Morgunblaðið - 19.11.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.11.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1971 t Eiginkona mín, Svava Árnadóttir, Safamýri 49, andaðist í Landspítalanum 17. þ.m. FjTir mína hönd og barna okkar, Benedikt Ólafsson. t Konan mín og dóttir okkar, Guðrún Margrét Sveinsdóttir, Hraunbæ 126, lézt miðvikudaginn 17. nóvem- ber. Páll Ingólfsson, Guðrún Örnólfsdóttir, Sveinn Guðmundsson. t Eiginkona mín, Þuríður Magnúsdóttir, Álfhólsvegi 45, Kópavogl, lézt í Landakotsspitala 17. nóvember. Jarðarförin ákveðin síðar. Fyrir hönd vandamanna, Björn Eggertsson. t Elskulegur eiginmaður minn, Guðmundur Kjartansson, Suðurgötu 45, Keflavik. andaðist á heimili sínu þann 18. nóvember. Svava Þorkelsdóttir. t Hjartkí»r eiginkona mín, móðir, tegndamóðir og amma, GRÓA SKÚLADÓTTIR, Hverfisgötu 98, andaðist aðfaranótt 18. nóvember í Landakotsspítala. Bergur Ingimundarson, ___________________________börn, tengdabörn og barnabörn. t Móáðir okkar og amma, GUÐBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR frá Þórshöfn, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 20. þ. m. klukkan 2 eftir hádegi. ___________________________Böm, tengdabörn og bamabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ARI ÞORGILSSON, forstjóri, Skaftahlíð 26, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni laugardaginn 20. nóvem- ber klukkan 10.30 fyrir hádegi, Helga Jónsdóttir, Þorbjörg Aradóttir, Steinþór Ingvarsson __________________________________og dótturböm. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför JÓNU PÉTURSDÓTTUR, Austurgötu 38, Hafnarfirði. Asgeir Asgeirsson, Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ARNA TÓMASSONAR, hreppstjóra, Bræðratungu. Magnea Einarsdóttir, Guðrún Arnadóttir, Asmundur Sigurðsson, Sigríður Arnadóttir, Einar Daviðsson, Halldór Árnason, Fanney Sigurðardóttir, Jakob Árnason, Jóhanna Kristinsdóttir og barnaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- manns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR, brfreiðastjóra, Hjaltabakka 10. Sérstaklega viljum við færa samstarfsmönnum hans þakk- læti fyrir tryggð og vinsemd, einnig þakklæti til allra sem veittu honum hlýhug og styrk í veikindum hans. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Ámadóttir. — Minning Bragi Framh. af bls. 12 mannsms séra Lárusar Hall- dórssonar, prests á Breiðabóls- stað á Skógarströnd, systur konu minnar Rósu, og eftir eitt og hálft ár atvikasit það svo, að þau gifta sig heima hjá okkur á Stórahrauni 1937. Séra Þorsteinn Lúther Jónsson, er þá var prest- ur okkar, nú prestur i Vest- mannaeyjum gaf þau saman. Ég var svaramaðiur þessara glæsi- legu hjón. Eftir að hafa dvalizt hjá okkur nokkum tíma fóru þau til Reykjavxkur, og þar var hann starfandi dýralæknir eitt- hvað um sex ára bil, eða frá því 1934, þar sena hann fékk ekki strax veitingu fyrir læknis- héraði, en var nú ekki á miklum skilninigi byggt. Eftir þessi sex ár fær hann veitingu fyrir ísafjarðarhéraði, og þar var hann dýralæknir í tvö ár, síðan fékk hann veitingu fyrir Egils- staðahéraði og var þar dýralækn- ir í 17 ár. Það gefur auga leið, að á þeim tíma, er Bragi var á þessum stöð um sem dýralæknir, voru erfiðar samgöngur, þar sem yfir fjöll og ýmsar torfærur varð að t Bróðir okkar og mágur, Jón Kristjánsson, andaðist að heimili sínu, Vest- urgötu 26a, Hafnarfirði, 18. þ.m. Kristín Kristjánsdóttir, Ólafía Kristjánsdóttir, Árni Sigurðsson. t Eiginmaður minn, Guðmundur Njálsson, andaðist að heimili sínu, Böð- móðsstöðum, Laugardal, að- faranótt 18. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Karólína Árnadóttir. t Föðurbróðir minn, Sigurður Sigurmundsson frá Seyðisfirði, lézt þann 17. nóvember á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. Guðbjartur H. Eiríksson. fara í vondum veðruim, oft gangandi, og jafnvef tvísýnt um líf á stundum. Þá reyndi oft á karlmennsku hans, en sjálfur var hann samvizkusamur og kær leiksríkur til hinna sjúku dýra, eins og um menn væri að ræða. Eftir 17 ára veru austur á Héraði fær hann veitingu fyrir Laugaráshéraði í uppsveitum Ámessýslu, og breytrtist þá mik- ið til batnaðar hvað ferðalög áhrærði og ýmsar aðstæður. í embætti sinu var Bragi eins og áður er sagt, s-amvizkusamur og viðbragðsfljótur ef mikið lá við, enda mjög vel fær í sínu starfi. Var hann alltaf með ýms- ar tilraunir á þvi sviði, skrifaði mjög athyglisverðar greinar í blöð um fjársjúkdóma, bæði um garna- og mæðiveiki og benti á að ferðir, er gætax verið til hjálpar gegn sjúkdómunum. Hann sagði við mig, að sér sámaði að hafa hvorki tíma né fé til að beita sér af fullum krafti að rannsókn- um sínum á þessu sviði. Þau hjónin áttu níu börn, þrjár dætur