Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 2
r. 2 MORiGUNíJL.AÐtÐ, MIÐVIKUDAGU'R 2. FEBRÚAR 1972 „Töpum 5-6 millj. kr. - vanmat í tryggingu' — segir Óskar Hermannsson einn af eigendum Arn- firðings II. „VEGNA vanmats á trygrgingrn sktps okkar, Arnfirðingi II, töp- iim við hreint út sagt í það minnsta 3—G milljónnni króna,“ sagði Óskar Hermannsson í Grinðavik, einn af eigendum Arnfirðings II, í viðtali við Morg unblaðið í gær. í fréttum af þvt tjóni sem útgerð Gissurs hvíta hefur orðið fyrir kom fram að skipið er ekki tryggt fyrir því sem það kostar raunverulega í dag og sama er að segja um Arnfirðing II. og því liafa vakn- að þær spurningar hvort íslenzk fiskiskip séu of lágt tryggð yfir höfuð. „Menn sem meta skipin hér,“ sagði Óskar Hermannsson, „meta þau alltaf minna en við þurf- um að borga fyrir þau og þetta hetfur ekki aðeins áhrif á trygg- ingarnar heldur einnig lánakerf- ið. Til dæmis þegar við fengum Kópanesið i fyrra, systurskip Arnfirðings II., þá þurftum við að borga 1700 þús. kr. úr eigin vasa vegna þessa, þ.e.a.s. við urð um að borga hærri prósentutölu af kaupverði skipsins en lög gerðu ráð fyrir. Arntfirðmgur, sem er 10 mánaða gamalt skip var metinn á 24,5 millj. kr. þeg- ar við fengum hann, en Kópanes á 26,5 millj. kr. 3 mánuðum siðar. Tryggingar eru að vísu endurskoðaðar einu sinni á ári og 7 dögum eftir að Amfirðing- ur II strandaði, hækkaði trygg- ingin upp í 29 millj. kr. Það er augljóst að matsmenn meta skip in alltaf heldur undir kaupverði. Til dæmis ofckar skip, Arnfirð- ingur II. Ef við ætluðum að kaupa slíkt skip nú, myndi það kosta 34—35 millj. kr., þ.e. 10 millj. kr. meira, en fyrir ári síð- an og ekki er hægt annað en segja að 10 mán. gamalt skip sé nýtt. Miðað við það töpum við þessum milljónum beint, en þess má géta að ef tryggingafélagið Sinf óniuhl j óms veitin; Carmen Dragon og Willy Boskowsky — stjórna á aukatónleikum SÍÐARA misseri starfsárs Sin- fóniuhljómsveitar íslands er hafið og verða tónlevkar alls níu talsins. Fyrstu tónleikamir voru haldnir í Háskólabíói fimmtudaginn 27. jam. og var stjómandi þá Jindrich Rohan. Tapaði veski meö 15 þús. kr. UNGUR maður, sem ekur Coca- Cola-bíl, varð fyrir því óhappi í gær að tapa veski sín<u með 15 þúa, krómum i peningum (þrem- ur 5000 krówa seðlum), spari- merkjabók og ýmsum persónu- skilríkjum. Hann vissi síðast til, að hann hafði veskið á Miklubraut, en er hann hafði lokið afgrieiðslu uppi í Árbæjarhverfi, saknaði hann þess. — Finnandi á aiuðvelt með að koma því til skila þar sem persónuakilríki gefa til kynna natfn hans og heimilisfang. Aðrir hljómsveitarstjóirar, sem stjórna munu hljómsveitinni á siðara missieri eru: Proinnsias O’Duinn, Vaclav Smetacek, Róbert A. Ottósson og Bohdan Wodiczko. Af einleikurum síðara misser- is má miefna píanóleikaraina Rudolf Firkusisny, Alicia die Larrocha og Gísla Magnúason, fiðluleikarann Endre Gnanat, óbóleikarann Sidney Sutcliffe og svo einnig norsku söngkonuna Aase Nordmo Lövberg. Enn- fremur mun söngsveitin Fílharm onía flytja Te Deum etftir Dvor- ak undir stjóm Róberts A. Ottós sonar, en eirnsöngvarar verða Svala Nielsen og Guðmundur Jórusson. Að þeissu sinni mun hljóm- sveitin einnig halda aukatón- leika, þar sem flutt verður tón- list við flestra hæfi. Þeir fyrri verða í Laugardalshöll þann 22. apríl, og mun Carmen Dra'gon þax stjórna eigin útsetningum. Hinir síðari verða í Háskólabíói þann 18. maí undir stjórn hins víðfræga og vinsæla Willy Bos- kowskys. ,Frænkan‘ í Grímsnesi vildi gera við Arnfirðing II til þess að afhenda okkur skipið miyndi það kosta um 27 millj. kr. Endarnir nást þarna engan veg- inn saman og reyndar tapa trygg ingafélögin ekki síður á þessu að mínu áliti. Ég tel að endur- sikoða og réttlæta þurfi þessi mál tafarlaust, ekki sízt vegna þess að ég tel að þau skip sem við fáum hjá innlendum skipasmíða- stöðvum séu vandaðri en þau sem við getum fengið erlendis frá.