Morgunblaðið - 11.11.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.1971, Blaðsíða 16
16 MORGUlNBLABiÐ. FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdaatjóri Heraldur Svainsson. Rilstjórar Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðatoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundssoit. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraati 6, sími 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áakriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakið. LANDGRUNNIÐ ALLT ¥ umræðum þeim, sem fram * fóru um landhelgismálið á Alþingi í fyrradag, lögðu allir ræðumenn ríka áherzlu á nauðsyn samstöðu og þjóð- areiningar í þessu mikla baráttumáli þjóðarinnar. Undir þau ummæli vill Morg- unblaðið taka. Augljóst er, að þótt sjónarmið okkar eigi vaxandi skilningi að fagna á alþjóða vettvangi, eigum við harða baráttu fyrir höndum til þess að tryggja fulla við- urkenningu annarra þjóða á yfirráðum okkar yfir land- grunnsmiðunum öllum. Þess vegna hlýtur það að verða verkefni utanríkismálanefnd- ar Alþingis, sem nú fær til- lögur þær, sem fyrir liggja í landhelgismálinu, til með- ferðar að leitast við að sam- ræma þau mismunandi sjón- armið, sem enn eru uppi. Talsmenn beggja stjórnar- andstöðuflokkanna, Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks, hafa lagt ríka áherzlu á það í . þessum umræðum, að óhyggilegt sé að takmarka útfærslu nú við 50 sjómílur, heldur beri að leggja land- grunnið allt undir íslenzka fiskveiðilögsögu í einum áfanga. Til þess liggja aug- ljós rök. Allt frá því að lögin um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins voru sett 1948 hefur það verið yfirlýst stefna íslendinga að tryggja full yfirráð þjóðarinnar yfir landgrunnsmiðunum öllum. Nú, þegar fyrir dyrum stend- ur að taka stórt skref í land- helgismálinu, er eðlilegt, að þetta skref verði stigið til fulls. Það verður mun erfið- ara síðar meir, þegar fullur sigur hefur unnizt gagnvart 50 mílna mörkum, að koma þá fram á sjónarsviðið með auknar kröfur. Mun hyggi- legra er að taka þetta skref í einum áfanga og er þá hugs- anlegt, eins og Jóhann Haf- stein hefur bent á að veita eríendum fiskiskipum tíma- bundin fiskveiðiréttindi upp að 50 mílna mörkunum. f þessu sambandi er einnig rétt að líta á það, að ráða- maður í Sovétríkjunum hef- ur lýst þeirri skoðun sinni, í viðtali við sjávarútvegsráð- herra íslands, að íslendingar eigi að hafa forgangsrétt til fiskveiða á landgrunninu. Ef marka má frásögn Lúðvíks Jósepssonar af þessum við- ræðum, verður ekki annað séð, en hinn sovézki ráðherra hafi þá átt við landgrunnið allt, en ekki einungis fisk- veiðirétt innan 50 mílna. Af hálfu talsmanna stjórn- arinnar í umræðunum á Al- þingi í fyrradag var sú skoð- un látin í ljós, að hér væri um yfirboð að ræða af hálfu stjórnarandstöðunnar. Þetta er misskilningur. Strax og landhelgismálið kom fyrir Alþingi á sl. vetri var það skoðun þáverandi stjórnar- flokka, að ekki bæri einungis að miða við 50 mílur heldur landgrunnið allt og við þá afstöðu hafa Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðuflokkur staðið. Stjórnarflokkarnir hafa talið, að hægt væri að taka þennan áfanga síðar, en eins og áður er að vikið er það augljós- lega meiri erfiðleikum bund- ið en að taka þetta skref nú. Þetta er eitt þeirra megin- atriða, sem nauðsynlegt er að landhelgisnefnd taki til með- ferðar og þess verður að vænta, að samstaða geti tek- izt um, enda engin