Morgunblaðið - 25.11.1971, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.11.1971, Blaðsíða 17
MORGU1NfBLAB[Ð. PLMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1971 17 Samtök raforkunnoteiida á Norðurlandi: Samtenging orkuveitna fjórðungsins fyrsta skrefið Akureyri, 22. nóvember. STOFNFUNDUR Sanitaka raf- orkunotenda á Norðurlandi var haldinn að Hótel KEA á laugar- daginn. Frunimaelandi og' fund- arstjóri var Bárður Halldórsson, menntaskóiakennari, en fundar- boðendur auk hans voru Hall- gríniur Skaftason, Haukur Árna- son, Jakob Ó. Pétursson, Jón Helgason, Jón B. Rögnvaldsson, Vilhelni Forsteinsson og Þorvald- ur Jónsson. Fundinn sóttu 80— 1.00 nianns, þótt hann væri siæ- iega auglýstur. Frummælandi kvað hér um að ræða hreyfingu áhugamanna og- hagsmu nasamtök almennings, sem óskaði eftir sem öruggastri og ódýrastri raforku, algerlega An flokkssjónarmiða. Samtökun- um væri ekki beint gegn rikis- stjórninni sem slikri, enda stæðu að fundarboðinu tveir menn frá hverjum stjórnmálaflökki nema Alþýðubandalaginu, en þaðan hefði ekki tekizt að fá menn til samstarfs. Sams konar fundur átti að vera á Húsavík sama dag, og fundir í Skagafirði og Húnavatnssýsl- um eru í undirbúningi. Um allt Norðurland verður efnt til undir- sk r i f tasö fn u n a r til fylgis við virkjanir heima i fjórðungnum og samtengingu þeirra og sjálfs- ákvörðunarrétt Norðlendinga i virkjunarmálum sínum. — „Bar- áttan stendur' milli hagsmuna almennings og fáeinna sérgæð- inga, milii landlausra og landeig- enda,“ sagði frummæiandi. Lögð var fram, rædd og sam- þykkt svofelld ályktunartillaga, sem jafnframt er yfirskrift undir skriftalistanna, sem bornir hafa verið og bomir verða um Akur- eyri og nágrannabyggðir: „Við undirritaðir raforkunot- endur á Norðurlandi lýsum því yfir, að við teljum fyrsta skrefið í raforkumálum Norðlendinga- fjórðungs vera samtengingu orkuveitna fjórðungsins af ör- yggis- og hagkvæmnisástæðum. Við bendum á f jölmarga mögu- leika i virkjanagerð í fjórðungn- um og skal þá fyrst og fremst skírskotað til Laxárvirkjunar III, sem unnið hefur verið að og I hefur verið lagður milkiH kostn- aður. Það er álit okkar, að Laxár- virkjun skuli aukin og nýtt til þess marks, sem yfirstandandi líffræðilegar rannsóknir telja skaðlaust. Jafnframt teljum við nauðsyn- legt, að kannaðir verði aðrir virkjunarmöguleikar, — svo sem við Svartá og Jökulsá eystri í Skagafirði, Dettifoss og I Skjálf- andafljóti. Við teljum sjálfsagt, að sam- tenging orkuveitna landsins fari fram á næstu árum, en nauðsyn- legan undanfara þess teljum við fullkomna könnun á virkjunar- möguleikum norðanlands með eignaraðild Norðlendinga fyrir augum að hugsanlegum virkjun- um. V-íslendingur forstjóri rannsóknastöðvar LÖGBERG-Heimskringla 3kýrir frá því að dr. Fred K. Kristjáns- son frá Winnipeg hafi verið skip aður forstjóri rannsóknastöðv- arinnar í Ottawa, en hann er við- urkenndur vísindamaður á sviði dýrarannsókna og erfðafræði bú- fjár. Hann er sonur hinna vei- þekktu Vestur-íslendinga Jak- obs Kristjánssonar og Steinu Kristjánsson í Winnepeg. Hann er kvæntur Lenu dóttur Óskars Gíslasonar í Leslie í Sascatuan og konu hans. Dr. Kristjánsson tók próf i bú- fræði við Manitobaháskóla 1947, meistaragráðu í vísindum við Minnesotaháskóla 1948 og dokt- orsgráðu frá Minnesotaháskóla en grein hans var erfðafræði bú- fjár. Hann starfaði á opinberu til raunabúi og fékkst þar við vís- indalegar rannsóknir á búfé. 1959 var komið upp nýrri rann- sóknadeild til að rannsaka kyn- bætur búfjár, þar sem hann tók við störfum, varð stjórnarfor- maður 1969, og gegndi oft for- stjórastörfum einnig. Dr. Kristjánsson er þekktur vísindamaður á 3Ínu sviði, ekki * Islenzkur sportfatnaður ALÞJÓÐLEG sportvörusýn- ing verður haldin í Miinchen dagana 9.—12. marz. Meðal 600 sýnenda er eitt IsLenzkt fyrir- tæki, Álafoss, sem sýnir vetr- arsportfatnað. Tvisvar áður hafa íslenzk fyrirtæki tekið þátt í þessari sportvörusýn- ingu, og var SÍS þar í fyrra ásamt Álafossi. 