“ Afmælishátíð Heimdallar — verður 16. febrúar FYRIR tæpum 45 ánim, eða 16. febrúar 1927, var haldinn stofn- fundur HeimdaJIar og i tilefni af 45 ára afmælinu efnir Heimdall- ur til fagnaðar að Hótel Loftleið- um, þriðjudaginn 15. febrúar n.k. Fagnaðurinn hefst kl. 18.30, en borðhald hefst Id. 19.30. Kl. 22.00 verður húsið opnað þeim gestum, sem ekki taika þátt í borðhaldi. Mjög verður vandað til fagnaðarins og imin leika fyrir dansi popphljómsveit auk hljómsveitar hússins. Auk þess mun hin vinsæla söngkona, Guð- rún Á. Símonar skemmta með söng sínum og Karl Einarsson, hinn bráðskemmtilegi grínisti mun koma gestum í gott skap með eftirhermum og fleiru í létt- um dúr. Þessa dagana er verið að senda í pósti kort með öilum upplýs- ingum um fagnaðinn, en þeir sem óska frekari upplýsinga, geta haft samband við skrifstofu Heimdallar, Vaihðll v/Suður götu 39 fram til kl. 19.00, simi 17102 og þar eru einnig seldir miðar. Einnig mun Heimdallur gefa Út afmaalisrit, sem mun koma út fýrir afmælið og hefur að geyma hið fjölbreytilegiasta efni. Til viðbótar er rétt að skýra frá því, að um síðustu áramót tók Ingvar Sveinsson við fram Kvæmdastjórn Heimdallar af Páll Stefánssyni, sem verið hafði framkvæmdastjóri þrjú undan- farin ár, en Páll mun átfram gegna framikvæmdastjórn Sam- bands ungra sjálfstaeðismanna og tímanitsims STEFNIS. VEGNA inngöngu Islands í EFTA er nú að hefjast inn- flutningur á öli með sömu áfengisprósentu og Thule og Egils-pilsner — 2.25%. Leyf® ur er innflutningur fyrir sam tals 5 milljónir króna á ár- inu 1972 og er búizt við því að erlent öl verði komið á matrkað hór fyrir febrúar- lok. Karl K. Karlsson, aðalum- boðsmaður Carlsberg-verk- smiðjanna í Danmörku sagði í viðtali við Mbl. í gær, að' flaskan myndi kosta 32.50 kr. með söiuskatti út úr búð. Öl- ið er tollað 70% og vörugjald á hvern lítra er 6.80. Fleiri útgjöld legjast á ölið, en þess ir eru stærstu liðirnir. Þess má geta, að Egils- pilsner kostar 13 krónur og Thule-öl 17 krónur. Karl K. Karlsson kvað mikla eftír- spurn þegar eftir ölinu og hefur simi hans vart þagnað siðustu dægur. Á myndimni eru sýnishorn af þessu Carls- berg-öli, sem ber nafnið „Ljóst bayerskt öl“. Ljósm. Ól. K. M. Skipaskráin 1972: 68 skip bættust í flotann en 21 skip strikað út af skránni á árinu 1971 Leikfélag Selfoss hefur að undanförnu sýnt Frænku Charleys við góðar luidirtektir og aðsókn. Næsta sýning veröur að Borg i Grímsnesi á fimmtudag. Á myndinni sést Axei Magnússon í hlutverki frænkunnar. ÚT er komin bókin 9krá yfir ís- lamzk skip 1972, sem gefin er út árlega aí Siglingamálastofniun rík isins, og miðast við 1. janúar ár ihveirt. Skráin er að þessu sirmi 276 blaðsíður að stærð og flytur margháttaðan fróðleik um íslenzk an skipastól í sérskýrslum yfir eimstök atriði. Þessi skipaskrá er á margan hátt breytt írá fyrri skipaskráim, sem einkum kemur fram í aukin- um upplýsingum. Hefur öll slkrá- in verið endurskipulögð og öll kerfissetning og forritun í skýrsluvélum hefur verið endur- unm.in. Skráin er, eins og áður, byggð á úrvinnslu með aðstoð Skýrsluvéla ríkisins og Réykja- víkurborgar. ÍSLENZKUR SKIPASTÓLL 1. JANÚAR 1972 Fiskiskip uindir 100 