Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1971 17 Kona slasaðist í strætisvagni Auglýst eftir vitnum Hestum skipað um Reykjavíkurhöfn. Rannsóknarlögreglan auglýsir eftir vitnum að slysi, sem varð hinn 19. april sl. Slysið er nokk uð sérstætt, því að það varð í strætisvagni og var hin slasaða, roskin kona sótt i vagninn af sjúkrabíl. Slysið varð kl. 10 að morgni í vagninum leið 4. Konan hafði komið í vagninn á Lækjartoi'gi, en vagninn þurfti síðan að bíða eftir græn.u ljósi á gatnamótum Austurstræt is og Pósthússtrætis. Þegar vagn stjórinn ók af stað, datt konan úr sæti sínu og lærbrotnaði illa. Vagninn nam Siðan staðar fram an við húsið Túngötu 5 og þang að kom sjúkrabifreið og sótti konuna. Farþegar í strætisvagninum í umræddri ferð eru vinsamleg- ast beðnir að hafa samband v ð rannsóknarlögregluna' umferðf " deild hið ailra fyrsta. afleið- Finnlandl sinni um 30 reiðhestar til Þýzkalands ^xandi eftirspurn í Noregi í, ^RRADAG fóru 30 reiðhestar ba” ^únafossi til Þýzkalands, SamK°m verða seldir. Er það la ®and íslenzkra samvininufé- fr|a'-Sem flytur hestana út. En m ®ramótum hefur það flutr. Urn 3oo hesta. Enn eitt Jafntefli bElR ur „Tig ran Petrosjan og Vikt •síöti °rchn°i gerðu jafntefli í Raf u skák einvígis sins í dag. brj.a ,^eir þannig báðir hlotið ir 1 vinniuga, þar eð allar skák Þeirra í einvíginu fram til 'Sa hafa orðið jafntefli. Wr ' H,A ^nte S^a ii'^in West-Ham er nú í ^hPnisferð í Bandarikjunum, lljji^m kunnugt er stóð til að . kœmi hér við á leiðinni vest íja 1 boði KR. Fyrsti ieikur West > Bandarikjunum fór fram í iw, f'raneisco i Kaliforníu og Ve ^ Það Rot Weiss Essen frá vJLUr't>ýzkalandi. Jafntefli í leiknum 1—1. Um 3000 Hj^^hdur fylgdust með leikn- Sp ’ en það þykir há tala knatt- Pih nuahorfenda í Bandaríkjun Magnús Ingvarsson hjá Sam- bandinu tjáði Mbl., að hestar hefðu verið seldir til Noregs að undanförnu og væri mjög vax- andi eftirspurn eftir þeim þar. Þjóðverjar höfðu mestan áhuga i vor og komu í apríl og maí, en nú er hlé á eftirspurn yfir heit- asta sumartimann, en Þjóðverjar koma aftur í ágúst— septemíber til hestakaupa. í hópnum, sem fór í fyrradag voru nokkrir gæð- I ingar, að sögn Mag-núsar, en l hestarnir annar mjög misjafnir. Sumarhátíð Skarphéð- ins á Laugarvatni STARFSEMI héraðssambandsins Skarphéðins hefur verið öfliug, það sem af er þessu ári. Iþrótta- fó'l’k HSK hefur giert garðimn frægam innan héraðis sem utan. Hæs-t ber sigur Skai-phéðins á nýafstöðnu landsmóti UMSl á Saiuðárkróki, en þar hlaut HSK flest sitig, eftir harða keppni við UMSK. Mörg verkefni eru þó á næsta lieiti og má þar nefna þátttöku iþróttafóliks úr HSK í hinum ýmsu íþróttamótum, smti framumdam eru. Þá hefur stjóm S'karphéðins ákveðið að balda vegle'ga sumarhátíð að Laugar- vatni um verzlunarmanmahelg- ina. Verður hátiðin með svipuðu sniði og síðastliðið sumar, en þá hélt héraðssambandið Skairp- héðinn hátíð að Laugarvatni um verzlunarmannahelgina í tiilefni 60 ára afmælis sambandsims. Þrátt fyrir slæmt veður fór af- mælishátíðin vel irarn og fjöldi manns kom