Morgunblaðið - 22.01.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1972, Blaðsíða 5
MORGUINIBLÁðÍÐ, LAUGARDAGUR 22. JÁNOÁR 1972 5 Fimmtugur í gær: Magnús Guðmundsson f rá V or sabæ j arh j áleigu TIMINN líður, trúðu mér: Og nú er Maddi orðinn fiimmtugur. Þegar litið er til baiia þá gerist þetta allt svo hratt, að þetta og hitt hefur gerzt áður en við er litið. Magnús Guðmundsson er fædduj- í Vonsabæjarhjáleigu 21. jari. 1922, soniur hjónanna, Guð- mundar ívarssonar bónda þar og Guðrúnar Magnúsdóttur. Magnús var í bemsku, er faðir hans lézt, og við mót bernsku og æsku varð hann að sæta þeirri þungu raun að missia móður síina. Enginn á neitt betra í lífinu en góða móður. Það er því þyngri raun æsku- manni heldur en ég fái orðum að komið að missa móður sáma, en þá byrði axlaði Magnús með myndugleik karlmennisins. Hann tókst á við vandanm, sem við blastl, með festu og hugrekki. Og nú,, þegar staldrað er við merki- leg tímamót í lífi þessa æskuvin- ar míns, flýgur margt fram í hugann frá görnlu, góðu dögun- um, þegar við vorum ungir, órag- ir og jafnvel ábyrgðarlausir. Lengst minnist ég þá kenmslu- stundar í skólanum í Gaulverja- bæ hjá fröken Jónu Jónsdóttur. Ef til vill er það bezti vottur um hreinskilni þína og kjiark, hverju þú hefir verið ríkur af í meira mæli en margur annar. Kallað var í kennslustund og nú var það stíllinn frá deginum áður, sem fara átti yfir. Fljótlega kcxm að þínum stíl og stanzaði kennarinn inokkuð við lestur hans, þar til að hún segir: Ég held að þér sé að fara aftur með skriftina, Magnús minn. Er þér þá bara ekki að fara aftur að lesa, svaraðir þú að bragði, og hlauzt geysilegar vinsældir skóla- félaganna fyrir hugrekkið, því að þá eins og nú, þótti það gott, þegar einhver úr nároshópnum þorði að segja eitthvað aninað en venjulegt já við kennarann. Svo hefir tíminn liðið með ógn- vekjandi hraða, þegar litið er til baka. Ekki vorum við Magnús alltaf sáttir í þjóðmálunum, þegar við vorum æskumenn. Át þá hvor úr sínum poka og rifumst ofboðs- lega, en Drottinn minin dýri, hvort rökin voru öll upp á marga fiisika, frá því verður ekki sagt hér. Hitt vil ég segja, að Magnús beitti greind sinni á sviði þjóð- mála rétt eins og öðrum sviðum og hneigðist, — án minnar for- tölu — til fylgist við stefnu sjálfstæðismanna. Hann hefir þar sem annars staðar látið muna um liðsstyrik sinn, og skulu honum færðar þakkir fyrir það. Magnús er og hæfileikamaður hinn mesti til hvers sem vera skal. Völundur af fyrstu gráðu til eins og annars. Breytir þar engu, hvort um er að ræða tré eða járn, og raunar alla mögulega og ómögulega hluti, það er, eins og ekkert sé óleysanlegt fyrir Magnúsi. Það er því hollt að hafa hann með í ráð- urn og vebki, en óviturlegt að hafna starfi hans. Magnús hefir enda við margt starfað um ævina, verið bóndi um nokkur ár, vöru- flutningabílstjóri, ekið hjá Mjólk- urbúi Flóamanna, og nú starfar hann hjá pósti og síma. Ég ætla svo ekki að hafa þessa afmæliskveðju lengri. Ég óska Magnúsi heilla og farsældar í hverju starfi, um leið og honusm skulu færðar þakikir fyrir sam- vinnu og samveru á liðnurn tírna. Dóttur hans, Oddnýju, sendi ég beztu kveðju og bið henini bless- unar í störfum sínum. Gunnar Sigurðsson. Stúlkur óskast hálfan eða allan daginn. Skriflegar umsóknir, er greini nafn, heimilisfang, og aldur sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 28. þ m. merkt: ,,947" Þess skal getið að verksmiðjan mun flytja á Seltjarnarnes í lok febrúar næstkomandi. Sælgætisverksmiðjan VALA S.F., Dugguvogi 17—19. Til leigu í miðborginni Skrifstofu- eða verzlunarhúsnæði er til leigu nú þegar á bezta stað í Miðborginni. Húsnæðið er 90—100 ferin. á 2. hæð. Unisóknir merktar ,.Aust.urstræti — 5576“ sendist afgT. Mbl. fyrir fimmtudags- kvöld 27. þ.m. FERÐABILL LÚXUSBÍLL TORFÆRUBILL HRAÐAKSTURSBÍLL ROVER Með því að sameina orku og þægindi Rover fólksbílsins og eiginleika hins sterka torfærubíls, LAND-ROVER, hefur fengist ökutæki, sem í rauninni er fjórir bílar í einu. Þegar ó allt er litið, eru möguleikar RANGE-ROVER stór- kostlegir og notagildið víðtækt. Hann ó allstaðar jafn vel við: Á hraðbrautum, ó bændabýlum, ó ,,rúntinum“ í stór- borqinni oq inn í öræfum. laugavegi 170—172 TT', ' * v :>• Q £

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.