brúttólest- um að stærð eru alls 584, samtals 18.785 brúttólestir. Fiskiskip 100—499 bri. eru alls 214, samtals 43.540 brl. Fiakiskip 500—999 brl. eru alls 23, samtals 16.570 brl. Þaniniig eru íslenzík þilfarsskip 821 að fjölda og saimtals 78.895 bri. að sitærð. Allur íslenzki skipa- istóllintn var 1. janiúax 1972, 896 skip, samtals 143.085 bri., en auk þess voru skráðir 1034 optnir vél- bátar, samtals 3.246 bri. Skipum hefur þvi fjölgað um 47 á árinu og flotinn stækkað um samtals 2.719 bri. Þess ber þó að geta, aið wgna endunmælinga 50 skipa, sem á skrá eru, haía þessi skip mininkað um 2.417 brl., og 5 skip, sem endurmæld hafa verið, hatfa stækkað um 23 brl. SKIP STRIKUÐ ÚT AF SKIPASKRÁ ÁRIÐ 1971 OG NÝ SKIP Á ÁRINU Alls var 21 skip strikað út af skipaskrá árið 1971, samtals 5.006 brl., aðallega voru þau seld til út- lainda eða þau fórust. Mest munar þar um Haföminin, Dagstjörnuna, Litlafell og Herðubreið, sem seld voru til útlanda. Á árinu 1971 bættust í íslenzk- am skipastól alls 68 skip, samtals 10.129 bri. Þar munar mest um flutningaskipin Esju, Mánafoss, Litlafell, Skaftafell og Hvassa- fell. Einnig má nefna togskipin Órvar, Barða, Hólmatind, Hegra- nes og Freyju. ALDUR ÍSLENZKRA SKIPA 1. JANÚAR 1972 í skipaskrárani er skrá yfir ald- ur íslenzkra skipa. Enn er á skrá eitt 15 brl. skip, simíðað fyrir alda mót, árið 1894. Þetta skip er Garð ar BA-74, smniðaðuí úr erk og furu í Farsumd í Noregi. Garða.r mun alla tíð hafa verið nafn þessa gamla sikips, sem lengi var i eigu Ásgeirs Guðnasonar, útgerð- anrnarnnis á Flaeyri, þá skráð ÍS- 124. Af 896 skipum í skránni, sam- tals 143.085 brl., er 441 skip, alls 79.990 brl., smíðað árið 1960 og síðar. SKIP í SMÍÐUM 1. JANÚAR 1972 Mlkill fjöldi skipa var í simíð- um og umsaminin fyrir íslenzka kaupendur um þesisi áramót. Alls var’ í simiíðum inmanlands 71 skip, allt fiskiskip, samtals um 4.758 brl. Af þessum skipum voru 24 stálfiskiskip, þar af 3 skuttogar- ar, 2 í Slippstöðinni hf. á Akur- eyri og 1 í Stálvík hf. í Garðar hreppi. Erlendis voru í smíðum eða umsamin fyrir íslenzka aðila 13 skip, samtals áætluð 7.500 brl., aUt stálfiskiakip (skuttogarar). Þama eru aðeinis taldir upp þeir samningair, sem staðfestir höfðu verið af opiniberum íslenzkum að- ilum og hafa því raunverulega tekið gildi, en gerðir hafa verið frumsaminingar um miklu fleiri skuttogara eriendis. Af þessum 13 sikuttogurum eru 2 í smíðum í Póllandi, 5 á Spáni og 6 í Nor- egi. AÐRAR TÖLUR í SKIPASKRÁ Fjölda margar sértöflur eru í skipaskránni yfir einistök atriði, sem til fróðleiks mega teljast. Skrár eru yfir kailmerki, um- dæmisnúmer og sérieyfi á dkips- nöfnum. Töflur eru yfir meðal- aldur íslenzkra skipa, meðalorku á bri. og rúmlest undir þiifari, radíó- og fiskleitartæki, vélateg- undir og fjölda aðalvéla. Myndir eru af nýjum, íslenzkum sfcipum, 100 bri. og stærri, sem skráð voru á árinu 1971, að þrernur skipum unidanteknum, sem ekki tókst að fá myndir af í tæka tíð. Loks er svo skrá yfir fisfcisfcipasfól helztu fisikveiðiþjóða og eru þá talin gkip 100 brl. og stærri, sikipt í fjóra stærðarflokka. Tilgreind eru 30 lönd og er ísland þar 16. í röðiminii með 237 skip, samtals 60.110 brl. í síðustu skipaskrá var ísland 15. í röðinni, þá með 227 skip, samtals 60.365 brl., en nú hefur Kúba færzt upp fyrir ísland. Þess má geta, að nokkur áhrif hefur, að tvö íslenzk hafranmsóknaskip, Árni Friðriksison og Bjarni Sæ- mundsson, eru niú ekfci talfcn með figkiskipum, einis og í siðuistu gkirá vaa- gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.