Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 3
MOHGUNBLAÐIÐ, MI®VIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1971 3 Á fundi Alþjóöa þingmannasambandsins: Island greiddi atkvæði með frávísun á aðildarbeiðni Austur-Þýzkalands Samtal við Ellert B. Schram alþingismann DAGANA 2.^10 september var haldið 59. þing Alþjóða þingmannasambandsins. Þing þessi eru haldin árlega, en Is- land hefnr ekki sent fulltrúa síðan 1964. Var þingið að þessu sinni haldið í París og sóttu það fulltrúar frá flest- um aðildarþjóðunum, sem er- um nær 70 talsins, og munu fulltrúar hafa verið eitthvað á sjötta hundrað. Þingið sóttu fimm íslenzkir þingmenn, einn frá hverjum flokki, og voru þeir Jón Skaftason frá Framsóknarflokknum, sem sem einnig var formaður ís- lenzku sendinefndarinnar, Ell ert B. Schram frá Sjálfstieðis flokknum, Eggert Þorsteins- son, frá Alþýðuflokknum, Ragnar Arnalds frá Alþýðu- bandalaginu og Bjarni Guðna- son frá Samtölaun Frjáls- lyndra og vinstrimanna. Enn- fremur var með í förinni Frið jón Sigurðsson skrifstofu- stjóri Alþingis. Morgunblaðið átti í gær viðtal við El'lert B. Schram, og spurði hann fyrst hvert væri hlutverlk samtakanna. —■ Þetta eru samtök þjóð- þinga viðkomandi rikja og þingið sækja þingmenn, sem veijasit til þátttöku án tiliits til þess hvaða flokkar eru við völd hverju sinni. Tiaiganigur þessara samtáka er fyrst og siíðast að efía þing- ræði og lýðræði. Enn'fremur að situðla að auknum sikilningi þjóða á milli, trygginigu f riðar og til iausnar deiiumáia á milli rákja. — Var þessi fundur árang- ursríkur? — Þessi fiundur sem ég sótti nú, var að miínum dómi hvorki tiikamumikill né áhrifamikil'l, og Jeyst.i i sjáifu sér emgin vandamál. Mér var tjáð að þingstörf og umræður hefðu sjaldan eða aldrei farið fram í svo friðsamlegum og hóifsömum anda. — Slíkir fimdir hafa fyrst og fremsit þá þýðimgu að auka kynni við staddra á óliíkum mönnum og málefnum. Þinigið sjáift vax þungt í YÖfium, tlímiinn var naumur og umræður oft lamg- ar, en íyrir miig i>ersónulega var þingið engu að síður lær- dómisrikt og eftirminnilegt. — Hver voru heiztu mál sem íjaliað var um á þessu þingi? — Gerðar voru m. a. sam- þykktir Um leiðir til tryggíng ar friði og afvopnun. Sam- Framhald á hls.14 Mikiö um dýröir vegna afmæiis L.R.: Hljómplata, bók og leik- myndasýning - íslenzk leikrit Eeikfélag Keykjavikur verð- ur 75 ára 11. janúar næstkom- andi Af því tilefni verður mikið um dýrðir hjá félaginu, m.a. kernur út ágrip a.f sögu félags- Ins, hljómplata með köfltim úr íslenzkum leikritimi, og sýnd verða fjögur íslenzk leikrit, þar af þr.jú ný af nálinni. Þetta kom ma. fram á fundi sem Leikfélags menn héldu með fréttamönnum í gær. Sveinn Einarsson leikhús- sijóri taldi upp það helzta sem á döiiinni er. í fynsto. lagi kem- ur út hjá Fálkanum hljómipJata með sýnishornuim úr nokkrum íslenzkum leikritum sem Leik- félagið heifur sýnt á undianflörn- um árum,, bæði sígildum og nýrri verkum. Sveinn kvað ekkli unnt að s'kýra írá einstökium verkum, þax eð ýmf.s lögfræðileg atriði væru enn ófrágengin. Á þessari plötu munu margir af helzrtu leiiklkröfium félagsins eiga radd- ir. Gert er ráð íyrir að kafilar verði úr 4—5 leifcritum, og mun flutningu.r taka um 50 man- útur. Sumt af þessu verðá upp- tökur sem nú eru til, en annað verður að taka upp sérstaklega. Þá kemiur út hjá Aimenna bókafélaginu bóik með allítar Nína Björk Árnadóttir Oddnr Björnsson Og 4-5 legu ágripi af sögu Ledkfélags- ins frá upphafi til þessa dags. Bókin verður um 150 bls. að stærð, með fjölmörgum mynd- um og skrá yfir starflsemina. Sveinn Einarsson sá um útgáf- una. 1 Bogasal Þjóðmlinjasafnsins verður sett upp sýning á leik- myndagerð í Iðnó frá þvi um aldamót og til þessa dags, efltir því sem igögn eru til. Er ætlun- in að sýning þessi gefi nokkra heildarmiyind af leikmyndágerð- inni, og verður notazt Við ijlós- myndir, ldlkön o.s.frv. Það er Steinþór Siguæðsson sem hetf- ur yfirumsjón með sýningunni. 