Morgunblaðið - 29.07.1971, Page 12

Morgunblaðið - 29.07.1971, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FlMMTUDAGtJR 29. JÚLÍ 19TI V| í KTIKHYNDA HÚSUNUM irk-k-k Frábær, ★ sæmileg, O mjög góð, ★★ góð, léleg, fyrir neðan allar hellur, Sig. Sverrir Pálsson Erlendur Sæbjörn Sveinsson Valdimarsson Háskólabíó: „WILL PENNY“ Will Penny er miðalda kúreki, sem þekkir ekkert nema strit. Eftir langan nautarekstur fer hann ásamt félögum sínum til bæjarins til aö fá sér vín og konur. Á leiðinni verða þeir fyr ir árás Quints og sona hans, sem fara um stelandi og drep- ur Will einn þeirra. Faðirinn hótar að hefna þess, en Will ræður sig á nautabýli, þar sem hann á að gæta úthaga. Á hann að hafa aðsetur í af- skekktum kofa. Er þangað kem- ur, er kona fyrir í kofanum, en fylgdarmaður hennar hafði svikið hana er þau voru á leið til Californiu. En Quint kemur einnig og pyntar Will, en konan hjúkrar honum. En bóf- arnir snúa aftur og taka þau til fanga. Við illan leik tekst Wiil að komast undan, og ná í sína fyrri félaga til hjálpar . . . . ★ ★★ Mynd, sem fjallar á nærfærinn hátt um erfiðleika aldraðs kúreka, sem ekkert kann fyrir sér — annað en reka nautgripi. Með hjálp snilldarlegrar kvikmynda- töku Lucien Ballards, tekst leikstjóranum að skapa lit- ríka persónu, og D. Pleasence er hryllilega skemmtilegur, sem umsnúinn Biblíu-þyljari oe boroari. Jrk Óvenjuiega raunsær vestri. Kúrekarnir skítugir og illa klæddir, mamnlegir og af þeim al'lur gervi-g'lans. Heston sómir sér vel i síinu karlmannlega hlutverki. Kvik myndatakan góð, en ofbeld- inu gert óþarflega hátt undir höfði. Hafnarbíó: „LÉTTLYNDI BANKASTJÓRINN“ Timothy Barlett (Norman Wis (iom), sem er aðstoðarbanka- stjóri, miðaldra, kvæntur og á þrjú börn, lifir afar reglubundnu iífi. Þegar ráðstefna bankastjóra stendur fyrir dyrum, slasast að- albankastjórinn, svo það kemur i hlut Barletts að sækja ráð- stefnuna. Á leiðinni þangað kynn ist hann tveimur stúlkum, Meg og Nikki, sem verður þess vald- andi að hann stundar ráðstefn- una heldur slæiega, en þeim mun betur táningaiíf staðarins, enda dregst hann að Nikkí. Hið reglubundna líí hans er þar með úr sögunni. En frelsið í ást armálum lízt honum ekki á. — Hann hringir því i konu sína og segir henni að koma tafar- laust og hjónabandið verður sem nvtt á eftir. krk Bráðskemmtileg fram að miðju, en dofnar þá nokk uð og gerist langdregin, jafn- vel tregafull yfir glataðri æsku. Wisdom er greinilega í essinu sínu, enda skrifað- ur fyrir hálfu handritinu og hefur trúlega haft sínar skoð anir á leikstjórn og út- færslu efnisins. irk Aðstæðurnar eru bráð skemmtilegar og sýna hve viðjar vanans eru ríkar í fólki, en jafnframt að það hafi þörf fyrir að losna úr þeim. Norman er mjög góð ur, enda minna ýktur en oft áður. Nýstárlegt við þessa mynd hans er að sjá tækn- ina nýtta í þágu kímninnar á svo hugmyndaríkan hátt. ★ ★ Þar kom loks gaman- mynd, sem maður getur hleg ið að, en þvi miður aðeins út hálfa myndina. Þá fara Wisdom og Co að missa tök- in á efninu og ná sér ekki á strik að nýju. En samt sem áður ljómandi afþreying. Kópavogsbíó: 100.000 DALIR FYRIR RINGO Tom Carrey er samvizkulaus þorpari, sem æsir til óeirða milli hvítra íbúa í Regnboga- dal og Indíánahóps, sem hetst við í dalnum. Sem átyllu not- ar hann atburö, sem hann einn varö vitni að. Réðust nokkrir Indiánar á hvíta konu, en Tom skaut þá alta úr launsátri og drap síðan konuna meö Indí- ánaspjóti til þess aö láta lita út, sem þeir hefðu drepið hana. — 7 árum síðar er Tom oröinn einvaldur í dalnum ásamt glæpaflokki sínum og eini maö- urinn, sem hann þarf aö óttast, er eiginmaður konunnar, sem hann drap (???). — Ókunnur maður kemur í daiinn, Ringo, haröur í horn að taka og marg- ir þykjast þar þekkja eigin- manninn, hverjum orörómi hann neitar. En Tom fer að volgna undir uggum .... Vart er hægt að tala um efnisþráð; myndin er aðeins samansett af uppstilltum bar dagasenum. Framúrskarandi léleg „spaghettli“-mynd (spænsk-ítölsk), allt frá handriti og leikstjórn til sýndrar kopíu. Illa „dubbuð“ á ensku með dönskum