Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MHJVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1971 ÍBK — Tottenham 1:6 : Reginmunur áhuga- og atvinnumanna kom glögglega í ljós í leik ÍBK og Tottenham — Keflvíkingar börðust vel en sum mörkin sem þeir fengu á sig voru af ódýrari gerðinni Martin Peters á þarna i höggi við varnarleikmann Keflavikur og Þorstein Ólafsson, markvörð, sem að þessu sinni tókst að sl& knöttinn frá. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.) EFTIR fyrri hálfleik ÍBK og Tottenham Hotspur á Laugardals vellinum í gærkvöldi, varð ein- hverjum að orði, „að dýr mundi Hafliði allur,“ þar sem milljóna- menn Tottenham voru fátt búnir að sýna, sem var þess virði að greiða slikar upphæðir fyrir. Staðan var reyndar orðin 3:0, þeim i vil, en enginn stjörnublær hafði verið yfir leik þeirra, né heldur mörkunum sem þeir gerðu. í siðari hálfleik sýndu þeir hins vegar oftsinnis listir símar, og tóku af allan vafa um að þama eru hreinir snillingar á ferð. 6:1 sigur þeirra í leiknum var verðskuldaður, en mátti samt ekki mciri vera. Keflvíkmgar börðust nokkuð vel í leiknum, en voru oft um of óákveðmir í vörninni, þannig að Tottenhamleilkmennirnir fengu ákjósanlegt tóm tii athafna. Það er ef til vill eðlilegt að áhuga- leikmenn, eins og piltamir í ÍBK, heri ósjálfráða virðingu íyrir siikum leikmönnum sem skipa Tottenhamliðið, og trúi því varla að þeir geti staðizt þeim snúning. Ef þetta Tottenhamlið er boirið saman við önnur lið, sem hér hafa leikið í Evrópubikarkeppni, eims og t. d. Liverpool, Everton ©g Benefica, leikur ekki á tveim- uir tungum að það er þeirra fremst. Allir leikmenn liðsins kunma greinilega knattspyrnulist ina út í yztu æsair, og t. d. í síð- ari hálfleik heyrði það til undan tefcninga að sendingar þeiirra mis heppnuðust. Senmilegt er að liðið hafi ekki tekið á af fullu, og má búast við emn meiri mun á White Hart Lame í London, þar sem Tottenham mun áreiðanlega reyna að gera hinum fjölmörgum áhorfendum sínum það til geðs að skora sem allra mest aí mörk- um. ÓDÝR MÖRK í BYRJUN Lítið gerðist í leikmum íyrstu 10 mínúturnar. Var sem Tott- emhamleikmemnirair væru að þreifa fyrir sér um getu mót- herja simrna. Þess var þó ekki langt að bíða að boltinn lægi í marki ÍBK í fyrsta sinm. Þá skaut Ralph Coates fremur lausu skoti að markimu af stuttu færi. Þor- steinn hafði hendur á boltanum, en missti hann frá sér, og frá Keflvíking hrökk boltimm til Alan Giizeam, sem notaðá þá stórkost- legu knatttækmi, sem hann hefur yfir að ráða til þess að senda boltann framhjá þvögunmi og í mark. Staðan vax orðim 1:0. Eftir markið mátti heita að allur fyrri hálfleikur færi fram á vallarhelmimgi ÍBK. Þar léku Tottenhammenn létt og leikandi saman en tókst hins vegar illa við að opna vöra ÍBK, þannig að þeim byðust opin tækifææi. Kæmu þau hins vegar brást þeim boga- listin, allt fram á 25. mínútu. Þá var gefinn hár bolti imm í víta- teig ÍBK, og þar skölluðu Totten hammenm boltanm á miili sín, og að lokum nikkaði svo Ralph Coates boltanum í metið. Á 30. mínútu kom svo fyrsta skotið, sem umtalsvert var, á Tottenhamimarkið. Þá áttu Kefl- vikingar skemmtilega útfærða sókn, sem lauk með ágætu skoti Steinairs Jóhannessonar, sem Patriok Jennings, markvörður