og sex syni, svo það er ekki Mtið verk, sem liggur eftir þessi hjón að koma öllum þessum stóra hópi upp og það svo að þrjú eru háskólagengin og hin vel menntuð í ýmsum greinum. Enda voru þau hjónin mjög heppin með þennan gáfaða og faLlega hóp sinn, sem bæði er duiglegt og reglusamt fólk, flest gift nú. Bragi elskaði börn sín svo mik- ið, að honum fannst engin fórn of stór fyrir þau, og þar var jafnræði hjá þeim hjónum, hún t Móðir okkar, Guðrún J. Einarsdóttir, Laufási, Eskifirði, verður jarðsett frá Eskifjarð- arkirkju laugardaginn 20. þ.m. og hefst athöfnin kl. 2 e.h. Valborg O. Árnadóttir, Anna G. Árnadóttir, Málmfreður J. Árnason, Jón Þ. Árnason. t Otför Stefáns Sigurðssonar, fyrrv. verkstjóra frá Efri-Rauðalæk, verður gerð frá Árbæjar- kirkju í Holtum á morgun, laugardaginn 20. þ.m., kl. 2. Ferð verður frá Umferðar- miðstöðinni kl. 11 árdegis. Blóm eru vinsamlega afþökk- uð, en þeim, sem vildu minn- ast hins látna, er bent á Ár- bæjarkirkju. Ólafía Bjarnadóttir, börn og tengdabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Jónatans J. Líndal, hreppstjóra, Holtastöðum. Soffía P Líndal, börn, tengdaböm og bamabörn. t Við þökkum hlýjar samúðarkveðjur og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, ALBERTS SÖLVASONAR, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarkvenna Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Ennfremur til stjórnar Kaupfélags verkamanna og allra annarra, sem sýndu okkur vinarhug með blómum og gjöfum. — Guð blessi ykkur öll. Karólina Gísladóttir og börn. ekki aðgerðarlaus á því sviði. En þegiar hann fer að sjá fram á það, að hann geti farið að njóta hvíldar, eftir langan starfs- dag, búinn að vera sex ár læknir í Laugaráshéraði, með eðrum orðum í 31 ár dýralæknir og börnin komin það langt á sinni skólagöngu að þyngsta grettisi- taki er lyft, þá dregur ský fyr- ir sólu. Hanm fer að finna til í hægra fæti, er ágeris.t svo, að hann fer til læknis, er telur að hann verði að leggjast á spítala. Þar eru gerðar margar aðgerðir á fætinum, en ekkert dugar, og endar með því að fóturinn er tekinn af honum fyrir neðan hné. Þetta stóra áfall fyndist nú flestum nógu mikið böi. Hann lá lengi á- spítala, siðan fór hann heim til sín. Fjölskvldan hafði flutzt tii Reykjavíkur, þvi að hann varð aiuðviitað að hœtita dýralækninguim; sagði af sér embættiniu, þá á bezta aldri tii þess að gera, 57 ára. Þegar frá leið og hann fór að hressast, fór hann til Þýzkalands að fá sér gervifót, og er heim kom virtist allt vera í góðu lagi; hann gat gengið um, og var við ritstöi'f heima hjá sér, svo fjöl- skylda hans og aðrir vindr von- uðu, að veikindaéláð væri liðið hjá þó að skiiin væru eftir döpur spor. En sorgarsagan endurtekur sig, eftir tvö ár verður hann fyr- ir því slysi að lærþrotna á vinstra fæti, heilbrigða’ fætinum, svo nú fer hann á spítala og ligg- ur nokkuð lengi, en kemst aftur heim, nokkum veginn frískur. En eftir nokkurn tima fer hann að finna til í vinstra fæti, og hér gerist sama og með hægri fótinn, læknar ráða ekki við neitt. Sagan endurtekur sig, fót- urinn er tekinn af fyrir neðan hné. Það var mikið lagt á þenn- an blessaða mann; vera orðinn fótalaus á bezta aldri. ÖU hans áform gagnvart fjölskyldunni og lífinu sjálfu, hrunin til grunna. En svo mikið sálarþrek var hon- um gefið, að aldrei heyrðist hann kvarta. í samtali gat hann gert að gamni sínu, fylgdist vél með á öllum sviðum og talaði sem frískur væri, þótt líkams- þróttur hans færi þverrandi, því siðasíliðin tvö ár var hamn á spít- ölufm. Þegar ég kom til hans á spítal- ann, átti ég bágt með að horfa á hvemiig komið var fyrir þessum þróttariTkla manni, en Guð gaf honum náð til þess að bera þennan kross án þess að sýna nokkra óþolinmæði, bíð- andi með aðdáanlegri ró, þess sem koma skal. Eitt lærði ég á því að kynnast Brtxga vini minum í hans miklu veikindum: Þegar eitthvað kem- ur fyrir, hvort heldur veikindi eða annað, að reyna að sýna þá hugarró, er hann sýndi. Kona hans, Sigurbjörg, var öllum stundum 9em hún gat hjá manni sínum í hans veikindum, svo og böm hans. Hún á þar fagra sögu, sá urn stórt heimili, og vann sjálf hjá Pósiti og slma, svo það var mikið sem hún áfrekaði. Enda hafa það áreiðanlega Verið hans sólskinsstundir er þau höfðu tíma til að létta honum birðarnar, er hljóta að hafa ver- ið honuim þungbærar, þófct eigi bæri á því. Bragi minn, ég og kona mín og dætur þökkum þér fyrir allar þær ánægjustundir, er víð átt- um með þér, á þínu góða heimili. í Guðs friði. Þórarinn Árnason, frá Stóra-Hrauni. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, Ara Jónssonar frá Stöpum. Guð blessi ykkur öll. Júlfus Jónsson, Sigriður J. Thorlacius.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.