Morgunblaðið - 24.09.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUaNTBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1971 e einhvem 4 i að veita útlendingum umþóttunartíma á meðan utfærslan gengur yfir — sagdi Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegsráð- herra, á fundi um landhelgismálið í gær Sjávarútvegsmálaráðherra Lúð vík Jósefsson efndi til fundar í Átthagasal Hótel Sögu í gærdag, en til þess fundar var boðið full trúum frá samtökum útvegs- inanna, sjómanna og fiskframleið enda ásamt meðlimum iandhelg- Isnefnda o. fl. Á fundinum urðu allmikiar umræður um landhelg Ismál, en á undan þeim voru þrjár framsöguræður. Lúðvík Jós efsson flutti erindi um málið, Ingvar Hallgrimsson, forstöðu- maður Hafrannsóknastofnunar- innar flutti fyrirlestur um frið- unaraðgerðir og landhelgismál frá fiskifræðilegu sjónarmiði og Pétur Sigurðsson, forstöðumaður Landhelgisgæziunnar ræddi um breytt viðhorf við útfærslu á gæzlu landhelginnar. Fundurinn var fjölsóttur. Lúðvík Jósefsson sagði í upp- hafi að tilgangur fundarins væri sá að veita almennar upplýsing- ar um málið, stöðu þess og ræða viðhorf. Kvaðst hann vonast til þess að fundurinn yrði upphaf frekari viðræðna. Hann sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar hefði verið lögð á það höf- uðáhe-rzla að landhelgissamningn um við Breta og Vestur-Þjóð- verja yrði sagt upp og ákvörðun tekin um útfærslu fiskveiðiland- helginnar frá grunnlínum í 50 mílur. Stefnan hafi verið mörk- uð og yrði nú fyrir Alþingi í þingbyrjun lögð f-ram ályktunar tillaga þessari stefnu til staðfest ingar. Lúðvík ræddi því næst um mik ilvægi útfærslunnar og akrif er- lendra blaða um málið. Hann sagði að við myndum áfram skýra mál okkar meðal annarra þjóða og halda áfram baráttu okkar til þess að fá sem víðtækasta viður- kenningu á rétti strandríkja til fullkominna yfirráða yfir fisk- veiðum á landgrunnshafinu út að eðlilegum og skynsamlegum mörkum. Lúðvík sagði að reglur utn hagnýtingu fiskveiðilögsög- unnar við Island og stærð væru innanríkismál okkar — engar al- þjóðlegar reglur eða lög væru til þar um. Enginn vafi væri á því að allir væru sammála um grund vallaratriði landhelgismálsins. — Fimmtíu mílur væru í sjálfu sér ekki lokatakmark heldur aðeins áfangi. Með því að tilkynna ári fyrir útfærslu ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinnar væri öllum gef inn rúmur og góður fyrirvari. Þá ræddi sjávarútvegsmálaráð herra um það atriði að leggja mál ið fyrir alþjóðadómstólinn í Haag. Hann lagði áherzlu á að dómstóll inn yrði að starfa sem gerðar- dómur og útilokað væri með öllu að íslendinga gætu fallizt á það, þar sem dómurinn gæti ekki byggt á alþjóðalögum. íslending- ar hafa alltaf hafnað tillögum um gerðardóm. Þá ræddi ráðherrann um það, hvort líklegt væri að Bretar beittu Islendinga valdi í sambandi við útfærslu landhelg- innar og sagði: „Ég held að ekki komi til neins herskipaleiks af hálfu Breta hér á okkar fiskimið um. Við höfum áður verið beitt- ir löndunarbanni í Bretlandi. Ég held að slíkt bann valdi Bretum meiri erfiðleikum en okk ur . . . .