Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 4
4. MÖRGÍUNBLAÐXÐ, LAUGARDAGOU 4. DESEMBER iSTt ® 22 0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 WfilFm BILALEIGA HVERnSGÖTU 103 VW SmMabiMt-VW S mama-VW svafwap VW JmamM-Landriwer 7manna BÍLALEIGA CAR REIMTAL 21190 21188 Bilaleigan TÝR “ SKULATUNI 4SÍMI15808 (10937) ÍBÍLALE/GAN UMFERÐ I SlMI Í I SIMI 42104 ISENDUMmmSENDUMi bilakujan AKBRAUT car rental service r 8-23-47 sendum MARGFALDAR iw v I MAROFAIÐAH MARGFALDAR 0 Ofbeit í Árnessýsiu? Steindór Guðmundsson, Eyrarlóni, Stokkseyri, skrifar: „Kaeri Velvakandi! í þættinum „Gróðurvernd" sera sýndur var í sjónvarpinu 9. nóvember, leiddu saman hesta aína nokkrir spekingar undir handleiðslu Áma Reynis- sonar. Kom þar sitt hvað fram, aem rétt væri að taka til um- ræðu. Eftir þennan venjulega for- mála stjórnandans var brugðið upp einhvers konar gróður- korti af landinu, og átti það að sýna ástand beitarlandsins nú. Var þar talið, að vÍ3S svæði landsins væru fullsetin, hvað beit snerti, en önnur væru of- setin. Til grundvallar þessum kenn- ingum sínum lýstu þeir mjög fræðimannlegum útreikning- um, sem byggðust á því, að aUt var reiknað út í ærgildum. Samkvæmt þessu gróður- korti á aLlt beitarland í Ámes- sýslu að vera ofbeitt frá sjó og inn til jökla. 0 Sek er sauðkind hver Og það ber allt að sama brunni að áliti þessara spek- inga, sauðkindin á sök á öUu aaman. Er þetta ekki fullmikið sagt? Er örtröðin t.d. hérna að neðanverðu í Ámessýslu jafn- mikil og af er látið? Það er að vísu rétt, að til eru svæði hér að neðanverðu í Ár- nessýslu, sem eru ofbeitt og Uggur við örtröð á. En það eru þau svæði, sem hestamenn úr Reykjavík hafa keypt eða tek- ið á ieigu fyrir hesta sína. Einnig nokkrir fleiri aðiLar, sem hafa tekið upp sama hátt. Þá er því og slegið föstu af þessum spekingum, að afréttar- löndin séu öU ofbeitt. Er þetta sannleikanum samkvæmt? 0 Afréttur Gnúpverja Tökum t.d. afrétt Gnúp- verja. Það er að vísu vitað, að fremsti hluti hans er ofbeittur, sérstaklega seinni hluta sura- ars, vegna þess hvað margt fé safnast þar saman. Þó fer þetta svolítið eftir tíðarfari. Svo hafa Kka alltof margir fjáreigendur verið skeytingarlausir um að reyna að venja féð inn á afrétt arlöndin, eins og þó er nokkuð hægt, og sunair hafa gert með nokkuð góðum árangri. Þarna aUra fremst á þessum umrædda afrétti er ofbeit, og liggur við örtröð aUra næst girðingunni, enda sýndist mér myndin, sem brugðið var upp, vera tekin þar. En hún átti að sýna, hvern ig rofabörð myndswt, þar sem ofbeit er. (Annars hef ég enga breytingu séð á þessum börðum síðastliðin þrjátíu ár). Svo er líka fleira, sem kem- ur til greina. Þar sem svona margt fé gengur, kemur líka áburður, og það kemur í Ijós þarna á þessu svæði. Þegar svo kemur inn fyrir SandafeU, held ég, að það sé Samtök sjálfstæðismanna, Nes- og Melahverfi. Þriðja spilakvöld vetrarins verður að Hótel Sögu (hliðarsal) sunnudaginn 5. des. kl. 8.30. Stutt ávarp: Frú Auður Auðuns. Félagsvist (góð verðlaun). Dregið í happdrætti. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. PHILIPS KANN TÖKIN Á TÆKNINNI" ■ HEIMILISTÆKISF HAFNARSTRÆTI 3 - StMI 2045S erfitt að telja nokkrum manni trú um, að um ofbeit sé að ræða. Það gengur ekki svo margt fé á þessu svæði yflr sumarið, og hross hafa ekki verið rekin á þennan afrétt síð- an árið 1956. Hér á ég við svæð ið inn að Fjórðungssandi, sem er 30—40 km á lengd og gró- inn allur austurhlutinn, og einnig að hluta yfir þveran af- rétt. Vesturhlutinm er víðast uppblásinn. Er hægt að skrifa þann uppblástur allan. á sauð- kindina? 0 Gæs er grasnagi, gráðug sem hösmagi Þegar svo kemur inn fyrir Fjórðungssand, verður svolítið annað uppi á temingnum. Þar virðist vera orðið um ofbeit að ræða, að minnsta kosti á viss- um svæðum. Var það mjög greinilegt síðastliðið haust. Á öllu þessu graslendisflæmi, sem þama er um að ræða, ganga kannski 500—600 fjár, þegar flest er, seinni hluta sumars. Við smölun 1971 voru þama 320 fjár. En þarna er annar fén- aður, og það er heiðargæsin. Hún er sjáanlega farin að ganga mjög nærri landinu. Og það svo, að horfir til stórra vandræða. Bezta og skemmtilegasta hag lendið er víða rótnagað. Á e.t.v. að skrifa það á reikn- ing sauðkindarinnar? 0 Heiðagæsin er landeyða Margur mun kannski segja sem svo, að það taki þvi ekki að hafa áhyggjur af þessu, þar sem hugmyndin sé að sökkva þessu landi vegna fyrir hugaðra framkvæmda í raforku málum. Það haggar ekki þeirri staðreynd, að heiðagæsin virS- ist vera með sama áframhaldi að eyðileggja beztu bitliagana fyrir „innan sand“. Hvort sá hinn geysilegi gæsadauði, sem sjáanlega hefir orðið þarna sl. sumar, stendur í sambandi við ofbeitina, veit ég ekki, en vís- indamennirnir, sem voru þarna sl. sumar, geta sjálfsagt upp- lýst okkur um það. Sjálfsagt mun ástandið vera svipað aust an Þjórsár á Holtamannaafrétti í verunum þar. Glöggur bóndi, sem staddur var fýrir „innan sand“ sl. haust sagði, að gæsin væri sjáanlega farin að flæma féð úr verunum. Er kannski heiðagæsin rétt- hærri þama innfrá? Gróðiir- vernd er sjálfsögð, sé rétt á mál um haldið, orsakir og afieiðing ar uppblásturs vegnar og metn ar á skynsamlegan hátt, og menn geri sér grein fyrir ár- angrinum. Það átti fyrir rúmum 30 ár- um að gera allsherjar gróður vemd á skóginum í Þjórsárdaln um með því að útiloka allt sauð fé þaðan. Því að það átti allt að eyðileggja. En reyndin hefir orðið sú, að eyðileggingin hef ir orðið enn gifurlegri síðan sauðkindin hætti að grisja akóg inn hæfilega. Sá aðili, sem þama hefði átt að láta að sér kveða, er Sandgræðslan. En það fer lítið fyrir hennar aðgerð- um. Hins vegar hefir Landsvirkj un gert þarna stóra og góða hluti. Með beztu kveðjum, Steindór Guðmundsson, Eyrarlóni, Stokkseyri.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.