ný- liða í liðið. Ég get hér fwll- vissað alla um, að lið Noregs i kvöld verður uppisteða norska landsliðsins i öllum leikjum sumarsins og hausts- ins. Það kann að koma til mála, að einhverjir atvinnu- mannanna norsku sem er- lendis leika, verði kallaðir heim til einhverra leikja, en í kvöld sáu Norðmenn kjaraa sins landsliðs á Brann- Stadion. — I kvöld var ságurinn aðal atriðið, en það kom mér þægi lega á óvart hversu vel norska liðinu tókst upp með síoa knattspyrnu, sagði norski einvaldiirinn. Næstu 10 mínúturnar sóttu ía letndingar heldur meira em tótosit ettdkd að skapa sér tækifæri utam þesis, að Haraldur Sturlaugason átti tvö ágæt lamgskot á markið. Fór annað rétt framhjá, en hitt varði marfkvörðurinm. Á 15. minútu áttu Notrðmenm sitt fyrsta umtalsverða tækifæri, em þá átti Tor Egil Johansen sikot rétt fraimhjá. En þetta skot vairð til þess að tónindnm var gefinm og þunginm í sókm þeirra íár vax- andi. Þanmtig átti t. d. Totr Wæhler gott marktækifæri á 17. mímiútu, em skaut þá hátt yfir markið. Á 21. mín. tókst Norðmömn um svo að jafna og verður að segjast að það var háJf- gert klaufamark. Sókn Norð mannanna upp vinstri kant vlrtist hættulítil, en allt I einu var Jan Fuglset orðinn frír og brunaði að markinu. Þorbergur kom út og lemti honum og sóknarleikmannin- nm saman. Frá þeim barst boltinn til Arnfinn Espeseth, sem átti auðvelt með að senda hann í mannlaust markið. Á 25. mín. virtist sagan svo ætla að endurtaka sig, er Guðni Kjartansson ætlaði sér að senda boltann til Þorbergs markvarð- ar, en boitinn ienti fyrir íætur Arafinn Espeseth sem var í dauðafæri. En þessi sending kom þeim norska svo mjög á óvart, að þegar hann loksinsátt- aði sig var það um seinan. En skömmu síðar skoruða Norðmenn svo sitt annað mark. Þar var að verki Jan Fuglset, sem skoraði af stutt* færi, eftir að nokkur þvaga hafði myndazt rétt fyrlr framan markið. Hefur þetta sennilega verið stór stund fyrir hann, þar sem hann var settur út úr norska lands liðinu eftir leikinn við ts- land í fyrra og befur ekkl fengið tækifæri með liðínn síðan — fyrr en nú. Undir lok hálfleiksina sóttu íslendingar svo aftur 1 sig veðr- íð og átti Matthías Hallgrims- son ágætt skot á markið en þá var norski markvörðurinn vei á verði og varði glæsilega . Siðasta umtalsverða tækifæri hálfleiksins áttu svo Norðmenn, er nýliðinn, Tom Wæhler, fékk góða sendingu inn í eyðu. En Þorbergur var vel á verði og bjargaði með glæsilegu úthiaupL SlÐARl HÁLFLEIKUR Að mörgu leyti var síðari hálf- leikurinn betur ieikinn en sá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.