4—5 ÍSLENZK LEIKRIT Þá mótast verkefnaval Leik- félagsins talsvert af afmælinu, og í tilefni þess verða sýnd 4—5 íslenzk leikrit. Afmæliskvöldið, 11. janúar, hefjast sýningar á „Skugga- Sveini" Matthíasar Joehumsson- ar. Sveinn Einarsson kvað þá uppfærslu verða nokkuð óvenju- lega; slegið verður saman ólík- um gerðum leikritsins, en í upp- hafi hét það „Otilegumennirnir" eins og kunnugt er. Hin leikritin eru öil ný og enn sem komið er bera þau aðeins vinnuheiti. UM SAMSKIPTI MANNA í BORGINNI Eitt verkanna er eftir Ninu Björk Árnadóttur og neínist nú sem stendur „Kona i hjólastól". Þetta er fyrsta verk Ninu Bjark- Halldór Laxness ar sem LR setur á svið, en tveir einþáttungar voru fluttir af Litla leikfélaginu 1969. 1 stuttu sam- tali við Mbl. í gær sagði Nína Björk, að þetta verk væri mjög ólíkt einþáttungunum; það fjaU- Framhald af bls. 18. Jökull Jakobsson STAKSTEIIVAR Á línunni! Alðbrögð sovézkra ráðamainna við lát Nikita Krúsjeffs hafa vakið heimsathygli. Eins og nú er frægt orðið um heimsbyggð alla var skýrt frá láti hins fynr- \erandi leiðtoga Sovétríkj ann a með þeini orðum I Prövdu, að „eftirlaimamaðurinn" Krúsjeff væri látinn og birtist þessi klausa í smáfrétt. En ekki er síður á- stæða til að vekja athygli á því, að I>jóð\ilj inn, málgagn konim-> únista á íslandi fylgir vandlega línu Prövdu i fréttafrásögn ef láti Krúsjeffs. 1 Þjóðvlljanum S gær birtist IítU 2d frétt nm þenn an atburð (sbr. meðfylgjandi mynd). Hinn Soiétlærði blað.n maður ÞjóðvMjans, Áml Berg-* mann, skrifar svo grein umt Krúsjeff tnn i blaðið, en ekkl sér Þjóðvi'ljinn ástæðu til að fjalla um lát Krúsjejffs i for* ystugrein fremur en Pravda, Þannig fylgir Þjóðviljmn í einu og öllu línu Prövdu og geta So- vétmenn tæpast undan því kvart að, að þeir eigi ekki dygga skó- sveina á ritstjómarskrifstofum Þjóðiiijans. „Stórbrotinni ævi....lokið“ Það er ekkert nýtt fyrirbrigði að Þjóðviljinn fylgi dyggrilega línnnni frá Moskvu. Með sama hætti og nú fetaði hlaðið vaind- lega i fótspor hinna sovézku mál gagna á árinu 1953, þegar Jósef Stalín lézt. Dag eftir dag vom birtar stórfréttir um líðan Stal- ins (sbr. meðfylgjandi mynd) og vissulega var Jósef Stalín sýnd meiri virðing á forsíðu Þjóðvilj- ans er hann lézt, en Nikita Kxú- sjeff. Þótt Þjóðviljinn sæi ekki ástæðu til að f.jalla um Krúsjeff i forystugrein í tilefni af andláti hans (a.m.k. ekki í gær) sýndi blaðið enga slika hófsemi, þegar Stalín dó. Þá birtist leiðari f þlÓÐVIUiNN jjKff suíi\ lAiiw Mitlfon nxmna hchir strcywt iram hjó hkborum h<ots ■' le,f ».K. ÁU1K ítSl>X.fc AWiw Hm. t* <->li ' IM-X Wrh wídfiá Aeiotvff VatoMlaU foewrfSSÍv' ? Þjóðviljamim þar sem m.a. sagði: „Einhverri stórbrotnustu ævi, scni lifað hefur verið, er lokið. Með klökkum hug og djúpri virð ingu hugsa allir þeir, sem berj- ast fyrir sósíalisma á jörðinni til hins ógleymanlega, látna leið- toga . . . Vér minniimst þess að fram á siðiistu stnnd hélt hann áfram að vísa veginn — þjóðum sínum brantina til kommúnisma, iiKiiinkynánu öllu leiðina til frið- ar. A'ér mmnumst mannsins StaJ- íns, sem hefur verið elskaður og dáður meir en flestir menn í nunnkynssögunni áður og naut slíks trúnaöartiausts, sem fáir nienn nokkru sinni ha.fa notið — en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félag- inn . . .“ Þess skal getið, að rit- stjéri og ábyrgðarmaður Þjóð- vil.ia.ns, er þessi foryst.ugrein birtist, var Magnús Kjartansson, núverandi iðnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.