“ „En slíkt bann getur aldrei haft mikil áhrif á okkur. Auðvilað verðum við íslendingar að reíkna með einhverjum erfið leikum í sambandi við stækkun landhelginnar. Undan sliku get- tvn við ekki kvartað, því að stækúuniua verðum við að fá. Sig -i.in t' okkar, ef við stönd- um saman og skilj um í hverju styrkur okkar er fólginn." Sjávarútvegsráðherra sagði að grundvallarkrafa Islendinga væri að fá viðurkenndan fullkominn yfirráðarétt okkar yfir öilum veiðum á landgrunnshafinu við landið. Efalaust munu útlending- ar reyna með samningum að ná sér í veiðiréttindi á okkar mið- um. Óskir þeirra verðum við að meta eftir aðstæðum, eftir stærð fiskstofnanna, eftir þörf okkar sjálfra og sanngjörnu tilliti um leið og stækkunin gengur yfir. Næstur talaði Ingvar Hali- grímsson, fiskifræðingur, for- stöðumaður Hafrannsóknastofn- unarinnar. Hann sagði að fjórir meginþættir réðu stærð fisk- stofns: þyngd eða stærð nýlið- anna, sem í stofninn bætast á ári hverju, þyngdaraukning þess fisks, sem fyrir er, rýrnun vegna eðlilegra dánarorsaka og vegna veiða. Hann kvað það ljóst að við réðum aðeins yfir síðasta þættinum, veiðunum. Ingvar ræddi um það hve of- veiði hefði leikið fiskstofnana grátt. Á fyrristríðsárunum hlaut ýsustofninn verðskuldaða hvíld og var meðaldagsveiði enskra togara af ýsu um 1000 kg árið 1920. Þessi veiði var komin í 250 kg árið 1937. Heildarýsu- aflinn við Island þrátt fyrir bætta veiðitækni féll á tímabil- inu 1928 til 1937 úr 60 þúsund lestum á ári í 28 þúsund lestir og ýsuafli Islendinga sjálfra úr 11 þúsund í 4 þúsund lestir á ári. Á síðari stríðsárunum hlaut stofninn aftur hvíld og árið 1946 nam ársaflinn 33 þúsund lestum og óx i 76 þúsund lestir árið 1949. Þá þoldi stofninn ekki meira álag og var kominn i 46 þúsund lestir árið 1952. Sagan frá fyrra striði hafði endurtekið sig. Árið 1952 friða Islendingar mikilvægar uppeldisstöðvar við Faxaflóa og næstu 10 árin óx aflinn hröðum skrefum og náði hámarki 1962, 120 þúsund lest- um, eða tvöfalt það aflamagn ár lega, er mest varð á milli heims styrjaldanna tveggja. Þá ræddi Ingvar um mikil- vægi þess að ýsa fengi að vaxa í friði, 3ja ára er hún aðeins 300 grömm, en 5 ára tæp 2 kg. Þyngdaraukningin er nœsfcum sjöföld. Á meðan erlendur floti hirðir mikinn hluta ýsunnar við íslandsstrendur, eru Islendingar ekki stjórnendur þróunarinnar. Þá ræddi Ingvar um svipaða sögu þorskstofnanna og sagði að nú væri svo komið að árlega dæju um 70% af kýnþros'ka hlu ta stofnsins og um 60% af hinum ókynþroska hluta hans. Nú væri svo komið að hver þorskur hrygndi að meðaltali ekki nema einu sinni á ævinni, þótt náttúr an ætlaði honum að hrygna oft- ar. Þannig hafa menn breytt gangi náttúrunnar — sagði Ingv- ar Hallgrímsson. Sama er og að segja um síldina. Síldarstofninn í sjónum er nú aðeins um helm- ingi minni en sú veiði sem fékkst árið 1966 eða tæplega tal inn 1 milljón tonn. Að lokum sagði Ingvar Hall- grímsson, að aukning íslenzkra f iskveiða, væri að slínum dómi háð því að ásókn erlendra veiðiskipa létti, þannig að íslendingar gætu nýtt auðævi íslenzkra