Alþýðublaðið - 04.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í siðasta iagi kl. 10, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Jfokkur orð mn ja|naðarmensku. Eftir M. Hallsson. ----- (Frh) Um leið og eg endurtek það að jafnaðarstefnan eigi sér fullan tilverurétt, og hafi við gildandi rök að styðjast, og sé á flestum sviðum vel (ramkvæmanleg, vil eg athuga hana frá fleiri hliðum og horfa nær mér, því margur steinninn liggur í götu hennar hér heima hjá oss. Sú rétta jafnaðarstefna er ekki síngjörn eða sérplægin, og því þarf enginn að líta iliu auga til hennar af ótta fyrir því að eigur hans verði frá honum teknar, sá fáránlegi misskilningur er sprott- inn sumpart af þekkingarleysi á málefninu, og sumþart af ósönn- um illkvittnissögum sem haturs- menn stefnunnar hafa uppspunnið til biekkingar. Hver sá sem hefir eignast auð, hvort heldur það er erfðafé, eða fyrir hyggindi, dugnað eða hepni i fyrirtækjum, er vel og rétt að honum kominn frá sjónarmiði allr- ar sanngirni. Þar næst vil eg leitast við að athuga máiið frá sjónarmiði mann- jafnaðar, mannúðar og réttiætis. Detta mér þá fyrst í hug máls- sóknirnar. Enginn skynbær maður — sem er fátæklingur, lítilmenni eða að einhverju leyti smámenni — lætur sér til hugar koma að höfða málssókn á hendur sér meiri manni að auð, völdum eða met- orðum, nema hann viti með vissu fyrir guði og samvizkunni að hann hafi á réttu að standa; en hvað skeðurf Smámennið nær aldrei rétti sínum gagnvart stórmenninu, hversu sem málavöxtum er hátt- að. Það eru ekki mörg ár sfðan valdsmaður einn veitti bónda nokkrum líkamiegan áverka fyrir engar sakir, svo að bóndinn var frá vinnu meiripart sumarsins, hann höfðaði málssókn á hendur valdsraanninum í von um sigur réttlætisins, en hafði ekkert úr býtum nema hafi það verið skömm eða málskostnaður. Slíkt og því iíkt kemur af þeirri einföldu ástæðu að ranglætið — með manngrein- arálitið til hægri, en misréttið sér til vinstri handar — situr með rembingi miklum í dómárasætinu. Tökum þar næst t d. 2 sjúkl- inga undir Iíkum kringumstæðum. Fyrir íhlutun einhverra máls- metandi manna er annar styrktur á spitaia með gjöfum og opinber- um samskotum, en hinn er látinn l'ggja jafnvel ár frá ári — ef svo er háttað sjúkdómnum — afskifta- Iaus eins og hundur sá í bæli sfnu sem aldrei var til neins not- hæfur, en sem fyrir framkvæmd- arleysi húsbóndans hefir dregist að hengja, skjóta eða skera. Hér og á mörgum fleiri sviðum er nóg verkefni fyrir jafnaðarstefnuna, hún er fögur, og ómissandi fjársjóður hvar sem hún birtist i sinni réttu mynd. Hvað var það annað en jafnaðarhugsjónin sem meistarinn mikli frá Nazaret hafði fyrir aug- um þegar hann framsetti dæmi- söguna um verkamenn í vfngarði? Sannanlega var það hærri og fegri jöfnuður en nokkrum öðrum hafði til hugar komið, sem hans var von og vísa; þar var stóra hjólið til, sem okkur vantar í sigurverk menningarinnar, sem sé kœrleik- urinn. Það er ranglætistilhneygingin og kærleiksleysið sem ékki má heyra jafnaðarstefnu á nafn nefnda, eða með öðrum orðum: „Mér alt, þér ekkertl" í ýmsum stjórnum og á lög- gjafarþingum sitja oftast í meiri- hluta metorðamenn og valdhafar, og liggur þá í þess hlutar eðli sem vægast kallast breiskleiki, að þeir líti óhýru auga til jafnaðar- stefnunnar, enda eru sum iögin þrungin af ranglæti og ójöfnuði, eða er það ekki Iagaleg vitfirring, eða vitfirringsieg lög, að láta heið- ur og manniéttindi manna standa eða falla með útsvari þéirra? Ef einn ærlegur og góður borg- ari hefir af óviðráðanlegum ástæð- um ekki getað greitt eins árs út- svar eða hefir þegið lítilræði af því opinbera af bæjar- eða sveit- arfé, ef hann í athugaleysi eða af fákænsku sinni slæðist með straumn- um inn að kjörstjórnarborði við kosningar til alþingis, saurgar hann bæði hina háu kjörstjórn og göfug þingmannaefni með návist sinni, og má þar ekki nær koma en hundur helgum dómum „Gerðu svo vel og fjarlægðu þig góðurinn minn I Þú hefir ekki greitt síðasta' árs útsvar, það er satna og að þiggja af sveit, þú ert ekki á kjörskrá og hefir ekki kosningar- ré»tl “ Þá koma hórkarlinn og ábyrgðarsvikarinn frjálsir og hnar- reistir inn að borðinu af því þeir höfðu greitt 5 —10 krónur í útsvar. „Hér er kjörseðill, gerið þér svo- vell“ segir kjörstjórnin. Hér þarf jöfnuðurinn að ná fastatökum á, til að skakka þenn- an hundslega vitfirringsleik æru- meiðandi Iagahneyxlis. (Frh.) Dm dap og vegínn. Skemtiferð verzlunarmanna fórst fyrir 2. ág., að sögn vegna of iítillar þátttöku. Var að engn leyti hátíðasnið á bænum um dag- inn, þrátt íyrir hinn aimenna frídag verziunarmanna. Skólararðan var opin fyrir al- menning um síðustu helgi. Var allmargt fólk þar saman komið tií þess að njóta útsýnisins, sem er ágætt. Lögjafnaðarnefndarmennirn- ir dönsku og konur þeirra voru í boði hjá danska seudiherranum á laugardaginn. t fyrradag bauð forsætisráðherra þeim á útreiðar- túr upp í Mosfellssveit. Sjálfsmorð. Danski maðurinn, sem féll útbyrðis af skonnortunni í fyrradag var sá sami, sem lög- reglan hér neyddi illu heilli til þess að fara aftur á skipsfjöl eftir að hann hafði reynt að strjúka. Er Því sennilegt að hann hafi af ásettu ráði fleygt sér útbyrðis. Listaverk Einars Jónssonar; Verið er nú að flytja þau heim. Kom mikið af þeim nú á Guil- fossi. Þau verða flutt upp í hið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.