Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1971 Velta Flugfélagsins 630 milljónir króna Næst keypt ný Fokker Friendship-flugvél AÐALFUNDUR FlngrfóIaffS ís- lands h.f. var haldinn að Hótel Sögu í grær. Þar kom fram að lieildarvelta félagsins á árinu 1970 var 630.8 mill.jónir króna ogf varð hagfnaður af rekstri fé- lagsins 40,1 milljón króna og höfðu þá verið af«krifaðar eign- ir fyrir 83,7 milljónir króna. Sætanýting fhigvélanna var betri en árið áður, en tap á rekstri innanlandsflugs var 3,6 milljón- ir króna. Hluthöfum er greidd- ur 10% arður. Formaður félagsstjórnar, Birg ir Kjaran, setti fundinn. Áður en gengið var til dagskrár, minnt- ist Öm Ó. Johnson Biarna Jens- sonar, flugstjóra, og 7 farþega sem fórust með leiguflugvél fé- lagsins TF-FIL í Færeyjum 26. september sl. Þá minntist hann Sigtryggs Klemenzsonar, sem lengi átti sæti í varastjórn og stjórn Flugfélags íslands. Fund- armenn vottuðu hinum látnu virð ingu og aðstandendum þeirra samúð. Síðan var gengið til dag- skrár, fundarstjóri var Magnús Brynjólfsson og fundarritari Geir G. Zoega yngri. Birgir Kjar an, formaður stjómar, flutti yf- irlit um rekstur og starfsemi félagsins á liðnu ári. Afkoma félagsins hefði orðið stórum betri og sú bezta, þótt vissulega hefði verið við örðugleika að etja vegna vinnustöðvunar og sömuleiðis hefði félagið orðið fyrir sorglegu áfalli, er flugvél- in TF-FIL fórst í Færeyjum 26. september og með henni einn af ágætustu flugstjórum félagsins auk 7 farþega. Flugvélakostur Flugfélagsins var óbreyttur, nema hvað Viscount flugvél var tekin úr notkun. Birgir ræddi þessu næst viðkomustaði félags- ins erlendis, og innanlands. — Áætlunarflug var til 6 staða erlendis, en auk þess var hafið flug til Kanarieyja í árs- Kristinn E. Andrésson. lok 1970. Innanlands var flogið reglulega til 12 staða utan Reykjavikur. Sætanýting flugvél anna var betri en áður og er góð miðað við önnur flugfélög í Evrópu. Farþegafjöldinn inn- anlands jókst um 1,2%, en í millilandaflugi um 31%. Heildar j farþegaflutningar flugvéla Fiug- félags Islands árið 1970 voru rúmlega 190 þús. farþegar. Nokk ur aukning varð á vöruíljutmng- um innanlands eða 1,2%, en milli lainda um tæp 31%. 1 ársiok 1970 störfuðu 418 manns hjá félaginu, en hæst komst starfsmannafjöld- inn upp í 495 yfir háannatím- ann. í>á ræddi Birgir Kjaran Grænlandsflugið. Hluthafar í Flugfélagi Islands eru nokkuð yfir 1000 og hlutafé jókst lítil- lega á árinu. I>á sagði Birgir: „Önnur atriði, sem ég tel ástæðu til að geta hér sérstaklega eru, að 28. febrúar 1970 var söluskatt ur af milli'landaflugi afnumimn og varð það félaginu óbein góð hagsbót. Hins vegar hefur sölu- skattur af innanlandsflugi ekki enn fengist afnuminn og virð- ist það ekki sanngjarnt, þar sem hann nam á sl. ári hvorki meira né minna en um 12 millj. kr., en slíkur skattur er ekki greiddur af flutningum með bifreiðum. Ekki er okkur heldur kunnugt um að slíkur skattur sé á far- miðuim, t. d. á Norðurlöndum. Vonar félagsstjórnin fastlega, að ríkisstjórnin sjái sér fært hið bráðasta að leiðrétta þetta mis- rétti.“ Mesta ánægjuefni félags- ins og vonandi félagsmanna líka, væri hversu mjög afkoma félags ins hefði batnað á árinu, þvi eftir afskriftir að upphæð 85,7 mdllj. kr. væri nú um 40 millj. kr. hagnaður, samanborið við 5,7 millj. kr. tap árið áður. Hefði því stjórn félagsins ákveðið að gera það að tillögu sinni, að fé- lagsmönnum yrði greiddur 10% arður af hlutafé sínu. Þá sagði Birgir: „Annars verður þessum orðum ekki svo lokið, að ríkis- stjórn, stjórn Seðlabankans og Landsbanka Islands verði ekki sérstaklega þakkað fyrir stuðn- ing við félagið. Ekki hvað sízt í Framhald á bls. 10 Þorkell Helgason. Þorgeir Pálsson. Tveir íslenzkir doktorar frá MIT Á ÞESSU vori luku tveir