Morgunblaðið - 11.11.1971, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1971, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NOVEMBER 1971 l'Il ■ 11 í KVIKMYNDA HÚSUNUM x ★★★★ Frábær, ★ sæmileg, ★★★ mjög góð, ** góð, léleg, Sig. Sverrir Pálsson Björn Vignir Sæbjörn Sigurpálsson Valdimarsson Austurbæ jarbíó: LIÐÞJÁLFINN Albert Callan (Rod Steiger) yfirliOþjálfi, sem hefur hlotiO afrekskrossinn fyrir frœkilega framgöngu i striOinu, er sendur 11 starfa i herstöO I Frakklandi. >ar hefur veriO lítiO um aga, en Callan bætir úr þvi svo um mun- ít. Einn hermaOur (Swanson) vekur athygli hans; hann íylg- ist meO honum og neyöir hann ioks til aO vinna fyrir sig á skrif stofu sinni. Swanson á sér unn- ustu 1 næsta þorpi, og eitt sinn er hann fer aO hitta hana fer Callan meO honum, en þaö verö- ur tiUþess, aO þaO slæst upp á vinskapinn milli Swanson og stúlkunnar. I>eir eyöa nú meiri tima saman en ella, og Callan er greinilega orOinn mjög háOur piltinum, þegar stúlkan kemur skyndilega aftur í spiliO. ★★★ Rod Steiger kemur stöðugt á óvart. Hann er frá- bær sem liðþjálfinn, en þvi miður liggur við að myndin standi og falii með leik Steig- ers. Að mínum dómi stendur hún, og vel það. ★★★ Þessi mynd leiðir okk- ux inn í rökkurheima ein- mana sálar fyrir tilstuðlan Rod Steiger. Hann upphefur harmþrungna sálarlifslýsing- una með stórkostlegum leik, eins og hans er von og vísa. Ætíð er hann birtist á tjald- inu töfrar hann áhorfendur og heldur athygU þeirra óskiptri. Laugarásbíó: GEÐBÓTARVEIRAN New York-búar eru þrasgjarnir og íúlir, taugaveiklaOir og spenntir, og i listamannakliku, sem lokar sig af 1 kommúnu er svartsýni og vonleysi rikjandi heimspekistefna. Torkennilegur fugl af páfagauksætt birtist skyndilega og óvænt og ber veiru I kommúnufólkiö, svo aO þaO tekur þá veiki, aO verOa glaö vært og bjartsýnt og smám sam- an smitast öll borgin — nema valdhafarnir. Fólk er svo sælt meö sig, aO þaO hættir aö drekka brennivin og reykja, og tekjur hins opinbera hraOminnka. Lög- regla og yfirvöld leita fuglsins nú ákaft og lýst er yfir neyöar- ástandi. Allt fer þó vel aO lok- um — fuglinn er handsamaOur og veirunni er útrýmt! Svo yfirgengilega bama- legur samsetningur að maður hlýtur að efast um andlegt heilbrigði þess fyrirtækis, sem fjármagnar svona dellu. Meðan fólkið á tjaldinu naut lífsins í ríkum mæli, ánægt og hamingjusamt — sat undirritaðux daufur í dálk inn og harmaði hlutskipti sitt að þurfa að horía á þennan einstæða samsetning. Nýja Bíó: BRÚÐUDALURINN Myndin segir frá þrem stúlk- um, sem kynnast í New York, þar sem þær allar eru aO byrja aO freista gæfunnar. Anne Welles vinnur á umboOsskrif- stofu leikara. Þar kynnist hún Neely O’Hara, sem er upprenn- andi leikkona. önnur vinkona þeirra er Jennifer North; hún giftist frægum söngvara. Allt leikur 1 lyndi hjá þeim um hrlO, en von bráöar fer aO siga á ógæfu hliöina hjá þeim öllum. FrægÖ- in og velgengnin byrjar aO hefna sin......... ★ Bak við rispaða, sundur- tætta og algjörlega ósýningar hæfa kópíu, leynist sennilega grannur vísir að kvikmynd. En grannur er hann: fágað ytra byrði rispað og slitið, persónulýsingar glopóttar (mikið stytt frá bókinni) og kemst þvi miður hvergi nærri í gæðum því umtali, sem hún hefur vakið. ★★ Robson hefur að ýmsu leyti mistekizt að skila inni- haldi bókar Susann á tjaldið, sérstaklega klúðrar hann allri persónusköpun — sem yfir- leitt var skýrt mótuð í bók- inni. En honum tekst betur upp við að hæðast að lifnaðar háttum manngerðanna og allt ytra borð myndarinnar er með fagmennskubrag (nema kopí- an). Hafnarbíó: ÉG, NATALIE Natalie er gyOingastúlka, sem frá barnæsku hefur þjáOst af minnimáttarkennd vegna ófriö- leika síns. Hún er önnum kafin viO aO breyta í einu og öllu eftir óskum millistéttarforeldra sinna, sem auOvitaO reyna aO gera henni allt til hæfis — gera meira aO segja örvæntingarfullar