Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 28
Nýja Edda, Laugarvatni sími 99-6154 Kalt borð í hádeginu á sunnudögum. FERIMSKRI FJsTOI’A RlKISINS LAUGARDAGUR 17. JULÍ 1971 nucLVsmcnR @^-«22480 Uhro Kekkonen Lelðsögumaður finnska forset- ans hér verður Gunnar J. Frið- riksson, formaður Félags ísl. iðn- rekenda. Hann tjáði Mbl. í gær- kvöldi, að heimsóknin hefði verið ákveðin snemma í vetur og stæði á engan hátt í sambandi við stjórnarskipti hér eða nein opinber mál. Tildrög heimsóknar- innar væru þau, að hann hefði boðið félaga sínum og vini, E. Tuomas-Kettonen, fyrrv. for- manni Félags finnskra iðnrek- enda, í laxveiði i íyrrasum- Allir úti að slá HOLTI Á SÍÐU, 16. júlí. — í dag er hér góður þurrkur og var svo einnig í gær. Er gras orðið ágætlega sprottið og eru allir úti að slá. Rífa þeir hratt niður grasið í von um að þurnkurinm haldist. Skaftá í rénun HLAUPIÐ í Skaftá virðist vera i rémm, og var aldrei stórt hlaup. 1 gærmorgun var flóðið í ánni farið að réna hjá Skaftár- dal, er fréttaritari MM. Siggeir í Holti hrinigdi þangað. Og í gær hélt áfram að draga úr vatns- magni i ánni. Kekkonen veið- ir lax á íslandi Kemur í dag og veidir í 4 daga UHRO Kekkonen, forseti Finn- lands, kemur í einkaheimsókn til íslands laugardaginn 17. júlí og verður fjóra daga á laxveiðum. Hann mun heimsækja forseta Is- lands, dr. Kristján Eldjárn, að Bessastöðum. ar. Hefði ekki getað af því orðið. En þar sem Kekkonen forseti er mikill veiðimaður og vinur Tuomasar-Kettonens, hefði sá síðarnefndi lagt til, að forset- inn kæmi með til Islands i sum- ar. Var það ákveðið í vetur og veiðidagar fráteknir. Aðrir í för- inni eru Urop-Levo generáll og Pentti Halonen, prófessor í hjartasjúkdómum. Finnlandsforseti kemur um há- degisbil í dag og mun forseti ís- lands taka á móti honum á flug- vellinum. Mun Kekkonen koma í heimsókn á forsetasetrið á Bessastöðum kl. 4, en halda síðan í einkaerindum í Borgarfjörð, þar sem hann verður við veiðar fram á miðvikudag, en hann heldur heim snemma á fimmtu- dagsmorgun. Fundin er steinhöll Magnúsar góða í Noregi Elztu leifar úr konungs- garði á Norðurlöndum NORSKIR fornleifafræðing- ar, sem í sumar hafa unnið að uppgrefti undir Söndre- götu í Þrándheimi, hafa nú grafið upp 10 metra langan steinvegg, sem talið er að Magnús góði hafi látið reisa árið 1040. Er steinhöll Magn- úsar þekkt úr fornsögunum. Sé þetta rétt, er þarna komið niður á elztu varðveittar leifar af konungsgarði á Norðurlöndum. Aftenposten í Noregi hefur það eftir 0vind Lunde, sem stjórnar uppgreftinum, að ákaflega margt bendi til þess, að þetta séu leifarnar af höllu konungs, sem fundizt hafi. Samkvæmt sögunni á Magnús að hafa byggt sína fyrstu konungshöll á nákvæmlega þessum stað og þaT lét hann líka reisa fyrstu Ólafskirkj- una til minja um föður sinn, Ólaf helga. Var kirkjan full- búin árið 1040 og reisti Magnús þá samtímis eða strax á eftir stóra steinhöll í konungsgarði. Seinna var steinhöllin tekin í notkun sem sóknarkirkja — Gregorí- usarkirkja, og var hún notuð fram yfir Svarta dauða. Framh. á bls. 21 Ef einhverjum dettur í hug) 1 að maðurinn undir þyrlunnij I haldi á henni, þá er það ekkil | rétt. Björn Jónsson flugmaðt l ur Landhelgisgæzlunnar J ' stjórnar þyrlunni og heldur 1 henni í þessari stöðu í 70 ni' i hæð, rétt yfir þverhníptri | ■ bjargbrún Þrídranga, en mað í urinn undir vélinni