Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 2
2 MORGUNBCAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1971 í «tuttumáli LEITA AÐ DAUÐU FÉ f GÖNGUM Björk, 14. sept. Göngur hefjast ekki fyrr en 22. þessa mánaðar hér í Mý- vatnssveit. Réttað verður 25. og 26. september. Enn eru fannir til fjalla síðan í hríðar- veðrinu, sem gerði í ágúart. Það mun koma í Ijós þegar smalað verður hvort mikil brögð hafa orðið að því að fé hafi fennt í þessu veðri. Ekki er áætlað að Mývetn- ingar geti byrjað að slátra á Húsavík fynr en undir næstu mánaðamót. Heyskap er almennt lokið fyrir nokkru, enda þótt ein- staka maður sé ekki enn bú-1| inn að aka öllu heyi inn. Telja verður sumarið eitt hið hag- stæðasta til heyskapar. Ætti heyfengur að vera með bezta móti og verkun afbragðs góð. — Kristján. FYRIRLESTRAR UM VATNSRENNSLI Prófessor Roger De Wiest, frá Princetonháskóla mun í vetur halda 25 fyrirlestra á vegum verkfræði- og raun- vísindadeildar Háskóla ís- lands um gs’unnvatnsrennsli. / Fyrirlestrarnir munu fjallaj um yfirborðsvatn, rennsli \ jarðvatns i gljúpum jarðlög-i lögum, þéttingu jarðlaga og? neðanjarðarrennsli laga heita ; vatnsins. i Prófessor De Wiest er verk \ fræðingur að menntun frá i Belgíu. Hann stundaði fram- / haldsnám í verkfræði í Banda » ríkjunum og sérmenntaði sigl þar í rennslisfræðum. Síðustu l 12 árin hefur hann verið pró- ? fessor við Princetonháskóla íj þessum fræðum og hefur jafn ) framt starfað sem ráðunaut- ur og fyrirlesari í fjölmörg- um löndum. Hingað kemur hann sem gistiprófessor við 1 Háskóla íslands frá Atlants- hafsbandalaginu. ' Fyrstu fimm fyrirlestra-rn- k verða miðvikudaginn 15. þ.m. kl. 17.15-19 og fimmtu- daginn 16. þ.m. kl. 9.15-10. og 17.15-19.00 í I. kennslustofu háskólans. öllum er heimill aðgangur. HITAVEITA 1 MÝVATNSSVEIT Björk, Mývatnssveit, 14. sept. Framkvæmdir við hitaveit- una í Mývatnssveit ganga nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Vonazt er til að hægt verði að hleypa heitu vatni á fyrstu húsin i næstu viku. — Kristján. LÆKNAÞING LÆKNAÞING Læknafélags íslands hefst í Reykjavík á fimmtudag og stendur til sunnudags. Aðalmál þingsins verða framhaidsmenntun lækna, nýja heilbrigðis'löggjöf in og nýjustu aðferðir til læknmga á il'ltkynja sjúkdóm- um. Fyrirlesarar verða bæði knnlendir og erlendir læknar. Læknaþing er haldið annað hvert ár og í tengsknn við það er aðalfundur Læknafé- lags Islands, sem er fulltrúa- fundur svæðisfélaga. FuIItrúar verkalýðsfélaganna í 9 manna nefndinni með ráðher rum áður en viðræðiifiindurinn hófst í Alþingishúsinu í gær. Fundur 9 manna nefndar og ráðherra; Ekki endilega í krónutölu McGovern hætt kominn Saigon, 14. sept. AP. HERLÖGREGLUMENN í Saig- on björguðu í dag banda- ríska öldungadeildarþingmann- inum George McGovem út úr kirkju, þar sem hann hafði leit- að hælis undan æstum múg, er gerði aðsúg að honum. Var McGovern lokaður inni í kirkj- unni í rúma klukkustund, áður en lögreglumenn komu honum til hjálpar. Þingmaðurinn, sem er einn af hörðustu andstæðingum Vietnamstríðsins, er í kynnisferð í S-Vietnam. Fréttamenn í Saigon segja að stöðugt gæti meiri andúðar í garð Bandaríkjanna i S-Vietnam og segja að hermdafverk auk- ist stöðugt. í dag var eldsprengj- um varpað að 4 bandarískum bif reiðum í Saigon. McGovern sagði við fréttamenn að hann hefði ekki tekið atvikið nærri sér og hætti við brosandi, „ég var sprengjuflugmaður í stríðinu og ar því ýmsu vanur.