Morgunblaðið - 07.11.1971, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.11.1971, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1971 19 * t Á FUNDI í borgrarstjórn »1. fimmtudag kom fram tillaga frá Kristjáni Gunnarssyni, borgar- fulltrúa Sjálfstæðisfiokksins, um stefnuna í dagheimila- og leik- skólamálum, sem óhætt mun að segja að marki tímamót í þeim efnum, enda miðar liún að þvi að gera kieift af fjárhagslegum ástæðum að uppfylla þær vax- andi kröfur og þá þörf, sem er að verða um vistum sístækk- andi 'hóps bama á dagvistunar- stofmmum. En sýnilegt er að við óbreyttar aðstæður er bæjarfé- lögum einum ókleift að sjá fyrir þessari miklu þörf. 1 tillögrunni, sem birtist í Mbl. I gær, er gert ráð fyrir þvi að ríldssjóður taki þátt í kostnaði við byggingu dagheimila tii helm inga við borgina og þá hægt að verja tvötfalt hærri upphæð ár- lega tíl að reisa þau. Var mjög vel teldð imdir þann lið og ham- þykkt af öllum borgarfulltrúum að vísa þessu til ríkisstjómar, svo að hægt væri að gera ráð Börn á einu bamaheimilinu í Reykjavík. Barnaheimili fyrir 90-100 millj. kr. 1972 — miðað við helmingsframlag frá ríkinu Tillögur Kristjáns J. Gunnars sonar um úrræði til að mæta vaxandi kröfum fyrir allt að 50 miilj. króna framlagi á móti jafnhárri upp- hæð frá borginni þegar á næstu fjárlögum. Öðruan liðuim tillögunnar var vLsað til frekari meðferðar í Fé- lagsmálaráði, en í þeim er engu síður fólgin breyting á stefiniu í (þessum eifnum. Þar er gert ráð íyrir framlagi að 2/3 til bygg- iniga dagheimiia við fyrintæiki, sem siðan reki þau, að ríki og sveitarfelag skipti með sér byigg- iingu dagheimila fyrir háskóla- stúdenta og greiði niður vistun bamanna um 2/3 og löks er gert ráð fyrir að dagheimilin séu mið- iuð við núverandi forgangsíílokka ag böm frá heimi'lum, þar sem toáðir foreldrar vinna úti, en leik- skólamir miðast við alla sem vilja, enda greiðist vistiun á ikosifcnaðarverði að fuílilu af úti- vlnnandi foreldrum með fuUar tekjur, en gert ráð fyrir að af- sliáttur geti orðið aMt niður í helmiinig, þegar eiga í hlut fram- færendur með afhrigðilegar að- stæður, eins og nú er. 1 framsöguræðu sinni, færði Kristján Gunnarsson rök fyrir tillögunni, sem felur í sér svo mikla breytiinigu á þessum mál- ium, og verða þau rakin að nökkru hér á eftir: Fyrst ræddi Kristján breikk- andi bil miilii framtooðs og eftir- spurnar um vistun bama á bama heimiium og sagði: — Á biðllista í hinum svonefndu forganigs- ifliokkum hjá Félagsmálastofnun- inni vegna dagheimila eru nú 208 böm. En fðik með eðlilegar 'ástæður og tekjur hefur einnig þörf fyrir að eiga aðganig að dag- heimllum og leiksíkólum fyrir böm sín og sú þörf fer vaxandi með hverju ári, sem líður. Mér þykir IMegt að á næstu 10 árum muni sú breyting eiiga sér stað, að meira en helmingur giftra ikvenna vinni utan heimilis og áður en annar áratugur sé liðinn, muni næstum allar yngri konur vinna utan heimilis fullan vinnu- daig eða að hluta, svo ör virðist breytingin í þessum efnum. Ég ætla hér enigan dóm að ieggja á kosti eða galla þessarar breytmgar. Sumir virðast sjá í hrnni lækningu flestra þjóðfé- lagsmeina og óttast ekki, að hún hafi neinar neiikvæðar hliðar. Þvi miður get ég