Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1971 17 Mao formaður: þess vegna hlyti ég að fagna Nixon.... inum íagnað af tveimur óvopn- uðum herforingjum, sem bera þó engin merki, er sýna tign þeirra. Þeir eru hershöfðingjar, segir Nancy T'ang. Hvemig veit hún það? Þeir fara þegar for- maðurinn kemur og tekur á móti mér á dyragættinni á vinnustofu sinni. Ég bið afsökunar að hafa látið hann bíða. Ég hafði verið í fasta svefni, þegár ég var kvaddur fyrirvaralaust á þenn- an fund. Þetta var snemma morg uns. Við snæddum árbít saman og töluðum þangað til klukkan eitt eftir hádegi. Hann var með vott af kvefi og lét há- stöfum í ljós þá skoðun, að hann vissi ekki tii hvers þessir læknar væru, þeir gætu ekki einu sinni haft í fullu tré við svo meinleysislegan sjúkdóm sem kvef væri. Ég minntist á dr. Linus Pauling, hafði heyrt af honum og kenningum hans um að það gæti hjálpað að taka stór an skammt af c-vitamini. Ég bauðst til að senda honum töfl- ur. Hann sagðist ætla að prófa það. Ef það mundi hjálpa hon- um myndi heiðurinn verða minn. Ef það hefði verri áhrif á hann myndi hann ekki ásaka mig.“ „Vinnustofa Maos var þakin bókahillum, þar voru hundruð kínverskra bóka og inn á milli fáeinar erlendar bækur. Bóka- merki blöstu við í nokkrum þeirra, bækurnar voru augsýni- lega i stöðugri notkun. Á gríðar stóru skrifborðinu voru bunkar af támaritum og blöðum. Þetta var vinnustofa starfandi manns. Út um gluggann var útsýni út í garðinn; þar ræktar formaður- inn grænmeti og gerir tilraunir með nýjar korntegundir. Þetta er ekki einkalóð, heldur er hún í eigu ríkisins. Kannski honum veiti ekki af uppskerunni, þar Fyrri hluti sem hann er sagður hafa afsai- að sér tuttugu prósent launa sinna.“ „Við töluðum um skrif min um síðasta fund okkar, í janúar 1965 þar sem ég hafði eftir hon um að vissulega væri persónu- dýrkun við lýði i Kína — og það sem meira væri — með réttu og ekiki að ástæðulausu. Ýmsir höfðu gagnrýnt mig fyrir að skrifa þetta. Og hvað með það, sagði Mao, þótt ég hefði skrifað um persónu dýrkun í Kína. Hún væri stað- reynd. Og því að leiða hjá sér staðreyndir? Það var rétt. . . . þessir embættismenn, sem höfðu bei'tt sér gegn þvi að ég kæmi til _Kina árin 1967 og 1968 höfðu verið félagar í samtökum öfga- manna til vinstri, og höfðu lagt undir sig utanrikisráðuneytið um skeið, en nú var fyrir löngu búið að losna við þá. Mao hafði verið þeirrar skoðunar, þegar við ræddum sama-n árið 1965, að persónudýrkun væri nauðsyn- leg til að lægja öldur og draga úr ólgu innanlands, sem þá gerði mjög vart við sig eins og alkunna er. Kínversk skólabörn, sem láta í ljós hrifningu sína á Hiniun mikla fræðara allrar alþýðu. Úrdráttur úr viðtali bandaríska blaðamannsins Edgar Snow við Mao-Tse-Tung BANDARÍSKI rithöíundur- inn Edgar Snow var á ferð í Kína fyrr á þessu ári. Hann er einn af örfáum Banda- ríkjamönnum, sem hefur fengið leyfi til að koma til landsins — enda var þetta áð- ur en ping-pong-sýkin greip um sig. — Edgar Snow hefur að sönnu nokkra sérstöðu, þar sem hann hefur skrif- að mikið um kínverk mál- efni og hefur aukin held- ur hvað eftir annað lýst yfir samúð og skilningi með málstað kínverskra komm- únista. Hann hitti að máli IVIao Tse-Tung, leiðtoga kín- versku þjóðarinnar og áttu þeir saman langt samtal. Fyrir skömmu birtist út- dráttur úr því í hrezka blað- inu The Sunday Times, þar sem formaðurinn tjáir hrein- skilnislega skoðanir sinar. bæði varðandi innanríkis- mál, svo og afstöðuna til al- þjóðasamskipta. Kaflar úr grein Snows fara hér á eftir í endursögn eða lauslegri þýðingu. Snow hefur greinina með því að segja, að Mao formaður hafi lagt ríka áherzlu á að hann kærði sig ekki um að láta hafa við sig viðtal, en hann féllst þó á að birta mætti inntakið úr sam ræðunum við Bandaríkjamann- inn, án þess þó að beinar tilvitn- anir væru notaðar. Meðan á fundi þeirra stóð skrif aði Nancy T'ang niður mest af því sem þeim fór á milli. Nancy T’ang er dóttir T’ang Ming-Chao en hann var ritstjóri