Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.1971, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MAl 1971 19 Deep Purple — í mannf jöldanum 17. júní nk VIÐ þurfum engin. stór orð í þetta sinn. Ekkert í líkingu vlð Led Zeppeiin-áróðurinn í fyrra — eða allt ruglið um The Kinks . . . . Við ætlum bara að leggj a út af tveim enskum orðum, orð- unum: DEEP PURPLE. Af hverju endilega? Af hverju ekki? Af þvi bara — og ' kannski lika vegna þess að þeir erú að . . . . KOMA TIL ÍSLANDS. Á meðan ég skrifa þessar lín- ur, sit ég uppi undir súð í æva fornu tréhúsi í Keflavík og hlusta á DEEP PURPLE IN ROCK — heima hjá Sigga Garð- ars, þú veizt. Honum fínnst eins og fleirum að það sé kominn tími til að fá aftur almennilega grúppu á hljómleika hérlendis — og þar, sem reynsla okkar af því „næst bezta“ (eigum við að segja KINKS?) er heldur slæm, þá dugði ekki minna en það bezta. Og sem sagt — nú er Ingi- bergur Þorláksson, poppfræðing- ur, búinn að festa sér þessa Mjómsveit — þessa með Ian GÍllan úr Jesus Christ Super- star og allt það. Siggi snýr við plötunni og ég Kt upp til að spyrja hann um hvernig þetta eigi allt að fara fram — hvenær þeir komi og avoleiðis. — Þeir koma 17. júní með einkaflugvél og skoða sig lík- lega eitthvað um í Reykjavík á þjóðhátíðinni (ætla eflaust að láta sig hverfa í mannfjöldann, hvernig sem það tekst nú) og svo bara slappa þeir af þangað til hljómleikamir hefjast dag- inn eftir (18. júní) í Laugardals höllinni — og síðan fara þeir heim daginn eftir. — Nú, en af hverju verða þeir svona stuttan tíma héma? — Þeir eru í Frakklandi eins og er og verða þar eitthvað áfram, þó að þeim sé allt annað en vel við Frakka, þannig, að þeir vilja koma hingað til að ná réttu jafnvægi. Jimmy Page (úr Led Zeppe- lin, ef einhver skyldi þurfa að brjóta heilann lengi um nafnið) bar fslandi nefnilega mjög vel söguna. Reyndar vildi Jethro Tull koma hingað líka — en DEEP PURPLE varð fyrir valinu, því að þeir era einfald- lega mun vinsælli hér. Annars er aldrei að vita nema hægt sé að fá Jethro Tull hingað seinna. Þessi nýja plata þeirra er mjög góð, svo það er alla vega grund- völlur fyrir því. — En svo við snúum okkur aftur að Deep Purple — hvað ætla þeir að hafa með sér til íslands? — Það koma fimm aukamenn með þeim og ég held að hljóð- færin séu upp á 3.5 tonn — og kosta um 20.000 pund. Þeir ætl- uðu að koma því með skipi í bil, en svo gátu þeir það ekki vegna tímaleysis. — Heldurðu ekki að Saltvík dragi eitthvað úr aðsókn hjá þeim? — Nei. — Hvað verða hljómleikarnir langir?' — Þeir hafa samþykkt að spila í hálfan annan tíma. Þeir miða líklega sitt prógram við það í öllum tilfellum, þannig að fslendingar ættu ekkert að fá minna en aðrir út úr þeim. .— Hvað um miðsöluna? — Við erum að reyna að fá eitthvert hús í Miðbænum —• einhvers staðar, en annars verð ur hún bara i Laugardalshöll- inni, ef við fáum ekkert annað. — Koma nokkrir fleiri fram á hljómleikunum? j — Já — kynnirinn. Þetta er nú allt á framstigi ennþá. Við verðum að athuga það seinna. Við höfum svo mikið annað að gera. Þó höfum við hugsað fyrir t Föðurbróðir okkar, séra Sigurður Norland (rá Hindisvík, andaðist 27. þ.m. að Landa- kotsspítala. Agnar og Sverrir Norland. KVENNAFUNDUR Hvöt félag sjálfstæðiskvenna býður félagskonum og öðrum sjálfstæð- iskonum til fundar með kvenframbjóðendum flokksins vegna vænt- anlegra Alþingiskosninga. Fundurinn verður haldinn að Hótel Sögu Súlnasal miðvikudaginn 2. júní n.k. kl. 8,30 e.h. Dagskrá: Stutt ávörp flytja: Auður Auðuns, Ragnhildur Helgadóttir, Geirþrúður Hildur Bemhöft, Margrét S. Einarsdóttir, Fundarstjóri verður Ragnheiður Guðmunds- dóttir. Auflur Ragnhildur Geirþrúður Margrét Ragnheiður í upphafi fundar og milli ávarpa leikur Magnús Pétursson píanóleikari létt lög. f kaffihléi syngur kór Menntaskólans í Hamrahlíð, undir stjórn Þorgerðar Ing ólfsdóttur. Við fögnum því að nú skuli þrjár konur skipa sæti svo ofar- lega á framboðslista flokksins. Fjöhuennið á fundinn og takið með ykkur gesti. ATH. ALLAR SJÁLFSTÆÐIS KONUIt ERU VELKOMNAR Á FUNDINN MEÐAN HÚSRÚM LEYFIR. BORÐ EKKI TEKIN FRÁ, IIÚSIÐ OPNAÐ KL. 8.00. Stjórnin. P3lTCH!E mm sérstakri lýsingu á senunni. Þeir báðu sérstaklega um sterk rauð ljós. — Og svona til að enda við- talið. — Ja — ég vona bara að fólk verði í einhvers konar „WOOD- STOCK“-skapi — ekki með nein læti — það er svo heimsku- legt. t ý. ■: \| ' v ' 'c ' Hs mmmm . Nýkomið! Nýkomið! Stuttbuxur — stuttbuxnadragtir — peysur — blússur — kjólar — kápur — Prjónavörur frá Mary Quant — Rússkinns midi pils — Siðbuxur margir litir — Sólgleraugu. OPIÐ TIL KL. 4 LAUGARDAG,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.