ekki verið svo bjartsýnn að halida, að þær breytingar sem nú ganga yfir vestræna menningu feli ekki í sér nein vandamál og að etekert þunfi að óttast, þótt áhrif heim- iiamna sem upi>eldis- og fjöl- skyildustofnana minnki. En það er önnur saga. Án tiliits til þess verðum við að horfast í auigu við, að hér eru öffl að verki, sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur iðnaðarþjóðfélagsins, öfl, sem ekki verða stöðvuð og leiða óhjá- kvæmilega til grundvallarbreyt- inga á uppbyggingu þjóðfélags- ins í mjög náinni framtíð. Vist- un bama í uppeldisstofnunum er ekki orsök þessara þjóðfélags- breytinga heldur afleiðing þeirra og þörfin fyrir bamaheimih verð ur með hverju árinu meira að- kállaindi. Þessa þörf verður að leysa. Komi ekki til uppeldis- stofnanir til að taka að sér þá þætti uppeidis og aðhlynningar bamanna, sem heimiilm hætta að annast, stefnir smám saman að upplausnarástandi, sem ekki verður séð út yfir. Þá reyndi Kristján að gera sér grein fyrir hve mikiil þörfin væri næstu tiu érin, og hvernig hún kynni að skiptast miUi dagheim- ila og leiksköla og hver kostnað- ur væri við sllka uppbygginigu. Sagði hann m. a.: — Ekki er auð- velt að spá um hvemig eftir- spum kynni að Skiptast milli dag heimila og leikskóla. Þar ræður miklu um hve margar konur koma til með að vinna úti fulian vinnudag og hve margar hálfan. Ég igef mér þá forsendu, að skiptingin yrði fyrst um sinn sú, að 40% bama væru á dagheim- ili og 60% á lei'kskóla. Þá þyrfti að byggja dagheimili fyrir 6400 böm og leikskóla fyrir 9600 böm eða 4800 leikskólapláss, ef miðað er við tvísetta leikskóla. Heiildar- fjárfestingin í öllu þéttbýli lands ins yrði þá kr. 1600 mi'llj. vegna dagheimila og kr. 720 mihj. vegna leikskóla eða kr. 2300 millj. samtals. Ekki gerði Kristján ráð fyrir að eftir 10 ár yrði þörfin fyrir þessar uppeldisstofnanir komin upp í 100% og sagði: — Við slkulum segja, að eftir 10 ár yrði heildarþörfinni 'fuUnægt að 70% og mætti þá lækka heildarhygg- ingakostinaðinn um 30% eða ndð- ur i rúmlega 1600 mi'Hj. fcr. Við skulum segja, að ríflega helm- ingur af þessari fjánnagnsþörf Kristján J. Gunnarsson. komi í hlut Reykjavíkur eða um 900 millj. kr. Með jöfnum ár- legum greiðslum á 10 árum þyrfti þá framlag borgarinnar að vera kr. 90 millj. á ári tii barna- heimila og leikskóla. Æskiiegt vœri þó, að dreifing fjárins á ár þyrfti að vera jöfn og að fyrstu árin gætu framlög verið hærri heldu en síðari árin, til þess að geta sem fyrst orðið við þeirri þörf, sem nú er fyrir hendi og ekki hægt að fuilnægja. Á yfirstandandi ári er framlag Reykjavíkur til dagheimiia og leikskóla 30 miilj. krónur auik 8,8 mil'lj. kr. geymslufjár firá fyrra ári eða alis 38,8 miilj. kr. Jafn- vel þótt þetta 30 miilj. kr. franv lag í íjárhagsáætlun yfirstand- andi árs verði hækkað veruiega og umfram heildarhækkanir fjár- hagsáætlunar, er það öl’um borg arfulltrúum fullkomiega ijóst, að borgin getur ekki lagt fram nægi legt fé til að fullnægja þörfinni í þessum efnum og að hlutfallið á miilli íramboðs á vistplássum á bamaheimilum og eftirspumin eftir þeim mun ennþá stöðugt halda áfram að verða óhagstæð- ara. Nú munu e. t. v. einhverjir spyrja, hvers vegna Reykjavik- urborg