Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1971 Eftir Óla Tynes Þorpið Mellieha á norðvesturströnd Möltu. Malta er mikilvæg en ekki ómissandi Heimsókn í brezku flotastöðina í Valetta I frásögn uim af samningavið- ræðum stjórna Möltu o,g Bret- lands, hefur mest verið rætt um brezlcu flotastöðina á eynni, en þar eru raunar sveit ir frá öllum deildum brezka heraflans: landher, flugher og flota, og að sjálfsögðu verða þær allar að hverfa á brott ef samningar takasr ekki. Þetta er e(k)ki fjölmennt lið, samtals um 4000 manns, en gegnir samt töluvert mikil- vægu hlutverki á Miðjarðar- hafinu, frá hernaðarlegu sjón- armiði. Þar sem yfirmaður varnarsveita Möltu er flotafor i-ngi, þótti mér vænlegast til ár angurs að leita á náðir flot- ans, til að fiá upplýsingar um hlutverk brezku sveitanna. Áðuir en ég iagði af síað frá Islandi hafði ég samband við Peary, sjóliðsiforingja, og hann hafði lofað að verða mér innan handar. Ég bjóst satt að segja eflcki við að ég yrði í miklum vand- ræðum með að finna aðalstöðv ar flotans, en það fiór á annan veg. Leiguibílstjórinn minn fór með mig að Kastalatorgi, og sagði að þaðan yrði ég cið ganga, þvi götumar í þessu hverfi væru í rauninni tröpp- ur. Það virðist sem þeir sem byggðu miðihlu a Valetta (höf- uðborgarinnar) hafi ekki gert ráð fyrir bílauimferð um göt- umar, og ég sendi þeim ófög- uir hugskeyti þar sem ég pauf- aðist upp og niður tröppumar í 37 stiga hita og steikjandi sól skini. Ég varð þó að fyrirgefa þeim þegar ég sá á eirplötu á eirplötu á einu nýlegri hús anna, að Napoleon Bonaparte hiefiði gist þar í sex daga í júní 1798. Ég fann þó loks góðviljaða sál sem kom mér á rétta braut og eftir að hafa klifrað niður ótal tröppur, kom ég að varð skýli, þar sem þrekvaxinn varð maður heilsaði mér að her- mannasið og eftir að hafa grandskoðað blaðamannaskír- teini mitt, fékk mér nótu með ótal stimplum sem sagði hverj- um þeim sem það kæmi við að handhafi þessarar nótu hefiði heimild til að koma inn í flota- stöðina og hitta að máli Peary sjóliðsforingja. Tvö hundruð tröppum og tveim lítrum af svita siðar, sat ég í lofokældri skrifstiofu sjó- líðsforingjans og horfði á brezka eMflaugatundurspill- ihn Norflolk og freigátuna Leopard, leggja úr höifln. — Þetta eru fyrstu brezku herskipin sem hafa komið hing- að um nokkurra vikna skeið, segir Peary og horfiir löngun- araugum á eftir þeim. Það var tekið vel á móti þeim þegar þau komu, það var mifcill mannfjöldi við hötfnina svo við getum huggað okkur við að fóikið er ekki á móti oflcfcur þóbt stjórnmálamennirnir stríði. — Það eru nú sarnt til menn sem vilja losna við ykkur. — Já, það veit ég ósflcöp vel, en um það vil ég helzt ekki tala, það er stjörnmáíamann- amna að fjalla um slika hluti. Hins vegar get ég sagt þér að við höfium alltaf haft mjög gott samband við ibúa Möltu. Við fáum að ferðast um eins og við viljum, og flestir eiga mjög góða maltneska vini, Sú vin- átta hefur ekkert orðið minni vegna stjórnmálaágreiningsins Maltar hafa Irka alltaf reynzt okkur traustir liðlsmenn í stríði, bæði i fyrri og síðari heimsstyrjöldinni t.d., og það eru margir Maltar i brezka sjöhernum. — Hvert er yflckar hlutverk hér á eynni? — Við sj'áum um brezlk her- skip sem koma inn á ofldkar stjórnsvæði, hér er bæði íjar- skipta- og ratsjárstöð til þess. Við höfum einnig aðstöðu til að fram'krvæma minni háttar við gerðir, og svo auövitað til að láta skipunum í té vistir og eldsneyti. Ef framkvæma þarf einhverjar meiriháttar viðgerð ir, fara skipin hins vegar í þurrkvína i Valetta. Nú, svo rekum við einnig sjúkrahús og skóla. Þetta í stuttu raáii er það sem við garum. Við vinnuim að sjálifisögðu með fiug- hernum, en hann hefur hér 2000 rnanna lið og tvær fllug- sveitir. Önnur sveitin er með Shaekle'on -vé’ ar en hin Can- berra-þotur, og þær eru einfc- uim notaðar til eftirlitstflugs á