Morgunblaðið - 15.10.1971, Síða 31

Morgunblaðið - 15.10.1971, Síða 31
Tæknif undir í Munchen Nýrri tækni beitt við mælingu afreka íþróttamanna TÆKNIN hefur sannarlega hald- Ið innreið sína í framkvæmd íþróttamóta og sennilega kemur hún aldrei eins vel fram og á Olympíuleikuniim, sem haidnir verða í Múnehen næsta sumar. Munu þar koma fram margar nýjungar, sem vafalaust eigra svo eftir að ryðja sér til rúms á flest- um meiriháttar íþróttavöilum. Ein helzta nýjungin, sem fram kemur I Miinchen, er við mæl- ingu kasta. Hingað til hafa köst- in verið mæld með málbandi, en í Múnchen verða þau lögð til Snúra er fest i byssu ræsisins og um leið og hann hleypir af, fer tímatökuvélin af stað. 1 henni er einnig komið fyrir myndavél, sem tekur ljósmynd um leið og hlaupararnir koma í mark. Einnig þessi vél er í sambandi við ljösatöfluna og sendir upp- lýsingar um tíma sigurvegarans um leið og hann slítur snúruna. Filman í markmyndavélinni framkallast svo á svipstundu og geta dómarar úrskurðað röð hlauparanna i mark eftir henni og ákvarðað tima þeirra. á leikvanginum i gegnum sjón- varp, kjósi þeir ekki að vera á vellinum og fylgjast með þar. Stærstu fréttastofnanirnar munu koma upp miklum útibúum i Múnohen meðan keppnin fer þar fram, og rætt hefur verið um möguleika þess, að setja tæki þeirra að einhverju leyti i samband við fyrmefnd tæki, sem mæla köst, stökk og hlaup, þannig að upplýsingar um afrek iþróttamannanna geti borizt út um ailan heim á öldum Ijósvak- ans á sömu stundu og þau ger- ast. Þ>á hefur verið reistur griðar- hár sjónvarpsturn á Olympíu- svæðinu, - sem greiða mun fyrir sjónvarpssendingum í gegnum gervihnetti um víða veröld. Er talið að flest þau lönd, sem á annað borð hafa þróað sjónvarp, muni sjónvarpa meira og minna frá Olympiuleikvanginum. Sjálfsmark skóp sigur Flóðlýsingin á Olympíuleikvang iniim verður stórkostleg og gef- ur engu minni b irtu en sólarljósið. I»essu litla tæki er stungið niðurþar sem áhöldin koma niður í kastgreinunum, og eftir örstuttastund birtist á ljósatöflunni hvert afrekið hefur verið. hliðar og elektrónisk tæki notuð í staðinn. Tæki þessi eru fremur fyrirferðarlitil og ákatflega fljót- virk. Liður ekki nema örstutt stund frá þvi íþróttamaðurinn sleppir áhaldinu og þangað til tilkynning um afrekið hefur birzt á risastórri ljósatöflu. Úti á vellinum verða aðeins dómarar, sem úrskurða hvar áhaldið kom niður. >eir hafa lít- ið tæki, sem líkist mest lampa, og er þvi stungið niður þar sem áhaldið kom niður. Tæki þetta sendir síðan frá sér merki til annarra tækja, sem komið er fyrir þannig að þau mynda þrí- hyrning. Reikna þau út á svip- stundu hvað kastið var langt. Tæki þessi eru svo i sambandi við ljósatöfluna og senda upplýsing- ar beint þangað. Tímataka í hlaupum og sundi er einnig algjörlega sjálfvirk. Mæling stökklengda í lang- stökki og þristökki er einnig framkvæmd með elektrónískum tækjum. Þau voru einnig notuð á Olympíuleikunum í Mexikó 1968, en þá bar það til tiðinda í langstökkinu, að einn keppenda Bob Beamon, stökk mun lengra en tæki þessi gátu mælt, og varð því að gripa til málbandsins. Verður þess örugglega gætt 1 Múnchen að slíkt komi ekki fyrir, enda nákvæmni slikrar mælingar minni en elektrónisku vélanna, sem mæla stökkið upp á millimetra. Geysilega mikil áherzla verður lögð á það á Olympíuleikunum í Múnchen að búa vel að frétta- mönnum og sjá til þess að þeir fái allar upplýsingar fljótt og vel. Reist verður stór bygging fyrir fréttamenn og þaðan geta þeir fylgzt með öllu sem gerist Hannes f ékk góða dóma EINS og frá hefur verið skýrt dæmdi Hannes Þ. Sigurðsson leiik enSku meistaranna Arsenal og norsíka meistaraliðsins Ström- goset, sem fram fór í London fyrir skömimu. Línuverðir voru einnig íslenzkir, þeir Einar Hjaxtarson og Valur Benedikts- son. Fengu þeir þremenningamir góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum, einkum þó hjá Englendingum, en hins vegar virðist sem Norðmennirnir hafi ekki verið alveg eins ánægðir. í leikskrá sem Arsenal gaf út fyirir leikinn er stór mynd af Hannesi Þ. Sigurðssymi, og rek- inn ferill ham sem dómara og eininig er