Morgunblaðið - 27.01.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUINBLABIÐ, FIMMTUDAGLTR 27. JANÚAR 1972 Oiígefandl hff. Áwdkur, R&yiojavflí Fnamfkvaamdaatiórl Harafdur Sveinsson. RJtatjóirar Matiihías Johatwessen, Eýjólifur Konráð Jórisson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. RrtstfómarfuHtnói Þiorbgöm Guðmundsson. Fréttastjór! Bjarn Jólhannsson. Auglýsingastjöri Árni Gerðar Krlstinsson. Rftstjórn og affgreiðsia Aðaistrsetl 9, sfmi lð-100. Augiýsingar Aðalstræti 6, sfmf 22-4-80. AdkriftargjaW 228,00 kr 6 mánuði irvnaniands í fausasöTu 16,00 kr eirvtakið. FRIÐARTILLÖGUR NIXONS TTinar nýju friðartillögur Nixons Bandaríkjaforseta í Víetnamstríðinu koma þeim, sem fjarri standa þessum mikla harmleik, fyrir sjónir sem mjög aðgengilegar fyrir hinn stríðsaðilann. Banda- ríkjaforseti hefur boðizt til að kalla heim allt herlið Bandaríkjanna og banda- manna þeirra frá Suður-Víet- nam innan sex mánaða frá undirritun samkomulags um afhendingu stríðsfanga. Hann hefur lagt til, að vopnahléi verði komið á í Indó-Kína. Hann hefur einnig skýrt frá því, að náist samkomulag um þessi atriði skuli Thieu, for- seti Suður-Víetnams, segja af sér og nýjar forsetakosningar fara fram í landinu, m.a. með þátttöku hinnar svonefndu Þjóðfrelsisfylkingar. Hefur orðið samkomulag um þetta atriði milli ríkisstjórna Bandaríkjanna og S.-Víet- nams. Á undanförnum mánuðum hefur Nixon hvað eftir annað komið á óvart með stefnu- breytingum í utanríkismál- um. Raunar hafa menn búizt við því, að innan tíðar kæmi fram tilboð af hálfu Banda- ríkjamanna um heimköllun alls herafla þeirra í Suður- Víetnam gegn afhendingu stríðsfanga. Hins vegar vekur það mikla athygli, að einn helzti ráðgjafi forsetans, Henry Kissinger, hefur á undanförnum 30 mánuðum farið 12 leynilegar ferðir til Parísar til þess að ræða við samningamenn Norður-Víet- nama þar um leiðir til lausn- ar Víetnam-stríðinu. Nixon hefur lagt til, að ná- ist samkomulag um vopnahlé í Indó-Kína, skipti á stríðs- föngum og heimflutning er- lendra herja frá Suður-Víet- nam, skuli núverandi forseti landsins segja af sér og nýjar forsetakosningar fara fram. Tók hann sérstaklega fram í ræðu sinni í fyrrinótt, að gert væri ráð fyrir, að Þjóðfrelsis- fylkingin tæki þátt í þeim kosningum. Undirtektir Norður-Víet- nama í hinum leynilegu við- ræðum þeirra og Kissingers undanfarna mánuði munu hafa valdið Bandaríkjaforseta vonbrigðum. Vel má vera, að þeir líti svo á, að Nixon eigi fárra kosta völ. Almennings- álitið í Bandaríkjunum krefj- ist þess, að allt bandarískt herlið verði kallað heim frá Víetnam og í vor muni alla vega ekki verða eftir nema nokkrir tugir þúsunda banda- rískra hermanna. Þess vegna er vel hugsanlegt, að leiðtog- ar Norður-Víetnam líti svo á, að engin ástæða sé til þess fyrir þá að fallast á skilyrði fyrir brottför herliðs, sem hvort sem er sé á heimleið. En reynslan hefur sýnt að óráðlegt er fyrir þá sem þykjast hafa öll ráð í sínum höndum að láta kné fylgja kviði. Af þeim sökum geta kommúnistar í N.