Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. SEPTEMBER 1971 Ludvig Kemp,bc5ndi og verkstjöri — Minning Þann 30. júlí s.L andaðist að heimili sinu, Karlagötu 20 I Reykjavík, Ludvig Kemp fyrr- um vegaverkstjóri og bóndi á Illugastöðuim í Laxárdal í Skaga fjarðarsýslu, þá nær 82 ára að aldri. Ludvin Rudolí Stefánsson Kemp var fæddur að Víkurgerði í Fáskrúðsfirði 8. ágúst 1889. Foreldrar hans voru þau hjón- in Stefán Árnason, sem bjó lengst á Ástmarsstöðum í Breið- dal og Helga Ludvigsdóttir Kemp. Ársgamall var Ludvig tekinn í fóstur að Hlíð I Breið- dal til þeirra Júlíusar ísleifsson- ar og Guðfinnu Eyjólfsdóttur, sem þar bjuggu þá. ólu þau Ludvig upp sem væri hann son- uæ þeirra, og síðar dvöldust þessir fósturforeldrar hans hjá honum og konu hans til æviloka á Illugastöðuma. Ludvig Kemp stundaði nám við Flensborgarskóla í Hafnar- firði og var gagnfræðingur það an árið 1909. Tveimiur árum síð- ar lauk hann prófi frá Verzlun- arskóla fslands, og að því námi loknu réðst hann til verzlunar- Eiginkona mín og móðir okkar, Árný Hulda Júlíusdóttir, Nökkvavogi 9, Beykjavik, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 16. september kl. 13,30. Sæmundur Kr. Jónsson, Kristjana Sæmundsdóttir, Maria Sæmundsdóttir. starfa hjá Christian Popp kaup- manni á Sauðárkróki. Þann 30. maí 1912 gekk Lud- vig að eiga eftirlifandi konu sína Elísabeuu Stefánsdóttur bónda og pósts í Jórvík í Breið- dal. Það sama ár hófu þau bú- skap að Hafragili í Laxárdal og bjuggu þar í tvö ár. Árið 1915 keyptu þau hjón jörðina Illuga- staði og bjuggu þar við miklar athafnir í full 30 ár. 1 búskapar tíð þeirra breyttu IllugastaSir mjög um svip. Þar voru stór- virki unnin í húsabóbum og ræktun og máttu þær fram- kvæmdir raunar þrekvirki telj- ast á þeim tíma, sem þær voru unnar, svo erfitt sem var þá um aðdrætti alla og engra þeirra tækja kostur þá, seim nú gera auðvelt að breyta blautum og grýttum mýraflákum í töðuvöil. En með þrotlausu starfi, fyrix- hyggju og orkusemi vinnast margír sigrar. Svo varð á Illuga stöðum í búskapartíð Ludvigs, og fyrir framfarir og fram- kvæmdir á jörð sinni voru hon- um veitt heiðursverðlaun úr sjóði Kristjáns konungs niunda. Jafnframt búnaði sinuim á 111- ugastöðuim sótti Ludvig Kemp sér atvinnu utan heimilis. Um 30 ára skeið var hann verkstjóri við ýmsar vegagerðir, og voru honum á þeim vettvangi falin hin erfiðustu og vandasömustu verkefni svo sem brúarsmíð yfir Kveðjuathöfn um móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingunni Ólafsdóttur, Knarrarhöfn, Dalasýslu, fer fram I Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. sept. kl. 10,30. Jarðsett verður að Hvammi i Dölum laugardag- inn 18. sept. Athöfnin hefst að heímili hinnar látnu kl. 1 e. h. Börn, tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn. Þökkum ykkur öllum, sem auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, Jóns Á. Stefánssonar, í Möðrudal. Ennfremur þökkum við lækn- um og hjúkrunarliði Land- spitalans alla umhyggju þeirra, sem stunduðu hann í veikindum hans sl. vetur. Aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, Kristínar S. Þorleifsdóttur, Bergstaðastræti 46. Vandamenn. Eigínmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ANDRÉS S. JÓNSSON. vélstjóri, AsgarSi 77, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 17. septem- ber kl. 10,30 f.h. Þeir, sem vildu minnast hans eru vinsamlegast beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Björg Pálsdóttir Kristín P. Andrésdóttir, Björgúlfur Andrésson, Sigurðiu Jóhannesson, Harald S. Andrésson, _______________ Anna Björg Sigurðardóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir JOHAN REYNDAL, bakarameistari, Nönnugötu 16, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. þ.m. kl. 2. Guðrún Reyndal, böm og tengdabörn. vesturós Héraðsvatna og vega- gerðin yfir Sigliufjarðarskarð. Kom glögglega fram í verk- stjórn Ludvigs, hversu lagvirk- ur og verkhygginn hann var, og hversu sýmt honum var um að segja fyrir verkuim og stjörna þeim til farsælla lykta. Þá var honuim falin