Islend- ingar doktorsprófi við Massa- chusetts Institute of Technology (M.I.T.) í Bandarikjunum. Hinn 12. maí varði Þorkell Helgason doktorsritgerf sína í stærðfræði og 19. maí varði I»orgeir Pálsson doktorsrit sitt í flugverkfræði. Báðir þessir ungu fræðimenn eru nú að búa sig lieim til starfs á íslandi. Þorgeir Pálsson fæddist í Fáksvöllur vígður á hvítasunnukappreiðum Um hundrað hestar keppa og nýjungar sýndar KAPPREIÐAR Fáks fara að ve»iju fraim á annan í hvíta- suiinu, en nú verða þær í fyrsta sinn á hinum nýja skeiðvelli fé- lagsins að Víðivöllum, sem er ofark-ga við Elliðaámar. Er þar kominn kappreiðavöUur með 1200 metra langri hringbraut, sem gefur tækifæri til fjölþætt- ari kappreiða en áður var. Með- al nýjimga nú má nefna akstur í 3 kappaksturskerrum, keppni í hlýðni og fimiæfingum o.fl. Kappreiðar Fáks hafa aldrei fallið niður á hvftasuimu síðan 1922, og því var það mikið kapps mál Fáksmanna að gera nýja staðinn svo úr garði að hægt væri að vígja hann nú á hvíta- sunnu. Gerðir hafa verið stall- ar fyrir áhorfendur í jarð- veginn framan við hesthúsin, en þaðan er gott útsýni yfir aila brautina. Geta má þess að Vatns endavegi verður lokað á meðan á kappreiðunum stendur. Enginn er eyland — bók um tíma rauðra penna eftir Kristin E. Andrésson Fleiri hestar eru skráðir til kappreiða en nokkru sinni og koma um 100 hestar viðsvegar að, eins og t.d. úr Borgarfirði, Árnes-, Kjósar- og Gullbringu- sýslu. Keppt verður 1 250 m skeiði, 250 m folahlaupi, 350 m hlaupi, 800 m hlaupi og 1500 m brokki. 1 800 m hlaupinu verða hörðustu hestar landsins eins og Islandsmethafinn Blakkur Hólrn- steins Arasonar og fyrrverandi methafinn, Þytur Sveins Sveins- sonar. Þá er góðhestakeppni, 11 hestar keppa i A flokki og 17 í B flokki. Verður sá háttur hafður á í fyrsta sinn að dóm- aramir fimm gefa hver sína eink unn, sem sýnd er á spjaldi, og fer keppnin fram eftir hádegi á laugardag, en beztu hestarnir verða svo sýndir á annan hvíta- sunnudag. Þá verður keppt i fyrsta sinn hér á landi í hlýðni og fimiæf- in-gum hesta, og fer sú keppni fram i tarrmingagerði félagsins skammt frá kappreiðabrautinni og verður það samtimis kapp- reiðunum. Hafa verið nám- skeið að undanförnu í þessari íþrótt, sem þýzkir kennarar kynnt-u hér í vetur. Taka þekkt- ir hestamenn þáitt í þeirri keppni. Þá verður sýndur akstur á 5 kappaksturskerrum, en keppni á slíkum kerru-m nýtur miki'lla vinsælda erlendis og stefnir Fákur að því að kynna þessa keppnis-grein hestaíþrótta, til að auka fjölbreytni. Voru þesa fimm kerrur nýlega keyptar til la-ndsins. Þá verður dregið í happdrætti Fá-ks um kvöldið, en happdrætt- ishesturinn, sem er miki-11 gæð- in-gur verður sýndur. Stjórn Fáks tjáði fréttamönn- Framhald á bls. 31 Reykjavik 19. ma-í 1941 og ec san-ur Páls Þorgei rssonar sitór- k-aupimianns og konu hans Elnsa- betar Sigurðardóttur. Hanin varð stúdent frá Menntasikólanum í Reykjavík árið 1961, la-uk Bac- helors-gráðu x flugverkfræði frá M.I.T. árið 1966 og MastJers- gráðu frá sama skóla árið 1967. Jafniframt sémámi befur hann unnið að rannsóknum á sviði stj órntækn i og fflugileiðsögu við M.I.T. og hefur skrifað greinar á þvi sviði. Doktorsritigerð Þor- geirs nefnist „Parameter Unoer- tainties in Control System Des- ign“ oig fjallar um gerð sjálf- virkra stjórr.kerfa, þegar óvissa ríkir um eiginleiíka þeixra. Þorgeir er kvæntur Önnu Har- aldsdótf'ur og eiga þau þrjár dætur. Þorkelt Helgason er fædd-ur í Vestmannaeyjum 2. nóv. 1942, soniur Helga Þoriáksisonar skóta stjóra og konu hans Gunnþóru Kristmundsdóttur. Þorkell lau-k stúdentspróifi frá stærðfræði- deild Menntasikólans í Reykja- vík árið 1962 og háskólaprófi (Diplom-prófi) frá Háskólanum í Múndhen hau-stið 1967. Frá hausti 1968 hefur h-ann stundað sérnám og