Morgunblaðið - 28.08.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.08.1971, Blaðsíða 2
MORGUTNTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. ÁGUST 1971 Björg Þorsteinsdóttir viö eitt verka sinna. Graflk í Unuhúsi BJÖRG Þorsteinsdóttir opnar i( dag, 28. ágúst, sýningu á graíík- myndum í Unuhúsi. Myndirnar eru 41 talsins, og eru þær allar til söIU. Þetta er fyrst.a einka- sýning Bjargar, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á íslandi, hinum Norður- löndunum, Þýzkalandi, Frakk- landi og Júgóslavíu. Björg Þor- steinsdóttir er Reykvíki.ngur. Hún hefur stundað myndlistar- nám við Myndlistar- og handíða- skóla íslands og myndliatarskóla í Þýzkalandi og Frakklandi. Hún lauk teiknikesnnaraprófi árið 1964 og kervndi grafík hér 1 Reykjavík í fyrravetur. Mynd- irnar á sýningunni í Unuhúsi eru eingöngu málmgrafík, og þær eru allar frummyndir. Auk grafíklistar leggur Björg stund á málaralist, og hún hefur sýnt vatnsiitamyndir á sanrtsýningum. Sýnimgin verður opin til 5. september kl. 14—22. Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri: Hollar hendur — græn grös ,:,Margt í fomurm fræðum er fróðlegt á að líta, og þann f jársjóð ættum vér oss sem bezt að nýta.“ Með þessum orðum gefur skáldið Sígurður Jónsson frá Arnarvatni ungum brúðhjón- um heilræði. Það eru sígild sannindi, að margt var gatt sem gamlir kváðu. Jafnvel vísindi nútim- ans staðíesta að sivo sé. Pó að margar leiðir hafi verið reyndar til að leita nýrra ráða við mannlegum vandamálum, þá hefur það ósjaldan komið á daginn, að hið gamla reynd- ist engu síðra. Áður fyrr var það almenn trú, að í ríki nátt- úrunnar mætti finna efni, sem dygðu við öllum mann- legurn krankleika. Vandinn var aðeins sá að finna það sem við átti. Það er t. d. ekki lengra síðan en frá þvi um og eftir 1930, að menn stóðu ráðalitlir gagnvart þeim vanda, sem mjög gerði vart við sig eftir að karfaveiðar hófust hér við land, að menn sem stungu sig á bakuggum físksins, áttu það mjög á hættu að fá blóðeitrun. Sam- kvæmt laeknísráði var roðið joði á stungublettinn. Það þótti misjafnlega gefast, en hins vegar reyndist óbrigðult ráð að sjúga sárið og rjóða síðan augnasafa fiskins á sár- ið, þá hljóp ekki slæmska í það. Þama var reynsla, ekki vís- indi. Kannski hefur það að- eins verið trú. En án trúar verður engin lækning. Fáir draga í efa hollustu þess grænmetis, sem við eig- um í dag kost á að fá til að au’ka fjölbreytni í mataræði okkar. Visindin hafa fundið i grænmetinu margvisleg vrtamin, sem áður voru óþekkt mörmurn. Hins vegaf vissi hver kotbóndi full skil á bragðgæðum hvannarótar í hallærum. Sölin i fjörunni voru blóðaukandi. Fjallagrös- in komu í stað mjölvöru úr verzkmum. Seyði af blóðbergi sparaði kaffi og útlenzkt te. Skyrbjúg mátti lækna með skarfakáli. Svölun var það augnsjúkum að baða augun úr seyði ai augnfró. GaM- steina og þvagfærabólgu mátti lina með sortulyr.gs- seyði. Og þannig mætti lengi haída áfram að benda á þann læknismátt og þau búdrýg- indi, sem forðum var talið að hafa mætti af islenzkum jarð- argróðri. En vaari nú ekki ráð, að staldra við og kanna þá mögu- teika, sem fyrir hendi eru til að hagnýta þessi forniu land- gæði. Gætum við ekki byggt flieiri stofnamir i likingu við þá, sem náttúrulækningar- menn hafa reistíHveragerði? Nú snýst aUlt uim landlhelgi og varðveiziu fitskstofnanna, virkjun falílvatna og stóriðju. Er það útilokað, að stofnun hei Isulin daþorpa við heitar laugar og heilnæmt loftsiag gæti orðið okkur arðbært fyrirtæki, er gæfi