Morgunblaðið - 11.11.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.1971, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1971 Jómfrúræða Qlafs G. Einarssonar: Ríkissjóður beri út- svarsf rádrátt sjómanna 1 I MBÆÐI M í neðri deild Al- þtogris i gær var til fyrstu um- ræðu tiilaera, sem Karvel Pálma- son (SFV) flytur um breytingru & löifum nr. 51/1964, um tekju- stofna sveitarfélagra. Tillaga þessi er þess efnis, að úthlutað verði úr Jöfnunarsjóði sveitar- félagra til þeirra sveitarfélaga, sem fá iægri útsvör í sjóði sína em önnur, vegna sérstaks út- svarsfrádráttar sjómanna skv. 14. grr. laga um tekju- ogr eigrnar- slkatt. Ólafur G. Einarsson, sem var þriðji maður á lista Sjálf- stæðisflokksins i Reykjaneskjör- dæmi i Alþingiskosningunum > vor og hlaut sæti sem 11. lands- kjörinn þingrmaður, héit við um- ræðu þessa jómfrúræðu sína á Ailþingi. Fer ræðan í heiid hér á eftir: Frumvarp það, sem hér liggur fyrir, gerir ráð fyrir, að reglum um skiptingu framlaga úr jöfn- unarsjóði sveitarfélaga verði breytt að því er tekur til lands- útsvara og söluskatts. Háttvirtur flutningsmaður leggur til, að áfram standi sú regla, að f jórð- ungur landsútsvara, sem til falla í hverju sveitarfélagi, komi í hlut þess. Hins vegar flerir flutn- ingsmaður ráð fyrir, að % hlut- ar landsútsvara ásamt söluskatti samkvæmt 16. gr. tekjusstofna- laga, a-Iiðar, skuli skipt á milli sveitarfélaganna þannig, eins og segir í frv., að fyrst skuli úthlut- að til hvers sveitarfélags fé, er svari til þess, sem útsvör þess verða lægri en þau ella hefðu orðið vegna sérstaks frádráttar sjómanna samkvæmt 14. gr. 1 um tekjuskatt og eignarskatt. Því, sem þá verður eftir, skuli siðan skipta á milli sveitarfélag- anna í réttu hlutfalli við íbúa- tölu hvers sveitarfélags hinn 1. desember árið á undan og síðan greinin óbreytt. Breytingin er því sú, að fyrst skuli úthlutað úr sjóðnum til þeirra sveitar- félaga, sem hafa sjómenn meðal sinna íbúa og þau munu vera nokkuð mörg. Það, sem kemur mér til að standa hér upp, er sá vafli, sem mér þykir leika á þvi, hvort hér sé farið inn á rétta braut. Ég tek hins vegar skýrt fram, að ég er ekki í neinum vafa um nauðsyn þess, að réttur verði hlutur sjómanna. Einn þátt- urinn í þeirri viðleitni er íviln- un í greiðslum opinberra gjalda og liggja nú fyrir hinu háa AI- þtogi tvö frumvörp, sem ganga í þá átt. Skattfríðindi til handa sjómönnum hefur löggjafarvald- ið fyrir löngu viðurkennt, en al- mennt er nú líka viðurkennt, að ekki sé nóg að gert, og því muni ganga erfiðlega að manna báta- flotann. Hér verður því að finna færa ieið. Með frumvarpi því, sem hér er til umræðu, er iagt tii, að hinn sérstaki sjómannafrá- dráttur verði borinn af þjóðar- heiidtoni án tillits til atvinnu- skiptingar I hverju sveitarfélagi eins og segir í greinargerð með frumvarpinu, Á þessa skoðun fellst ég. Hins vegar bendi ég á, að tekjustofna sveitarfélaganna má ekki skerða, Jöfnunarsjóður var þeim kærkominn tekjustofn og það væri illa farið, ef hann yrði skertur, þótt óbeint sé. I samræmi við