Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK 118. tbl. 58. árg. FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1971 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 4 Gyðingar í Riga dæmdir undanfarna daga í Cliaittan-' ooga í Tennessee t Bandarikj i iinuni. Maðurinn á myndinni, . Leon Anderson, liggur hel-‘ særður hjá sjúkrabifreið. Að I sögn lögreglunnar var hann l skotinn er hann grýtti lög- ( reglubifreið. Viðræður við EBE tef jast Brussel, 27. maí — NTB SKÝR.SI.A framkvæmdaráðs Efnahagsbandalags Evrópu um afstöðu bandalagsins til Sviþjóð- ar, Finnlands, Austurríkis, Sviss, Portúgals og íslands kemur til með að tefjast eitthvað. Skýrði talsmaður EBE frá þessu i Brússel í dag. Ætlunin var, að skýrsla þessi yrði lögð fyrir utanríkisráðherra- íund EBE í Luxembourg 7. júní nk., en það kom á daginn, að ekki var unnt að framfylgja þeirri áætlun. Er talið, að skoð- anaágreiningur varðandi afstöðu EBE til þeirra rikja, sem ekki hafa sótt um fulla aðild, ríki nú I 9 manna Framkvæmdaráði EBE og valdi hann töfinni. Moskvu, 27. maí — AP-NTB FJÓRIR lettneskir Gyðingar voru í dag fundnir sekir um „andsovézkan róg“ að loknum réttarhöldum, sem hafa farið fram fyrir luktiun dyrum í Riga og voru dæmdir í eins til þriggja ára fangelsi. Tass-fréttastofan segir, að „glæpaklíka“ f jórmenn- inganna hafi verið dæmd fyrir að endurprenta „andsovézk rit frá Tel Aviv og annað rógsefni“. Tveir aðalsakborningarnir voru ákærðir fyrir að setja á fót prentsmiðju i Riga og m.a. end- urprenta rit frá „glæpaklíku í T,eningrad“. Þyngsta dóminn, þriggja ára fangelsi, hlaut Arkady Shpilberg (33 ára), sem mótmælti dómn- um í réttinum og kvaðst hafa verið leiddur fyrir rétt einungis vegna þess, að hann hefði viljað flytjast til Israels. Mikhail Shep- helovich (28 ára) var dæmdur í tveggja ára fangelsi, en Boris Mafster (24 ára) og Ruta Alex- androvich (24 ára) í eins árs fangelsi. Talsmenn Gyðinga Rúmenskt flugrán Vín, 27. mai — AP-NTB SEX vopnaðir flugvélarræningj- ar neyddu í dag flugmann Ilyu- shin-flugvélar rúmenska flug- félagsins Tarom til þess að breyta stefnu og lenda á Schweehat-flugvelli í Vín. Þegar þangað kom, kröfðust þeir þess að ferðinni yrði haldið áfram til Múnchen í Vestur-Þýzkalandi, en í kvöld gáfust þeir upp fyrir austurrisku lögreglunni. Um 50 lögreglumenn, vopnaðir vélbyssum, umkringdu flugvél- ina. Flugvélinni var rænt skömmu eftir flugtak frá Ora- dea, en þaðan var áætlað að fljúga til Búkarest. Tuttugu manns voru í flugvélinni, þar á meðal þriggja manna áhöfn, auk flugvélarræningjanna. Flugvél- arræningjarnir yfirbuguðu áhöfn ina í Oradea og skildu flugstjór- ann eftir. Þetta er fjórða flugvélin frá kommúnistariki, sem neydd hef- ur verið til að lenda í Austurríki á undanförnum 18 mánuðum. Rúmenska sendiráðið í Vín hef- ur krafizt þess, að flugvélarræn- ingjarnir verði framseldir og fluttir til Búkarest. Flugvélin var í þrjá tíma á flugvellinum og ræningjarnir neituðu að fallast á að fárþegun- um yrði leyft að yfirgefa hana. Framhjólið sprakk við lending- una og slökkviliðsbíll dró flug- vélina á afvikinn stað. Ógerlegt var talið að halda ferðinni áfram til Múnchen, eins og ræningjarn- ir höfðu krafizt, fyrr en viðgerð hefði farið fram. Oradea er I norðvestanverðri Rúmeníu, um 500 kílómetra frá Búkarest og í álíka mikilli fjar- lægð frá Vin. Ræningjarnir virð- ast hafa ætlazt til þess að lent yrði