“ Jónas Fálsson. Jónas Pálsson skólastjóri Æfingaskólans JÓNAS Pálason, sálfræðingur, hefur verið settur skólastjóri Æfiinga- og tilraimaskóla Kenn- araháskóla íslands um eins árs skeið frá 1. þ. m. að telja,- segir í frétt frá mermtamálaráðuneyt- tou. Jónas Pálsson hefur verið for- stöðumaður sálfræðiþjónustu bamaskólanna í Reykjavík frá 1960. Að menintun er hann stúdemt frá MA og sálfræðingur frá Ed- inborgarháskóla 1952, en stund- aði framhaldsnám í uppeldis- fræði í Ósló. Hann hefur m. a. kermt uppeldisfræði við Kenn- araskóia Islands, verið í stjóm Bamavemdarfélags Reykjavíkur og í Æskulýðsráði Kópavogs og hann hefur ritað greinar um upp eldis og skólamál. Vélskólinn fullsetinn VÉLSKÓLI íslands verður sett- ur í dag kl. 2 síðdegis í hátíðasal Sjómannaskólans. Andrés Guð- jónsson setur nú skólann i fyrsta sinn en hann tekur nú við skóla- stjórn af Gunnari Bjarnasyni. Gífurleg aðsókn er að skólan- um og meiri en hægt var að verða við. Sitja 270 nemar i skól- anurn í Reykjavik en í deild skól ans á Akureyri verða 35 og 30 í deild skólans í Vestmannaeyjum. Alls eru því nemendumir 335, en neita varð yfir 30 pittum um skólavist vegna þrengsla. FUNDUR ríkisstjórnarinnar og viðræðunefndar ASÍ hófst kl. 2.30 í gær og lauk um 4- leytið. Lýstu aðilar viðhorf- um til kjaramála og fulltrúar ríkisstjórnarinnar skýrðu nánar í hverju fyrirheit henn- ar um vinnutímastyttingu, orlofslengingu og aukningu kaupmáttar launa um 20% væri fólgin. Að fundinum loknum hafði Mbl. samband við Ólaf Jó- hannesson, forsætisráðherra, og spurði um fundinn. Sagði hann að hver hefði skýrt sín sjónarmið. Og aðspurður um í hverju fyrirheitin um 20% hækkunina væru fólgin, svar- aði ráðherra, að ríkisstjórnin hefði lýst því yfir, að kaup- máttur gæti hækkað hjá vissum stéttum. Og um það, hvernig yrði ' framkvæmd slíkrar hækkunar, sagði ráð- herra, að hún þyrfti ekki endilega að vera í krónutölu, annað gæti komið á móti. Ekki kvaðst hann vilja fara frekar út í það. Af hálfu ríkisstjómarinnar voru mættir á fundinum þrir ráðherrar, þeir Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráð- herra, og Lúðvík Jósefsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra. En af FÉLAGSMALARAÐ Reykjavík- nr gengst nú fyrir könnun á þörf uni reykvískra heimila fyrir dag- gæzlu barna. Könnunin fer þann- ig fram, að nokkrum fjölda mæðra í Reykjavík er sendtir spumingalisti til útfyllingar. Þátttakendur í könnuninni voru valdir með algerlega hlut- lausum hætti, segir í frétt frá Félagsmáiaráði, þanmig að aílar mæður í Reykjavlk höfðu jafn mikla mögxileika á að lenda í úrtakinu. Bindur Félagsmálaráð miklar vonir við niðurstöður þessarar könnunar. Þær geta orðið til mik ils gagns við ákvörðun framtíð- arstefnu í dagvistunarmálum Reykjavíkurborgar. Spumingam ar eru 14 talsins og þeim er fljót svarað. Farið verður með svörin sem trúnaðarmál. Bréfin til þátttakenda var póst lögð sl. mánudag, en þeim fylgir umslag með árituðu heimrlis- hálfu verkalýðsfélaganna Bjöm Jónsson, forseti Alþýðusambands Islands, Eðvarð Sigurðsson, for- maður Verkamannasambands- ins, Snorri Jónsson, formaður Máhn- og skipasmiðasambands- ins, Magnús Geixrsson, formaður Félags