248 erlend fyrirtæki sýna á Ipso 72, eins og þessi sýning er nefnd og 355 þýzk. FLest sýna vetraraportfatnað og sportvarning, en nokkur sportvörur fyrir sumarið, eða til noba allt árið. aðeins í Kanada heldur víðar. Hann hefur getið sér orðstír fyr- ir rannsóknir og tilraunir með svín og annan búpening og 1962 var hann kvaddur til starfa hjá Sameinuðu þjóðunum með öðr- um vísindamönnum á því sviði. Hann er m.a. i ritnefnd blaðs er fjallar um rannsóknir á blóðflokk um og lífefnafræðilegum erf ðum við Univei-sity of Guelp Gradu- ate studies í Guelph í Ontario. Við teljum fráleitt, að ráðizt sé í mikiilvægar raforkufram- kvæmdir á Norðurlandi án sam- ráðs við Norðlendinga sjálfa." Ræðumenn voru flestir á einu máii um stuðning við ályktunar tillögu þessa. Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, gat uim samþykkt Fjórðungssam- bands Norðlendinga i ráforku- málum og taldi sennilegt, að nefnd yrði skipuð bráðlega, sem gera ætti tölulegan kostnaðar- samanburð á raforkuverði Lands virkjunar miðað við línu frá Sig- öldu annars vegar og verði á raf- orku frá virkjunum norðanlands, þ.á m. Laxárvirkjun, hins vegar. Taldi hann verðmuninn fyrir- sjáanlega verða mjög mikinn norðlénzkum virkjunum í hag, svo að nema mundi tugmiiljón- um króna árlega. Margir fjár- magnsliðir yrðu þar að auki eftir heima í héruðunum í stað þess að renna suður. Ingólfur Árnason, rafveitu- stjóri, taldi, að nauðsynlegt væri að heima í héraði yrði byggt upp það grunnafl, sem treysta mætti á, jafnhliða þvi, sem lína yrði lögð að sunnan, en hann væri þeirri línu í sjálfu sér alls ekki andvígur. Bragi Sigiu-jónsson, banka- stjóri, taldi, að bið yrði á virkj- unum á Norðurlandi, ef línan að sunnan yrði lögð fyrst, þær kæmu raunar aldrei. Auk alls annars yrði eftir á Norðurlandi mikið fjármagn vegna virkjunar- framkvæmdanna sjálfra. Þær mundu stuðla að aðstreymi vinnuafls, menn flyttu fremur til Norðurlands en þaðan, en all mikill búferlaflutningur átti sér stað héðan af Norðurlandi meðan Búrfellsvirkjunin var í smíðum. Hér væri í raun barizt um sjálf- stæði landshlutans. Ef ekki yrði virkjað hér, yrði Norðurland allt- af nýlenda Reykvíkinga og ann- arra Sunnlendinga I raforkumál- um. Sigurður ÓIi Brynjólfsson, kennari, taldi ályktunina byggj- ast eingöngu á virkjun Laxár III, sem ekki væri sannað að væri ódýrasta tilhögunin fyrir landið í heild vegna verðjöfnunar- ákvæða, og því gæti hann ekki fylgt málinu. Hallgrímur Tryggvason, prent- Sjálfsmorð W allenbergs veldur miklu uppnámi Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, í ræðustól. Bárður Halldórsson er honnm á vinstri hönd. ari. hvatti til meiri kynningar staðreynda í sambandi við virkj- un Laxár, svo að blekkingum yrði síður við komið af andstæð- ingum hennar. Gísli Jónsson. menntaskóla- kennari, taldi samanburðarrann- sóknir hafa sýnt svo langt sem þær næðu, að framhaldsvirkjun Laxár væri ódýrasta rafmagns- öflunin, sem völ væri á fyrir Norðlendinga, og svo væri ein- sýnt að stefna að henni. Ef það yrði ekki gert, yrðu Norðlending- ar að viðundri. Undirskriftasöfnun hófst hér á Akureyri nú um helgina, og er þátttaka fólks mjög almenn og viðbrögð jákvæð. — Sv. P. V opnakaup vanþróuðu ríkjanna Stokkhólmi, 23. nóv. — NTB. UPPHÆÐ sú, sem löndin í svo- nefndum þriðja heimi — það er vanþróuðu löndin — hafa varið til vopnakaupa, hefur á undan- förnum 20 árum vaxið nærri tvö- falt örari en þjóðarframleiðsla þessara ríkja, að því er segir í skýrslu friðarrannsóknastofnun- arinnar, SIPRI. í skýrslu sinni segir stofnunin að meðan stórveldin sjálf reyni að forðast árekstra sín í milli, stuðli þau að árekstrum í van- þróuðu löndunum með því að selja þangað vopn, og auka þann ig á hættuna á alþjóða kjarn- orkustyrjöld. Bent er á að styrj- aldir undafarins aMarfjórðungs