í Vín til þess að taka elds- neyti. segja, að hinir dæmdu hafi ver- ið virkir baráttumenn og þjóð- ernissinnar og oft sótt um farar- leyfi til Israels. Sækjandinn, Dmitry Chibisov, hafði krafizt þess að Shpilberg yrði dæmdur í f jögurra ára fang- elsi, Shephelovich í tveggja ára fangelsi og hinir sakborningarn- ir tveir i eins árs fangeisi. Dóm- Framh á bls. 31 Austurríki viðurkennir Pekingstjórnina Vín, Tokyo, 27. maí — NTB-AP AUSTURRÍKI og Kínverska al- þýðnlýðveldið hafa ákveðið að taka upp stjórnmálasamband, að þvi er austurriski utanríkisráð- herrann, Rudolf Kirschlager, skýrði frá í dag. Hann sagði, að skipzt yrði á sendiherrum innan sex mánaða. 1 sameiginlegri yfirlýsingu um ákvörðunina segir, að Kínverjar viðurkenni hlutleysisstöðu Aust- urriikis og að Austurríkismenn viðurkenni Peking-stjórnina sem einu löglegu stjórn Kina. Við- ræður um stjórnmálasamband Austurríkis og Kína hafa farið fram undanfarna mánuði í Búka- rest, og sendiherrar landanna þar undirrituðu hina sameigin- legu yfirlýsingu. Að sögn kin- verskra útvarpsstöðva hafa 62 riki viðurkennt Peking- stjórn- ina, og gerði það siðast dvergrík- ið San Marino 6. maí. Bilak ber lof á Husak Búizt við breytingum í miðstjórn Praig, 27. maí. AP.-NTB. VASIE Bilak, alniemi talinn ann- ar valdamesti maður Tékkóslóv- aldu, spáði því í dag að Gustav Husak yrði endurkjörinn aðal- leiðtogi kommúnistaflokksins, og var þessari spá hans fagnað með miklu lófataki á þingi flokksins. Hins vegar er haft eftir áreiðan- legum heimildum að næstum því helmingur fulltrúa miðstjórnar- innar v’erði ekki endurkjörinn. „Ég er sannfærður um að hann verður endurkjörinn, því að fé- lagi Husak á það fyllilega skilið fyrir það starf, sem hann hefur unnið," sagði Bilak, sem er tal- inn helzti keppinautur Husaks. Leonid Brezlhnev, aðalritari sovézka ko mmú ni.staflo'kkisin s, þakkaði i ræðu, sem hann 'héit á fundi með ver-kamönnum í verksmiðju í dag, 99 verka- mönnum sem í júlí 1968 hefðu fyrstir Tékkóslóva'ka borið fram þá fyrirspum hvort sovézíki her- aflinn væri ekki „vörður gegn heiimsvaldastefnu". Hanin kvað umbótasiinna hafa brotið lands- iög 1968, og er talið að öfgafull- ir ihaldsmenn i flokknum miuni I Framh á hls. 31 Guðni Gíslason Valgeir Davíðsson Þorsteinn Sigurjónsson Hörmulegt slys á Fjarðarheiði: Þrír menn létust úr kolsýringseitrun Bifreið þeirra festist og fennti í kaf Egilsstöðum, 27. maí '—■ ÞAÐ slys varð á Fjarðarheiði síðastliðna nótt að þrír melnn lét- ust af völdum kolsýringseitrim- ar í bifreið. Mennirnir höfðu farið frá Eskifirði til Seyðis- fjarðar og voru á leið til Eski- fjarðar aftur í jeppabifreið. Festist bifreiðin í snjó og þar sem veður var vont fennti haAia í kaf og kolsýringur komst inn í bifreiðina frá útblástursröri vél- arinnar. Mdnnirnir, sem létust voru: Guðni Gíslason, sjómað- ur, Norðurbrún 4, Reykjavik, 31 árs og ókvæntur, Valgeir Davíðs son, bifreiðarstjóri, Eskifirði, 53 ára, kvæntur og Þorsteinn Sigurjónsson, sjómaður, Keldn- landi 15, Reykjavík, 36 ára, kvæntur. Það mum hafa verið um kl. 18 í gærkvöldi, sem bifreið Val- geirs Davíð.ssonar fór frá Seyð- isfirði og áleiðis til Héraðs. Nokkru áður hafði Land-Rover bifreið, sem Guðgeir Einarsson átti lagt af stað yfir Fjarðar- heiði, en veður fór versnandi, snjókoma, skafrenningur og hvassviðri. Nokkur göng voru á Framh á bls. 31 % *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.