Alþýðublaðið - 10.07.1930, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.07.1930, Qupperneq 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Talning atkvæða, er greidd voru við landskjörið 15. júni p. á., fer frara í Alþingis-húsinu fimtudaginn 17. þ. m. og hefst kl. 9 f. h. Reykjavík, 9 júlí 1930. LANDSKJÖRSTJÓRNIN. Magnús Signiðsson. Ólafur Lárusson. Hermann Jónasson. ræðir, en tók pá tillögu aftur eftir að hafa ráðgast við leið- toga flokks síns. Stjórnin hefir þannig unnið sig- ur í fyrri atkvæðagreiðslu af tveimur, sem fram fara í dag o g efast var um, að hún myndi sigra í. Seinni atkvæðagreiðslan stendur í sam- bandi við breytingar lávarða- 'deildarinnar á kolafrumvarpinu. Úr sauðnaiitaull hefir Ársæll Árnason fengið móð- ur sína til þess að vinna bæði vettlinga og sokka. Eru einir fingravettlingar úr þessari ull —■ þrinnuðu bandi — til sýnis í sýn- ingakassa Alþýðublaðsins. Eru þeir dökkmórauðir og mjög svip- aðir að lit íslenzkum mórauðum sauðalit. Sauðnautaullin hefir þann eig- inleika, að hún þófnar ekki, oger það stór kostur á henni til nær- fatagerðar. Dýrt frímerki. Nýlega var eitt frímerki selt á 250 sterlingspund, eða um 5500 kr. Þetta er blátt 4 pence frí- merki frá Vestur-Ástralíu, er gef- ið var út 1854, og er nefnt „Öfugi svanurinn" af því að mynd af svörtum svan, sem er á því, er þar öfug. Frimerki þetta fanst í safni látins manns, er ekki virð- ist hafa tekið eftir að þetta væri „öfugur“ svanur. Um dagÍK&n og vegiura. Næturlæknir er í nótt Sveinn Gunnarsson, Óðinsgötu 1, sími 2263. Til bifreiðastjóra. Viijið þið gera svo vel og stanza þegar þið mætið hlaup- aranum Magnúsi Guðbjörnssyni á Þingvallaveginum einhvem næsta dag, er hann hleypur til Reykjavíkur. Áfengissmyglunin til Stykkishólms Alþýðublaðið hefir verið beðið að geta þess, að bifreiðin, sem ætlaði að flytja áfengið frá Stykkishólmi til Borgarness, hafi ekki verið frá Stykkishólmi, heldur frá Borgarnesi. Sýningin í Alpingishúsinu á gjöfum þeim, er erlendar þjóðir o. fl. sæmdu okkúr Is- lendinga á alþingishátíðinni, var alt of stuttan tíma opin. Fjöldi fólks, sem ætlaði að sjá grip- ina, varð frá að hverfa vegna þrengsla. Sýninguna er sjálfsagt að opna aftur hið fyrsta og hafa hana opna fram yfir helgi. Al- menningur hefir vissulega ekki notið svo mikils af hátíðarfagn- aðinum að of mikið geti talist, þótj hann fái að sjá gripina. , Danzleik heldur glímufélagið „Ármann" í K. R.-húsinu annað kvold eftir íþróttasýningarnar. Allir fé- lagarnir, sem verða í sýningun- um, em boðnir, en þeir félagar aðrir og gestir þeirra, sem vilja vera með á danzleiknum, geta fengið miða keypta við inn- ganginn. Ágæt hljómsveit spilar. Á landssýningunni er nú til sýnis húð af loðnauti (sauðnauti, sem aðrir nefna), og er hún af sarna bolanum og hausinn er af á náttúrugripasafn- inu. Er þetta eitthvert stærsta dýrið, sem þeir Gottu-menn veiddu. Alþingishátíðin i erlendum blöð- um. í Parísarútgáfu „Chicago Tri- bune“ skrifar John S. Steele um alþingishátíðina og segir þar m. a.: „Þrátt fyrir afar-slæma vegi og takmörkuð flutningatæki voru. um 20 000 manna fluttir á miili Reykjavíkur og Þingvalla, þar sem engin skilyrði voru fyrir hendi áður til þess að taka á móti nejna litlum gestahóp, og flutningurinn tókst svo vel, að ekkert verulegt slys varð af. A Þingvöllum bjó allur þessi sæg- ur í tjöldum við mjög sæmileg- an aðbúnað. Alt var sérstaklega undirbúið fyrir hátíðina, tjöldin flutt inn frá Skotlandi, borðbún- aður frá Þýzkalandi, ábreiður voru og innfluttar o. s. frv., en maturinn var íslenzkur og — hann var góður. Gestimir luku allir upp einum munni um það, hve undirbúningur og skipulag hefði verið framúrskarandi. Á meðal þeirra voru Norbeck öld- ungadeildarþingmaður og Burt- ness þingmaður, sem kváðu svo að orði, að þeir hefði á- engu slíku þjóðarmóti verið, er tæki alþingishátíðinni fram.