texta. Mannskemmandi samsetn- ingur ábyrgðarlausara við- vaninga, sem ekkert kunna fyrir sér. Stjörnubíó: „GESTUR TIL MIÐDEGIS VERÐ AR“ Joey Drayton, dóttir blaðaútgef- anda í San Fransisco, og John Prentice, fella hugi saman í skemmtiferð á Hawai. Henni er það ekkert vandamál að hann er blökkumaður. Hann gerir sér aft ur á móti ljós þau vandamál sem þau munu verða að horfast í augu við áður en til hjónabands kemur, enda reyndari, og fjórtán árum eldri en hún. Feður þeirra leggjast líka gegn ráðahagnum og gengur á ýmsu. Eftir margs konar átök endar myndin með lokaræðu föður Joey’s Hann beinir orðum sínum til ungu elskendanna, og gerir grein fyr ir þeirri ákvörðun sem hann hefur tekið, eftir vandlega um- hugsun. ★★★ Kramer er laginn við að hræra í tilfinningum áhorf andans. En er nokkurt vanda mál að lynda við svo yfirskil vitlega góðan og gáfaðan negra, sem Poitier er látinn leika? Þetta vandamál þarfn ast miklu nánari ígrundun- ar en Kramer veitir okkur. Síðasta mynd S. Tracy og verðugur minnisvarði um hann. ★ ★★ Vel gerð mynd um efni, sem kemur öllum við, ekki sízt því fólki, sem setur jafnaðarmerki milli tilfinn- inga og væmni. Góð upp bygging tæknilega (t.d. Dray ton hjón mynduð í spegli) sem efnislega (Drayton og ís sölustúlkan). Látlaus kvik- myndun, jafn og góður leik- ur. ★ ★ Góður leikur, þjált og vel skrifað handrit. Sem bet ur fer eru kynni okkar af kynþáttavandamálum að mestu leyti af afspurn, þvi er erfitt að gera sér grein fyrir hversu gagnlegan boð- skap myndin flytur. Persónu lega finnst mér hún ekki rista nógu djúpt, né stinga á kaununum, aðeins skemmti- mynd. Laugarásbíó: ENGINN ER FULLKOMINN Myndin segir frá ævintýrum og hefðum amerískra sjóliða, sem dveljast í erlendum höfn- um. Hún hefst í stríðslok á þvl að nokkrir sjóliðar ræna Búdda llkneski i þorpinu OJajima í Japan. Þeir koma því ekki til skips og verða að fela það i helli. Þeim er refsað fyrir til- ta?kið og alllr reknir á cnnur skip nema einn, Willoughby, sem fenginn er bátsmanninum til umsjónar og honum skipað að gera W’. að almennilegum sjó- iiða. Nokkur ár liða. Skipið liggur í höfn í Japan. W. og bátsmaðurinn efnir til slagsmála á krá einni. Þeim er refsað með synjun landgönguleyfis, en deyja ekki ráðalausir. Eftir ótrú legustu ævintýri skilar W. Búddalíkneskinu til síns heima og hlýtur konu og orðu að laun- um. O Heldur slæleg fram undir miðju, þótt ekki sé hún beint slæm. en þaðan er stefn- an beint niður. Fjögurra ára gömul stúdíó-framleiðsla, ger .sneydd frumlegum hugmynd um; færibandafilma, sem á sér tæpast tilverurétt. O Gerð eftir uppskrift, sem kvikmyndaáhorfendur um 1950 hefðu eflaust haft gam- an af, en ekki þeir, sem sækja kvikmyndahús 1971. Tæknilega illa gerð, lang- dregin og leiðinleg. Tónabíó: MAZÚRKI Á RÚM- STOKKNUM Skólastjóraskipti standa lyrir dyrum í heimavístarskólanum. Um tvo kennara er aö ræöa sem eftirmenn, þá Max M. (Ole Sþltoft.) og Herbert Holst, en Max er i uppáhaldi hjá nem- endunum og fráfarandi skóia- stjóri er einnig hlynntur hon- um. Þar er þó einn galli á, því aö svo kveður á um í reglum skólans, að skólast, órinn skuli „vera kvæntur maöur". Max hef ur hins vegar aldrei verið við kvenmann kenndur, og aðeins mánuöur til stefnu. Nemendurn- ir grípa til sinna ráöa og senda honum fatafeliu, en Max flýr undan ágengni hennar. Fráfar- andi skólastjórafrú kemur Max óvænt til hjálpar, en einnig koma tvær dætur eins skóla- formannsins mjög náið við sögu. ■k Sami söguhöfundur og sami aðalleikari og í Sytten og því ekki kynlegt, þótt ár- angurinn sé svipaður. Ann- ars virðast stjórnendur Tónabíós vera hræddir við, að klámbylgjuna sé að lægja, úr því þeir hlaupa til að sína 1-árs gamla kynlífs- mynd, meðan aðrar oft betri myndir, þurfa að bíða í 3-4 ár. ★ ★ Blandað hinni kunnu dönsku kímni verður hið djarfa ekki klæmið, heldur einungis góðlát'leg skemmt- un þeim, sem ekki hafa áhyggjur af framtíð siðmenn ingarinnar. Tæknilega vel uninin. Klippiingar eru fram- úrskarandi og tónlistin einkar skemmtileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.