-Víetnam nú átt á hættu að missa áróð- ursvopnið úr höndum sér. Á hinn bóginn er á það að líta, að styrjöld hefur hrjáð þjóðir Indó-Kína í aldarfjórð- ung. Jafnvel þótt allt banda- rískt herlið verði á brott frá Víetnam, halda styrjaldar- átökin áfram, ef ekki tekst að koma á vopnahléi og friði. Þess vegna er ekki ólíklegt, að tillögur Bandaríkjaforseta muni njóta stuðnings víða um lönd og almenningsálitið þrýsti enn á um það, að þess- um átökum linni. Útflutningsiðnaðurmn og skattalögin Með aðild íslands að EFTA var lögð rík áherzla á nauðsyn þess að hefja upp- byggingu nýs útflutningsiðn- aðar til þess að skjóta fleiri stoðum undir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar en verið hefur. I sambandi við EFTA-aðild okkar náðist samkomulag við hin Norðurlöndin um stofn- un Norræna iðnþróunarsjóðs- ins, sem á fjögurra ára tíma- bili mun veita um 1300 millj- ónum króna til uppbyggingar nýs útflutningsiðnaðar. Annar þáttur í þessari ákveðnu viðleitni til þess að byggja upp nýja útflutnings- atvinnugrein voru breytingar þær á skattalögum fyrir- tækja, sem fyrrverandi ríkis- stjórn beitti sér fyrir á sl. vetri. Tilgangur þeirra skattabreytinga var sá, að ís- lenzk fyrirtæki, sem bæði keppa við fyrirtæki í öðrum EFTA-löndum á heimamark- aði og útflutningsmarkaði, væru ekki ver sett skattalega séð en samkeppnisaðilar þeirra í öðrum löndum. Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar lagt til, að þessum nýju skattalögum verði breytt þannig, að fyrirsjáanlegt er, að skattaleg aðstaða íslenzkra fyrirtækja versnar mjög og þar með samkeppnisaðstaða þeirra heima fyrir og erlend- is. Með slíkum tillöguflutn- ingi er í rauninni vegið að þessari nýju útflutningsat- vinnugrein og reynt að kippa stoðunum undan nýjum út- flutningsiðnaði. XIST ILLXDIS LEIKRIT UM PALACH Á DÖGUNUM vair Irumsýning á Litla sviði Konungloga leikhússins í Kaup- mannahöfn á leikverkrnu „Palach“ efti-r vestur-þýzka höfundinn Erwin Sylvan- us. Leikritið hefur hvergi verið sýnt áður. Dómar danskra gaignrýnenda um verkið hafa verið heldur slsemir. Einn segir í fyrirsögn: „Lifandi leikverk, sem á erindi til nútímamaimna" en ann- ar katlar það „mislukkaða minningar- hátíð“ og telur það hafa fátt eitt til brunns að bera, er réttlæti sýningu á því nú. Leikiritið gerist í Praig í janúar 1969; Jan Patach hefur bremmt sig til bana og þjóð hans er harmi lostin. Því kynnast áhorfendur ekki Palach sjálfum, nema í umsögnum ættingja hans og vina og sumum þykir það ekki koma nógu vel fram, hvað höftmdur ætiar að hafi orð- ið þess valöaindi að hanrí tók þann kost inn að helia yfir sig benisíni og kveikja í sér á Wenzelstorgi. Það þykir duiga skammt, að í leiknum endurtaka móðir hans og unmiusta í sífellu þessi orð: „Það var eitthvað í augunum á honum . . . Höifundurinn, Erwin Sylvanus, segir þó í viðtali að fyrir honum hafi vafcað að spyrja, hvað hrærist í ungum manni, sem grípur til þess ráðs að brenna sig til bana; slíkt bafði þá ekki gerzt fyrr í Evrópu. Sylvanus sagði: „Fleiri fóru að dæmi hams, en í ljós kom alltaf að per- sónuleg vandamál þeirra höfðu ráðið úrslitum. Svo var ekki farið með Pal- ach. Hann kom til meðvitundar eina stund á sjúkrahúsinu og sagðí: „Ég vildi gefa ljós og ég varð ljós. Lítið ekki á mig sem hetju og fylgið ekki fordæmi mínu.