rann-sófcnir i stærð- fræði við M.I.T., en kynnt sér j afmh-1 iða að'gerðarranns-óknir. Aðail-ærifaðir hams við M.I.T. hef ur verið próf. Gian-Cario Rota. Dokto-rsritgerð Þorkels nefnist á ensku „On Hypergraph-s and Hypergeometrics". Fjallar hún um vandaimál í kombinatorí-skri (eða endanlegri) stærðfræði. — Hl-uta af niðurstöðuim sln-uim kynnti Þorkell á stærðfræði- þinigi, sem haldið var við Háskóil- ann í Norður-Karólínu sl. sum- ar. Þorkell er kvæntur Heligiu Ing- ólfsdóttur, semballeikara. Sjávarútvegsmálaráðherra Kanada: Raunveruleg hætta á of veiði 1 N V-Atlantshaf i Lögmálið um minnkandi afrakstur að taka gildi MÁL og menning hefur gefið út bókina „Enginn er eyland“ eftir Kristin E. Andrésson. Höfund- urinn tileinkar bókina vinum og samlierjum frá dögtim „rauðra penna“. Kristinn E. Andrésson skrifar inngang fyrir bókinni og segir þar m. a.: „Hversu bundnir se-m menn eru liðandi stund eða hugsandi uim framtíðina og hvað gerast muni næstu árin stuðlar þó margt að því að rennt sé aug- um til liðins tíma. Það er til að mynda athyglisvert að síðustu árin er farið að vitna oftar til tímabi'lsins milli heimsstyrjald- ajn-na og þó einkum hvað bók- menntir varðar til fjórða áratiug- arins ... Ég sit hér ekki í stóli sagn- fræðings. Ætl-un mín er ekki að rita sö-gu þeirra ára sem hér verður fjall-að um. Frásögn mín takmarkast við að bregða upp mynd, einni af mörgum, endur- vekja áhrif hennar, rekja sam- an í heild einstaka drætti hennar og eins að greiða þá sundur. Mi-g langar til að geta leitt möninum fyrir sjónir eða látið menn finna hver var kjamínn eða inntakið í baráttu þessa tíma, eins og hún var háð og skilin af þeim, er nefnast „Rauð ir pennar", og þá einsikoraði ég mig ek'ki við ársritið m-eð því n-£iifni né rauða penna hér heima, heldur reyni jafnframt að hregða ljósi á hliðstæða baráttu eriend- is.“ „Enginn er eyland“ er 350 hiað síður að stærð og er preotuð í Pren-tsmiðjunni Odda hf. Hali-fax, 27. maí — AP — JACK Davis, sjávarútvegsniáia- ráðherra Kanada bar í dag fram þá aðvörtin að „mjög raunveru- leg- hætta er á ofvedði í norð- vesturhliita Atlantshafs á þess- urn áratiig." Sagði hann þetta við setningu 21. árlegs fundar milliríkjanefndar þeirrar, sem fylgist með fiskveiðum á Norð- vestur-Atlantshafi og það með, að „lögmálið um minnkandi af- rakstur er að taka gildi svo að um munar og sniiast verðnr gegn því í sameiningri. Davis sagði, að eftirspurn væri ekki framar vandamál, að því er snertir alþjóðafiskveiðar. „Það er framboð fremur en eft- írspurn, sem skipta mun máli fyrir fiskveiðar okkar í fram- tiðinni. Það er magn fiskistofn- anna og aðferðin við að skipu- leggja fiskveiðar okkar á Norð- vestur-Atlantshafi, sem sker úr um, hversu hagkvæm þróunin verður okkur á þessum og næsta ára-tu-g." Davis sjávarútvegsmálaráð- herra sagði ennfremur við full- trúana á fundinum, sem eru yf- ir 120 frá 15 þjóðum, að „of mörg skip eru að veiða of fáia fiska“ og að of margir stunduðu fiskveiðar á Norðvestur-Atlants- hafi nú. „Með jafnvel enn betri skipum og enn betri útbúnaði verður fiskveiðiafkastagetaui of mikil 1975, ef við giætum ekki að.“ Kanadamenn væru mjög kvjða fuliir út af fiskistofnunum á landgrunni þeirra, sagði ráðherr ann og hundruð einangraða byggðarlaga ættu allt undir veið um komið á fi-ski-tegundum, sem væru eins og þorskurinn í hætt-u. Aflinn á hvern sjómann væri um helmingi minni nú en á fyr-stu árun-um eftir 1950. „Þétta er þróun,“ sagði Davis, „sem leiðir til mikilla erfiðleika, ef hún heidur áfram, fyrir tu-gi þúsunda Kanadamanna, sem bú sefctir eru á Nýfundnalandi og í sjávarhéruðun-um.“ Þá sagði Davis sjávarútvegs- máiLaráðherra, að Kanadamenft bæru einnig kvlðboga út af minnikandi selastof num.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.