“ (FB.) ' Flugið. „Súlan“ flaug hringflug hér í gær eftir að hún kom að norðan. I morgun var ekki flugfært til Vestmannaeyja og var því ekki búist við neinu langflugi í dag. Á morgun fer „Súlan" til ísafjarðar og á laugardaginn til Vestmanna- eyja, ef flugfært verður. Hjónaband. Sigurlaug Jónsdóttir og Jón Hilrnar Jónsson. Séra Bjarni Jónsson gaf þau saman. A. S. V. og Krossaness-verkfallið Alþjóðasamhjálp verkalýðsins, Islandsdeildin, hélt fund í gær- kveldi í Kaupþingssalnum til þess að ræða um hlutverk fé- lagsins 1 sambandi við hina harð- snúnu launadeilu, sem verka- menn fyrir norðan eiga nú í við norskt auðvald í Krossanesi. Samþykti fundurinn að hefja nú þegar öfluga fjársöfnun til styrktar verkfallsmönnum með frjálsum samskotum meðal verkamanna. Samskota var leitað meðal fundarmanna og söfnuðust 45 krónur. Auk þess, sem félags- menn safna á listum næstu daga, mun listi liggja frammi i af- greiðslu Alþýðublaðsins. Verka- menn, verum samhuga um að styrkja stéttarbræður okkar í Krossanesi í baráttu þeirra! Leggjum allir nokkra aura í styrktarsjóðinn! Stjórn A. S. V. Hvað er að frétta? / Marardal fara ungir alþýðu- menn í útilegu á laugardags- kvöld. Allir verða að hafa tilkynt þátttöku sína fyrir kl. 3 á morg- un í Alþýðuhúsið. Knattspyrnumót íslands.' 1 kvöld fer fram úrsiitaleikur milli K. R. og Vals. Standa bæði þessi félög jafnt að vígi það sem af er mótinu. Verður áreiðanlega mjög skemtilegt að sjá þessi tvö ágætu félög keppa um nafnbót- ina „Bezta knattspyrnufélag Is- lands“. Ættu bæjarbúar að fjöl- menna á íþróttavöllinn í kvöld. Skipafréttir. „Botnía“ fór utan í gærkveldi. „Esja“ kom kl. 12 í n'ótt vestan um land úr hring- ferð. — Fisktökuskipið „Bisp“ fór í gær til Vesturlandsins að taka fisk ög „Gunnhild", sem kom með bryggjuefni til Reykjavík- urhafnar, fór til Hafnarfjarðar og tekur þar fisk. I morgun kom enska herskipið „Rose-Marie“ hingað. MUNIÐ: Ef ykkur vantar hús- gögn ný og vönduð — einnig notuð —, þá komið í fornsöiuna, Aðalstræti 16, sími 1089 eða 1738. NÝMJÓLK fæst allan daginn í Alþýðubrauðgerðinni. Kaupakona og telpa óskast á sama heimiii. §ími 2154. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN, Hverftsgötu 8, sími 1294, tekur að sér allskon- ar tækifærlsprentun, svo sem erftljóð, að- gðngumtða, kvittanir, reikninga, bréf o. a. frv., og afgreiðir vinnune 'jólt og viö réttu ve.oi. Ferrosan er bragðgott og styrkjandi lárnmeðal ágætt meðal við Móðleysí taugaveikluu Fæst í ollum lyfjabúðum. Verð 2,50 glasið. Bœkiar. „Smidur er ég nefndur“, eftir Upton Sinclair. Ragnar E. Kvaran þýddi og skrifaði eftirmála. Kommúnista-ávarpið eftir Karl Marx og Friedrich Engels. Bijlting og íhald úr „Bréfi ti) Láru“. Húsid viö Nordurá, íslenzk leyniiögreglusaga, afar-spennandi. Rök jafnáðarstefnunnar. Útgef- andi Jafnaðarmannafélag Islands. Alpýðubókin eftir Halldór Kilj- an Laxness. Njósnarinn mikli, bráðskemti- leg leynilögreglusaga eftir hinn alkunna skemtisagnahöfund. Wil- liam le Queux. Söngvar jafnaðarmanna, valin Ijóð og söngvar, sem alt alþýðu- fólk ætti að kunna og Syngja. Fást í afgreiðslu Al'þbl. OBEIS munntóbak sr bezt. Ipökufundur er í kvöld. Hjiilpræðisherinn. Á morgun kl. 81/2 e. m.: Móttökusamkoma fyrir Axel Olsen kaptein. Gestur J. Ár- skóg ensain stjómar. Horna- flokkurinn og strengjasveitin að- stoða. Allir velkomnir! Rltitjörl og ábyrgöarmaðaii Haraldur Gaðmnndsson. Alþýöuprentimlðtao.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.