tilraunir til aO útvega henni lifsförunaut. AÖ lokum er mælirinn fullur, Nat alie fer aO heiman og sezt aO I Greenwich Village. Þar kynnist hún nýjum lifsskoöunum og kyn legum kvistum, verOur ástfangin og finnur sjálfa sig. 1 aOalhlut- verkum Patty Duke og James Far entino. Leikstjóri Fred Coe. ★★★ Fjallað á skilningsríkan og oft bráðfyndinn hátt um erfiðleika ungrar stúlku við að ná sambandi við hitt kyn ið. Frábært handrit lyftir myndinni vel yfir meðallag, þótt kvikmyndalega séð, sé út færsla efnisins mjög hefðbund in. ★★★ Sérlega viðfelldin mynd um kynislóðaskiptin — við- horfamisklíð barna og foreldra og örðugleika ungrar stúlku í uppvextinum. Myndin er laus við tepruskap og væmni, og Patty Duke sýnir athyglisverð an leik í hlutverki Natalie. ★★★ Lítil, hjartnæm mynd, blessunarlega laus við væmni og tilgerð. Einstaklega vel leikin, vel skrifuð, ef nokkuð mætti að henni finna, er að Patty Duke getur illa kallazt óaðlaðandi, heldur þvert á móti. En Hollywood hefur nú aldrei átt mikið af ófríðum kvenstjörnum. Gamla Bíó: ZABRISKIE POINT Antonioni geröi þessa mynd i Bandarikjunum og fyrir banda- ríska fjárveitingu. Bandarikja- mönnum sjálfum hefur lítiö þótt til hennar koma, en hins vegar hefur hún hlotiO mun betri dóma meöal evópskra gagnrýnenda. Antonioni spinnur efniO út frá róstum viö háskóla einn í Banda- rikjunum og lýsir örlögum eins stúdentsins, sem flækzt hefur inn í morO á lögreglumanni. SIO- an greinir frá ævintýralegum flótta hans og kynnum hans af dularfullri stúlku viö Zabriskie- point í DauOadalnum. 1 aöal- hlutverkum Dara Helprin og Mark Freckette. ★★★★ „Zabriskie Point“ er bundin saman af einföldum söguþræði, en hefur að inni- halda ótrúlega margar frjóar svipmyndir. Fyrsta mynd Antonionis í Ameriku, ekki gerð sem ádeila, heldur lýsir höfundur aðeins eigin tilfinn- ingum í framandi landi. Kvikmyndalega frábær. ★★★ Þetta er ekki lýsing á Bandaríkj unum né krufning á bandarísku þjóðlífi, heldur bregður Antonioni upp svip- myndum af USA og stingur á nokkrum kýlum. Sprengjuatr- iðin hljóta að teljast til frumlegustu atriða kvik- myndasögunnar, frábærlega unnin og ógleymanleg. ★ ★ „Zabriskie Point“ lýsir Ameríku, sem einum afarstór um dýragarði, þar sem sýnd eru afbrigðin eingöngu, og gælt við það, sem miður hef- ur farið. Það er naumast heið arlegt. Við þörfnumst þess að fá að sjá raunveruleikann, en ef hann er úr samhengi — þá bið ég frekar um ráð- vendni. Bæjarbíó: „KAMA SUTRA“ Fyrir tvö þúsund árum rituöu indverskir spekingar fræðslurit »itt mikið um hvernig öðlast mætti hamingju í hjónabandi og kynlífi. Myndin á að sanna að þessi boðskapur sé enn i íullu giidi, þar sem teknar eru svip- myndir úr nútímaþjóðfélagi og týst er hvernig mætti ráða bót á vandamálunum með hjálp „Kama Sutra“. KMfar á langdreginn og leið inlegain hátt á alkunnum staðreyndum. Svo illa gerð að oft vekur undrun, j afnvel að- hlátur. Bæjarbíó má sannar- lega muna sinn fífil fegri. Með því að bendla þessa „kynfræðslumynd" við bókina „Kama Sutra“ er verið að draga dár að samfaraMst og líf sspeki Indverj a hinna fornu. — Leikstjórinn velur þann kostinn að fara í kring- um efnið eins og köttur í kringum heitan graut. Sérhœðir til sölu Glæsilegar sérhæðir ásamt rúmgóðum bíiskúr á sunnanverðu Seltjarnarnesi. íbúðirnar seljast með tvöföldu verksmiðjugleri. Glæsilegt útsýni. Hagstætt verð. Keflavík T?l sölu járnvarið timburhús við Suðurgötu. 1 herb. og eldhús í kjallara, 3 herb. og eldhús á miðhæð og 3ja herb. íbúð í risi. Laust til íbúðar strax. Góður bílskúr fylgir. ^^^jjwAUGL.ÝSINGA\ ’Ííii) W/ÆfTEIKNI- ll! H f///m STOFA . Wái ■ //7114 M Y N DA M OTAí n; 1 L///j7\\SÍM! 2-58-10 M///M WífPtis. M-Æ 1 Upplýsingar í síma 20955 frá kl. 9—5 daglega. FASTEIGNASALA VILHJALMS OG GUÐFINNS Vatnsnesvegi 20, Keflavík, sími 1263. MORGUNBLAÐSHÚSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.