f j allað um dómarastörf línuvarðanna. Mun heldur óvana- legt að dómurum séu gérð svo góð skil í leikjaskrá, og verða þessi skrif að teljast heiður fyrir Hannes og félaga. Haukar sigruðu HANDKNATTLEIKSLIÐ Hauka fór um síðustu helgi norður til Akureyrar og keppti þar við heimamenn. Á laugardaginn léku Haukar við KA og sigruðu í þeim leik, 25:21. Var leikurinn nokkuð jafn lengst af, og lofar KA-liðið góðu fyrir veturinn. Á sunnudaginn fór svo fram hrað keppni og í henni sigruðu Hauk- ar einnig. Lið Þórs varð í öðru sæti, en KÁ í þriðja. Englendinga EINS og frá var skýrt í blaðinu í gær léku öll brezku landsliðin landsleiki í fyrrakvöld. Vöktu þessir leikir niikla athygli, eins og jafnan þegar brezkn liðin eru í eldlínunni, en einkum beindist þó athyglin að leik Englands við Sviss, en sá leikur fór fram Basel. Tefldi Sir Ramsey að mestu fram óbreyttu liði, en hann er nú farinn að sæta nokk- nrri gagnrýni fyrir íhaldssemi við val landsliðsmanna. Englendingar sigruðu í leikn- um með 3 mörkum gegn 2. Geoff Hurst skoraði fyrsta mark leiks- ins eftir 55 sekúndur, en Jewn Dupeux jafnaði fyrir Sviss eftir 10 mínútur. Tveimur mínútum síðar færði Martin Chivers Eng- lendingum aftur forystu og var staðan þannig 2:1 þangað til rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, að Ku- enzli jafnaði aftur fyrir Sviss- iendinga. Var fyrri hálfleikurinn mjög jafn og 2:2 í hálfleik sann- gjarnt eftir gangi leiksins. 1 siðari hálfleik höfðu Englend- ingar hins vegar frumkvæðið í leiknum, en vörn Svisslendinga var þétt fyrir og fá marka- tækifæri þuðust. Á 77. mín- útu leiksins varð einn af varnar- leikmönnum Sviss, Weibel, svo óheppinn að hann sendi knött- inn í eigið mark og reyndist þetta vera sigurmark Englend- inga í leiknum. 60 þúsund áhorf- endur fylgdust með leiknum. Leikurinn var liður í 3. riðli Evrópubikarkeppni landsliða og er staðan í honum nú þessi: England Sviss Grikkland MaJta 4 4 0 0 12:2 8 5 4 0 1 11:4 8 5 113 3:6 3 6 0 1 5 2:16 1 í Swansea fór svo fram leikur milli Wales og Finnlands og var lítiil áhugi fyrir honum, þar sem aðeins 10 þúsund áhorfendur komu á völlinn. Wales sigraði örugglega í leiknum með 3 mörk um gegn engu og gerðu þeir Durban, Toshack og Sjeece mörk in. Leikurinn var liður i Evrópu- bikarkeppni landsliða, 1. riðli, og er staðan þar nú þessi: Tékkóslóvakía 4 2 11 7:1 5 Rúmenía 4 2 11 7:1 5 Wales 4 2 11 5:3 5 Finnland 6 0 15 1:16 1 1 Glasgow leiddu saman hesta sína lið Skotlands og Portúgals. . Fór leikurinn fram á Hampden Park og sigruðu Skotarnir með. 2 mörkum gegn 1, eftir að hafa haft yfir, 1:0, í hálfleik. Mörk Skotanna skoruðu þeir O'Hara og Gemmill, en Rodriques skor- aði fyrir Portúgal. .1 þessum leik lék kappinn Esubio sinn 50. landsleik fyrir Portúgal. Leikur- inn var liður i Evrópubikar- keppni landsliða, 5. riðli, og er staðan þar nú þessi: Belgía 4 4 0 0 10:1 8 Portúgal 5 3 0 2 9:5 6 Skotland 5 2 0 3 3:7 4 Danmörk 6 1 0 5 2:11 2 1 Belfast léku Norður-lrar og Rússar og lauk þeim leik með jafntefli, 1:1. Leikurinn fór fram á Windsor Park og voru bæði mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Jimmv Nicholson færði Irunum forystu eftir 14 mínútna leik, en Anatolij Bysjovets jafnaði fyrir Rússa á 32. minútu. Leikur þessi var liður í 4. riðli Evrópubikar- keppninnar og eftir hann er stað- an í riðlinum þessi: Rússland 5 4 10 13:4 9 Norður-írland 5 2 1 2 9:5 5 Spánn 3 2 0 1 6:2 4 Kýpur 5 0 0 5 2:19 0 Þess má geta að leikurinn í Belfast var færður fram um tvo tíma af öryggisástæðum, en þar þykir ekki fært að efna lengur til knattspyrnukappleikja eftir að dimmir. Martin Chivers ritar nafn sitt fyrir ungan aðdáanda, er hann kom liingað á dögunum með Tottenham. 1 fyrrakvöld skoraði hann gott mark í landsleik Engiendinga og Svisslendinga í Basel. Frjálsar íþróttir hjá KR í KVÖLD hefst vetrarstarfið hjá frj álsiþróttadeild KR, en þá vei-ð- ur æfing í salnum undir stúku Laugardalsvallarins og hefst hún kl. 18.20. Þeir, sem ætla sér að æfa hjá deildinni, eru hvattir til þess að mæta, en æfingatímar verða svo nánar auglýstir síðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.