fisikimiða á skynsamlegan hátt Afh úr helztu fiskstofnunum verður tæp ast aukinn frá því er nú er mið- að við ríkjandi ástand, sem sýni- lega á eftir að versna, verði ekkert að gert. Pétur SigurðsSon, forstjóri Landhelgisgæzlunnar ræddi um það hvernig gæta ætti landhelg- innar, þegar útfærslan væri um garð gengin. Landhelgis'línan eykst ekki svo mikið, sagði hann frá því sem nú er eða aðeins um 14% i 11 til 12 hundruð míl- ur. Víðátta svæðisins, sem gæta ber eykst hinis vegar þrefalt, úr 75 þúsund ferkilmetrum í um það bil 225 þúsund íerkílómetra, og öll stækkunin væri út á við. Daglega eru um 100 veiðiskip við landið — þar ættu Bretar um 60, Þjóðverjar um 30 og 10 væru ýmist belgísk, rússnesk, frönsk, portúgölsk eða frá einhverju Norðurlandanna. Slíkt ástand hefði verið lengi. Hann sagði að þegar til útfærslu kæmi yrðu að öllum Xikindum þrjú aðal- gæzlusvæði — úti fyrir Vestur- landi, Suðvesturlandi og Austur- landi. En hvernig á nú að gæta víðáttumeiri landhelgi? Eins og stendur, sagði Pétur að aðeins væru tvö varðskip- anna fær til úthafssigljnga, Æg- ir og Óðinn og til þess að auka yfiriit yfir gæzlusvæðið yrði að koma til aukinn flugvéiakostur og er þá ekki nóg að hafa eina flugvél heldur verða þær að vera tvær eru fleiri. Æskilegt væri að bæta aðstöðu út um land, þann- ig að flugvélamar þyrftu ekki endilega að hafa endastöðvar alltaf í Reykjavik. Gæzlan yrði jafnframt að færast lengra út á hafið og því yrði eflaust að fjölga smáskipum til ýmissa þjónustustarfa nær landi og þyrlur væru einnig gagnleg tæki. Albert og Árvakur yrðu því aðeins við land. Auka þyrfti og bæta tæki til úthafssiglinga. Mikið vandamáil er sagði Pét- ur, að gera staðarákvarðanir svo langt frá landi, sem þurfa að vera nákvæmar. 1 tæikni til stað- arákvarðana er ör þróun. Decca væri álitið of viðamikið kerfi og dýrt og ýmis vandkvæði væru á lorankerfi. Hins vegar færu nú fram tilraunir með nýtt kerfi, sem lofaði góðu, svokallað Omega kerfi. Tilraunir mieð sllíkt tæki ■hafa farið fram í landi, en nú á að fara að setja það um borð í Ægi til þess að reyna það enn frekar. Þá taldi Pétur að íjöilga þyrfiti áhöfnum, er úthafssigling- ar yrðu ríkari þáttur i starfinu, svo að áhafnir gætu hvílzt. Landhelgisgæzlan hefur undir- búið breyttar aðstæður. Með leyfi ríkisstjórnarinnar hefur hún leigt Beeohcraft Queen Air flugvél, sem væntanleg er til landsins 1. október. Á næsbunni færu utan flugvirkjar á vegum gæzlunnar tiil þess að læra hjá Sicorsky-verksmiðjunum og flug- liðar færu siðar utan til þess að læra stjórnun þyrlna. Búast má við að þyrlan nýja komi í desember. Þá gat Pétur þess að kaupa þyrfti nýjar vélar i varð- skipið Þór og berast endan- leg tiilboð i vélarnar siðast í þessum mánuði. Loks er verið að undiirbúa kaup á Ioftskeyta- taekjum, sem sett verða upp á efistu hæð nýju lögregl ustöðvar- innar, þar sem framtíðarhúsnæði er fyrir laindhelgisgæzluna. Er Pétur Sigurðasom hafði lokið rnáli sínu, var orðið gefið laust. Tók þá til máls Jóhanini Hafstein, formaður Sjálfstæðis- flokksinis. Hann gagnrýndi að- ferðina við fundarboðið og taldi