Alþýðublaðið - 04.08.1920, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 04.08.1920, Qupperneq 1
Alþýðublaðið Crefið út af A.lþýðaflokkuum. 1920 €rlenð símskeyti. Khöfn, 2. ágúst. Engin sætt með írum og Bretum. Símað er frá London, að sátta- umleitanir milli íra og Breta hafi niistekist. Og er búist við nýjum ntanndrápum. Búmenar ígla sig. Símað er frá Belgrad, að Rúmen- ía krefjist þess, að Rússar hafi sig á braut frá Bessarabfu innan þriggja daga. Yarsjá í hættu. Símað er frá Varsjá, að búist sé við innreið bolsivfka í bæinn þá og þegar; að víggirðingu borg- arinnar er unnið kappsamlega. Sama er að segja frá Lemberg. Khöfn, 4. ágúst. Hernaður Grikkja. Sfmað er frá London, að Grikk- ir hafi hertekið Þrakíu að Tchat- aicha. Spasamningarnir hafa verið samþyktir í neðri má!- stofu enska þingsins. Bolsivíkar í London. Símað frá London, að Kamen- «ff og Krassin séu komnir þangað. Náðaðir. Símað frá Berlín, að samþykt hafi verið að náða pólitíska af- brotamenn, nema bayerska bolsi- víka og fylgismenn Kapps. Nýja stjórnin i Konstantinopel er andvíg þjóð- ernissinnunum. Pólska stríðið. Frá Warschawa er sfmað, að .v>ð Brest Litowsk og Brody standi hötð orusta. Herforingjar bolsivíka kafa neitað að stöðva framsóknina %r en vopnahléssamningarnir séu Miðvikudaginn 4. ágúst. undirritaðir og gengið hafi verið að skilyrðum Rússa. Slgurjón. Sigurjón heldur iðnsýningu í Bárubúð þessa daga. Það þarf ekki að tilgreina það nánar hvaða Sigurjón það er, allir vita það. Á þessari sýningu eru vörur af þremur verksmiðjum sem Sigurjón á, og er sýningin hin myndar- legasta. Frá klæðaverksmiðjunni á Ála- fossi eru sýndar margar tegundir af fataefni, og eru margar þeirra mjög smekklegar. Þar eð þau eru úr alull, eru þau sterkari en fiest útlend fataefni er hingað fiytjast, og vill Alþ.bl. ráðleggja mönnum að kaupa heldur innlend fataefni, heldur en útlend, enda ætti það að vera nokkur hvöt fyrir menn til þess að styðja þennan innlenda iðnað, að þeir með því gera góð■ verk á sjálýunt sér. Þessi fataefni eru sem sé nákvcemlega helmingi ódýrari en útlend fataefni. Það virðist býsna öfugt að nota þau útlendu, meðan íslenzkt efni fæst, enda munu þau sjálfsagt ganga öll út í rykknum og ættu þeir sem þurfá að fá sér föt í haust að fiýta sér að ná sér í fataefni. Þá er nú prjónlesið sem búið er til á Álafossi. En frá því ætlar blaðið að segja á morgun. Sá „spánska" á GrænlaniL Hungurvofan gereyðir heil héruð. í vetur hefir „spánska veikin" geisað víða í Grænlandi og gert mikinn usla. Að því er segir í bréfi frá Alfred Berthelsen lækni, hefir veikin gert fólki, á mörgum 175. tölubl. steðum í Norður-Grænlandi, ó- mögulegt fyrir um aðdrætti til vetrarins. í einni sveitinni átu íbú- arnir fyrst alla hunda sína, en að mánuði liðnum voru þeir þó al- gerlega matarlausir. Um jólin dóu tvö börn úr hungri og eftir 27. desember má segja, að eitt dauðs- fall hafi verið á dag. Hópur manna, sem sendur var af stað til þess að ná til annara héraða, varð að snúa aftur án þess að hafa komist þang- að; og er hann kom aftur fann hann flesta íbúa nýlendunnar dauða. (Frá sendiherra Dana hér.) Farmgjöld lækka stórkostlega. Fyrstu mánuði ársins greiddu hafnirnar á Norður-Frakklandi 90 shillings í farmgjald fyrir smá- lestina trá Tyne í Englandi, en nú kostar að eins 25 shillings undir smálestina þaðan. Á sama tíma hafa farmgjöld frá Tyne til Miðjarðarhafshafnanna fallið úr 65 sh. niður í 47 sh. og 6 pence; og frá Tyne til spánskra hafna úr 57 sh. niður í 40 sh. Þangað til í júnímánuði var farmgjaldið fyrir smálest frá Tyne til London 12 sh. 6 pence, en nú er það 9. sh: Um miðjan júlí lágu tugir gufu- skipa á Tyne og biðu þess, að fá farm. Orsökin til þessa er fyrst og fremst takmarkaður kolaút- flutningur frá Bretlandi og í öðru lagi það, að geisilega mikið af skipum sem lítið sem ekkert fá að flytja bætist stöðugt við í heimsflotann. Eanpstefuan í Fredericia á Jótlandi var opnuð á laugardag- inn. Hélt Rothe verslunarráðherra ræðu um leið og hann setti stefn- una og lofaði mörgu fögru, sem ekki er ólíklegt að hinum frjáls- Jyndari Dönum þyki súrmatar- bragð að.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.