þá skoðun, að hinn sérstaki sjómannafrádráttur væri borinn af þjóðarheildtoni, tel ég réttara, að rikissjóður fremur en jöfnunarsjóður beri þennan kostnað. Ég vil einnig benda á, að tekjuþörf hinna ein- stöku sveitarfélaga er mjög mis- jöfn. Til eru hreto landbúnaðar- sveitarfélög, sem verða að leggja útsvar á með álagi á útsvars- stiga, til þess að endar náist saman. Það eru einnig til sjáv- arpláss, sem virðast hafa efni á því, að veita afslátt frá útsvars- stiga. Ég hef ekki skýrslur undir höndum yfir álagningu ársins 1971, en ég hef farið í gegnum skýrslur frá árinu 1970 og þar má greinilega sjá þetta, og þar á meðal másjá Bolungarvík, sem hér var minnzt á áðan, sem hef- ur veitt 5% afslátt það ár frá út- svarsstiga. Ég vil spyrja t.d., hvað sveitarstjórnir I landbúnað- arhéruðum segja, ef jöfnunar- sjóðsframlag þeirra er skert til þess að staðið verði undir kostn- aði við að halda uppi nauðsyn- legri þjónustu í sjávarþorpum. Það eru til hretoir sveitarhrepp- ar, sem þurfa að leggja á með allt að 30% álagi á lögbundinn út- svarsstiga. Það væri ekkert eðli- legra en beiðni kæmi frá þess- um sveitarfélögum um sérstakt framlag úr jöfnunarsjóði með þeim rökstuðningi, að bændur væru svo tekjulágir, að endar næðu ekki saman, þótt útsvör og aðstöðugjöld væru lögð á eins og lög framast heimila. Ég mælist því eindregið til þess, að mád þetta verði athugað vandlega og fordómalaust og niðurstaða fáist, sem hin óiíku sveitarfélög geti sætt sig við. Annars liggur það nú í loftinu, að vænta megi um- fangsmikilia breytinga á skatta- og tekjustofnalögum, ef vænta má frumvarpa um þau efni á næstunni, hlýtur að vera skyn- samlegt að bíða með afgreiðslu þessa máls, þar til þau frumvörp hafa séð dagsins Ijós. Stjórnarfrumvarp: Heimild til lán- töku innanlands FRAM er komið á Alþingi stjórn arfrnmvarp til laga um heimild fyrir rikisstjórnína til að taka innlent lán. Er i frumvarpinu gert ráð fyrir heimild fyrir rik- isstjómina tii að gefa út til sölu innanlands ríkisskuldabréf eða spariskírteini að uppliæð allt að 200 miilj. króna. 1 greinargerð segir: 1 frumvarpi þessu er farið fram á heimild tl að gefa út til sölu innanlands ríkisskulda- bréf eða spariskírteini að fjár- hæð allt að 200 miilj. kr. Er frumvarpið efnislega að mestu samhljóða lagaheimildum, sem gefnar hafa verið á undanförn- um árum til útgáfu spariskír- teina. Þó er sú breyting gerð, að skuldabréfin og spariskírtein- in eru gerð nafnskráð, en retl- azt er til, að þau njóti sams kori - ar skattfrelsis og undanþágu frá framtalsskyldu og fyrri útgáf- ur slíkra bréfa. Að Öðru leyti þarfnast einstakar greinar ekki skýringa. Spariskírtetai rikissjóðs hafa áunnið sér góðan markað, og hafa siðustu útgáfur sýnt, að miikii og almenn eftirspum er eftir þeim. Telur ríkisstjórnin, að skilyrði séu nú hagstæð til útgáfu verulegra viðbótarfjár- hæða í ríkisskuldabréfum, þar sem tekjur aimenninigs eru mikl ar, eins og skýrt hefur komið fram í mjög auknum innflutn- ingi og hækkandi verði á fast- eignamarkaði. Með því að gefa almenninigi