Miðjarðarhatfi. Landíharinn hef ur hér einnig nökkurt lið, en hann er nú að yfirgefa Möltu. Ætlunin var að vflfcingasveitir flotans tækju við hlutverki landsveitanna, en tanu þeirra hefur nú verið frestað vegna stjórnmálaástandsins. — Hversu mikilvægt er það fyrir NATO að þið verðið áfram á Möltu? — MaLta er mikilvæg, óneit- anlega, en við gætum verið án hennar ef til kæmi. Hún er ekki eini fasti punkturinn á stóru svæði, eins og ísland, Sikiliey er t.d. sflcammt undan. — Verðið þið mikið varir við rússneska Miðja rðar hafsflo t - ann? — Já, bæði otft og mikið. Rússnesku skipin eru mikið úti og virðast hafa sfcamma við- dvöl ef þau leita hatfnar. Þau koma oft upp að Möltu, varpa jaflnvel akkerum út atf höfn- inni, en halda sig aflltaf utan landhelginnar. Þegar eitthvað er um að vera hér, korna þau oft til að flylgjast með ferðum NATO skipa. — En þau koma ekki í höfn? — Nei, aldrei. í rauninni geta þau það ekki nema með okkar leyfli, samkvæmt varnar samningnum við Möltu frá 1964. Og þótt við myndum auð- vitað leyfa þeim að koma inn í neyðartilflelli, er lítil hætta á að við fléllumst á reglulegar heimsóknir. En þetta nær að- eins tifl herskipa, flutninga- skip mega auðvitað koma óhindruð, og nú í augnablik- inu er einmitt eitt rússneskt flutningaskip í þurrkvinni. — En ef þið flæruð, myndu þá Rússar ehki reyna •>* kom- ast að? — Það myndu þeir Lífc- lega gera, en forsætisráðlherr- ann hefuir lýst þvi yfir opin- berlega að Sovétrikin fái ékfld að hafa herstöð, enda held ég ekfci að fólfcið yrði hriíið atf þvL — Hefur mfkilvægi Möltu íyrir ykkur ekki mmnflcað eft- ir að Bretland hætti að hafa hér fasta flötadeild? — Síðustu brezku herskip- in fóru frá Möltu 1969. Það hefiur auðvitað haft tðluverð- ar breytingar í flör með sér, en mest í samibandi við reksí> ur flotastöðvarinnar sem eðli- lega minnkaði mjög mikið. Við hlöfum t.d. ekki nærri eins fjöl mennt lið og við liíöfðum þá. Hins vegar er Bretland sfculd bundið til að hatfa alitaf a.mk. einn eldflaugatundurspilfli og tvær freigátur á Miðjarðarhaf- inu. Breytingarnar urðu því mestar í sarabandi við rekstur, en herfræðilegt mifcilvægi eyj- arinnar vegna legu hennar hefur auðvitað ekki minnkað. Ég helid að þetta hatfi kannski haft mest álirif á efnahag Möltu, sem byggðist að töLu- verðu leyti á störfum tengdum floíastöðinni meðan hún var stærri og það voru lífca margs konar aðrar tekjur af henni þá, bæði beinar og óbein ar. Það var þvi mikið áfall fyr- ir efnahag landsins þegar stöð in var minnkuð, en iðnvæðing- aráætlun sem er framkvæmd með brezkri aðstoð virðist sem betur fer ætla að ganga vei, aufc þess sem töluivert heflur orðið ágengt við að au-ka ferða mannastrauminn hmgað. — Hvemig er hemaðarstað- an hér á Miðjarðarhafi, hvor myndi hafa betuir ef til átaka kæmi? — Sovétrifcin hatfa á undan- förnum árum verið að eflla flota sinn hér á Miðjarðarhafli, og hann stækkar stöðugt. Her- skip þeirra eru ný og fullkom- in og flotinn yrði vissulega erf iður andstæðingur. Ég myndi nú samt veðja á NATO, sjötti floti Bandarikjanna er t.d. ekkert lamb að leifca sér við. En vonandi kemur aldrei til þess að úr þessu fláist skorið. — Nú er hatfin mifcil herferð gegn smyglurum, eru það brezkir sjöliðar sem manna etft irlitsbátana? — Nei, það eru Maltar. Við myndum að sjáiflsögðu veita að stoð efl þess væri óskað, en þetta er eiginlega atfbrota- mál sem beyrir undir maltnesk yfirvöld. Stjörnin fékfk tvo hraðskreiða eftirlitisbáta frá Bandarífcjamönnum og það eru landsveitir Möltu sem manna þá. Þessar landsveitir eru Vls- ir að her þeirra hérna, hétu Konunglega malineska stór- skotaliðið, áður en landið flékk sjálflstæði. Sem sliifct, hjálpaði það til við varnir eyj- arinnar í síðari heiimsstyrjlöld- inni, og barðist af miklum, flietjuskap. Dómkirkjan i Mdina, fyrrum höfuðborg Möltu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.