að Laugarvatni og naut fjölibreyttrar úti'hátiðar. Er það von forráðamanna Skarphéð- inis, að veðurguðirnir verði þeim hliðholdir að þessu sinni og gest- ir þeirra að Laugarvaitni um verzlunarmannahelgina geti not- ið hátiðarinnar í hinu fagra um- hverfi Laugarvatns í góðu veðri. Úr strætisvagni — fyrir bíl PILTUR varð fyrir bil á Bú- staðavegi á móts við húsið núm- er 106 síðdegis í' gær. Hafði strætisvagn stanzað við biðistöð og kam pilturinin út úr vagnin- um. Gek'k hann aftur fyrir vagn- inn og ætlaði þvert yfir götuna. Bar þá að bil og lenti pilturinn fyrir henni og kastaðist út á vegarbrún. Sjúkrabifreið flutti piltinn á Slysadeild Borgarspitala. Vitað var að hann var meiddur á mjöðm og læri. Sjúklingi stolið BELFAST — NTB. 1 gær ruddust fimm vopnaðir menn inn í sjúkrabús í Belfast á Norður-Irlandi og höfðu sjúkling á brott með sér. Menn- irnir fimm eru sennilega með- limir hins bannaða irska lýð- veldishers (IRA). Sjúklingurinn, sem þeir höfðu á brott með sér, særðist i sprengingu í kaþólsku hverfi i Belfast í síðustu vik'u, og lögreglan álitur, að hann sé einnig meðlimur IRA. Fyrst réðust fimmmenningarn- ir á tvo varðmemn og bundw þá, og síðan héldu þeir rakteitt til deildarinnar, þar sem félagi þeiirra lá. Einn þeirra fór í læknaslopp og gekk inn á deild- ina. >ar stóðu fjölmargir lög- regilumenn á verði, en þessa sjúkrahúss er mjög vel gætt. Skyndilega stóð „læknirinin“ með byssiu i hendi og ógnaði iöga-eglu- liðinu um teið og hann kaliaði á hina fjóra. Einn Íögregluþjón- anma hugðist gripa til mótmæla- aðgerða, en hann var steginn niður. Sjúklingurinn var borinn út í fl'utningabifreið, sem beið fyrir utan, og jafnskjótt hvarf billinn með miklum hraða. Lög- reglan og öryggisverðir komu strax fyrir vegartálmum á ýms um stöðum i Belifast. Lögreglu bílar voru sendir út á alla vegi sem liggja til Irlands, því að álitið er, að fimmmenningamir muni reyna að lauma sjúkiingn um þangað til frekari meðhöndl unar. "" Hætt ^ við Gylfa J^ainhald af bls. 15. sKlpti Ve sem Alþýðuflokkui'inn Ut’ ^yrir áfalli í kosningum; sigr hefur iika unnið stóra anaa' eins og 1967. Það hendir tap, iiokka í öllum löndum, að grua eða vinna. Ég tel 'hs UVaiiarstefnu Alþýðuflokks legri Sern byggð er á lýðræðis- í;g lafnagarstefnu, vera rétta. býgmun ekki leggja til í Al- 0kknum, að nokkur grund Stöðu hreyUng verði Serð á af- bj6ð hans til meginviðfangsefna ir Se aianna. Hann mun hér eft á Sj,U' hingað til leggja áherzlu lagsi^ainandi lífskjör, aukið fé- aragý nryggh bætta menntun ög " og varðveizlu frelsis ^annréttinda. breytj vi er haldið fram, Si ki að ngar breytinganna vegna Osui tat5ið nokkru um úrslit li6fUt.nganna. Alþýðufliokkurinn ug f0.nu Setið lengi í ríkisstjorn V >pemaSurinn samfleytt í 15 ‘lafí Þú sjálfur, að þetta , g 1 áhrif á úrslitin? sfr Þeirrar skoðunar, að %ÍUr rel-t, að fjölmargir kjós- ''fHlUl,' 0kki sízt ungir kjós- bafi greitt stjórnarand- stöðuflokkunum atkvæði, einis og þú segir, til þess að fá breyt- ingar breytinga.nna vegna. Það er skiljanlegt sjónarmið, að menm vilji