Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1971 22 D-22* [raudarárstig 31] 25555 ■ ^14444 WfllFIW BILALEIGA IIVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabtfreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW 9 mtiiM - Landrover 7 manna IITIfl BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13 Sím/14970 .Eftir lokun 81748 eða 14970. BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 BÍLALEIGA Keflavík, sími 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan Suðurlandsbraut 10, s. 83330. biloHeigan AKBJIA UT car rental service * 8-23-47 sendum r LEIGUFLUG FLUGKENNSLA FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422, 26422. 0 Andleg og líkamleg fæða ferðamannsins Undir þessari fyrirsögn skrifar S.S.: „ „Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest, og hleyptu á burt undir loptsins þök.“ Oft hefi ég farið eftir þessum hollráðum Einars Benediktsson- ar og vel gefizt. Fátt tel ég manni hollara en hugljúft sam- band við hina göfugu sál hests- ins. Nú á síðari árum hefur bifreiðin mín borið mig margan frídaginn brott frá borgarysi — inn í tígulegan fjallafaðm, —' þangað sem mannsandinn finn- ur sjálfan sig og fagnar frjáls- ræðinu. En við fjallgöngumenn meg- um aldrei gleyma hlýjum og hentugum fatnaði, áttavita og hollu veganesti. Því að kyljur öræfanna kunna að reynast kaldar og harðlyndar. 0 Kynnumst Islandi fyrr en útlöndum! Hvers vegna erum við Is- lendingar svo óhyggnir að verja árlega offjár. til erlendra hóp- ferða, sem gefa akirei gagrileg kynní af löndum né lýðum, er þar búa? Slíkar hópferðir minna mig ætíð á sauðkindur, sem reknar eru eftir ákveðnum götuslóðum til rétta á haust- dögum. Hvers vegna ekki fyrst að kynnast töfravaldi síns eig- in lands og tröllauknum hrika- leik þess, sem víða er að finna? Kynnast fyrst hinni fjöl- breytilegu andlegu fæðu, sem okkar ástkæra föðurland ér fært um að bera á borð fyrir okkur, áður en við gleypum óhugsað við erlendum snöpum. Ég hefi átt því láni að fagna að ferðast víða um fríða fjalla- dali og blómlegar byggðir þessa lands, — gefið mér tima til þess að tala við fólkið, sem fram- leiðir mjólk og kjöt — fólkið, sem vinnur myrkranna á milli við ræktun búfjár og jarðar — kynsióð, sem hefur unnið þrek- virki án hugsunar um að „full- heimta daglaun að kvöldi“. 0 Subbuskapur á salernum Á ferðum mínum um land- ið hefi ég að sjálfsögðu kynnzt fleiru en störfum bændafólks- ins, sem unnin eru fyrir fram- tíðina. Ég hefi einnig haft Stúlka óskast til að gæta 4ra ára drengs allan daginn í 3 vikur. Upplýsingar í síma 25815 á sunnudag. Starf forstöðumanns Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar er laust til umsóknar. Launakjör skv. kjarasamn- ingi Starfsmannafélags Revkjayíkurborgar. Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. Reykjavík, 15. júlí 1971. Borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson. BÍLASALA Bílar fyrir fasteignabréf. Bílar fyrir mánaðargreiðslur. Bílar í skiptum fyrir gamla bílinn. Bílar fyrir unga sem aldna. Bílar fyrir alla. Opið til kl. 6 á laugardag og sunnudag. BÍLASALAN Hötðatúni 10 Sími 15175 og 15236. kynni af gistihúsmenningu fs- lendinga og menningu ferða- mannanna sjálfra, bæði á veg- um úti og þó alveg sérstaklega ósnyrtilegri umgengni ótrú- lega margra ferðalanga inni á snyrtiherbergjum gistiheimila og greiðasala. Mega gestgjafar áreiðanlega vera vel á verði gagnvart sóðaskap og kæru- leysi margra umrenninga. Kon- an mín er talin þrifin húsmóð- ir, og hygg ég, að hún eigi það álit fyllilega skilið. Er mér minnisstætt, er hún hrökk með hryllingi brott frá óhreinum handklæðum á vissu gistihúsi. Já, minningarnar frá sumarfrí- ferðum okkar hjóna eru mis- jafnlega bjartar og aðlaðandi, eins og gengur. 