Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBL.AÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1971 Hinir „dýru“ salir í Norræna húsinu 1 góðu og skemmtilegu viðtali við Braga Ásgeirsson í Morgun- blaðinu sunnudaginn 12. sept. og einnig í dálítið einkennilegu skrifi í blaðinu I sambandi við opnun nýju sýningarsalanna í Norræna húsinu eru viss atriði, sem þörf er að staldra við. Reynsla er fyrir þvi, að séu ó- sannindi endurtekin nógu oít, hafa þau hneigð til að síast inn í menn sema sannleikur. Fyrst vík ég að Braga: 1) „Alvar Aalto, sem teiknaði Norræna húsið, gerði ekfci ráð fyrir að þessi kjallari yrði not- aður sem sýningarsalur, heldur geymsla." Hið fyrra er rétt, hið síðara rangt. Þessi hluti hússins var efcki ætlaður til neins sérstaks. Hann var óinnréttað kjallaragím ald og ónothæfur til aílra hluta, eins og hann var — einnig sem -- geymsla. 1 reglum Norræna hússins seg ir, að sýningar skuli vera ríkur þáttur í starfi þess. Samt var enginn sýningarsalur gerður í húsinu. Astæðan til þess var sú, að byggingarnefndinni fannst, þegar húsið var reist, rétt að spara þau útgj'ðld að sinni. Enda þótt Norræna húsið hafi ekki haft hentuga sýningarsali, hðfum við engu að síður haldið um tuttugu sýningar fram til júlí mánaðar 1971. Það hefur ekki verið auðvelt í framkvæmd. Við svo búið mátti ekki standa til framibúðar. Þess vegna hófst ég snemma — strax einu miss- eri eftir að ég kom hingað — handa um að fá hinn ófullgerða hluta kjallarans innréttaðan serh sýningarsal. Stjóm hússins var mér sammála, Aalto féllst á það, og stjórnir Norðurlanda tóku málaleitaninni strax vel, þótt sumir hefðu einhvem veginn fengið þá alröngu hugmynd, að Norræna húsið væri dýr bygg- ing. Ég segi alveg eins og er, að ekfcert hefur fengið mér meiri gleði í nærri fjögurra ára starfi við Norræna húsið en þessi máia lofc. 2) „Hann (Alvar Aalto) vildi að sérstakt sýningarhús yrði byggt," hefur Morgunblaðið eftir Braga. Þetta er ekki rétt. Það hesfur aldrei komið fram í viðtölum mínum við Aalto eða neinum opinberum gögnum, sem mér eru kunn. Alvar Aalto hefði þá orð ið að byggja þetta „sýning- arhús" á eigin kostnað, þvi að aldrei hefur komið til urnræðu að reisa tvö Norræn hús í Reykjavík. Árleg fjárráð Norræna húss- ins eru fjarska hófsamleg, þetta árið 8 milljónir íslenzkra króna (þar af 1% eða um 80 þúsundir króna frá Islandi). Þessi fjár- hæð verður að hrökkva íyrir viðhaldi, tryggingum, sköttum, tolli, launum, greiðslu til fyrir- lesara, forstöðumanna á nám- skeiðum, listamanna, fyrir ferða- kostnaði, flutningagjöldum, aug- lýsingum, sem Morgunblaðið get ur borið um, að er drjúgur út- gjaldaliður, fyrir félagslegum greiðlslum, kaupum á bókum plöt um, tímaritum og dagblöðum, ræstingakostnaði, — öllu. Það er erfitt að reka Norræna húsið af svo skornum fj'ár- skammti, þótt það sé ekfci nema eitt — tvö væri ógerlegt 3) Þá eru það hin einkenni- legu skrif í Morgunblaðinu áður um, að sýningarsalirnir séu orðn ir svo ákaflega dýrir. Það er —■ umbúðalauist sagt — helbert slúður, að þvi ógleymidu, að hm norrænu ríkin fjögur hafa greitt 5/6 — fimm sjöttu hluta — kostnaðarins. Gera mætti sér í hugarlund, ef maður teldi ómaksins vert, hvað það hefði kostað norræna skattþegna, ef átt hefði að byggja sérstakt hús með meira en 300 fermetra sýningargólf- fleti, yfir 100 veggmetrum, fata- hengi, salemum, dælukerfi til að halda grunnvatninu í skefjum, hita- og loftræstingarkerfi, lýs- ingu og öðru. Innrétting þessa hluta Norræna hússins heifur kostað islenzka skattgreiðendur