Tottenham varði glæsilega. En Adam var þó ekki lengi í Para- dis. Á sömu mínútu og þetta gerð ist, var vörn ÍBK hart leikin og Alan Mullery kornst í þanmig færi, að hamm gat varla arunað en skorað. Þar með var staðan orðin 3:0, og fleiri mörk kornu ekki í fyrri hálfleik. Tottenham átti reyndar hvað eftir anmað allgóð tækifæri, og nokkuð góð skot, edrns og t.d. þegar Cyril Knowles skaut þrumuskoti að marki, sem hafn- aði á þverslánmi. GOTT TÆKIFÆRI Strax á fyrstu mdnútu siðari hálfleiks fengu Keflvíkingar eitt sitt bezta tækifæri í leiknum. Þá kornst Steinar Jóhannesson inm fyrir vörm Tottenham og átti Jenndngs markvörð einan eftir. En Jenmings kumni sitt fag og kastaði sér á boltamn rétt áður en Steinar náði að skjóta. FLEIRI ÓDÝR MÖRK Áfram hélt þumginm í sókn Tottenham, en auðsséð var í sið- ari hálfleik, að leifcmenm þess tðku leikimn áfcaflega létt, og kusu heldur að sýna ldstir sinar. Á 55. mínútu átti Mulléry ekot að marki Keflavíkur af löngu færi. Þorsteinn virtist vera vel staðsettur og hafði hamn hendur á boltanum. Mörgum til furðu missti hamm þó af honum inm fyrir sig og í metið, þannig að staðan var orðin 4:0. Örskömtmu síðar kom svo 5. rnarfc Tottenham. Þá tók Michael England innkast og kastaði imm í vítateig ÍBK, þar sem Gilzean var fyrir og sikallaði hnitmiðað í markið. SÓLARGEISLI I RÖKKRINU Kefivíkimgar náðu sér mun bet ur á strik í síðari hálfleik og virt- ust þá vera búnir að yfirvinma skrekkinm, sem greinilega var yf- ir þeim í byrjun leiksiins. Þannig komst t. d. Steinar eitt sinn í ágætt færi, em skoti hans var bjargað í hom, sem ekkert varð svo úr. Á 70. minútu mátti svo segja að sólargeisli kæmi i rökkrinu, sem var að skella á. I‘á náðu Keflvíkingar ágæt- lega útfærðu upphlaupi, sem skapaði Gisla Torfasyni opið færi. Gísli skaut, en Jennings markvörður náði að verja skot hans á ótrúlegan hátt. Hann hélt þó ekki boltanum, sem barst út til Ólafs Júlíus- sonar, sem lagði hann fyi'ir sig og skaut fallegu skoti, sem hafnaði óverjandi í netinu. — Staðan var 5:1. Þegar fáar mínútur voru til leiksloka breytti svo Tottenbam stöðunmi í 6:1. Þá var vörn ÍBK leikin sundur og sairaan og Gilze- am stóð með holtamn á tánumi fyrir opnu Keflavíkurmarkinu. Virtiet hann á báðum áttum hvort hamn ætti að skora, en renndi svo boltanum í netið. ÁHUGAMENN — ATVINNUMENN í þessum leik kom enm eimu sinni firam sá reginmunur sem er á atvinmumönnum í íþróttum og áhugamönmum. Raumverulega er þarna um tvo heirna að ræða, og óhugsandi er að gera kröfur til þess að áhugamennirnir standi að neinu ráði í atvinnumönnun- um, né heldur að atvinnumenn- irnir nái að sýna sitt bezta í leik við áhugamemn. í Englamdi er knattspyrnuíþróttin orðin svo þróuð, að ekiki verður miklu við bætt, en á íslandi verða en.gar stökkbreytingar, fyrr en fardð er að greiöa leikmönnum laun, setm verður semnilega lamgt að bíða. FramhaJd á bls. 31. Tottenham skorar fyrsta mark sitt. Gilzean, sem skoraði, liggur í valniim. Ljósm.: Kr. Bem. Þarna hefur hinn ágæti leikmaður Tottenham, Aian Giizean, lent sama.n við einn af varnarieikmönnum ÍBK. Varð Gilzean að yfir- gefa völlinn. (Ljósm. Mibl. Kr. Ben.). Ölafur Júlíusson að skora mark Keflavíkur í leiknum. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.