0 Ánægjuleg gisting Eitt sinn höfðum við ekið langan áfanga á leið frá Aust- urlandi til Reykjavíkur. Kalsa- veður var og rigning, er það óhapp varð á Vallnabökkum í Skagafirði, að við þurftum að skipta um hjólbarða bifreiðar- innar. Var okkur orðið hrollkalt á þessu síðsumarskvöldi, er því verki var lokið. Kom okkur saman um, að hyggilegt væri að leita sem fyrst að góðum gististað. Ekki höfðum við ekið lengi, er við komum að „af- leggjara", hvar auglýst var með vegvísi, að gisting væri á boð- stólum í húsmæðraskólanum á Löngumýri. „Þangað skulum við fara,“ sagði konan mín, „því að það gistiheimili er orð- lagt fyrir þrifnað og góðan mat, enda ráða þar ríkjum tveir færir húsmæðrakennarar.“ Marglit Ijós lýstu upp vel hirt- an skrúðgarð skólasetursins, sem stakk í stúf við kaldan og hrollvekjandi andardrátt veðurguðsins þetta kvöld. Gestgjafar voru, sem áður var sagt, húsmæðrakennarar, að nafni frk. Jónina Bjarnadótt- ir, nú forstöðukona á Laugum í Þing., og frk. Sigurlaug Egg- ertsdóttir. Var þegar auðsætt, að þær gerðu starfssystrum sín- um sóma með þrifnaði og myndarbrag, því að inni í því hlýja og bjarta húsi andaði hreinlætið. „Þar var einnig um ljúffenga rétti að ræða, fram- reidda með smekkvísi," sagði konan mín. Vissra orsaka vegna gátum við hjónin ekki ferðazt um sveitir þessa lands sl. sumar. En sú fregn hafði borizt okkur til eyrna, að önnur okkar ágætu matmæðra og háttvísu gestgjafa frá Löngumýri, frk. Sigurlaug Eggertsdóttir, hefði rekið gistiheimili með miklum myndarbrag i kvennaskólanum á Blönduósi og hefði þar verið um góða og háttvísa þjónustu að ræða gagnvart innlendu og erlendu ferðafólki, „Við skulum gista i sumar hinn forna kvennaskóla Hún- vetninga," segir konan mín, og ég er á sama máli. Oft hefi ég á sumarkvöldum séð óvenjufagurt sólarlag við Húnaflóa. — S-S.“ 0 Ensk stúlka óskar eftir vinnu hér Bréf hefur komið upp til íslands frá stúlku í Lundúna- borg, sem óskar eftir einhvers konar atvinnu hér á Islandi. Hún segist vera brezkur þegn, sem vilji gjarnan vinna og búa hér. 1 bréfinu telur hún upp ein- hver skólapróf, sem Velvakandi botnar litið í, en skilst, að hún hafi lært ensku, landafræði, þjóðfélagsfræði og almennar raunvísindagreinar. Hún kveðst hafa unnið við tæknistörf í rannsóknastofu og vel geta hugsað sér að fást við slíkt hér, en hún segist líka .geta orðið vinnukona á „au-pair“-grund- velli. Þá kveðst hún vera fús til þess að læra islenzku. Hún biður þá, sem hafa hug á þessu, að skrifa sér og láta sig vita um leið, hvort auðvelt verði fyrir sig að útvega sér húsnæði. Nafn og heimilisfang: Miss Annette Nash, Top Flat (Lange House), 10 Mowbray Road, London S.E. 19, England. 0 Öryggisbelti í bifreiðum Velvakanda hefur borizt geysilangt bréf um nauðsyn þess, að allir fái sér öryggis- belti i bílinn sinn. Aðalinntak- ið er það, að fullsannað sé, að slík belti dragi úr slysaáverk- um og fækki banaslysum í um- ferðinni. Þetta viti allir, en kæruleysi valdi því, að notkun þeirra sé ekki almennari en raun ber vitni. Fjárútlát í þessu sambandi séu hverfandi miðað við gagn þeirra. Velvakandi væri fús til þess að birta bréf urh þetta frá sama höfundi, stytti hann mál sitt verulega, en bréfið, sem hann sepdi, tæki upp undir blaðsíðu, og yrði þá þröngt um Ferdín- and vin okkar hér niðri í kjall- aranum. TIL ALLRA ÁTTA GLASG0W Fimmtudaga NEWY0RK Alladaga •------ REYKJAVÍK 0SLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga L0ND0N Fimmtudaga LUXEMB0URG Alla daga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.