gjaldeyris- tekjur fyrir þjóðarbúið, engu siður en eiturspúandi stór- iðjuver og svikull sjávarafli? Trúlega hefur það sjaldan hvarfiað að ráðamönnuim okk- ar að leiða hogann að slikum atvinnuvegi. Hér er þó ekki ný hugmynd á ferðinmi. Sá ötuíi starfsmaðujr Gísti Sigur- hjörTtsson forstjóri Elliheimil- isins Grundar hefur árum saman vakið máls á þeim möguleikum, sem hér eru fyrir hendi í þessuim efrsum og veit áreiðanlega hvað hann er að fara, þegar hanm ræðir um þesisi mál. Land okikar hefur þúsund möguteika tii að verða mesta heilsulindaland fyrhr þær milljónir manna, sem i vax- andi mæli leita sér friðlands frá óbærilegu andrúmslofti í stórborgum heimsins. Hvers vegna ekki að kanna mögu- leika á slíkum atvinnu- rekstri? Það kostar engin náttúru- spjöil, en það er fagurt og mannbætandi viðfangsefni fyrir fámenna þjóð, sem fram að þesisu hef ur átt tilveru sína mesit undir því kotrtna, að rán- yrkja hafsins gæti haldið áfram. Álþjóðlegt skákmót haldið hér 1 febrúar Rætt við Friðrik Ólafsson, Norðurlandameistara í skák MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Friðrik Ólafsson stórmeistara eftir sigur hans í Norðurlandaskákmótinu og spurði hann fyrst, hvað hann vildi um mótið segja i heild. — Skipulagningin var nokk- uð góð. Ég held a.m.k., að maður eigi ekki betru að venjast erlendis. — En hvað um frammi- stöðu einstakra skákmanna á mótinu? — Ef ég byrja á sjálfum mér, þá mundi ég segja, að ég mætti vera ánægður með mina frammistöðu miðað við það, að ég lagði mig ekki all- an fram, en aðstæður i skák- salnum voru ekki nógu hag- staeðar fyrir skákkeppni. Þar xnni var molluhiti og erfitt að einbeita sér. Daninn Sejer Holm átti 2. sætið skilið, þvi að hann sýndi sennilega skástu tafl- mennskuna miðað við aðra keppendur, en byrjaði illa. Johnny Ivarsson hlýtur að vera ánægður með sína út- komu. Hann hefur varla búizt við að hreppa 3. sætið fyrír- fram. Sjálfur hafði ég aldrei heyrt hans getið áður. Ég varð fyrir vonbrigðum með íslenzku þátttakenduma. Þeir geta örugglega sýnt betri taflmennsku en þeir gerðu hérna, en þess ber að gæta, að þeir stunduðu atvinnu sína samtímis taflmótinu. — Hvemig telur þú að skákáhugi hér verði mest efldur? — Með þvi að stuðla að þvi að hér sé hægt að halda sem flest alþjóðteg skákmót með þátttöku erlendra skák- manna, svo að skákmönnum okkar gefist kostur á að reyna getu sina við þá. Jafn- framt þvi sem íslenzku skák- mennimir öðlast ómetanlega reynslu í slíkum mótum, vekja þau alltaf skáköldu hjá ungum og gömlum og laða nýja áhugamenn að skákinni. — Telur þu, að íslenzkir Aðalf undur Stéttarsam bands bænda hef st í dag Aðalfundur Stéttarsambands bænda verður settur í dag á Höfn í Hornafirði kl. 10 árdegis með því að formaður sambands- ins Gunnar Guðbjartsson flytur fundinum skýrslu stjórnarinnar. Síðan leggur Sæmumduir Friðr- iksson, framkvæmdastjóri Stétt- a rsamba n ds i ns, fram ársreikn- inga þetss og btendahaiLarininar. og Ámi Jónasison, erindreki, flyt- ur skýrslu um störf sán. Síðan verða frjálsar umræður fram Norskur granít- sandur á Hallgrímskirkju M/S Laxfoss er á leið til Islands frá Noregi með nokkuð óvenju- lega gjöf í lestinni frá norskum íslandsviniun, að þvi er segir í frétt í Aftenposten á þriðjudag. Hér er um að ræða bygigingar- efni til Haligríimisfkirkju, eða nán- ar tilitiekið 70 tonn af sérstökum granitis'ain'da, sem sótbur ©r til Offerdalis í Sogni og fara á utan á kirkj'urra, en auk þess efni á háalaftið og nokkur bundruð sperru'hjálkar, sem þar á að nota