hafi allar verið háðar í þessum heimi, en að barizt hafi verið með vopnum frá stórveldunum. Á árunum frá 1950 hefur vopna- salan til vanþróuðu ríkjanna rýmlega sjöfaldazt, og nam á fyrra ári rúmlega hálfum öðrum milljarð dollara. Hefur aukning- in þannig numið rúmlega 9% á ári, sem lætur nærri að vera rúm lega helmingi hærri tala en hag- vöxtur þessara ríkja. Á árunurn 1950—1970 keyptu vanþróuðu ríkin um 90% vopns sinna frá Bandaríkjunum, Sov étrikjunum, Bretlandi og Frakk landi. SJALFSMOR® erflngja Wall- enberg-auðæfanna i Svíþjóð, Marc Wallenberg, hefur vald- ið miklu uppnámi í sænsku viðskiptalífi. Einn þeirra, sem er talinn koma til greina með tímanum í stöðu hans sem bankastjóri Enskilda-bankans, kjarna Wallenberg-samsteyp- unnar, er Curt Nicolin, kunn- ur kaupsýsliimaðiir, sem var forstjóri SAS 1961—’62 og er góður vinur föður hins látna og höfuðs ættarinnar, Marcus Wallenbergs, og bróður hans, Jacob Wallenbergs. Skýringin sem er gefin á sjálfsmorði Wallenbergs er of mikið vinnuálag. Lík hans fannst i skógarrjóðri skammt frá Stokkhólmi og hafði hann skotið sig í höfuðið með veiði- byssu. Hann hafði verið á súlfalyfjum í tiu daga vegna hita og kvefs. Fyrir tveimur mánuðum skarst í odda með honum og Jacob Wallenberg vegna yfirlýstrar andstöðu hins síðamefnda við 3amein- ingu Enskilda-bankans og Skandínaviska bankans, en sú sameining verður að veru- leika um áramótin. Marc Wallenberg átti að verða vara bankastjóri hins nýja banka. Hann naut mikils álits fyrir að vera duglegur kaupsýslu- maður, bæði heima og erlend- is. Wallenberg-ættin er kunn um allan heim fyrir auðæfi sín og völd. Með Enskilda Bank stjórnar Wallenberg- ættin stórum útflutningsfyrir- tækjum, en þeim «r aftur stjórnað með fyrirtækinu Incestment Bolag. Höfuðstóll ættarinnar er talinn nema einum milljarði sænskra króna, en raunverulega ræð- ur hún yfir ennþá stærri upp- hæðum. Næstum öll helztu útflutningsfyrirtæki Svia eru talin heyra tij Wallenberg- samsteypunni, og þar við bætast mörg dótturfyrirtækí, meðal annars í Kanada, Suð- ur-Ameriku og Suður-Evrópu Marc Wallenberg Mikilli valdabaráttu er nú spáð i ýmsum stórum fyrir- tækjum Wallenberg-samsteyp unnar, og veldur þetta umróti í sænsku viðskiptalífi. Fjár- málafréttaritari Svenska Dag bladets segir, að þrátt fyrir hæfileika sína hafi Marc Wailenberg oft ráðfært sig vegna fjölskyldutryggðar við föðurbróður sinn og föður, Jacob og Marcus, áður en hann tók mikilvægar ákvarð- anir. Þannig hafi aðstaða hans verið örðug og þar við bættist deila hans við Jacob um bankasamateypuna. fréttir i stuttu máli Svifnökkvinn Ailt bendir tii þess að svif nökkvar hefji reglubundnar ferðir milli Kaupmannahafnar og Málmeyjar um mánaðamót i in marz—aprffi á næsta ári. I Gert er ráð fyrir að tveir svif- nökkvar verði notaðir í þess- ar ferðir fyrst um sinn, og 1 tekur hvor þeirra um 300 far- I þega. Ferðin yfir sundið tek- , ur bálifa kliukkuistund, og far- gjöld verða þau sömu og með öðrum ferjum á þessari leið. Kosninga- sjóður Washington, 23. nóv. NTB ÖMungadeild bandariska þiingsins samþykktí í gær- kvöldi lög, sem heimila skatt greiðendum að greiða einn 1 dollara af tekj uskatti sámum til stvrktar fonsetaefni þess flokks, sem viðkomandi viM ' styðja við forselakosningar. ' Þingmenn repúbtikana hafa I verið andvígir þessu nýmæM, sem gæti leitt til þess að demó kratar fengju um 20 miilijónir 1 dollara í kosningasjóð til að I styrkja frambjóðanda sinn I gegn Nixon forseta haustið Í972. 10% tollur afnuminn Mexico City, 23. nóv. NTB Ronald Ziegler, blaðafuM trúi Nixons Bandaríkjafor- seta, sagði í Mexico City í dag að Bandarilkjastjórn mundi á næstunni smám saman felta niður tiu prósent innflu'tninigs i toMinn, sem verið hefur í giildi að undanförnu í Banda- rikjunium. Ekiki gat Zieglier þess hvaða vömr verða fyrst- ax undanþegnar tiolMnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.