smiði ýmissa ann- arra mannvirkja svo sem. hafna og húsa, og árið 1938 voru hon- um veitt meistararéttindi í húsa- og múrsmíði, enda þótt hann hefði ekki stundað iðn- nám. Litlu síðar en þau Ludvig og EMsabet brugðu búi flluttu þau til Skagastrandar og áttu þar heima til ársins 1968 en flluttu þá til Reykjavlkur. Á Skagaströnd annaðist Ludvig rekstur Sjúkrasamlags Höfða- hrepps. Mikilli starflsævi er lokið. En það er hyggja mín, að Ludvig Kemp hefði aldrei komizt yfir að vinna öll þau margvislegu störf sem hann vann um dagana, hefði honum ekki hlotnazt sú gifta, sem hann hlaut i liísföru naut sínum, Elísabetu Stefans- dóttur. Elisabet er frábær kona að allri gerð. Skörungsskapur hennar, glæsimennska og dugn- aður er viðkunnur. Það ræður líkum, að það kom i hennar hkit í löngum fjarvisrum bónda stns að veita forsjá búskap þeirra og stjórna mannmörgu heimili, naut hún þó vissulega góðra verka fósturforeldra Lud- vigs og síðar barna sinna er þau komust á legg. Illugastaðaheimil ið var í tið þeirra Ludvigs og Elísabetar mörgum kunnugt. 111 ugastaðir lágu i fjölfarinni þjóð braut milli Skagafjarðar og Húnaþings og margur ferðamað- urinn og gangnamaðurinn nauí þar hvíldar og aðhlynningar. Þau Ludvig og Elísabet eign- uðust níu börn og llfa sjð þeirra. Elzti sonurinn, Júlíus skipstjóri og sá naastyngsti, Aðils byggingameistari, létust báðir á sl. ári löngu fyrir ald- ur fram. Þau Illugastaðahjon áttu miklu barnaláni að fagna, þvi að öll eru börn þeirra búin miklum mannkostum, gjörfuleik og dugnaði. Barnabörnin eru nú 28 að tölu og börn þeirra 15. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför bróður okkar, Péturs Árnasonar, prentara. Svavar Árnason og systkin. Við, sem kynntumst Ludvig Kemp eigum um hann margar og góðar og skemimtilegar minn ingar. Hann var prýðilega greindur maður, fjölfróður og frásagnaglaður. Hann hafði mik ið yndi af alri persónusögu og ættfræði og kunni skil á fjöl- miörguim mðnnum og ættum þeirra. Alluor íslenzkur fróðleik ur var honum hugleikinn. Grein ar þess efnis hafa nokkrar birzt eftir hann á prenti og út hafur komið frá hans hendi bók in Slysfarir í Skefilsstaða- hreppi. Mest mun þó af fróðleik þeim, sem Ludvig safnaði liggja í handritum og hafði hann ánafnað og afhent Sögufélagi Skagfirðinga syrpur sinar. Hann hafði mikinn áhuga á störfum þess félags og góðan hug bar hann í hverju einu til héraðs okkar, enda var starfs- vettvangur hans hér lengstur og hér heima í Skagafirði kaus hann að bera beinin að ævidegi liðnum. Ludvig Kemp var maður hag- mæltur og orti allmikið, og hafa sumar lauisavísur hans orðið landfleygar, og nokikuð af kveð skap hans hefur verið prentað svo sem í Austfirzkum ljóðuim, sam út komu fyrir noKkrum ár- uan. Minningar þær, sem ég á um Ludvig Kemp eru mér alflar góð ar. Hann kom oflt á bernsku- heimili mitt og var þar aufúsu- gestur. 1 kringum hann rikti glaðværð og á uimræðuefnum varð ekki þrot. Ég minnist með þakklæti þess vinarþels og tryggðar, sem rikti milli heimil- isins í Hvammi og Illugasitaða- heimilisins og með enn meira þakklæti minnist ég þess, þeg- ar Ludvig Kemp greiddi götu mina á skólaárum mínum og tók mig í vinnu, sem enganveginn lá þá á lausu. Ludvig var trygg ur vinur vina sinna. Honum fylgja margar og hlýjar kveðj- ur og blessunaróskir yfir skil heimanna tveggja. Ég bið þessum aldna vini mín um fararheilla. Konu hans og börnum sendi ég kveðjur mínar með bæn um blessun Guðs þeim til handa. Gunnar Gíslason. Ludvig R. Kemp andaðist að heimili sinu í Reykjavík hinn 30. júlí s.l. Hann var jarðsett- ur á Sauðárkróki 7. ágúst. Ludvik R. Kemp var fædd- ur í Vikurgerði í Fáskrúðs- fjarðarheppi 8. ágúst 1889. Foreldrar hans voru Stefán Árnason, síðar bóndi á Ásunn- arsitöðum í Breiðdalshreppi, og kona hans Helga Ludvigs- dóttir Kemp, en ætt sína rakti hún til Þýzkalands og er nafnið Kemp þaðan komið. Hann stundaði nám við Flens borgarskólann og lauk gagn fræðaprófi þaðan 1909. Þá sett- ist hann í Verzlunarskóla fs- lands og lauk þaðan prófi 1911. Hann kvæntist 30. maí 1912, Elísabetu Stefánsdóttur