ísl. rafvirkja, Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingamanna, Pétur Sigurðs- son, formaður ASV, Jón Ingi- marsson, formaður Iðju á Akur- eyri, Guðmundur H. Garðarsson, formaður VR, og Hermann Guð- mundsson, formaður Hlífar. FUNDUR A FIMMTUDAG Mbl. hafði samband við Björn Jónsson eftir fundinn. Sagði hann að 9 manna nefndin hefði gert grein fyrir sínum viðhorf- um og lagt fyrir ráðherra fyrir- spumir um fyrirheit þau, sem þeir hefðu gefið í yfirlýsingum. Og taldi hann að svörin hefðu KAFFIBRENNSLAN Arnarkaffi hefur feaigíð vél, sem hreinsar öll brennaluefni úr kaffi fyrir- tækistas, að því er Öm Kiwsky, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, tjáði Mbl. Harnn sagði, að nú á dögum mengunar, væri farið að gera nokkuð að því að hreinsa brennsluefnin úr kaffinu í Þýzkalandi, í Sviss, í Frakklandi, í Hollandi og víðar. Kaffið fær í hreiixsunarvélinni fangi dagvistunarkönnunarin'nar og er ætlazt til að spurningalist- anum sé svarað og hann ek'ki póstlagður seinna en 23. septem- ber. HAUSTSÝNING Félags ís- lenzkra myndllstarmanna hefur verið framlengd vegna mikillar aðsóknar. Atti henni að Ijúka f gærkvöldi, en sýningin verður framlengd til sunnudagskvölds- ins 19. september. Kjartan Ragnarsson, gjaldkeri félagsins, sem sér um sýninguna tjáði Mbl. að á þriðja þúsund manns hefðu séð sýninguna, sem opnuð var laugardaginn 4. sept- verið fullnægjandi eftir atvikum. Næsta skref væri fundur 9 manna nefndarinnar með fulltrú- um vinnuveitenda kl. 2 á fimmtu- dag. Þar mundi verða gerð grein fyrir aðalviðhorfum, þótt ekki yrði búið að ganga írá kröfum verkalýðsfélaganina. Mbl. hafði samband við Guð- mund H. Garðarsson, formann VR, og spurði um hans álit á upplýsingum þeim, sem fengust. Guðmundur sagði, að hér hefði verið um fyrsta fund að ræða með ríkisstjóminni og því erfitt að fullyrða nokkuð ákveðið á þessu stigi um þau mál, sem þar hefðu verið til umræðu. Ekki kvaðst hann að öllu leyti ánægð- ur með útskýringarnar um fram- kvæmd hinna svonefndu fyrir- heita ríkisstjómarinnar um laun og kjarabætur vérkalýðs- hreyfingunni til handa. kolsýrUmeðhöndlun. Öm sagði, að það héldi kaffibragðinu, en losnaði við remmubragð og aðal- kosturinn þætti sá, að fólk sem fengi brjóstsviða af kaffi, maga- sjúklingax og aðrir, þyldu það betur, ef brennsluefnin væru numin burt. Vélin, sem Arnar- kaffi hefur fengið, er frá Miin- chen í Þýzkalandi. Arnarkaffi er ársgamalt fyxlr- tæki, sem staðsett er á Seltjam- amesi. Bræðurair öm og Falk Kinsky höfðu uranið við kaffi- gerð hjá öðrurn í 20 ár, en hófu svo eigin brennslu. Peking, 14. sept. AP. KÍNVERSKA frét-tastofam Nýja Kína skýrði í dag í fyrsta skipti frá láti Krúsjeffb eftir þriggja diaga þögn. Ekk- ert var um lát hans sagt atf hálfU hiras opinbera, aðeins lesin fréttin, sem Tass sendi út. ember. Hefðu 16 myndir seiat, þar af fjórar höggmyndir og væri það metsala á haustsýnirag- um félagsins. Kvað Kjartan myndlistarmemt ákaflega ánægða með hið nýja sýningarhúsnæði í Norræna hús- inu, og yrði ánægjulegt að fá þangað Norðurlandasýningar. Skðlafótk nýtur sénstafcra hlunninda :á sýningunni og fær afsiátt af aðgangseyri. Könnun á þörf fyrir daggæzlu í Reykjavík — spurningalistar sendir út Brennsluefnin hreinsuð úr kaffinu Haustsýning myndlistarmanna framlengd vegna aðsóknar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.