nú kost á að kaupa spariskírteini með hagstæðum kjörum, vill ríkisstjórnin reyna að stuðla að þvi, að meira af ráðstöfunarfé þjóðarinnar verði bundið sem sparnaður, sem stað ið geti undir nauðsynlegri efna- hagslegri uppbyggingu. Svo sem segir í frumvarpinu, er ekki ætlazt til þess, að því fé, sem nú verður aflað með sölu ríkisskuldabréfa eða spari- Framhald á bls. 17 Landhelgisumræðurnar á Alþingi: Stjórn og stjórnarandstaða stefna að sömu meginmarkmiðum — sagði forsætisráðherra UMRÆ3DURNAR um landhelgis niálið héldu áfram á kvöldfundi í sameinuðu þingi s.l. þriðjudags kvöld eftir uniræður allan þann dag, sem sagt var frá hér í blað inu í gær. Þó að menn gTeindi nokkuð á um smærri atriði í mál inu kom það þó skýrt fram, að ekki er um meiri háttar ágrein- ing að ræða. I.ýstu ræðumenn þeim vonum sínum, að unnt reyndist að samræma afstöðu stjórnarinnar og stjórnarandstöð unnar, er niálið kemur í nefnd, en eins og kunnugt er ganga til- Iögur stjórnarandstöðunnar nokkru lengra en tillögur stjórn arinnar. Lögðu talsmenn beggja á það rika áherzlu, að samstaða mætti nást í landhelgismálinu. Fyrstur hafði kvatt sér hljóðs á kvöldfuTidinum Lúðvík Jóseps- son, sj'ávarútvegsráðherra. Gerði hann ræðu Gunnars Thor- oddsen að umræðuefni og taldi, að Gunnar hefði ekki átt að ræða um þingsályktunartillögu sjálf- stæðismanna undir þessum dag- skrárlið. Kvaðst ráðherrann vilja af því tilefni fara nokkrum orð- um um þá tillögu. Sagði hann, að ekki væri rétt að miða út- færslu landhelginnar við land- grunnið, þar sem um ýmsa erfið- leika yrði að ræða við að draga slíka línu. Þeir, sem viidu miða við 400 m dýptariínu og draga beinar línur milli yztu punkta væru ekki að leggja til neina smástækkun á landhelginni. T.d. yrði landhelgin með þvi móti um 97 mílur við suð-austurhorn lands ins. Um þá liði í tillögu sjálfstæðis- manna, sem gera ráð fyrir frið- unaraðgerðum bæði innan og ut an núverandi landhelgi, sagði ráð herrann, að um óviðkomandi hluti væri að ræða. Þessar til- lögur um friðun kæmu útfærslu landhelginnar ekkert við. Það, sem hér skipti mestu máli væri hið mikla baráttumál okkar að færa út landhelgina. Eitt af því þýðingarmesta í því sambandi væri að segja upp samningunum við Breta og V-Þjóðverja frá innan sveitarfélagamarkia, en I STUTTU MÁLI Á fundi efri deiidar í gær | var frumvarp um mat á slát- , urafurðum samþykkt við 3. umræðu og vísað ril neðri I deildar. SVEITARFÉLÖG OG AFRÉTTIR Björn Fr. Björnsson (F) mælti í efri deild fyrir frum- varpi þess efnis, að sveitarfé- lögum væri heimilt að ton- heimta aðstöðugjöld af at- vtomiureksitri í afréttum, þar sem sveitarfélögin eiga eigin- ar- og afinotarétt. Sagði hann, að skýrt væri ákveðið um það í lögum, að afréttaríönd bæri að staðsetja 1961. Einnig væri mi'kilvægt, að dagur útfærslunnar væri ákveð- inn þegar. Jón Skaftason (F) fjallaði nokkuð um þróun þjóðréttar í landhelgismálum og taldi þróun- ina hafa gengið í þá átt, að sí- fellt fleiri þjóðir vildu miða land helgi sína við ákveðinn mílu- fjölda frá landi fremur en