frá Jór vík í Breiðdatehreppi. Þau bjuggu um skeið að Hafragili i Laxárdal í Skagafjarðarsýslu en fluttu 1916 að Illugastöðuim í sömu sveit og bjuggu þar í 31 ár, þar til þau fluttu til Akur- eyrar. Á Skagaströnd bjuggu þau frá 1949 til 1969 og veitti Kemp þar sjúkrasamlagi byggðarlags- ins forstöðu. Árið 1969 fluttust þau til Reykjavikur, en þar voru þá þrjú af börnttm þeirra búsett. Ludvig Kemp var auk þess verkstjóri á sumrum við vega- Innilegar þakkir tii alra sem auðsýndu samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar og móður GRÓU MAGNÚSSÍNU MAGNÚSDÓTTUR frá Múla, Grindavík. Sérstakar þakkir færum við iæknum og starfsfólki sjúkra- húss Keflavíkur. Þorsteinn Sæmundsson og börn. og hafnargerð um þriggja ára- tuga skeið, þar til hann fiutt- ist til Skagastrandar. Með Ludvig Rudolif Kemp, eða „Kemp", eins og hann var ávallt kallaður á uppvaxtarár- um mínum i Skagafirði, er horf inn af sjónarsviðinu flágætur maður, sem varð minnisstæður öllum þeim stóra hópi, sem kynntist honum eitthvað, mikið eða litið. Sem vegavinnuverkstjóri hafði hann allnáin tengsl við stóran hóp manna af óTikustu manngerðuim. Skopskyn og smit andi íslenzk gamansemi ásamt einstæðum tökum hans á ís- lenzku máli, gerðu vistina í vega vinnubúðuin,um skemmtilega og fræðandi fyrir þá, sem yndi höfðu af ísienzku visunni og hnyttilega sagðri sðgu, en Kemp var ótrúlega fjölfróður um sögu þj'óðarinnar og bók- menntir, auk þess sem hann hafði á reiðuim höndum gnægð af kenningum forns kveðskap- ar. Það var þvi eðlilegt, að sjaifsgagnrýnin forðaði fllestum frá því að láta eigin kveðskap heyrast, ef einhver var, en til voru þeir, sem ótrauðir stund- uðu sína vísnasmíð og það af auknuim krafti. Við hirð Kemps, en svo var vinnuflokkurinn stundum neÆndur í gamni, vildu stundum „horn skella á nösum og hnút- ur fljúga uim borð," eins og forð wn hjá GoSmomdi á Glæsivðll- um, en sá var þó munurinn, að hirðmenn Kemps komust eikki hjiá því að finna góðvildina og umhyggjuna, sem hann bar fyr- ir öllum undir hiínu glettna yf- irborði, og því muin enginn hafa sikilið við hirð hans „kalinn á hjarta", eins og Grímiur Thom- sen lætur menn sleppa úr höll Goðmundar. Svipað var þessu farið í hér- aðinu. Visur hans og kvæði flugu með vindínum og vðktu bæði hrifningu og hneykslun í senn, eins og kvæði Þorsteins Erlingssonar gerðu á sínum tima. En þessi kvæði og vísiur, sem á gamansaman hátrt tóku til mieSferðar viðburði samtíðarinn ar innan héraðs og utan og stundum ýmsa þá, sem viðkvæm astir voru fyrir, öfluðu hon- um þá ekki óvinsælda svo ég viti, og segir það meira en löng lýsing uim hans mannlega og hlýja hugarþei, sem engum gat leynzt, er einhver samskipti hafði við hann. Aldrei gat ég merkt, aö Kemp liti á sig sem skáld og þó hefðu mörg af fremisibu ljóð- skáldum samtíðar hans mátt öf- unda hann af því hve létt hon um var um að tjá sig skýrt og óþvingað og það meira að segja í dýrt kveðnum vísum Það var heldur aldrei hægt að merkja, að Kemp teldi sig boðbera eiins eða neins, og allt sem kaMa má prédiikun var hon- um viðs fjarri. En af honum skein fordómaleysi, sjálfstaeði gagnvart veniubundnu verð mætamati samtíðarinnar, hug rekki til að skera sig úr í hverju sem var og skemmtileg tilhneiging til að hneyksla þá, sem fastir sátu í hræsni tiðar- andans. Það er eins og hann hafi verið fyrirboði þeirra hrær ínga, sem nú gera vart við sig meðal ungs fiólks og hafa fyrir aðalsmerki einkenni þau, sem ég var að nefna. Því ber að fagna, að blöð Kemps með kvæðum hans skuli vera á visum stað og varðveit- ast frá eyðileggingu, þó þau komi ekki fyrir almenningssjón ir í bráð, skv. hans eigin ákvörð un. Kemp var dugmikill afkasta- maður við allt, sem hann tók sér fyrír hendur og búnaðíst vel. Hann tók við jörð sinni Hl- ugastöðum svo til húsalausri og óræktaðri, en byggði þar þegar hús að þeirra tíma vísu. Síðar, eftir að nýjungar S húsagerð ruddu sér til rúms húsaði hann Illugastaði að nýju. Hann lagði einnig i miklar ræktuinarframr kvæmdir, rak stórt og myndar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.