reyna eitthvað nýt.t, enda er það næstum einsdæmi i vest rænum lýðræðisríkjum, að rík isstjórnir hafi setið jafnlengi við völd og fyrrverandi ríkis- stjórn. Það er þess vegna að ýmsu leyti eðlilegt, að þjóðin fái nú að sjá og reyna, hvað aðrir flokkar geta -gert. Sjálfur læt ég af störfum með góðri samvizku. Ég hef farið með stjórn menntamálanna síð an 1956, og ég er óhræddur um dóm sögunnar. Árið 1956 var varið til fræðslu- og mennta- mála og rannsókna 3,4% af þjóðartekjunum; þá var Island fyrir neðan meðallag nágranna þjóðanna. En nú í ár er þetta hlutfall komið upp í 6%, og Is- lendingar eru komnir í hóp fremstu þjóða á þessu sviði. Það hefur átt sér stað algjört endur mat verðmæta í þessum efnum. Skólarnir, menningarstofnanirn- ar og r a n n s ókn a stofna n i r n a i' hafa hlotið nýjan og stórbætt- an sess í íslenzku þjóðfélaígi, svo sem vera ber. Annað dæmi um þetta: Árið 1956 var hlut- deild þessara mála í opinberum rekstrarútgjöldum 30%, en er nú komin upp í 47%. Slíkt hef ur a.ldrei gerzt áður á hliðstæð'U tímabili. Viðskiptamálin hef ég farið með síðan 1959. Áður hafði um 30 ára skeið ríkt hér haftabú- skapur og nánast einangrunar- stefna á viðskiptasviðinu gagn- vart öðrum löndum. Á rúmum áratug hefur orðið gagnger breyting á þessu. Komið hefur verið á skipulagi frjálsræðis og fjölbreytts vöruframboðs, og ís land tekur nú eðlilegan þátt í samþjóðlegu viðskiptasamstarfi þjóðinni til mikilla hagsbóta Mér kæmi það mjög á óvart, ef horfið yrði frá þessati stet’nu nú, til hinna gömlu stjórnar- hátta í viðskiptamálum; það væri hrein afturhaldsstefna. Auðvitað dettur mér ekki i hug að halda því fram, að það, sem áunnizt hefur, sé eingöngu mitt verk. Þingflokkur Alþýðu- flokksins hefur verið mjög ein- huga og stefnufastur varðandi þau mál, sem hann hefur beitt sé.r fyrir. Alkun.na er einnig, að persónulegt samstarf milli þeirra manna, sem setið hafa i ríkis- stjórn, síðan samstarf Alþýðu- fllokksins og Sjálfstæðisflokksins hófst, hefur verið einstaklega heilsteypt og drengilegt. Ýmsir, sem eru eldri en ég, telja, að sliiks séu ekki önnur dæmi. I framhaldi af þessum sið ustu ummælum, Gylfi. Á fundi í Alþýðuflokknum eftir borgar stjórnarkosningarnar í fyrravor hafði einn ræðumanna orð á þvi, að tap flokksins væri því að kenna, að fólkið greindi hann ekki frá Sjálfstæðisflokknum. Stendur Alþýðuflokkurinn ef til villl nær Sjálfstæðisflökknum e.n öðrum fflokkum? — Það er rétt, að einn ræðu manna á umræddum fundi við- hafði þessi ummæli, sem siðan hefur oft verið vitnað til. Auð- vitað er grundvallarmunur á stefnu Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins. En í tilefni af ummælunura, sem vitnað var til áðan, langar mig til þess að geta orða annars Alþýðuflokks- manns á einum af hverfafundum flokksins fyrir kosningarnar í sumar. Hann sagði við okkur for- ystumenn flokksins: „Hvers vegna i ósköpunum eruö þið að láta skamma ykkur ranglega fyr- ir það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi dregið ykkur til hægri? Hvers vegna segið þið ekki eins og er, hversu góð áhrif þið eruð búnir að hafa á Sjálfstæðis- flokkinn?