kínversks fréttadagblaðs, sem var gefið út í New York fram til ársins 1949. Síðan hefur T’ang starfað í Kína og sérmál hans að starfa að menningar- og stjórnmálasam- skiptum við erlend ríki. Auk þess var viðstödd öntnur kániversk kona, ritari formannsins. Hvorug þessara kvenna bar Mao merkið; segir Snow það athyglisvert að þetta var í eina skiptið sem hann hitti að máli opinbera emb ættismenn, sem ekki skörtuðu Mao-merkinu. Snow kveðst hafa skrifað sam tal þeirra niður eftir minni, strax að því loknu og hann fékk einnig afrit af þvi sem Nancy T’ang hafði skrifað niður. Snow segir um bústað for- mannsins: „Heimili Mao í Pek- ing er í suðvesturhlutanum, þar sem áður var Borgin bannaða, umiukið háum veggjum og ekki ýkja langt frá T’ien an Men, eða Hliði hins himneska friðar, en þaðan fýlgist hann jafnan með hinni dýrlegu hátíðaskrúðgöngu í október. Handan þessara háu veggja, var á sínurn tíma bústað- ur hins forna keisaraveldis. Nú búa félagar Stjórnmálaráðsins hér og vinna í nánum tengslum við formanninn og Chou-En Lai, forsætisráðherra. Gengið er inn um Vesturhliðið, þar standa tveir varðmenn vopnaðir. Eftir að hafa reikað eftir eyðilegum trjágöngum kemur igesturinn að einnar hæðar húsi, miðlungi stóru, sem er byggt í hefðbundn um stíl. Við innganginn er gest- Mao formaður. Auðvitað hafði persónudýrk- unin farið út I öfgar. Nú var al'lt með öðrum brag. Formaður- inn sagði það væri erfitt f^rir þjóðina að leiða hjá sér venjur og hefðir 3000 ára keisarastjórn- ar. Hin svokölluðu fjögur Miklu viðumefni Maos — Mikli fræð- ari, Mikli leiðtogi, Mikli yfirfor- ingi, Mikli stjórnandi — væru auðvitað kjaftæði. Öll þessi viðurnefni yrðu lögð niður, fyrr eða síðar. Aðeins orðið fræðari eða kennari mundi fá að standa, þ.e. rétt venjuleg- ur skólakennari. Mao hafði ver- ið kennari í Changtung,-sha, áð ur en hann varð kommúnisti. Hinir titlarnir yrðu numdir á brott.“ Síðan segir Snow.: „Ég hef oft velt fyrir mér,“ sagði ég „hvort þeir sem hrópa nafn Mao hæst og veifa flestum fánum geri það ekki með það eitt fyrir augum að sigrast á Rauða fánanum." Mao kinkaði kolli. Hann sagði að sliíkt fólk skiptist i þrjá hópa. I þeim fyrsta væru þeir, sem væru einlægir, í öðrum hópnum væru þeir, sem létu berast með fjöldanum —■ hrópuðu vegna þess að aðrir gerðu það. 1 þriðja hópnum væru hræsnarar. Rétt væri hjá mér að láta ekki slá ryki I augu mér.“ „Ég kvaðst minnast þess, seg- ir Snow, ,,að Mao hefði banin- að árið 1949, að stræti, torg eða borgir yrðu skírð í höfuðið á einhverjum. Hann játti þv5, reynt hafði verið að forðast það, en annars konar dýrkun hafði sprottið upp i staðinn. Það voru svo mörg slagorð. Póstar og styttur. Rauðu varðliðarnir stað hæfðu að hefðu borgarar ek!ki slíttct uppi við væru þeir and- Maoistar. Á síðustu árum hafði verið þörf fyrir persónudýrkun. Nú var ekki slík þörf fyrir hendi og yrði farið að draga úr þessu. En, hélt hann áfram, þegar allt kæmi nú til alls, höfðu ekki Bandarikjamenn persónudýrk- un i einhverri mynd? Hvernig gætu ríkisstjórar, forsetinn og stjórnin setið nema því aðeins, að einhverjir væru til að dýrka þá? Löngunin í að vera tilbeð- in og löngunin að tilbiðja væri alltaf fyrir hendi. Gætuð þér, spurði hann mig, verið ánægður, ef enginn læsi bækurnar eða greinarnar yðar? Hverjum manni væri einhvers konar dýrk un nauðsyn og það ætti við um mig lika.“ Show segir, að Mao hafi ber- sýnilega hugleitt þétta mál mjög rækilega — þörf mannsins til að dýrka, og hann hefði hugsað mikið um guði og Guð. Á fyrrl fundum þeirra höfðu þeir rætt það. Og nú, þegar hanin (Mao) er 76 ára gamall og við ágæta heilsu sagði hann enn einu sinni við Snow að hann myndi „fljótlega ganga á Guðs fund. Það væri óhjákvæmilegt; hver einasti maður yrði að hitta Guð.“ Þessu svarar Snow svo: — Volt- aire sagði að væri enginn guð til væri manninum nauðsynlegt að búa hann til. Ef hann hefðtt. lýst sjálfan sig guðleysingja um þær mundir hefði hann sjálfsagt Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.