sem stoðir. i V.R. segir upp samningum eftir degi, en þá skipað í fimm starfsnfefndir. Aðalfundimnn lýk- ur á mánudag. Búast má við að breytingar á f ramteiðslulögunuím verði rnieðal þess, sem fjaflað verður um á aðalfurtdmum. Kjömir þinigfuliltrúar eru 47 tals- ins, en alls miunu um 70 manns sitja funidinn og eru Haldór E. Sigurðsson, lanidbúnaðarráð- herra, og Ásgeir Bjamason, for- maður Búnaðarfélags íslands, meðal gesita. fjölmiðlar hafi staðið sig nægilega vel í frásögnum sín- um af Norðurlandamótinu? — Mér finnst þvi hafa ver- ið gerð sæmileg skil miðað við það, sem við eigum að venjast, en þó hvergi nærri sambærilega við það, sem var héma áður fjrrr, að ekki sé farið út í samanburð við aðr- ar iþróttagreinar. — Eru nokkur skákmót er- lendis á dagskrá hjá þér núna? — Nei, ég hef ekki þegið neitt boð um skákmót eriend- is núna, en reikna með að vera með í alþjóðlegu skák- móti, sem haldið verður hér heima í febrúar. Reiknað er með að meðal erlendu þátttak endanna verði tveir Rússar, Tékkinn Hort, Rúrrtenínn Georgheu og Sviinn Ulv And- ersson, en meðal íslending- anna verður Guðmundur Sig- urjónsson. — Og hvað viltu svo segja að lokum, Friðrik? — Ekki annað en það, að ég hefði auðvitað kunnað bet- ur við, að það væru fleiri landar i nánd við mig. En því var ekki að heilsa. Hver á bílinn ? DREGIÐ var í Landshappdrætti Sj'álfstæðisf lokks ins 11. júní sl. Viníninigar voru þrjár fólksbif- neiðir og hefur þegar verið vit jað uim tvær þeirra. Var Chrysíer 180 afhen/t Amfinni Jónissyni hjá Loftorku sf., en Ford Capri bif- reiðin Kristjáni Agnarssyni hjá Kassagerð Reykjavíkur h.f. Athygii skal vakin á þvi, áð enn er þriðjí vinningurinn ósótt- nr, sem er Chrysler 160, ein hann kom upp á niiða nr. 83675. Hand- hafi miðans framvísi honum í skrifstofu Sjálfstæðisftokksins, Lanfásvegi 46, simi 17100. Landhelgisnefndin þingaði í gær Engin ákvörðun um uppsögn FUNDUR var í landhelgisnefnd- inni i gærmorgun og hefur ann- ar fundur ekki verið boðaður i nefndinni. Hins vegar kemur rikisstjórnin saman til fundar fljótlega eftir helgi, en hún hef- ur ákvörðunarvald í því hve- nær landhelgissamningnum við Breta og V-Þjóðverja verður sagt upp, og hvort fjallað verð- ur um uppsögnina á Alþingi fyrst, eins og Sjálfstæðisflokk- urinn hefur lagt til. Ljóst er þvi, að ákvörðunin um uppsögn verð- ur ekki tekin nú um helgina og ekki mun vera afráðið hvenær hennar er að vænta. Verður það varla fyrr en skýrsla fulltrúa ís- lands á ráðstefnunni í Genf ligg- ur fyrir. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynnkig frá Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur: Á fundi í trúnaðarmar.naráði Verzlunarmannafélags Reykja- vikur fimmtudaginn 26. ágúst 1971, var einróma samþykkt að segja upp kjarasaimingum við vinnuveitendur, sem renna út þann 1. október 1971. Unnið hefUT verið að tillögum, að gerð nýrra saxnninga, og munu þær verða lagðar fyrir félagsfund i september og síðan sendar vininuveitendum. Þeim brá heldur en ekki í brún 14 bíleigendum, sem áttu bila sína framan við Tónabíó í gær og hugðust aka á brott. Verið var að tjarga þakið á bíóinu, en ekki viðraði vel til slikra framkvæmda og tjaran vildi f júka fram af þakbrúninni. Þar fyrir neðan voru bílarnir 14 og fengu þeír misjafnlega stór-i an skerf af tjörunni, eigendunum til sárrar mæðu. LögTeglan vax kvödd á staðinn og tók skýrslu um málið, en búast má við að annir verði á bílaþvotta- og bónstöðum borgarinnár næstu daga. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.