“ — Vestræn blöð Framhald af bls. 1 skiptastjórnmálalegra inga“. Varnarlaust eöa eigin her? Hufviidstadsbladet í fjal.lar í forystugrein varnir Islands, og segir m.a. að eitt sýnilegasta merkið um hina nýju ríkisstjórn sé nú að hún ætli að senda bandaríska her- liðið úr landi. Blaðið bendir á að stjórnin hafi aðeins tveggja sæta meirihluta og þykir það heldur lítið til að taka svona mikilvæga ákvörðun. Hufvudstadsbladet seg ir að Island eigi nú um tvennt að velja 1) standa uppi varnar- iaust eða 2) koma upp eigin varnarliði. I skeyti frá Gun.nari Rytgaard segir um dönsk blöð: Kristeligt Dagblad, i Dan- mörku, segir að síðasta vinstri stjórn hafi aldrei látið af því verða að reka varnarliðið frá Is- landi. Blaðið telur að Isiand geti vel komizt yfir það þótt það fái ekki aðgang að helztu leyniskjöl- um NATO, meðan kommúnistar sitji í stjórn, en segir: „Meira vandamál er hver skuli verja Is land og hvað það eiginlega á að vera sem gerir aðild íslands að NATO trúverðuga, ef Bandaríkja mennirnir fara heim.“ Blaðið Infornmtion í Dan- mörku, fjallar um varnarmál.in og virðist ekki gera ráð fyrir að neinum detti í hu,g að legrgj* her stöðina alveg niður: „Banda- ríkjamenn hafa nú fengíð að vita að þeir skuli heim, og nú er það eiginlega aðeins spurningin, hver skuli borga fyrir rekstur her- stöðvarinnar. Ef ísland gerir það, fara til þess þrjú prósent af þjóðartekjunum.“ - TASS Framhald af bls. 1 fytgjast náið með þróun mála og endurskoða afstöðu sína í samræmi við hana. Það hefur verið tilkynnt að rikissitjómin muni krefjast þeas að banda- ríska herliðið hverfi á brott í áfömgum á næstu fjórum árum, og að herstöðinn-i í Kefflavík verði lokað. Samtímis lýsti rikis- stjórn Ólafs Jóhannessonar yfir stuðningi sínum við evrópska öryggisráðstefnu, og samvininu. Eins og kemur fram i franska blaðinu L’Humanité, er krafa is- lenzku ríkisstjórnarinnar um að bandarísku stríðsstöðinni verði lokað (sem kemur i fótspor svipaðrar kröfu ríkisstjórnar Möltu) mikið áhyggjuefni hjá NATO. Hið „ístenzka vandamál“ er nú í rannsókn, ekki aðeins i evrópskum höfuðstöðvum NATO heldur og í hermálaráðuneyti Bandaríkjanna. Það var ekki að ástæðulausu sem New York Tim es sagði að lokun herstöðvarinn- ar við Keflavík. hefði í för með sér rnissi mikrlvægs hlekiks í her- vél NATO. Samkvæmt fréttum frá Brúss- ei, sem hýsir höfuðstöðvar NATO, eru bandarísk herskip á Atlantshafi þegar byrjuð að fylgj ast með öilum skipum sem sigla í grennd við Island. Enn sem komið er, er erfitt að spá um hver verður afleiðing áhyggja hershöfðingja NATO, vegna at- burðanna á Islandi. Eitt atriði er þó ómótmælanlegt: Fleiri og fleiri sprungur sundra nú NATO blokkinni. Krafan um að loka bandarisku stríðsstöðinnd á Is- landi og flytja burt bandaríska hermenn frá landinu, er enn ein sönnunin um vonleysi tilrauna erlendra heimsvaldasinna til að halda þjóðum annarra la.nda i „Atlantshafsviðjunum", þegar þær vilja vera eigin herrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.