einfaldlega hækki ekki framlag sitt til byggingar dag- heimila og leikskóla upp í 90— 100 mi'llj. kr. á ári. Því er til að svara, að tekjuöflun sveitarfé- lags er að lang mestu leyti bund- in við álögð og innheimt útsvör og þessum tekjulið eru tafcmörk sett með lögbundnu hámarki út- svarsstigans. Það er því eðlilegt, að þegar fram koma ný og miög kostnaðarsöm verkefni eins og bygging og rekstur bamaheim- ila er, þá korni að því, að fjár- hagsgetu sveitarfélaganna verði ofboðið innan þeirra lakmarka, sem tekjuöflun þeirra eru sett. Hvað Reykjavík snertir, er auð- velt að færa rök að því, að etf uppfylla ætti t. d. á næstu tíu árum þær kröfur, sem nú eru uppi um auknar framikvæmdir í skólabyggingum, íbúðarbygging- um og bamaheimilum, svo að að- eins þrír málaflokkar séu nefnddr mundi borgin hvergi nærri igeta aflað fjár til þeirra, enda þótt útsvör væru iögð á skv. hæsta leyfUegum útsvarsstiga og aðrir tekjustofnar nýttir í hámarki. Að því er snertir byggingu bamaheimila, hniga þó fleiri rök að þátttöku rikisins í þeim kostn aði. Þörfin fyrir barnaheimili er afleiðing af stöðugt auknu vinnu- framlagi kvenna tiH þjóðarbúsins, sem beint og þó másiki enn frek- ar óbeint hefur áhrif til tekjuöfl- unar fyrir ríkissjóð í mun stærri mæli en fyrir sveitarfélög. Út frá því sjónarmiði er það fráleitt, að kostnaðurinn við byggimgu bama heimilanna sem er afleiðing þessarar vinnu kvenna á almenm um vinnumarkaði, sé ein-göngu á sveitarfélögin lagður. Þetta hef- ur litillega verið viðurkennt af rikisvaldinu og Alþingi með því að veita í f járiögum örlitla upp- hæð tii byggingar almennra bamaheimila. 1 frumvarpi að fjárlögum nú er lagt til um 600 þúsund kr. fjárveitinigu í þessu skyni. Ef þessi upphæð væri i meðförum Alþingis hætokuð í t ö. 60—70 millj. króna, er llfclegt að hægt væri að styrkja bama- heimili í landinu með heimings framlagi frá rikinu á næsta ári, þar sem ekki er liklegt, að bygg- ing þeirra sé almennt svo undir- búin, að hún gæti orðið í stórum stíl nema í Reykjavik. Miðað við slikan fjárstuðninig rikisins yrði hugsanlega hægt á árinu 1972 að byggja í Reykjavilk bamaheimlli fyrir um 90—100 mfflj. kr. Þá veik Kristján að nánari skýringum á einstökum atriðum tiillögu sinnar: 1 a-lið tillögunn> ar er gert ráð fyrir, að helminga- skipti séu á bygginigarkostnaði milli ríkisins og sveitarfélags, og er það í samræmi við þau kostn- aðarblu'tföli, sem nú gilda um skólabyggingar í þéttbýli. Raun- ar finnst mér martgt mæla með því að lita á bamaheimili sem eins konar smábamasikóla. Það sjónarmið kemur einnig að nokkru fram í gildandi fræðslu- lögum, þar sem heimildarákvæði er um, að sveitarfélag megi fcoma á skóláhaldi fyrir 5 og 6 ára böm, ef ríklð samlþykfcir. Þá er í tiflögunni skilgreindur sá mismunur, sem gert er ráð fyrir, að verði á því, hverjum þjónusta daigheimiia og leikslkóla komi til með að standa til boða. Dagheimilin séu miðuð við nú- verandi forganigsfiofcka og böm frá heimilum, þar sem báðir for- eldrar vinna úti og þá ekki gert ráð fyrir, að neinar sérstakar ástæður aðrar þurfi að vera fyr- ir hendi, enda gert ráð fyrir, að kostnaðurinn við dagvistunina sé þá að fullu greiddur, miðað við að bæði hjónin hafl fullar