eðlilegra að landhelgisnefndin sem slík hefði boðað til fundarima, en ekki ráðherra sjálfur. Talað hefði verið um það að sýna þyrf ti samstöðu, en sér vitanlega hefði ekki verið rætt við meðlimi nefndarinnar. Ég tel mikils virði, sagði Jóhann að efnt sé til funda um efnisatriði þessa máls, en mér virðist vera lögð megia áherzla á auglýsingagildi fundar ins og í morgunfréttum útvarpa ins var sagt frá því að Lúðvik Jós efsson ætlaði að halda þennan fund og held ég að slíkt sé afar fátítt ef ekkl einsdæmi, enda var hver einstakur boðaður bréflega og öðrum ekki ætlaður aðgang- u.r þar að. Auk þess er hér lang borð af fréttariturum og er slíkt ekki vanalegt um fundi, sem boð aðir eru persónulega. Jóhann sagðist gleðjast yfir því, að ráð herrann hefði lýst því yfir í ræðu sinni að staðfesting landhelgia- málsins yrði lögð fyrir Alþingi — það hafi verið skoðun Sjálfstæðis manna og tillaga, að slikt yrðí gert, en samnimgnuim við Breta og Þjóðverja ékki sagt upp áun. samráðs við Alþimgi, sem sam- þykkt hefði samnimginn á Sdnuim. tímia. Jóhann sagði að um það væri ekki ágreiningur að samningnum væri unnt að segja upp — hér væri aðeins sikoðanamunur um aðferðir og hið eina, sem eftir væri í samningnum af skilyrð- um, sem íslendingar yrðu að hlíta væri ákvæðið um Haag- dómstólinn. Reyna þyrfti til þraut ar, hvað unnt væri að fá út úr við ræðum við Breta og Vestur- Þjóðverja. íslendimgar hefðu þegar lýst sig fúsa til frekari viðræðma og því yrði að hefja viðræður áður en til uppsagmar samningsins kæmi. íslendingar værú ekki einangruð þjóð í veröldinni og þeir yrðu að freista þess í lengstu lög að verja sölumöguleika sína á fiskafurðum erlendis. Þá tók til máls Sven Aage Malmberg og bar fram nokkrar fyrirspurnir um rannsóknir á landgrunninu aðallega dýptar- mælingar og framkvæmd þeirra, sem veitt hafi verið 30 milljón- um króna til á fjárlögum. Pétur Guðjónsson lýsti ánægju sinni með málið, en taldi þó rétt að befcra hefði verið ef landhelg- isnefndin hefði boðað til fundar- ins. Hann ræddi um þá hefð- bundnu venju, sem Bretar bæru fyrir sig um veiðar á fslandsmið um. Hér væri um að ræða 50 ára samning milli Dana og Breta, sem gerður var 1901 og því væfi al- rangt að tala um hefð. Þegar samningur rynni út hlyti að skap ast sama ástand og áður en hann komst í gildi. Við ættum hér i deilu við örfáar háþróaðar iðnað arþjóðir og það væri fásinna að halda þvi firam að þær ynnu þessa deilu, gegn minnstu þjóð Evrópu. Þessar þjóðir hefðu þeg ar tapað málinu. Þá tók til máls Ingolfur Stef- ánsson og taldi nauðsynlegt að endurnýja dýptarmælingar á landgrunninu og kanna það öllu nánar. Hann sagðist hafa heyrt ófagrar lýsingar á drápi ungfiska, sem sýndi að aðgerða væri þörf. Júlíus Ingimarsson talaði næst ur og lýsti mikilvægi málsins, hvatti menn til þess að vera ein- huga og útgerðarmenn til þeas að láta í ljós álit sitt. Skúli Þorleifsson tók í sama streng og Júlíus, en til þess að spara fundartima, lagði hann til að aðeins þeir útvegsmenn, sem í móti væru tækju til máls. Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.