rúmlega eina miU,jón íslenzkra króna. Innifalin í þeirri fjárhæð er innrétting málakennslusttofu, sem að mestu er gjöf frá Sviþjóð og Noregi. Mér leikur forvitni á að vita, hvar á Norðurlöndum almenn- ingur á völ á slikum sýningar- sal fyrir jafn lágt verð miðað við núverándi verðlag. Að hin norrænu ríkin skyldu strax lýsa sig fús til að greiða samtals milli 5 og 6 milljönir, finnst mér í hreinskilni talað, að ætti að vefcja nokkra gleði (ef ekki þakklæti) hjá áhugamönn- um um menningarmál — að minnsta kosti ekki löngun til gagnrýni reistrar á van- þekkingu. Þó að það verði hið síðasta, sem ég rita hér á landi, vil ég ekki láta ósagt, að slík skrif eru til leiðinda og ósæmandi. 53 smólesta eikarhatur til sölu. — Bátur og vél i góðu standi. Veiðarfæri geta fylgt, ef óskað er. Allar upplýsingar gefnar í síma 3107, Eyrarbakka, eða í síma 83142, Reykjavík. Hraðfrystistöð, Eyrarbakka hf. Verkamenn óskast Slippfélagið í Reykjavík hf., Mýrargötu 2, sími 10123. Frá Leikíélagi Kópavogs HÁRIÐ, fyrsta sýning í haust, fimmtudag kl. 8. Næsta sýning, mánudag kl. 8. Miðasalan í Glaumbæ opin í dag kl. 4—6. Sími 11777. tífl'i.'PáV! liífi S' ■ J ' Ein af myndum Þorsteins. Sýning í Keflavík Þangað til annað vitnast, er ég sannfærður uim, að sú nei- fcvæða aðfinnslusýki, sem skrif af þessu tagi lýsa, er ekki al- menn. Ef svo reyndist, gagn- stætt vonum, er hún einnig nið- urdrepandi. 4) Ég vik nú aftur að vini min um Braga og gæðum þeiss, sem á boðstólum verður í sýningarsöl- unum. í fyrsta lagi er rétt að gera sér ljóst, að alls ekki er ætlunin að takmarka sýningar við það eitt, sem venjulega er kallað „list“. En þegar um list frá öðrum norrænum löndum er að ræða, hefur Norræna húsið samráð við sérfróða aðila þar. En Norræna húsið á venjulega frumkvæðið og tekur alltaf ákvarðanir um sýningar. Að því er til íslenzkrar listar tekur, verður leitað unasagnar dómnefnar Félags íslenzkra myndlistarmanna um hverja sýn ingarumsókn. Þótt uimsókn hljóti meðmæli dómne.fndar, er að sjálf sögðu efcfci þar með sag.t, að Norr æna húsið verði við umsófcn- inni. Áfcvörðun um það verður tekin hér. Hins vegar má reikna með, áð sýning, sem dómnefnd in leggst gegn, fái efcfci inni í Norræna húsinu. Félag íslenzkra myndlistarmanna hefur tjáð sig fúst til hjálpar við framkvæmd þessarar skipanar, og hún hefiur verið samþykkt af stjórn Norr- æna hússins, að tillögu minni. Ivar Eskeland. ÞORSTEINN Eggertsson heldur um þessar mundir aðra sjálif- stæðu málverkasýningu sína í Keflavík og sýnir að þessu sinni 24 myndir. Þorsteinn er fjölhæfur maður, laga- og Ijóðasmiður, leikari og söngvari, svo og málari og teikn- ari með afbrigðum. Má vera að teikningin teygi hann út á nokk- uð afbrigðilegaj- götur málverks- ins, þvi að mikið er þar af lesn- ingu bæði á íslenzku og erlend- um málum og sumar myndimar vart annað. Þetta er vafalaust „stíll", sem hann hefur tileinkað sér og það er hans mál að leysa þann hnút. Svipur sýnfaigarinnar er nokkuð jafn og ættu flestar myndimar vel heima á forsíðum blaða og timarita frekar en á veggjum í lítilli ibúð. Þorsteinn kallar sýninguna „1 prísund sjálfsins" enda em flestar myndimar hans eigin hugarfóstur. Aðsókn hefur verið góð og margar myndir selzt. Sýningfa verður opfa þessa viku og fram I þá næstu. —hsj— -\I £q vil bendð- ykkur i, at það er hverqi fjó'/brei/ttara úrvaí af skólavorum ení pennanum. rmrnrr PAPPlRS- OG RITFAIMGAVERZLUIM HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGI 84 LAUGAVEGI 178,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.