er að. ' tengja reipi í þyrluna oe í' I því hanga tóm gashylki úr^ Þrídrangavita. — Sjá grein á bls. 13. - Mesta öryggið er styrk- ur Sjálfstæðisflokksins — sag'öi Jóhann Hafstein á fundi Fulltrúaráös Sjálfstæðisfélaganna „MESTA öryggið, sem íslenzka þjóðin á, er styrkur Sjálfstæðis- flokksins. Hann mun eflast með sama hraða og vantraustið vex á núverandi ríkisstjórn." Með þessum orðum lauk .Jóhann Haf- stein, formaður Sjálfstæðisflokks ins, ræðu sinni á fimdi fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík i fyrrakvöld, en þar komu reykvískir sjálfstæðis- menn saman tU að bera saman bækur sínar við stjórnarskipti. Aðrir ræðumenn á fundinum voru þeir Gunnar Thoroddsen, Páll Bjarnason, Árni Eiríksson, Guðmundur Guðmundsson, Valur Lárusson, Sigurbj'örn Þorkelsson og í lok fundarins talaði Geir Hallgrímisson, varaformaður S jálfs t æ ðisf lo kk sin s. 1 upphafd ræddi Jóhann Haf- stein, formaður Sjálfstæðisflokiks ins, úrslit kosninganna 13. júní og aðdraganda stjórnarmynduin- ar Ólafs Jóhannessonar. Hann gat þess, að allir í þingflokki og miðstjórn Sjálístæðisflokksins Jóhann Hafstein Tilraunaskóli í Reykjavík 1973? Fimin ára skóli eftir skyldunám — Hverfisskóli í Breiðholti FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur hefur nú lagt fram tillögur sín ar og greinargerð um stofnun tilraunaskóla í Reykjavík fyrir gagnfræða- og menntaskóiastig- ið Og voru þær til fyrstu um- ræðu á síðasta fundi borgar- stjórnar. t þeim er gert ráð fyrir að tilraunaskólinn verði fimm ára skóli, sem taki við þar sem skyldunámi lýkur. Skólan um verði valinn staður i Breið holti, þar sem hann verði hverf isskóli og taki til starfa haustið 1973. í tillögunum er gert ráð fyrir að í tilraunaskólanum verði allt almennt framlialdsnám samein að í einni kcnnslustofnun, þar sem valfrelsi verði meira en nú gerist. i skólum og nemendur geti þar undirbúið sig undir nám í sérskólum og æðri skól- um, eða búið sig undir störf i hinum ýmsu atvinnugreinum. Þá er gert ráð fyrir að nemendur eigi þess kost, á hverju náms- ári, að Ijúka skilgreindu námi, er veiti þeim tiltekin réttindi eða starfshæfni, þannig að nem endur þurfi ekki að hverfa frá hálfloknu námi, þótt þeir sitji ekki í skólanum öll fimm árin. Hugmyndi.n um tiiraunaskóla var fyrst rædd í borgarstjórn í janúar 1970 og síðan samþykkt að fela fræðsluráði að gera til lögur um skipulag og námsefni frainhaldsskóla, þar sem tilraun ir yrðu gerðar, sem miðuðu að endurskipulagningu á fram- kvæmd og markmiði kennslunn ar, í samræmi við vaxandi fólks fjölda og fjölbreyttari atvinnu hætti og starfsskiptingu. Var Jóhann Hannesson fyrrverandi skólameistari sérstaklega ráðinn Framhald á bls. 23. hefðu verið samimála um, að eðfli legt væri, að fyrrverandi stjórn- arandstæðingum gæfist kostur á að reyna á það, hvort þeir gætu myndað ríkisstjórn, en auðvitað hefði það engan veginn verið vist, að sú tilraun tækist, því að um sumdurledta hjörð væri að ræða og t.d. hefði Hannibal Valdimarsson lýst þvi yfir, að kommúnistar væru fjarstýrður flokkur og ólýðræðislegur. Raun ar væri vitað, að Hannibal Valdd- marsson hefði verið mótfallinn þvi, að Ólafi Jóhannessyni væri falin stjórnarmyndun og hefði hann talið eðlilegt, að sér sjálf- um yrði falið að gera tilraum til að mynda ríkisstjörn, 1 viðræðum vinstri flokkanna Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.