land- grunn. Þá talaði Jón Árnason (S) og kvaðst hafa þúizt við, að land- helgismálið bæri að á þingi með nokkuð öðrum hætti en hér væri raunin. Á síðasta þingi hefði ver ið kosin nefnd tli að semja laga- frumvarp um landhelgina. Taldi hann, að þeirri nefnd hefði átt að gefasit kostur á að ljúka störf- um, svo að málið hefði komið fyrir þingið í lagafrumvarps- formi. Þá kvaðst hann vona, að skilningur sinn á orðum ráð- herra þeirra, sem talað hefðu við umræðurnar, væri réttur, að inn Framhald á bls. 17 Átak til útrýmingar heilsuspillandi íbúðum Á FUNDI efri deildar í gær mæiti Oddur Ólafssom fyrir fmmvarpi stoii þess efnis, að veittar yrðu ailt að 300 þús. kr. til endurbóta á eigin húsnæði öryrkja. Sagði liann, Ofi ef það mnál næði fram að ganga yrði gert verulegt átak tU útrýming- ar heilsuspUlandi húsnæði. Frumvarpinu var vísað til 2. urnræðu og heUbrigðis- og fé- lagsmálanefndar, Oddur Ólafsson (S) sagði, að ekki væri vafi á því, að á norð- urslóðum væri viðunandi hús- næði hin brýnasta nauðsyn. Mönnum hefði verið hjálpað til þess að komast yfir eigið hús- næði með ýmsu móti, en Siík lánastarfsemi væri næsta tak- mörkuð og ófullkomin hvað snerti viðhald og endurbætur. Launalægasta fóikið, — sem væri í mörgum tilvikum með skerta starfsorku, — yrði þar verst úti. Augljóst er, sagði alþingis- maðurinn, að oft er unnt að breyta heilsuspillandi íbúðum i viðunandi húsnæði með nægi- legu viðhaldi og endurbótum. En ein mesta hætta fyrir heilsufar fólks hér á landi eru slærnar íbúðir. Með því að veitt yrðu lán til þess að halda við og end- urbæta gamlar ibúðir, yrði gert verulegt átak tii þess að útrýma heilsuspillandi húsnæði Eggert G. Þorsteinsson (A) Iýsti fylgi við frumvarpið, en sagði, að slík lán yrðu jafn- framt að ná til sjómanna, þar sem þeir vegna langdvala frá heimilum sínum gætu ekki hald- ið íbúðum staum við. Hann lagði áherzlu á, að nauðsynlegt væri að afla meira fjár til rekstrar Húsnæðismálastofnunarinnar. fráleitt, að vafi igæti á þvi leiik ið, hvair einstaklingar eða fyrirtæki og stofnanir væru greiðslusikyld. Benifci hainn á i því samibaíndi, að á' Holta- manniaafrétti væri nú uninið að stórfel'ldum framkvæmdium við undirbúntog stórfram- kvæmda við Sigöldu og Hraun eyjafoss. Málinu var vísiað til 2. um- ræðu og heilbriigðis- og fé- lagismáianefndair. FJÖS I LAXÁRÐALS- HREPPI Ásgeir Bjarnason (F) mælti fyrir frumvarpi sem hanm og Jón Ámason flytja þess efnis, að ríikisstjómtoni sé heimilt i að selja jörðina Fjóis í Laxár- dalslhreppi' Frumvarpinu var visað til 2. umræðu og land- bún aðamefin dar. FRÆÐSLUSTOFNUN ALÞÝÐU Sigurður E. Guðmundsson mælti fyrir frumvarpi sem hann ásamt tveiimur öðrum þingmönnum AIþýðuflokksins flytur um FræðSlusitofnun alþýðu, en markmið hennar er að jafna námsaðstöðu fullorðtana og ungldniga, etos og flutniinigismaður komst að orði. Skal það sumpart gerast með fjárstuðningi ti! einstakl- toga, er nám vilja stunda, og sumpart til þeirra aðila, sem gefa almenntogi kost á sjálifs- mennitun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.