at- vinnutefcjur. Leikskólum er afit- ur á móti ætlað að verða við um- sóknium abnennt, enda verður það að teljast æskilegt frá upp- eidislegu sjónarmiði, að böm geti átt þess kost að dvelja á leikskóla hluta úr degi, enda þótt annað foreldra starfi etoki utan heimilis. ■ Tillagan gerir ráð fyrir þvl sem aðalreglu, að miðað við eðli- legar ástæður og atvinnutefcjur, greiði foreldar að fullu vistun barma sinna á dagheimiium og leiikskólum. Hins vegar yrði igeng ið frá eins konar gjaldskrá fyr- ir framafærendur með afbrigði- legar ástæður, þar sem afsláttur gæti orðið allt að helmingur af raunverulegum kostnaði, og er þar miðað við svipaða regiu og unniið hefur verið eftir á undan- fömum árum. Ákvæði tillögunnar um að feia megi félagi rékstur ’bamaheimliia í umboði sveitarstjómar miða að því að áhugamanna félög eins otg t. d. Sumargjöf og önnur sam- bæriieg félög 'geti framvegis haM ið áfram að eiga aðild að þessum málum. 1 b-Sið tiHögunmar er stefnt að því að auðvelda atvinnu- og þjón- ustuifyrirtæfcj'um að koma uipp bamaheimilum á eða í nánd við viinnustað starfsfólksins, sem að sjá'lfsögðu er til hagræðis og hef- ur í för með sér auigljósa kosti bæði fyrir fyrirtækin og starfs- fóllk þeirra. Gert er ráð fyrir, að þá legðu fyrirtækin sjálf fram 1/3 hluta bygginigarkostnaðar. — Erlendis er það viða algengt, að stór fyrirtæki leysi þörfina fyrir þessar þjónustustofnanir í sam- starfi við starfsfóílfc sitt. Með vax andi iðnaði og samsteypu smærri fyrirtækja í stærri heiidir hér á landi, eins og nú er irætt um, er ffiklegt, að hliðstæðar iausnir verði einmig hér nauðsynlegar. Mér dettur í hug í þessu sam- bamdi miðað við aðstæður í dag, samvinna t. d. fyrirtæfcja í iðn- igörðum, innan verzil'unarfyrir- tækis eims og SlS og Miðstæð stór verzlunarfyrirtæki og af op- imberum stofnunum t. d. sjúkra- húsin, sem raunar hafa þegar hafið þessa starfsemi. 1 c-iið tillögunnar er fjaHað um bamaheimilamái hásfcóla- stúdenta og annarra nemenda í sfcólum á háskólasti'gi, svo setm tæfcniskóla og kennaraháskóla eða æðri framhaldsskóla. Sú hlið málsins, sem að sveitarfélaginu snýr, snertir þvi, miðað við nú- verandi aðstæður fyrst og fremst Reyfcjavík. Er þar gert ráð fyr- ir að vegna nemenda, sem lög- heimiU eiga í Reyfcjavik, ieggi borgin fram helminig byggimgar- kostnaðar í samræmi við al- mennu regluna stov. a-lið tiilög- unnar. Þar sem aðrir nemendur eru viðs vegar að af landinu og hiiutfail þeirra miðað við sveitar- félögin stöðugt breytilegt, yrðu sveitarfélögin ekki krafin um sinn Muta byggingarkostnaðar og því eðlilegast, að ríkið greiði hann að fuliu. Þá er i þessum lið tiHögunnar gert ráð fyrir, að þeir námsmenn, sem eiga böm á bamaheimili, fái styrk frá rílkl og Mutaðeigandi sveitarfélagi til að greiða niður 2/3 af dvalar- kostnaði þar, 1/3 frá hvorum að- ila. Er hér um eins konar náms- styrk að ræða tH að auðvelda þeim námsmönnum, sem stofnað hafa heimili og eignazt böm, að haida áfram að stunda nám sitt. 1 lökin ræddi Kristján þrjá val'kosti, sem fyrir hendi væru I þessu máli. 1 fyrsta lagi að gera enga breytingu á skipan má'la frá þvl sem nú er. Þá miunum við í Framhald á bls. 3L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.