frambæri- leg, málefnaleg rök komið fram gegn því að miða við landgrunnið allt. Einn af ráð- herrunum í ríkisstjórninni, Hannibal Valdimarsson, lýsti því líka yfir í kosningabar- áttunni í vor, að hann væri reiðubúinn til að standa að slíkri útfærslu, og engin ástæða er til að ætla, að hann hafi skipt um skoðun síðan þá. í ræðu sinni á Alþingi í fyrradag minntist Jóhann Hafstein, formaður Sjálf- stæðisflokksins, á þá tillögu ríkisstjórnarinnar að segja upp landhelgissamningunum við Breta og Þjóðverja frá 1961. Hann benti á, að nú stæðu yfir viðræður við full- trúa þessara tveggja þjóða um fyrirhugaða útfærslu okkar og sagði, að meðan nið- urstöður þessara viðræðna lægju ekki fyrir, væri ástæðu Iaust að taka ákvörðun í þessu máli eða taka af- stöðu til þess. Jóhann Haf- stein sagði ennfremur, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi leggja áherzlu á, að flokkn- um yrði gerð grein fyrir nið- urstöðum þessara viðræðna, áður en afstaða væri tekin til uppsagnar landhelgis- samninganna. Eins og dr. Gunnar Thor- oddsen minnti á í landhelgis- umræðunum, verður að leggja ríka áherzlu á, að þær tillögur, sem fyrir Alþingi liggja í landhelgismálinu, verði teknar til meðferðar í utanríkismálanefnd, fordóma- og hleypidómalaust og reynt að ná samstöðu milli allra flokka í þessu lífshagsmuna- máli þjóðarinnar. Þar verða allir að leggja sitt af mörk- um, bæði stjórnarflokkar og stjórnarandstaða. Frá fyrirlestrinum í gær. f ræðustól er Dr. Mashinsky og við hlið hans túlkurinn, Hel| Haraldsson. Fyrirlestur dr. Manhinsky frá Sovétríkjunum Menningararfleifð er ekki eins og storknað hraun — heldur lifandi hluti af þjóðarsálinni DR. SEMION Mashinsky, prófessor við Gorky-bók- menntastofnunina i Moskvu, hélt á þriðjudagskvöld fyrir- lestur í Háskólanum á vegum heimspekideildarinnar. Mas- hinsky er þekktur í heima- Iandi sínu, bæði sem rithöf- undur, og sem ritstjóri ýmissa bókmenntatímarita. Hann er hér staddur á vegiun sovézka rithöfundasambandsins, og hefur átt hér viðræður við i marga framámenn í íslenzk- um bókmenntum. Fjrrirlesturiran sem hann hélt í gær nefndi hanin „Klassísfear bófcmenintir og Iniútíminm". Sagði hanin, að samhengið milli þessara hug- taka væri vamdamál, sem flestar þjóðir ættu við að stríða, eða hefðu átt. Samhengið milli klassískr- ar arfleifðar og niútímans væri lífrænt. Hverndg sem þjóðhættir í löndum breytt- ust, væri þessi arfleifð alltaf til staðar, hún breyttiist í sí- fellu og sýndi alltaf á sér nýjar hliðar. KLassísk arfleifð gerði ekki það eitt að auðga okkur, — við auðguðum hana líka með vaxandi þekk- ingu, og því væri það, að menningararfleifð væri ekki öllurn kynislóðum hin sama. „Við skiljum t. d. betur verk fyrri tíma höfunda en samtíðanmenm höfundanna gerðu, og metum þau meir. Ég efa t. d. ekki, að við nú- tímamenm metum fornsögur fslendinga meir en menn gerðu á þeim tímum, sem i þær voru skrifaðar. Eins er í mínu heimalamdi, við met- um nú imeir verk eftir okkar ritsnillinga eins og Tolstoj o. fl. en gert var á þeim tím- um sem þeir voru uppi. Nei, menninganarfleifð er ekki sem storknað hraum, heldur lifandi hluti af þjóð- arsálinmi“. Þá rakti hann viðhorfið til meniningararfleifðarmniar í heimalandi sínu, og sagði að í byltingunmi hefðu verið uppi háværar raddir um að losa þjóðina við allt slikt. Það hefði hins vegar verið sterk- ari öfl í byltimgunini sem ákveðið hefðu, að vernda skyldi öll bókmenntaverk fyrri alda, og aðra dýrgripi svo sem listaverk. Byltingin