“ Danskir gagnrýnendur' telja það einn mestan Ijóð á leikritinu að það nái ekki til áhorfenda, ve'gna hinna löngu eiin- ræðna sem hver persóna heldur — og um innbyrðis samspil milii persóna segja Erwin Sylvanus danskir gagnrýnendur, naiumast vera að ræða. Og það beri að harma, því að einmitt þetta efni hljóti að vera mjög gimilegt til íhugunair fyrir leikritahöf- und, sem eigi það skáldlega innsæi sem hefði dugað til að blása lífsanda og sannfæringarkrafti í verkið. Erik Bruhn ERIK BRUHN HÆTTUR LISTDANSARINN Erik Bruhn, sem hefur lengst af starfað í Bandaríkjun- um, og getið sér þar mikla frægð, hef- ur nú drogið sig í hlé, irúmlega fertuigur að aldri, og tilkynnft, að hann muni ekki dansa opinberlega framar. Hann hefur daufheyrzt við öllum beiðnum um kveðjudanssýningu og kveðst hættur fyrir fullt og allt. Bruhn nam ballett við Listdansskóla Konunglega leikhússinis í Kaupmanna- höfn, en fluttist til Bandaríkjanna fyrir átján árum. Iðulega hefur hann þó kom- ið fmm á sviði í Danmörku, svo og víð- ar og verið leiðbeinamdi fjölda listdans- skóla. Ákvörðun Bruhns um að hætta dansi á þeim aldri, sem venjulega er nefndur bezti alduirinn, kom á óvart. Um er kennt sjúkleika, en ekki hefur það ver- ið staðfest. Mikil ramakvein voru upp rekin víða og blómasendingum og skeytum hefur rignit yfir dansarann; fólk hefur stöðvað hann á götum New York og vottað honum aðdáun síma. Ballettsérfræðingiuir New York Tim- es, Anna Kisselgoff, reit grein um Bruhn af þessu tilefni og segir þar m.a.: „Hann hefur verið kallaður mestur túlkandi klassiskra balletta. Hann hefur einnig verið sá dáðasti.“ í samtajli við Kisael- goff sagðist Bruhn nú mundu taka sér ferð á hendur til Evrópu og gælir við þá hugmynd að fást við ritstörf og jafn- vel semja kvikmyndahandrit. Um ákvörðun sína að hætta dansi, seg.ir Bruhn við Kisselgoff: „Þegar ég hafði ákveðið að hætta fannst mér sem ég befði losn-að undam fargi. Dansferill minn hefur verið eins og langt og undur- samlegt ástarævintýri. Þar sem ég hef íhaldssamar skoðanir á mörgu hef ég heldur ekki gafið mér tíma til að eiga önnur ævintýri. Nú hef ég öðlazt frela- ið. Það hef ég ebki þurft fram að þessu, en einmitt núna er ég reiðubúimn að meðtaka það.“ Rit Heimilis- iðnaðarfélagsins RIT Heimilisiðnaðarfélags Is- ianids, Hugur og hönd, er komið út. Er forsíðumymd og fyrstu tjvær greinamar að þessu siinini uim ísllienzka roðskjó. Þá eru þar uppsbrifitir af þremur húfum úr ísiienzkri uLl, sem danski hömnuð- urinin Ase Luirtd Jensen gerði, en hún bom himigað sem kuinnuigt er og hafði sýnimigu á prjónavörum þeim, sem hún hafði hamnað úr íslenzkri uiIIL Eininig eru í riit- iirnu uppstoriiftir aif prjómalkjól, húfiu, vettlingum, værðarvoð o.fil. í riitimu er eimniig firóðlegt er- imdi um heimilisáðnað og tóm- stundir, sem Guy vom Weissen- berg flutiti á 14. þimgi morrænma heiimiiliisiðiniaðarfiélliaga. Og firú Auður Sveimsdóttir storiifar gwim um verzlum Ágústu Svensmm. Kenmt er hvemiig á að hregða gjörð, saigt firá krótoarefsltoefili o.fl. Er ritið að venju sérleiga fiaiBiegt og vandað. 1 riifinefind eru Víigdís Pátedétt - ir, Gerður Hjörteifsdótfiir, Siig,- ríður Halidórsdóttir, HðlimfirSðuc Ámadóttir og Auður Sveins- dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.