Morgunblaðið - 11.11.1971, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.11.1971, Blaðsíða 30
* 30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1971 VÍKINGUR og Breiðablik léku til úrslita á Melavelli í fyrra- kvöld, og báru Víkingar þar sig- ur úr býtum, skoruðu eina mark leiksins. Þessi leikur átti upp- haflega að fara fram um síðustu belgi, en þá varð að fresta hon- um vegna þess hve Melavöllur- ínn var slæmur eftir miklar rign- ingar. Það vakti strax athygli manns í fyrrakvöld, að starfs- menn vallarins höfðu næstum gert kraftaverk á vellinum, því hann var orðinn bara nokkuð þokkalegur. Að vísu ekki laust við að hann væri svolítið linur, en þó ekki til muna illa farinn til að leika knattspyrnu á hon- um. Vikingar unnu hlutkestið í bytrjun leiksins, og Gunnar Gunn arsson valdi, mörgum til undr- unar að leika á móti nokkuð hvössum sunnanvindi sem stóð lajngsum eftir vellinum. Og Vikingar hófu leikinn með stónsókn. Strax á fyrstu sek. leiks ins komst Eiríkur Þorsteinsson með góða sendingu frá Guðgeir Leifssyni inn í vítateig, en Ólaf- ur Há'konarson koan út á móti og varði. — Fyrri hálfleikurinn var ekemmtilegur á að horfa íyrir áhorfendur sem mættir voru, liðin léku oft á tíðum all skemmtilega — einkum Viking- Diðrik, Víkingsmarkmaður, bjargaði þarna mjög vel með fráslætti góðu skoti frá Breiðabliksmönnum, og var þetta eitt hættu- legasta tækifærið sem Kópavogsliðið átti í leiknum. Víkingar bikar- meistarar 1971 Sigruðu Breiðablik 1-0 í úrslitaleik Bæði liðin sýndu góð tilþrif í fyrri hálfleik en leikurinn var þófkenndur í síðari hálfleik ur, og bæði liðin áttu hættuleg ^íækifæri. Á 2. min. lék Trausti Hall- grimsson laglega upp hægri kant inn, komst upp að endamörkum og gaí fyrir markið. Gunnar Þórarinsson náði boltanum og skaut, en boltinm sleikti þverslá — að ofamverðu. 8. mín. Þórhallur Jónssyn lék á þrjá varnarmenn Breiðabliks, en Ólafur Hákonarson varði skot hans frá vítateigslínu. 15. mín. Breiðablik fékk auka- spymu langt úti á velli. Guð- mundur Þórðarson framkvæmdi hana, og gaf góða sendingu á Einar Þórhallsson sem skallaði rétt framhjá stöng. 21. mín. 1:0. Guðgeir Leifsson framkvæmdi aukaspyrnu utan af kanti. Hann gaf góða sendingu inn á vítateig Breiðabliks. Þar var Jón Ólafsson miðvörður liðsins kominn i sóknina, og þeg ar boltinn kom fyrir markið, reis hann upp úr þvögunni og skall- aði glæsilega í markið með þrumuskalla framhjá Ólafi Há- konarsyni sem kominn var aðeins of framarlega. Stórkostlega fallegt mark hjá Jóni, en mistök Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl. Kristinn Benediktsson er Ingvar N. Pálsson, varaformaSur KSf, var að láta hylla Víkingana með ferföldu húrrahrópi. Fyrirliði Víkinga, Gunnar Gunnars- son er með bikarinn. Ólafs, markvarðar Breiðabliks voru dýr í þetta skipti. Eftir markið sóttu Breiða- bliksmenn mjög í sig veðrið, en tókst aldrei utan einu sinni að skapa sér hættulegt %Kkifæri. Það var á 35. mín. þegar Gunnar Þórarinsson komst í gott skot- færi inni í vítateiigi Vilkings, en þá sýndi Diðrik Ólafsson snilldar tilþrif og tókst að verja. SÍÐARI HÁLFLEIKUR Hafi fyrri hálfleikurinn gefið fyrirheit um það að áhorfendur mættu eiga von á skemmtilegri viðureign í síðari hálfleiknum, þá átti allt annað eftir að verða staðreyndin. Síðari hálfleikurinn einkenndist af ti 1 gangslau sum hæðarspyrnum eitthvað út í loft ið. Víkingar réðu allan síðari hálfleikinn gangi leiksins á miðjunni, og þegar þeim gafst færi á því, þá tóku þeir boltann og spyrntu honum eins langt aft- ur fyrir mark Breiðabliks og kraftar ieyfðu. Þetta gerði leik- inn afspyrnuleiðilegan á að horfa, enda voru þær margar mínúturnar í siðari hálfleiknum, sem boltinn var úr leik. Breiða- bliksmenn reyndu framan af allt hvað þeir gátu að komast upp að marki Víkings, en komust ekkert áleiðis gegn hinni sterku vörn, Víkinganna, sem aðeins hefur fengið á sig örfá mörk í allt sum Þarna hefur Diðrik orðið aðeins á undan Guðmundi Þórðarsyni og handsamar boltann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.