hefði með því ekki aðeins fengið riffla í hendur, heldur einmig bækur, og þær hefðu haldið áfram því starfi sem rifflarnir hófu. Á síðustu árum hefði klassískum bókmenmtum ver- ið ætíð meiri sómi sýndur, og hefði undanfarim ár verið gef- inn út bókaflokkur Jm klassískar bókmenmtir, þar sem öll verk sígildra höfumda- væru birt í. Hefðu á umdan- förnum 40 árum verið gefin út um 80 bindi í þessum bóka- flokki. Þá vék hann að sérihæfingu irnnan vísinda, og sagði að eins væri með bókmenmtir og aðrar vísindagreinar, að með auknu upplýsiinigastreymi hefði verið rik tilhneiging meðal vísimdamamina til þess að sérhæfa sig að miklu leyti Nú virtist þetta viðhorf hina vegar vera að breytast, enda hefði sérhæfingin verkað sem hemill á þróunina í bók- menntum. Menin héldu jú áfram að vera sérfræðingar í sérstökum greimum, en um leið yrðu menm nú að hafa betri yfirlitsþekkingu em áður var, — og áliti hann það mjög jákvæða þróun, Þá sagði Mashimisky, að í heimalandi sínu yrðu þær raddir æ háværari sem vildu að meira væri gert til að efla samskipti þeirra og kynmingu við erlemda rithöfunda og verk þeirira. ★ Morgunblaðið hitti Mashin- Sky að máli eftir fyrirlestur- inm, og spurðum við hann fyrst um hlutverk Gorky- stofnunariinnar. — Sagði hanrn, að Gorky sjálfur væri frumkvöðuU stofniuniariminar. Hún hefði verið sett á stofn árið 1932 og yrði því 40 ára á næsta ári. Þetta væri eimis konar há- skóli, og væru menm tefcnir imin í hama að afloknu sam- keppmisprófi. Mikil aðsókn væri að stofnunimmi og væri óhætt að segja, að 30 memm væru um hvert sæti. Sömu kröfur væru gerðar til inm- töku og í háskóla, þ. e. memm skulu hafa lokið „miðskóla- prófi“. Margir af færustu rithöfund um Sovétríkj amma hefðu stundað þar nám, og þar s©m kenmisla fer fram í „semin- örum“ hefðu þeir margir hverj ir verið viðriðnir kenmslu þaT síðan, sem og aðrir rithöfundar þar í lamdi. Hamrn sagði að ekki væru það allir nememidurnir sem yrðu rithöfundar, en þegar 1 — 2 af hverjum 10 geta orðið góðir rithöfumdar hef- ur stofnunim sannað tilveru- rétt sinm. — Eru forminorrænar bók- imenintir kenmdar við stofn- unina? — Fornnorrænar bókmenmt ir eru ekki til sem eimstök kenmslugreim við stofnunina. Þær eru hins vegar kyrantar á námskeiðum, þar sem fjall- að er um erlendar bökmenmt- ir. —Hvar sem það er í heirn- inum, er ekki hægt að hugsa sér lærðam marnn, allra sízt í bókmenmtum, sem ekki þekkir vel til formisagmairama, þótt þeir hafi að sjálfsögðu ekki lagt sömu rækt við að kymna sér þær og heLm-a menm. Bændur í ferð til Englands UNDANFARNA vetur hefur Búnaðarfélag íslands skipulagt hópferðir á Smithfield-landbún- aðarsýninguna, sem haldin er í Lundúnum og hefst fyrsta mánu- dag í desember ár hvert. I ár verður sýningim dagana 6.—10. desemtoer. Að þesisiu siranii mun verða farið sunimudagiimri 5. des. og komið til baika 12. des. Á Smithfiield-sýningurani er fjölbreytt úrval land'búnaðarvéla og tækja. Qft eru ýrnsar nýjurag- ar á sviði bútætoni sýndar i fynsta siiran opinberlega á þessari sýningu. Fjölbreytt búfjársýrairag er að venju, eiraraig sýnt kjöt af úrvalsigripum. Á sl. ári voru í fyrsta sinn sýnd kynbótaraauit, en venja er að sýna holdaraauit- gripi, sem slátrað er að lokinni sýniragu. Gert er ráð fyrir að verja aht að þremur dögum til að skoða sýniraguraa. Ákveðiin er eirn ferð út fyrir Luiradúiniir. Þá veéða bændur heimsóttir og búvéia- verksmiðja skoðuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.