Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.1971, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1971 11 * Georg Gershwin og Rhapsody in Blue FJÖLDINN aUur af kvikmyndum hefur verið gerður um ævi og feril tónskálda. Myndir þessar hafa sjaldmast verið nein stórvirki og tónskáldin þvi haft vafa- saman heiður af. Má nefna myndir eins og The Magic Bow um Paganini, The Great Mr. Handel, La Symphonie Fant- astique, Tsjaikovsky, Song of Love um Schumann, The Magnificent Rebel um Beethoven, The Young Chopin, A Song to Remember um Strauss, Swanee Riv- er um Stephen Foster og Song Without End um Liszt. 1 kvöld fáum við að sjá í sjónvarpinu mynd um ævi Georg Gershwin, eitt dáð- asta tónskáld Bandaríkjamanna. Hann fæddist í Brooklyn í New York árið 1898. Strax bam að aldri hóf hann orgel- og píanónám, og þegar hann var 16 ára að aldri hóf hann að starfa hjá dreifingarfyrirtæki fyrir dægurlög og söngva. Á þessum tima byrjaði hann sjálfur að semja dægurflugur og urðu sum laga hans óhemju vinsæl. Eins fór hann snemma að semja músik fyrir söngleiki og revíur með prýðdlegum árangri. Brátt kom þó í ljós, að Gershwin átti í harðri baráttu við sjálfan sig. Hann hafði getið sér mikinn orðstir fyrir dægurlög sín og auðgazt vel á þeim, en samt hafði hann hug á þvi að spreyta sig á alvarlegri tónlist. Þessi tvö sjón- armið börðust um tónlistargáfu hans, en samt sem áður tók hann aldrei af skarið og þessi tvísikinnungur fylgdi honum alla ævi og kemur glöggt fram í tómsmíðum hans. Frumraun hans á sviði alvarlegrar tónlistar var Rhapsody in Blue, sem frumflutt var árið 1924 í New York. Verkið var auglýst sem sinfónískur jass, sem er þó mjög vUlandi, þar sem hvorki Gershwin né Ferde Grofé, sem annaðist hljómsveitarútsetninguna, höfðu haft bein kynni af jass, og verkið á því i heild lítið skylt við jass. Engu að síður telja sagnfræðingar tónlistarsögunnar þessa tilraim Gershwins virðingarverða I fyllsta máta og bera hana saman við tilraunir Ravels, Stravinskys og Mil- hauds að flétta dægurtónlist inn i alvar- legar tónsmiðar sinar. Sagt er, að Ravel hafi t.d. metið Gershwin mikils. Fleiri verk mætti nefna, þar sem Gershwin leitar fyrir sér á sviði alvar- legrar tónlistar — þó dægurtónlistin eigi þar jafnan sterk ítök. Til að mynda Conserto in F, er hann samdi 1925; An American in Paris, sem hann samdi þremur árum síðar, en þessi tónsmíði varð síðan hvatinn að samnefndri kvik- mynd, þar sem tónlistin gegnir veiga- miklu hlutverki, og loks er að geta söng- leiksins Porgy and Bess (1935), sem einnig hefur verið kvikmyndaður. Gershwin lézt árið 1937. Samsöngur í Self osskirk j u KIRKJUKÓRASAMBAND Ár- nesprófastsdæmis efndi til sam- sönigs í Selfosskirkju sunnudag- inn 28. nóv. sl. Tilefnið var að minnast á viðeigandi hátt 25 ára starfs . kirkjukórasambandsim í prófastsdæminu. — Ellefu kirkju kórar komu fram í átta flokkum og fluttu þeir hver um sig ýmist tvö eða þrjú sönglög undir stjóm sjö söngstjóra. í lokin sungu all- ir kirkjukórarnir sameinaðir — 218 manna söngsveit —— fjögur tónverk undir stjórn formanns kirkjukórasambaindsins, Einars Sigurðssoniar organista á Selfossi. Þennan tilkomumikla hluta samsöngsins aðstoðaði séra Guð- jón Guðjónsson með blæbrigða- rikum organleik. — Kirkjukór- arnir sungu hver um sáig án Mjóð færaundirleiks að uhdanskildum kirkjukórum Hveragerðis og Kotstrandarsóknar. Þeir ffluttu sameinaðir stærri tónverk með píanóundirleik, ein hann annaðist með ágætum frú Sólveig Jónsson. — Stundiii í Selfosskirkju fyrsta sunnudaginn í aðventu frá kl. 4 til 6 síðdegis verður mér óglejrm- anleg. Þar ríkti kirkjulegur frið- ur í orðsins fyllstu merkingu, að- laðandi virðuleiki, innileg söng- gleði kórfélaganna, djúp hrifn- ing ábéyrenda og frábær vand- virkni söngstjóranna. Það er aðdáunarvert að kom- ast í kynni við svona framúr- skarandi tónlistarstarf utan þétt- býlisins og finna þanoi varma vilja, sem veitir þessu víðfeðma menniingarstarfi forustu og sig- urgöngu öllu byggðarlagi sínu til sórna og vegsauka. Ég eía, að nokkurt kirkjukórasamband hafi flutt jafn vel unna og fjölbreytta söngskrá og kirkjukórar Árnes- prófastsdæmis fluttu síðastlið- inn sunnudag, og er það vel því á herðum þess hvílir nokkur skylda umfrarn flest örwiur kirkjukórasambönd gagnvart allri þjónustu í þágu tónlistar. Árnessýsla hefur alið og gefið þjóð vorri af meira örlæti en flesf önnur byggðarlög afburða tón- listarmenn og þar af leiðandi er ekki nema eðlilegt að til Ármes- byggða myndist ósjálfrátt krafa um að eitthvað gerist þar innra rneira og stærra en meðal- mennskunni er samboðið. — Sönglagið — Meistarinn kemur eftir Pálma Þ. Eyjólfsson organ- ista við Stokkseyrarkirkju var, flutt af kirkjukórum Gaulverja- bæjar og Stokkseyrarsóknar und ir stjórn höfundar. Þetta kórlag vakti eftirtekt og gefur fyrirheit um, að enn sé að vænta góðrar tónlistar frá niðjum Árnesþinga. Að þessu sinni var Selfoss- kirkja þéttsetin áheyrendum og vissulega voru þeir alhr hjartan- lega þakklátir söngfólkinu, sö.ng- stjórum, organleikurum og forrl manni kirkjukórasambands Ár- nesprófastsdæmis fyrir þessa eftirtektarverðu söngprédikun, sem snart hug og hjarta hvers einasta manns, sem á hlýddi. Jón ísleifsson. Hjartanlega þakka ég bömum mínum, tengdabömum, dótt- urbömum, ættingjum og vin- um fyrir stórar gjafir, blóm og skeyti á 80 ára afmælis- degi minum 25. nóvember. Mér verður sá dagur ógleym- anlegur. Guð launi ykkur öllum og gefi ykkur gleðileg jóL Lifið heiL Guðrún Ólafsdóttir, Gullteigi 4. Hótelstarf Viljum ráða reglusama stúlku nú þegar. Upplýsingar á staðnum. CITY-HÓTEL. Teppí á attt gólfíð — dásamlegt! r < : t' I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.